SÍBS blaðið - feb. 2020, Síða 12
12
SÍBS-blaðið
Andrúmsloft utandyra á
Íslandi er almennt hreint og
lítið mengað, þótt töluverður
munur geti verið á þéttbýli
og dreifbýli og aðstæðum
hverju sinni. Þess má geta að
samkvæmt skýrslu Umhverf-
isstofnunar Evrópu (EEA)
þá er Ísland með lægsta
ársmeðaltal fyrir svifryk
PM2,5 og NO2 samanborið
við önnur Evrópulönd (1). Að
auki eru sólarhringsmeðaltöl
svifryks, NO2, SO2 og O3
yfirleitt undir íslensku við-
miðunarmörkum efnanna, þó
að styrkur þeirra eigi það til
að hækka til skamms tíma í senn (fáar klukkustundir).
Loftgæði bötnuðu til muna í þéttbýli á Íslandi þegar hætt
var að nota kol og olíu til húshitunar og götur voru mal-
bikaðar. Álag hefur hins vegar aukist vegna meiri umferðar,
aukins iðnaðar og ýmiss konar framkvæmda. Á móti koma
auknar kröfur um mengunarvarnir og nýja tækni, sem draga
úr þessu álagi. Þá hefur vinnuumhverfi og meðhöndlun
hættulegra efna sem geta borist í andrúmsloft gjörbreyst með
hertri vinnuverndarlöggjöf og ákvæðum í umhverfislöggjöf.
Í 1. töflu má sjá uppruna helstu loftmengandi efna á
Íslandi. Ein helsta uppspretta loftmengunar í þéttbýli eru
samgöngur. Við bruna jarðefnaeldsneytis, t.d. bensíns, dísils
og olíu, myndast fjöldinn allur af loftmengunarefnum á borð
við svifryk, NOx, CO og SO2. Aðrar uppsprettur geta verið
náttúrulegar, t.d. eldgos, jarðvegsrof og losun frá hvera-
svæðum. Eldgos hefur verið ein helsta uppspretta svifryks og
SO2 síðustu ár en helsta efnið sem losnar á hverasvæðum og
frá jarðvarmavirkjunum er H2S. Að auki getur styrkur loft-
mengandi efna hér á landi hækkað tímabundið vegna loft-
mengunarefna sem berast langar leiðir, svo sem frá Evrópu
eða Bandaríkjunum.
Svifryk (PM10)
Helstu uppsprettur svifryks í þéttbýli eru umferð (slit gatna,
útblástur bíla o.fl.), byggingaframkvæmdir og uppþyrlun
göturyks (1. tafla). Efnasamsetning svifryks er mismunandi
og fer mikið eftir uppsprettunni og árstíð þegar sýnið er tekið
(1. mynd). Árið 2003 var gerð rannsókn á efnasamsetningu
svifryks í Reykjavík yfir sumar og vetrarmánuði ársins og
sýndi hún að um 64% mátti rekja til umferðar eða hálkuvarna
(malbik (55%), bremsuborðar (2%), salt (11%) og sót (7%)).
Um 25% af svifrykinu voru jarðvegsagnir (2). Árið 2013
var gerð önnur sambærileg rannsókn sem sýndi að hlutfall
malbiks, bremsuborða og sóts var 17%, 14% og 30%. Að auki
sást að hlutfall jarðvegs og seltu var búið að lækka í 18% og
3%. Aska mældist 18% árið 2013 en eftir gosið í Eyjafjallajökli
árið 2010 varð aska ein af uppsprettum svifryks um land allt
Uppsprettur loft-
mengunar á Íslandi
Grein
Efni Uppruni Veðuraðstæður
Brennisteinsdíoxíð
(SO2)
Iðnaður, útblástur skipa
og eldgos (sbr. eldgos í
Holuhrauni)
Hitastig: breytilegt
Vindur: hægur
Úrkoma: lítil/engin
Árstími: vetur
Brennisteinsvetni
(H2S)
Jarðvarmavirkjanir,
náttúruleg losun á
hverasvæðum
Hitastig: í kringum frostmark
Vindur: hægur
Raki: breytilegt
Úrkoma: lítil/engin
Árstími: vetur
Köfnunarefnisoxíð
(NOx)
Útblástur bíla, skipa og
annarra farartækja og
iðnaður
Hitastig: breytilegt
Vindur: hægur
Raki: miðlungs
Úrkoma: lítil/engin
Árstími: vetur
Kolmónoxíð (CO) Stóriðja og útblástur
véla
Hitastig: breytilegt
Vindur: hægur
Raki: breytilegur
Úrkoma: lítil/engin
Árstími: vetur
Óson (O3) Náttúrlegur styrkur við
yfirborð jarðar og O3
sem hefur borist langar
leiðir frá öðrum löndum.
O3 er fyrst og fremst vanda
mál í heitum og sólríkum
löndum. Vegna veðurfars
eru aðstæður til myndunar
O3 sjaldan til staðar á Íslandi
og því fer það ekki yfir mörk.
Svifryk Slit gatna, útblástur
bíla, byggingarfram
kvæmdir, flugeldar,
brennur, uppblástur/
sandfok og eldgos
(öskufall/öskufok)
Hitastig: í kringum frostmark
Vindur: hægur/mikill
Raki: lágt til miðlungs
Úrkoma: lítil/engin
Árstími: allt árið
Yfirborð/jörð: slitlag/upptök
þurr(t)
Lykt Fjölbreyttar upp sprett ur,
t.d. iðnaður, fiskþurrkun,
fisk vinnsla, urðunar
svæði, jarðhiti, húsdýra
áburður á tún o.fl.
Ýmsar aðstæður
1. tafla. Uppruni helstu loftmengunarefna sem mæld eru á Íslandi og
veðurfarsaðstæður sem ýta undir hærri styrk efnisins.
2%
55%25%
7%
11%
Vetur og sumar 2003
1%
49%
8%
31%
4%
7%
Mars - maí 2015
Bremsuborðar Malbik Jarðvegur Sót Salt Aska
14%
17%
18%
30%
3%
18%
Jan/feb – apríl 2013
1. mynd. Efnasamsetning svifryks í Reykjavík samkvæmt rannsóknum árin
2003 (2), 2013 (3) og 2015 (4).
Ragnhildur G.
Finnbjörnsdóttir,
teymisstjóri loftslags og loftgæða
hjá Umhverfisstofnun