SÍBS blaðið - feb. 2020, Blaðsíða 13

SÍBS blaðið - feb. 2020, Blaðsíða 13
13 1. tbl. 2020 (3). Búast má við að hlutfall ösku sé hærra í grennd við Eyjafjallajökul þar sem ösku- fallið var sem mest. Nefna má, að ef aska er undan- skilin í þessari rannsókn þá fer hlutfall malbiks upp í 21%, bremsuborða í 20% og sót í 35%. Nýlegasta rann- sóknin er frá árinu 2017 og byggir á sýnatöku í Reykja- vík árið 2015. Þar mátti sjá að malbik var komið upp undir 50%, sót og salt var sambærilegt og mátti sjá í rannsókn frá árinu 2013 (4) (1. mynd). Niðurstöður þessara þriggja rannsókna sýna nokkuð ólíkar niðurstöður en eins og fyrr hefur verið nefnt byggist efnasamsetn- ing svifryks á uppsprettu þess, árstíðinni sem sýnið var tekið og hvernig veður- far hefur verið fyrir sýna- töku en veðurfar hefur einnig mikil áhrif á styrk svifryks í andrúmsloftinu. Því er mikilvægt að þetta verði rannsakað frekar en einnig er mikilvægt að rannsaka uppruna svifryks á fleiri þéttbýlum svæðum heldur en í höfuðborginni, t.d. Akureyri. Utan þéttbýlisstaða eru uppsprettur svifryks m.a. sandfok, eldgos (öskufall/öskufok) og uppþyrlun ryks af malarvegum. Utan þéttbýlis er hærri svifryksmengun einna helst í moldar-, sand- og/eða öskufoki sem eykst er snjóa leysir og jörð nær að þorna. Ryk frá malarvegum er vandamál víða úti á landi og þá sérstaklega í þurrkum að sumri til. Með auknum ferðamannastraumi hafa íbúar nálægt þjóðvegum sem ekki er búið að malbika verið að upplifa hærri styrk svifryksmengunar og ábendingar hafa borist Heilbrigðis eftir- liti Norðurlands vestra og Umhverfisstofnunar vegna þessa (5). Umræddir vegir eru rykbundnir að vori en sú rykbinding er venjulega úr sér gengin þegar liðið er á sumarið og ferða- mannaumferðin er hve mest (júlí og fyrri hluta ágúst). Einnig getur öskufok orðið töluvert í nálægð við Eyjafjallajökul eftir sprengigosið í jöklinum árið 2010. Þegar dags sveiflur í klukkustundastyrk PM10 ársins 2017 eru skoðaðar má sjá að stöðvarnar við Grensásveg, Hús- dýragarðinn og Akureyri fylgja dæmigerðum sveiflum sem einkenna loftgæði í borgum og bæjum og helsta uppspretta svifryksins er bílaumferð. Styrkur PM10 fer hækkandi snemma á morgnanna og er hærri fram að eftirmiðdegi en það er lýsandi fyrir aukinn svifryksstyrk af völdum umferðar. Aðrar stöðvar (Dalsmári í Kópavogi, Hvaleyrarholt í Hafnarfirði og við Grundartanga) sýna feril í dagsveiflunum sem meira lýsandi fyrri bakgrunnsstöðvar, þ.e. þar sem að umferð er ekki alltaf stærsta uppsretta efnisins. 2. mynd. Dagssveiflur í klukkustundastyrk svifryks á Íslandi árið 2017. Brennisteinsdíoxíð (SO2) Annað efni sem nauðsynlegt er að hafa sérstakt eftirlit með á Íslandi er brennisteinsdíoxíð (SO2). Það efni (auk köfnunar- efnisoxíðs - NOx) veldur m.a. súrri úrkomu. SO2 í andrúmslofti hér á landi kemur aðallega frá iðnaðarstarfsemi, þ.e. rafs- kautum sem innihalda brennistein, og frá notkun jarðefna- eldsneytis. Almennt er mengunin lítil nema í næsta nágrenni ál- og járnblendiverksmiðja en hefur þó ekki mælst yfir við- miðunarmörkum þar oftar en heimilt er og áhrifa vegna súrrar úrkomu hefur ekki orðið vart. Vert er þó að nefna að árin 2014 og 2015 voru óvenjuleg ár er viðkemur SO2 losun. Það átti sér stað gríðarleg mikil losun efnisins seinnipart ársins 2014 og fyrripart 2015 og þá sáust hæstu skammtímagildi SO2 sem mælst hafa. Ástæðan fyrir þessari gríðarlegu losun var eld- gosið í Holuhrauni sem hófst 31. ágúst og varði til 27. febrúar 2015. Öll þau skipti sem SO2 fór yfir sólarhrings heilsu- verndarmörk efnisins á þessum árum má rekja til eldgossins í Holuhrauni. Losun SO2 í eldgosinu var meira en heildarlosun SO2 í Evrópu allt árið 2011. Styrkur SO2 í andrúmslofti fór yfir heilsufarsmörk í fjölda skipta víðsvegar um landið og áhrifanna gætti einnig í Evrópu þar sem styrkur SO2 í and- rúmslofti varð hækkaður. Til að mynda mældist SO2 gríðarlega hátt á Reyðarfirði og einnig á Höfn í Hornafirði. Á 3. mynd má sjá SO2 mælingar frá Höfn í Hornafirði frá upphafi eldgoss- ins þar til að því lauk. Það voru miklar sveiflur í styrk SO2 á tímabilinu og sáust skammtíma gildi (10 mínútur) allt upp í

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.