SÍBS blaðið - febr 2020, Qupperneq 18

SÍBS blaðið - febr 2020, Qupperneq 18
18 SÍBS-blaðiðGrein þaðan í blóðrásarkerfið. Þegar agnirnar hafa náð að komast alla leið í blóðrásakerfið, þá eiga þær greiða leið inn í hin ýmsu líffæri líkamans. Nýlegar rannsóknir hafa fundið sótagnir (allra smæstu svifryksagnirnar) í fylgju fósturs (fósturmegin) og í þvagi barna (23,24). Einnig hafa rannsóknir sýnt, að því stærra hlutfall sem er af fínu svifryki (PM2.5 og minni) í andrúmsloftinu, því fleiri innlagnir vegna lungnabólgu fylgja í kjölfarið (25). En ekki skiptir máli hvort að útsetningin sé skammtíma eða langtíma til að svifrykið hafi neikvæð áhrif á heilsu. Áhrifin koma fram sem versnandi einkenni sjúkdóma og þannig má sjá aukna tíðni á komum á bráðamóttökur, aukin fjölda innlagna á sjúkrahús og aukna dánartíðni (26). Brennisteinsvetni (H2S): Helsta uppspretta H2S á Íslandi eru jarðvarmasvæði og jarðvarmavirkjanir. Litlaus gasteg- und með lykt sem flestir Íslendingar þekkja sem „hveralykt“. Gasið er þyngra en súrefni og safnast því saman við jörðu og í dældum/dölum. Efnið er tærandi, eldfimt og eitrað í mjög háum styrk. Í mjög háum styrk er brennisteinsvetni skaðlegt heilsu og getur leitt til dauða (27). Augu og öndunarfæri eru við- kvæm fyrir áhrifum brennisteinsvetnis. Rannsóknir á lang- tímaáhrifum brennisteinsvetnis eru misvísandi. Þannig hafa rannsóknir sýnt fram á áhrif á lungnastarfsemi en aðrar hafa ekki sýnt fram á slíkt samband. Það sama gildir um tengsl við astma og aðra öndunarfærasjúkdóma (28–30). Sambandið milli H2S og heilsufarsbrests hefur m.a. verið skoðað á Rotorua á Nýja Sjálandi. Þar eru svæði þar sem mikil náttúruleg losun á H2S á sér stað. Rannsóknir frá Rotorua má rekja aftur til ársins 1997 en í eldri rannsókn- unum fannst samband milli H2S útsetningar og aukinnar dánartíðni vegna öndunarfærasjúkdóma (31), hærri tíðni krabbameina í öndunar færum (32) og hærri tíðni tauga- sjúkdóma sem og hjarta- og lungnasjúkdóma. Í nýrri rann- sóknum frá Rotorua, hefur þó ekki fundist samband milli H2S útsetningar og heilsu farsbrests. Til að mynda var kannað sambandið milli H2S útsetingar og ýmissa lungnasjúkdóma. Í þeim rannsóknum fannst ekkert samband milli langtíma H2S útsetningar og langvinnrar lungnateppu og/eða astma heldur bentu niðurstöðurnar frekar til að H2S hefði verndandi áhrif á þessa sjúkdóma (33,34). Enn aðrar rannsóknir fundu engar vísbendingar um að H2S hefði slæm áhrif á vitræna getu, taugabólgu né miðtaugakerfi einstaklinga (35–37). Brennisteinsdíoxíð (SO2): Gastegund með ramma lykt. Efnið var eitt helsta loftmengunarefnið sem losnaði úr eldgosinu í Holuhrauni árin 2014 til 2015 Efnið er tærandi, eldfimt og eitrað í mjög háum styrk. Innöndun á brennisteinsdíoxíði getur stuðlað að astma vegna áhrifa á loftvegi og geta leitt til verri einkenna lungna- sjúkdóma. Svifryksmengun á sama tíma eykur þessi áhrif enn meira, en þegar einstaklingur er útsettur fyrir fleiri en einu efni er talað um svokölluð „kokteiláhrif“. Kokteiláhrif geta verið margföld á við áhrif þess að vera útsettur einungis fyrir Skaðleg áhrif loftmengunar Fjöldi rannsókna hafa sýnt að loftmengun hefur skaðleg áhrif á heilsu fólks, einkum barna og þeirra sem glíma við öndunarfæra- og/eða hjartasjúkdóma. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunni (World Health Organization; WHO) hefur loftmengun neikvæð áhrif á heilsu fólks og hefur stofn- unin (ásamt Umhverfis- stofnun Evrópu; EEA) bent á að með því að bæta loft- gæði megi draga úr ýmsum heilsu farsbrestum t.d. öndunarfæra- og hjartasjúk- dómum, heilablóðföllum og jafnvel ótímabærum dauðsföllum. Loftmengun eykur einnig tíðni lungnabólgu og dauðsfalla vegna sýkingarinnar. WHO ályktar sem svo að loftmengun sé sá umhverfisþáttur sem hafi einna mest neikvæð áhrif á lýðheilsu þar sem hún ógnar bæði lífsgæðum almennings og efnahag. Samkvæmt árlegri loftgæðaskýrslu EEA metur stofnunin að allt að 60 ótímabær dauðsföll megi rekja til útsetningar svifryks (PM2,5) á Íslandi á hverju ári og færri en fimm dauðsföll vegna útsetningar á NO2 og O3. Því er mikið sóknarfæri fyrir Ísland að draga úr svifryksmengun í landinu og þannig fækka ótímabærum dauðföllum vegna þess (1,2). Svifryk (PM10, PM2,5 eða PM1): Svifryk er smágerðar agnir sem svífa um í andrúmsloftinu og er flokkað eftir stærð agnanna. Þær sem eru minni en 10 μm (1 μm = 1 míkrómetri sem jafn- gildir einum milljónasta úr metra) í þvermál eru kallaðar PM10 (PM, particulate matter), PM2,5 eru agnir minni en 2.5 µm í þvermál og PM1 eru agnir minni en 1 µm í þvermál. Örfínt ryk (UFP, ultra-fine particles) er minna en 0,1 μm í þvermál. Til samanburðar má geta þess að mannshár er um 60 μm í þvermál. Agnir sem myndast við slit eða núning eru yfirleitt fremur grófar, t.d. ryk sem myndast við slit á malbiki. Smá- gerðari agnir verða einna helst til við bruna, t.d. sót, eða vegna þess að efni þéttast, t.d. brennisteinn, köfnunarefnis- sambönd og lífræn efni. Svifryk getur haft margvísleg áhrif á heilsu manna. Það hefur verið tengt við aukna tíðni hjarta-, æða- og lungnasjúk- dóma, heilablóðfalla, krabbameina sem og heildar dánar tíðni (3,6–14. Einnig hefur fjöldi rannsókna sýnt fram á samband milli aukinnar svifryksmengunar og aukna tíðni lungnabólgu (15–17) og dauðsföllum vegna lungnabólgu (18). Aldraðir, börn og fólk með undirliggjandi sjúkdóma eru viðkvæmastir fyrir svifryksmengun (3–5,19–21). Áhrifin eru einkum háð stærð agnanna og eru smærri agnir taldar hættulegri heilsu fólks en þær stærri (22). Stærri agnir en PM10 eru síaðar út í nefi og nefholi, en PM10 ná niður í lungnaberkjurnar og allra smæstu agnirnar (PM2.5) komast niður í lungnablöðrur og Ragnhildur G. Finnbjörnsdóttir, teymisstjóri loftslags og loftgæða hjá Umhverfisstofnun

x

SÍBS blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.