SÍBS blaðið - febr 2020, Qupperneq 23

SÍBS blaðið - febr 2020, Qupperneq 23
23 1. tbl. 2020 Fáðu góðar vörur á góðu verði og láttu gott af þér leiða – þá vinna allir! Múlalundur | Vinnustofa SÍBS Reykjalundur | 270 Mosfellsbær Sími 562 8500 www.mulalundur.is Möppur Úrval af möppum í öllum stærðum og gerðum Handavinna Við getum pakkað, brotið, merkt og ýmislegt annað Allt fyrir skrifstofuna Ritföng, pappír og aðrar skrifstofuvörur Kíktu á heimasíðu múlalundar – www.mulalundur.is Þú pantar og við sendum til þín hvert á land sem er Pappírspokar Með og án áletrunar – margar stærðir og litir Veðrið Einnig getur verið rétt að huga að veðuraðstæðum hverju sinni, sérstaklega vindátt. Ef það er til dæmis norðanátt í Reykjavík og verið er að ganga meðfram Miklubrautinni er mun minni mengun norðan við götuna heldur en sunnan við hana. Ef verið er að ganga meðfram götu sem er í brekku þá er meiri mengun frá bílunum sem eru að aka upp brekkuna heldur en bílunum sem eru að fara niður brekkuna. Þannig að ef það er logn er betra að vera þeim megin við götuna þar sem bílarnir eru að fara niður brekkuna. Hér flækir reyndar málið að vindátt hverju sinni hefur oftast meiri áhrif heldur en þessi mismunur á bílum sem eru að fara upp eða niður. Þannig að einfalda ráðið er að halda sig vindmegin við götu, til dæ is norðanmegin ef það er norðanátt. Loftsíur Fyrir þá sem eru í bíl skiptir miklu máli hvaða gerðar loftsían á miðstöðinni í bílnum er. Flestir bílar koma með frjókornasíu á miðstöðinni og þegar skipt er um síu kaupir fólk oftast aftur frjókornasíu því þær eru ódýrari. Frjókornasía er eins og nafnið bendir til hönnuð til að sía frjókorn og einnig stoppar hún allra grófasta rykið. Fyrir margar tegundir bíla er hins vegar hægt að fá svokallaðar kolasíur (e. „charcoal filters“). Þær stoppa einnig frjókorn en að auki eru þær eru hannaðar til að sía umferðarmengun og virka á fínt svifryk en einnig gastegundir eins og nituroxíð sambönd sem eru í útblæstri bíla. Fæstir kaupa þessar síur því þær eru dýrari en þar er þó ekki um að ræða stórar upphæðir þó hlutfallslega muni miklu. Fyrir algengan smábíl kostar hefðbundin frjókornasía um 3000 krónur en kolasía um 4500 krónur. Algengt er skipt sé um þessar síur þegar bílar fara í smurningu og gera má ráð fyrir að endingartími kolasíu sé styttri en hefðbundnar frjókornasíu og því er mælt með því að skipta um kolasíu ekki sjaldnar en árlega. Misjafnt er hvort almennar varahlutabúðir bjóða upp á kolasíur en hjá mörgum bílaumboðum er hægt að velja milli hefðbundinnar frjókornasíu og kolasíu. Óþarfur lausagangur Að lokum má benda á að gott er að takmarka allan óþarfa lausagang bíla. Það dregur ekki aðeins úr heildarlosun loftmengunarefna, sem er gott fyrir alla, heldur getur það minnkað útsetningu ökumanns og farþega viðkomandi bíls. Þegar bíll er í kyrrstæður í lausagangi er mengunarhjúpur í nágrenni bílsins. Þetta getur munað miklu, sérstaklega fyrir atvinnubílstjóra sem eru í og við bílinn allan sinn vinnudag. Það er til dæmis ekki óalgengt að sjá ökumenn sendibíla vinna aftan við bílinn við affermingu meðan hann er í lausagangi og þá eru þeir að anda að sér „ferskum“ útblæstri beint úr púströrinu.

x

SÍBS blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.