Breiðholtsblaðið - 01.01.2020, Blaðsíða 1

Breiðholtsblaðið - 01.01.2020, Blaðsíða 1
1. tbl. 27. árg. JANÚAR 2020Dreift frítt í öll hús í Breiðholtinu Þitt hverfi hefur hækkað einna mest síðastliðið ár. LÁTTU OKKUR SELJA FYRIR ÞIG. 510 7900Heyrumst - bls. 4-5 Viðtal við Jórunni Pálu Jónasdóttur Afgreiðslutími: Mán: 10-16 Þri-fös: 10-18 Lau 11-16 sjá nánar á facebook.com/Systrasamlagid Netverslun: systrasamlagid.is Erum á Óðinsgötu 1 • 2 STÓRAR PIZZUR AF MATSEÐLI • 2 MEÐLÆTI AÐ EIGIN VALI • 2 SÓSUR AÐ EIGIN VALI • 2 L GOS AÐEINS 5.990 KR. Stelpur rokka hafa fengið húsnæði við Völvufell í Breiðholti. Stelpur rokka er hópur tónelskra femínista. Hópurinn hefur að undanförnu staðið í ströngu við að innrétta tónleikasal, æfingahúsnæði og aðstöðu. Um er að ræða sjálfboðaliðarekin samtök sem starfa með femíníska hugsjón að leiðarljósi. Opnunarpartý var haldið í Völvufellinu föstudaginn 17. janúar. Þetta er í fyrsta sinn sem farið er af stað með fjölbreytta heilsársdagskrá fyrir ungmenni á vegum Stelpur rokka. Starfsemin er hugsuð sem hálfgerð félagsmiðstöð þar sem krakkar geta komið, hangið og gripið í hljóðfæri. Staður til til að hangsa, hugsa, tengjast og tjútta. Á vordagskránni verða fjölbreyttar smiðjur, hljómsveitaræfingar, námskeið og félagsmiðstöð - allt ókeypis fyrir ungmenni í hverfinu. Sérstök áherslu verður lögð á kynningu á starfinu fyrir ungmenni sem hafa færri tækifæri til tómstundastarfs en önnur. Það er ein ástæða þess að hópurinn kýs að vera í Breiðholti því rannsóknir sýna að ungmenni þar eru sá hópur sem nýtir sér frístundakortið minnst. Því er lögð áhersla á fjölbreytt en ókeypis tómstundastarf. Hjá Stelpur rokka starfa sjálfboðaliðar með fjölbreyttan bakgrunn sem tala ýmis tungumál. Stelpur rokka komnar í Völvufellið Þorramatur í miklu úrvali hjá okkur Öll lyf á lágmarksverði og samheitalyf líka!

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.