Breiðholtsblaðið - 01.01.2020, Blaðsíða 2
2 Breiðholtsblaðið
Útgefandi: Borgarblöð ehf.
Eiðistorgi 13-15 • 172 Seltjarnarnes • Pósthólf 171
Rit stjóri: Þórður Ingimarsson • Sími 551 1519 • 893 5904
Netfang: thordingimars@gmail.com
Auglýsingasími: 511 1188 • 552 1953 • 895 8298
Heimasíða: borgarblod.is
Net fang: borgarblod@simnet.is
Framkvæmda- og aug lýs inga stjóri: Krist ján Jó hanns son
Um brot: Valur Kristjánsson
Prentun: Landsprent ehf.
Dreif ing: Landsprent ehf.
1. tbl. 27. árgangur
Breiðholtsblaðið er dreift frítt í öll hús í Breiðholti
JANÚAR 2020
S tórviðri hafa gengið yfir landið með skömmu millibili. Aftakaveður gerði skömmu fyrir miðjan desember og
aftur blés af krafti með snjókomu 4. janúar. Ótíðin hefur barið
nokkuð á landsmönnum síðan. Miklar truflanir hafa orðið á
samgöngum og einnig á dreifikerfi rafmagns um norðanvert
landið. Umferðarslys hafa einnig orðið og snjóflóð fallið vestra
Í þessum erfiðleikum hefur reynt mjög á Landsbjörgu – björgunarsveitirnar sem ávallt eru til reiðu ef eftir aðstoð
þeirra er kallað. Innan þeirra hefur safnast mikil þekking
og einnig tækni og búnaður sem nauðsynlegur er við hinar
erfiðustu aðstæður.
Í óveðrunum að undanförnu varð ljóst að hið opinbera – ríki og sveitarfélög treysta á samtök sjálfboðaliða þegar veðurvá ber
að. Hinar opinberu stofnanir hafa ekki til að bera það sem þarf á
erfiðum stundum.
S tarfsemi Landsbjargar er að verulegu leyti borin upp af sölu flugelda fyrir hver áramót. Flugeldar skilja jafnan mikið
svifryk eftir í andrúmsloftinu. Mikið er því rætt um að draga
þurfi úr flugeldaskotum landsmanna. Jafnvel að binda þau við
afmörkuð svæði.
Jafn nauðsynlegt og virðist vera að draga úr sölu og skotum flugelda er einnig nauðsynlegt að sveitir Landsbjargar
búi við ákveðna öflun tekna. Spurningin er hvað komið geti í
stað flugeldanna.
Ekki er vænlegt að taka stjórn björgunarsveitanna úr höndum Landsbjargar og færa hana opinberum aðilum.
Með því myndi sá kraftur sem áhugamennskunni fylgir dvína og
jafnvel hverfa.
Verkefnið er að finna nýjar leiðir til þess að fjármagna þessa lífsnauðsynlegu starfsemi í herlausu landi. Ef til vill verður
að setja Landsbjörgu að einhverju leyti á fjárlög. Með því fengist
ákveðin grunnfjármögnun sem styrkja mætti eftir öðrum leiðum.
Tæpast er hægt að ætlast til að ríki og sveitarfélög treysti alfarið á áhugamannasamtök og sölu flugelda þegar vá ber
að höndum.
Þarf Landsbjörg á fjárlög?
Hafðu lyfin tilbúin þegar þú sækir
Pantaðu tiltekt á appotek.is
eða í síma 568 0990
Garðs Apótek - í leiðinni
Fáðu lyfin send heim með póstinum
Pantaðu sendingu á appotek.is
Garðs Apótek - um land allt
Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut
Opið kl. 9-18 virka daga, lokað um helgar
Borgarráð hefur samþykkt
erindi Hollvinasamtaka Elliða
árdalsins um fyrirhugaða
undirskriftasöfnun samkvæmt
3. mgr. 108. gr. sveitarstjór
narlaga með þeim fyrirvara að
undirskriftasöfnunin og íbúa
kosningin fjalli ekki um lögform
legt gildi deiliskipulagsins fyrir
Stekkjarbakka Þ73, þar sem slíkt
stenst ekki lög.
Erindi stjórnar Hollvina-
samtaka Elliðaárdalsins um
fyrirhugaða undirskriftasöfnun
í Reykjavík barst Reykjavíkur-
borg desember sl. Í tilkynningu
samtakanna kemur fram að
ætlunin sé að knýja fram íbúa-
kosningu um deiliskipulagið fyrir
Stekkjarbakka, sem borgarstjórn
samþykkti 19. nóvember s.l. og
auglýst var í Stjórnartíðindum
25. nóvember sl.." Í erindi Holl-
vinasamtakanna kemur fram að
hugsun samtakanna sé sú að
deiliskipulag Stekkjarbakka verði
fellt úr gildi í íbúakosningu. Eins
og fram kemur í umsögn skrif-
stofu borgarstjórnar stenst það
ekki lög. Deiliskipulag verður ekki
fellt úr gildi með íbúakosningu.
Deiliskipulagið hefur þegar öðlast
lögformlegt gildi og verður aðeins
breytt með endurskoðun á því í
samræmi við málsmeðferðarferla
í skipulagslögum og að viðlagðri
bótaábyrgð Reykjavíkurborgar.
Atkvæðagreiðsla gæti hins vegar
snúist um það að Reykjavíkur-
borg myndi hefja endurskoðun á
deiliskipulagi að virtum þessum
málsmeðferðarreglum og hugsan-
legri bótaábyrgð. Ekkert er því til
fyrirstöðu að fram fari undirskrift-
asöfnun og íbúakosning án þess
að hún sé beinlínis tengd við þá
stjórnvaldsákvörðun sem þegar
hefur verið tekin með samþykkt
og gildistöku
Undirskriftasöfnun samþykkt
- Hollvinasamtök Elliðárdalsins vilja að deiliskipulag
verði endurskoðað
Kermóafoss í Elliðaárdal.
Námskeiðin miðast við fulla
hverjum hætti fengið kennslu frá
nágrannalöndum, einkum Dan-
mörku.
Þess má geta að ég á orðið stóran
hóp af föstum viðskiptavinum sem
koma jafnvel tvisvar til þrisvar og
oftar á ári á námskeið. Ég er opin
fyrir uppástungum um ný og
skemmtileg námskeið og mörg slík
hafa einmitt orðið til á þennan hátt.“
gudrunsg@gmail.com
Eldamennska „Eini munurinn á að koma til okkar og því að fara út að borða er að í staðinn fyrir að kokkurinn sé inni í eldhúsi
að elda fyrir þig, þá er hann frammi að elda með þér,“ segir Auður Ögn um námskeiðin hjá Salt eldhúsi.
Ég var alltaf að bíða eftir
að einhver setti svona fyr-
irtæki á fót hérlendis en
það lét á sér standa, þann-
ig að ég ákvað að gera
þett bara sjálf.“
MORGUNBLAÐIÐ | 17
Er kominn tími til
að gera eitthvað?
Aukin vellíðan
Ávinningurinn af námskeiðinu er aukin þekking á leiðum til
þess að hlúa að andlegri heilsu og efla vellíðan.
Bókfærsla og tölvubókhald
Farið er yfir grundvallaratriði og hugtök í bókfærslu og
bókhaldi fyrirtækja og einstaklinga. Þátttakendur læra færslu
bókhalds frá grunni og því ekki gert ráð fyrir forþekkingu
og námskeiðið nýtist einnig þeim sem hafa ákveðinn
grunn fyrir.
ÚFF - Úr frestun í framkvæmd
Farið yfir ástæður frestunar, einkenni og afleiðingar. Fyrir
þá sem vilja hætta að fresta og fara að ná árangri í lífinu.
Sjálfsumhyggja
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur þjálfi með sér
færni til að sýna sjálfum sér vinsemd og hlýju
(self-compassion), t.d. þegar þeir upplifa mótlæti
og erfiðleika.
Í fókus - að ná fram því besta
með ADHD
Eykur skilning á ADHD (athyglisbresti/ofvirkni) og hvernig er
hægt að ná betri tökum á einkennum ADHD í daglegu lífi.
Næstu námskeið í boði hjá Hringsjá
Ég heiti
Robert Zadorozny
Ég er nemi í
Listaháskóla Íslands
á myndlistarbraut. Ég
var nemandi í Hringsjá
náms- og starfs-
endurhæfingu.
„Í Hringsjá fékk ég stuðning, hjálp, kærleik
og von, allt sem ég þurfti til að geta aftur
staðið á eigin fótum. Núna er ég að gera
það sem ég elska og hefði að öllum líkind-
um ekki byrjað á því nema fyrir Hringsjá„
Hringsjá býður úrval af öðruvísi
og spennandi námskeiðum sem
hafa hjálpað mörgum að komast
aftur eða í fyrsta sinn af stað til
meiri virkni, meiri lífsgæða og
fleiri valkosta í námi eða starfi.
Ég heiti Glódís Tara
Fanna sdóttir.
Ég er hársnyrtinemi
í Tækniskólanum og
gatari hjá Bleksmiðjunni.
Ég var nemandi í
Hring já náms- og
starfsendurhæfingu.
„Hringsjá bætti trú mína á sjálfa mig og
hjálpaði mér að sjá að það væri helling í mig
spunnið og að ég væri góður námsmaður.
Þetta hjálpaði mér að komast aftur út í lífið
eftir mikla erfiðleika“.
Auki færni í núvitund og þekking á eigin styrkleikum
stuðl r að betri líðan og sátt með lífið.
Styrkleikar og núvitund
hald, Excel og tölvubókhald