Breiðholtsblaðið - 01.01.2020, Blaðsíða 14
14 Breiðholtsblaðið JANÚAR 2020
Tölvur og gögn ehf.
þ e k k i n g o g r e y n s l a
T& G PC & Mac
Þarabakki 3, Mjódd
109 Reykjavík
Sími: 696-3436
www.togg.is
• Office 365 þjónusta
• Gagnabjörgun og afritun
• Umsjón tölvukerfa
• Vefsíðugerð og umsjón
• Tölvuviðgerðir
• Tölvur og jaðarbúnaður
Undanfarin tuttugu ár
hefur dregið verulega úr
áfengisneyslu, reykingum
og annarri vímuefnaneyslu
unglinga á Íslandi. Nú er í
fyrsta skipti í langan tíma
teikn á lofti um að neysla
fíkniefna sé að aukast.
Auðveldara er en áður
að nálgast fíkniefni t.d. í
gegnum samfélagsmiðla
og ásókn fíkniefnasala á
börn og unglinga er stöðug
og víðtæk. Fíkniefni á nýju formi s.s. í
rafrettum, sleikipinnum og öðru sem
líkist sælgæti leynast miklu víðar en
okkur grunar.
Í grunnskólum Breiðholts er verið að
gera allskonar ráðstafanir til að stemma
stigu við ásókn fíkniefnaheimsins á
börn og unglinga. En það þarf meira til.
Frístundaaðilar s.s. félagsmiðstöðvar,
íþróttafélög, skátar og dansskólar
þurfa að vera á vaktinni og vinna með
foreldrum og skólum í aðgerðum til
að minnka líkur á aðgengi vímuefna.
Þó skólinn og frístundaaðilarnir séu
mikilvægir áhrifavaldar í lífi barna og
unglinga geta þeir aldrei komið í stað
foreldra. Foreldrar þurfa að gera sér grein fyrir breyttri og oft
ósýnilegri ásýnd fíkniefnaheimsins. Þessi veruleiki gerir kröfu til
þess að foreldrar setji börnum sínum reglur og viðmið sem farið
er eftir, hvetji þau til uppbyggilegrar frístundaþátttöku, fylgist
vel með í hverskonar félagsskap þau eru og hvernig þau nýta
netmiðlana. Með öðrum orðum, leggjum frá okkur símann og tölum
oftar og meira við börnin og verjum fleiri gæðastundum með þeim.
Eins og áður vitum við að ef foreldrar, skóli og frístundaðaðilar
vinna vel saman og senda samræmd skilaboð til barna okkar
og unglinga getum við betur varist ásókn fíkniefnaheimsins í
hverfið okkar. Herðum okkur í samræmdum aðgerðum fyrir
börnin í hverfinu.
Þráinn Hafsteinsson
Verkefnastjóri frístunda og félagsauðs
Þjónustumiðstöð Breiðholts
Breiðholtið þarf
að verjast ásókn
fíkniefnaheimsins
Þráinn Hafsteinsson.
Heilsueflandi BreiðHolt
Borgarráð hefur samþykkt
þrjár tillögur að deiliskipulagi
fyrir grenndarstöðvar við Arnar-
bakka í Breiðholti, Sigtún og á
Skólavörðuholti, við austurenda
Hallgrímskirkju við Eiríksgötu.
Grenndarstöð sem er núna á
stórbílastæði við Arnarbakka til
móts við Maríubakka verður færð
aðeins til og verður framvegis
staðsett á núverandi snúning-
shaus við Leirubakka. Yfirborð
stöðvarinnar verður hellu-
lagt og svæðið afmarkað með
skjólgirðingu.
Grenndarstöð við Arnarbakka
flutt til og lagfærð
Á grenndarstöðvunum er aðstaða til að taka á móti margskonar
úrgangi. Þeim er ætlað að auðvelda fólki að flokka margskonar
úrgang og skila honum þannig af sér.
Það var mikið um dýrðir í Egilshöll þegar Leiknir
vann Fram 3-2 í bráðskemmtilegum kappleik á laugadag.
Það vantaði ansi marga í Leiknisliðið vegna meiðsla,
opinberra heimsókna á erlendar grundir, prófa og
leikheimildarleysis svo sitthvað sé nefnt.
Siggi Höskulds nýtti þá tækifærið og kastaði guttunum í
laugina. Þeir eru svo sannarlega syndir.
Meðalaldur liðsins var um 20 árin og buðu strákarnir
uppá skemmtun og flotta frammistöðu.
Sævar heldur áfram leið sinni að hinum eftirsótta
gullskó Reykjavíkurmótsins og skoraði tvö mörk og hinn
14 ára Róbert Quental skoraði sigurmarkið.
Eðall í Egilshöll! Næsti leikur er gegn Val á
föstudagskvöld en þá ræðst hvort Leiknirsmenn
komist áfram.
Fjórtán ára með sigurmark
Róbert Quental Árnason.
Landsliðsþjálfarar U15 og U18 ára land-
sliðs Íslands völdu úrtakshópa til æfinga á
næstu dögum.
Leiknismenn eiga fulltrúa í sitthvorum hópnum
en Shkelzen Vesali var valin í U15 hópinn og
Vuk Oskar í U18. Flottir fulltrúar félagsins
þarna á ferð og óskum við þeim góðs gengis á
komandi æfingum.
Shkelzen og Vuk á úrtaksæfingum hjá KSÍ
www.leiknir.com
Nú er starf frístundaheimilanna óðum að komast í
fastar skorður eftir jól og áramót. Framundan hjá okkur er
hæfileikakeppnin Breiðholt got talent, sem haldin verður
föstudaginn 7. febrúar næstkomandi. Keppnin er stærsti
sameiginlegi viðburður Frístundamiðstöðvarinnar Miðbergs, en
bæði börn og unglingar fá þar tækifæri til að láta ljós sitt skína.
Af öðrum verkefnum sem eru framundan á vorönn má
nefna leiklistarhátíð 6-7 ára barna, en þau munu í mars setja
upp atriði úr leikritinu um Benedikt búálf. Einnig má nefna
kvikmyndaverkefni 8-9 ára barna, en þau búa til sínar eigin
stuttmyndir sem verða sýndar á kvikmyndahátíð Miðbergs í vor.
Breiðholt got talent
7. febrúar