Breiðholtsblaðið - 01.01.2020, Blaðsíða 12

Breiðholtsblaðið - 01.01.2020, Blaðsíða 12
12 Breiðholtsblaðið JANÚAR 2020 Söngkeppni Breiðholts fór fram í samkomuhúsi Seljaskóla þann 11. desember s.l. Allar félagsmiðstöðvar í Breiðholti komu að keppninni en að þessu sinni voru atriðin fimm talsins. Tvö atriði komu frá Hólma­ seli, það voru þau Sigríður Birta og Pálmi. Hellirinn átti einnig tvo keppendur, þau Kristu Sól og Mikael Orra og fyrir hönd Hundrað og Ellefu var það Fannar Þórir sem tók þátt. Markmið keppninnar var að velja atriði sem færi síðan áfram í Söngkeppni Samfés, gefa unglingunum tækifæri til að láta ljós sitt skína og sýna söng hæfileika sína á sviði fyrri framan fullan sal af fólki. Frítt var inn á keppnina og voru yfir 100 unglingar í áhorf­ endahópnum. Allir áhorfend­ ur fengu happdrættismiða við innganginn og eftir að keppendur höfðu flutt atriðin sín og á meðan dómarar réðu ráðum sínum fengu 8 heppnir áhorfendur skemmtilega vinn­ inga. Það var hún Sigríður Birta úr Hólmaseli sem stóð uppi sem sigurvegari söngkeppninnar og verður hún því fulltrúi Miðbergs á Söngkeppni Samfés sem verður haldin í Laugardalshöll þann 21. mars. Sigríður Birta sigurvegari Frá Söngkeppni Breiðholts. Söngkeppni Breiðholts Elísa bet Nótt G. Norðdalh út skrifaðist úr Fjölbrautaskóla­ num í Breiðholti 20. des em ber sem dúx, með 9,34 í meðal ein­ kunn. Elísa bet seg ir lyk il inn að ár angr in um að hafa gam an að nám inu og njóta þess að læra nýja hluti. Elísa bet er fædd árið 1998 en hóf skólagöngu í FB haustið 2017 eftir að hafa stundað list nám í Bretlandi um tveggja ára skeið. Hún byrjaði fyrst á mynd lista braut skól ans en eft ir tvær ann ir ákvað hún að skipta yfir á opna braut. “Ég er alin upp í Hlíðunum og var í Hlíðaskóla. Eftir grunnskóla­ prófið fór ég til Bretlands til þess að stunda listnám. Það var mjög lærdómsríkt fyrir mig. Ég þurfti allt í einu að standa á eigin fótum. Hugsa um mig sjálf. Ég byrjaði í ballett þegar ég var þriggja ára en var hætt þegar grunnskóla­ num lauk. Ég hafði engu að síður mikinn áhuga á að fara óhefðbundna leið. Læra eitt hvað sem væri skapandi. Var ekki viss um að hefðbundinn framhalds­ skóli myndi henta mér á þeim tíma. Þannig varð hugmyndin um listaskólann til. Mér fannst London mjög skemmtileg borg og sé ekki eftir því að hafa farið þetta. Ég fann þó að ég vildi ekki festast í listinni og fann að ég yrði að klára hefðbundin fram­ haldsskóla. Þegar ég kom heim sótti ég um í FB. Valdi hann út af myndlistarbrautinni þar sem ég var í tvær annir. Mér fannst námið ytra að mörgu leyti frjáls­ ara þótt FB sé mjög frjáls skóli. Eftir tvær annir ákvað ég að fara yfir á opna braut braut. Til að kynnast fleiru.” Fékk fljótlega góðar einkunnir “Nei – ég var ekki að stefna á að dúxa. Ekki í byrjun en fékk fljót­ lega góðar einkunnir. Það hvatti mig og sýndi mér hvað ég gæti gert. Ég var ekki að viðurkenna að mig langaði að stefna á toppinn en maður verður að hafa ákveðið hugarfar. Þora að taka fög sem maður hefur minni áhuga fyrir og hella sér bara í efnið. Ég heyrði eitt sinn kenningu um nemanda sem fannst eins og hann væri í lokuður herbergi því hann átti erfitt með að skilja það sem hann var að fást við. En svo sá hann útgönguleið. Sá ljósið og þá opnaðist herbergið. Ég er ekki að segja mína sögu með þessu og vera má að ég hafi unnið eitthvað á svipuðum nótum.” Elísabet Nótt fékk verðlaun fyrir frammistöðu í Þýsku. Fannst henni ekki erfitt að fara yfir í hana frá enskunni. “Nei – ég datt alveg inn í hana. Þýskan er svo skipulögð og málfræðin er ekki ósvipuð málfræði okkar Íslendinga. Þetta kom fljótt. Þýska regluverkið í henni átti ágætlega við mig.” Langar í millilandaflugið Elísabet er eð hefja flugnám. Stefnir að verða atvinnuflug­ maður. Hún á ef til vill ekki langt að sækja flugáhugann. Afi hennar er Kjartan Norðdalh flugstjóri. Hún segist hafa tekið þessa ákvörðun sjálf. “Nei – afi hafði ekki áhrif á þetta. Ekki beint að minnsta kosti. Ég hef fengið að heyra allskyns flugsögur enda mikið um flug í fjölskyldunni. Kannski er þetta bara í blóðinu. Hefði ég ekki farið þessa leið þá hefði ég trúlega valið lögfræði. Atvinnuflugnámið tekur tvö ár. Kannski verður Captein Elísa­ bet þá komin á loft. Mig langar í millilandaflugið.” Mig langar í millilandaflugið Elísabet Nótt G. Norðdalh. - segir Elísa bet Nótt G. Norðdalh sem dúxaði í FB og er að hefja flugnám www.borgarbokasafn.is Borgarbókasafnið @borgarbokasafn Í ÞÍNU HV ERFI MENNING ARHÚS LIFANDI Janúar - ma í 2020 DAGSKRÁ Þú finnur hann á þínu safni! Nældu þér í eintak af dagskrárbæklingi Borgarbókasafnsins Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is Nýjar vörur - vOr 2020

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.