Morgunblaðið - 12.06.2020, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2020
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Samkvæmt sundurliðun á kostnaði
við innviðauppbyggingu í Vogabyggð
sem Morgunblaðið hefur undir hönd-
um er gert ráð fyrir 546 milljóna
króna kostnaði við gerð útsýnis- og
göngupalla. Stígar og strandstígar
munu kosta 89 milljónir króna og brú
yfir Naustavog 45 milljónir króna.
Brú yfir Sæbraut er hins vegar öllu
dýrari, en hún á að kosta 206 milljónir
króna. Framkvæmdirnar eru fjár-
magnaðar með svokölluðu innviða-
gjaldi.
Nú er deilt um innviðagjaldið fyrir
Héraðsdómi Reykjavíkur í tengslum
við mál sem höfðað var fyrir tilstuðlan
Samtaka iðnaðarins og hóp bygg-
ingarverktaka á hendur Reykjavíkur-
borg, en þar er borginni stefnt til
endurgreiðslu oftekinna gjalda. Til
vara er þess krafist að ólögmæti inn-
viðagjaldsins verði viðurkennt. Búist
er við að Héraðsdómur Reykjavíkur
kveði upp dóm í málinu eftir helgi.
Nýti innviðagjald sem
almennt tekjuöflunartæki
Í minnisblaði sem lögmannsstofan
Lex vann fyrir Samtök iðnaðarins ár-
ið 2017 segir að svo virðist sem
Reykjavíkurborg nýti innviðagjöld
sem almennt tekjuöflunartæki til við-
bótar við þá tekjustofna sem borginni
standa nú þegar til boða á grundvelli
laga. Þá segir í minnisblaðinu að telja
verði óheimilt að standa í slíkri tekju-
öflun á einkaréttarlegum grunni.
„Þar sem gjaldtakan á sér ekki laga-
stoð má færa nokkuð sterk rök að því
að gjaldtakan sé ólögmæt.“
Eins og sést á meðfylgjandi töflu er
kostnaður við innviðina í Vogabyggð
samtals tæpir fimm milljarðar króna.
Styr hefur staðið um gjaldið um
hríð, og hafa Samtök iðnaðarins mót-
mælt því frá því það kom fyrst fram á
sjónarsviðið. Segja samtökin verulega
óvissu uppi um lögmæti gjaldsins, en
á móti segir Reykjavíkurborg að
henni sé heimilt að leggja gjöldin á
þar sem um einkaréttarlegan samn-
ing sé að ræða við verktaka.
Þeir aðilar á byggingamarkaði sem
Morgunblaðið ræddi við segja að fari
svo að dómstólar segi gjaldið vera lög-
mætt sé byggingamarkaður í raun
orðinn eins og „villta vestrið“. Sveitar-
félög geti þá haft sína hentisemi og
mismunað verktökum að vild. Heim-
ildir Morgunblaðsins herma til dæmis
að þó að innviðagjald sé 25 þúsund
krónur á hvern fermetra í Vogabyggð
sé ekkert sambærilegt innviðagjald
lagt á byggingar á Hlíðarendasvæðinu
eða í Efstaleiti. Skortur sé á jafnræði
milli aðila. Á báðum síðarnefndu stöð-
unum hefur verið mikil uppbygging á
síðustu árum. Þá er bent á að byggja
þurfi upp alla innviði á Hlíðar-
endasvæðinu en í Vogabyggð séu þeir
að mörgu leyti nú þegar til staðar.
Ekkert bólar á verkefnum
Þá gagnrýna verktakar að þó svo að
greiddir hafi verið fimm milljarðar í
innviðagjöld nú þegar vegna Voga-
byggðar, og fólk sé flutt inn í íbúðir á
svæðinu, bóli ekkert á þeim verkefn-
um sem gjöldin eigi að standa straum
af. Samkvæmt heimildum blaðsins
verður að greiða innviðagjald að fullu
til að fá byggingarleyfi frá borginni.
Segja heimildarmenn blaðsins að
gjöldin verði til þess að hækka verð á
íbúðarhúsnæði í höfuðborginni, en
fyrir hundrað fermetra íbúð í Voga-
byggð eru innviðagjöld um 2,5 millj-
ónir króna. Þá spyrja menn sig að því
af hverju þurfi að rukka viðbótar-
gjöld fyrir byggingu grunn- og leik-
skóla þegar gatnagerðargjöld og út-
svar er einnig greitt. Slíkar bygg-
ingar séu hluti af lögbundum verk-
efnum sveitarfélaga.
Sigurður Pálsson, forstjóri Byko,
kom inn á innviðagjöldin í samtali við
ViðskiptaMoggann fyrr í vikunni og
benti þar á þau letjandi áhrif sem
gjöldin hefðu á byggingu ódýrari
íbúða. Þau hvetji til byggingar dýrari
íbúða.
„Þetta er akkúrat gjaldtaka sem
býr til óhagkvæmt húsnæði,“ segir
heimildarmaður á byggingarmarkaði
við Morgunblaðið.
Samkvæmt sama aðila er stóra
spurningin ef innviðagjaldið reynist
lögmætt, hvernig hægt verði að
tryggja að fjármunirnir sem íbúar
greiði í innviðagjaldið, fari í þau verk-
efni sem gjaldið er eyrnamerkt í.
„Þetta snýst um gagnsæi.“
Hálfur milljarður í útsýnispalla
Kostnaður við innviðauppbyggingu í Vogabyggð er fimm milljarðar króna Von á niðurstöðu
Héraðsdóms Reykjavíkur eftir helgi í máli Sérverks ehf. gegn Reykjavíkurborg vegna innviðagjalda
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Hverfi Fyrirhugað er að fjöldi íbúða í Vogabyggð verði 1.100 til 1.300. Kostnaður við innviði í Vogabyggð verður samtals tæpir fimm milljarðar króna.
Vogabyggð – kostnaður við innviði
Frumkostnaðarmat, milljónir kr.
Götur og torg 1.958
Stígar og strandstígur 89
Útsýnis- og göngupallar 546
Fyllingar og grjótvörn (Gelgjutangi) 162
Gönguþverun yfi r Sæbraut 206
Háubakkatjörn, göngubrú 370
Háubakkatjörn, stífl a 3
Brú yfi r Naustavog 45
Kleppsmýrarvegur, færsla gatnam. 33
3.412
Kostnaður v. veitur 406
Listsköpun 75
Skólpdælustöð, fl utningur 225
Hluti vegagerðar í Sæbrautarbrú 179
3.939
Skóli með búnaði 50% 1.500
Leikskóli 300
Lækkun með sparnaði -750
Samtals 4.989
Orsök strands sementsskipsins Fjor-
dvik er mistök við stjórn skipsins sem
rekja má til ófullnægjandi undirbún-
ings og samráðs milli hafnsögumanns
og skipstjóra varðandi siglingu þess.
Þetta kemur fram í skýrslu rann-
sóknarnefndar samgönguslysa á
strandinu, sem varð í nóvember árið
2018 í Helguvík í Reykjanesbæ. Skip-
inu var siglt röngu megin við varnar-
garð með þeim afleiðingum að það
strandaði og skemmdist mikið.
„Þrátt fyrir að hafnsögumaður og
skipstjóri hafi farið yfir væntanlega
siglingu virðist sem þeir hafi ekki haft
sömu sýn á hvernig siglt skyldi inn til
hafnarinnar né hvernig bregðast
skyldi við ef frá þyrfti að hverfa,“
segir í skýrslunni.
Nefndin leggur til betrumbætur á
verklagi hafnaryfirvalda og útgerðar
Fjordvik.
Fram kemur í skýrslu rannsóknar-
nefndarinnar að sjóslysarannsakend-
ur fjölda ríkja og alþjóðasamtök hafn-
sögumanna hafi gert fjölda rann-
sókna og kannana sem bendi til þess
að skortur á góðum samskiptum skip-
stjórnenda og hafnsögumanna sé
áhyggjuefni. ragnhildur@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Skip Fjordvik skemmdist mikið í strandinu og fór að lokum í brotajárn í
byrjun síðasta árs eftir að skipið Rolldock Sea sigldi með það frá Íslandi.
Mistök gerð við
stjórn Fjordvik
Ástæður strandsins kunngjörðar
SMÁRALIND – KRINGLAN – DUKA.IS
Góður ferðafélagi