Morgunblaðið - 12.06.2020, Síða 16

Morgunblaðið - 12.06.2020, Síða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2020 VINNINGASKRÁ 292 8307 19707 29862 40845 51940 63974 73509 450 8349 19895 30402 40988 52035 63992 73767 557 8598 20297 30858 41153 52256 64061 73885 845 8606 20631 30989 41377 52365 64310 74333 1206 8963 20825 31102 41541 52417 64351 74505 2155 9327 20848 31662 41957 53802 64423 74628 2357 9509 21365 31939 43285 53844 64478 74793 2416 10581 21454 32125 44388 54048 64665 74983 2507 10978 21696 32586 44398 54179 65274 75254 2548 11173 22461 32627 44592 54717 65630 75599 2817 11245 23506 32806 44679 54738 65713 75655 2863 11405 23508 33084 44894 55267 65932 76141 3040 11649 24012 33277 45115 55292 66255 76169 3498 12159 24043 33284 45426 55495 66597 76557 3547 12199 24343 33332 45812 55757 67337 76716 3626 13020 24500 33834 45836 56005 67502 76799 3813 13074 24677 34010 46165 56182 67972 76879 4127 13237 24858 34388 46281 56263 68017 76944 4172 13364 24909 35277 46582 56642 68030 77057 4669 13540 25010 35303 46682 56814 68141 77280 5046 13552 25092 35642 46892 57186 68581 77449 5154 13731 25189 36164 47049 57513 68731 77792 5518 13800 25325 36272 47653 58241 69250 78043 5566 14088 25803 36323 47680 58317 70289 78190 6119 14557 26230 37848 48341 58439 70677 78727 6258 15207 26662 38041 48607 58623 71069 78961 6636 15759 26671 38103 48724 58712 71106 79235 6722 15916 27195 38694 49113 60799 71342 79812 6896 16393 27355 38714 49513 61257 71620 79848 6985 16519 27647 38794 50214 61293 72212 79855 7042 17257 27714 39240 50270 61362 72307 79987 7292 17617 28356 39324 50298 62244 72373 7439 18330 28483 39381 50944 62433 72746 7600 18514 28529 39615 51187 62850 72839 7749 18926 28948 39975 51191 63411 72993 7853 19409 29116 40219 51303 63778 73050 8096 19623 29640 40584 51858 63949 73216 577 9494 21193 29811 40684 51492 65040 73549 1948 10298 21322 30267 41306 52783 66354 73676 4249 10483 21437 30478 41506 53968 66502 74317 4469 12491 21756 31640 42244 53995 66652 75910 4485 12596 21808 31863 43471 55056 67206 76941 5332 13235 21969 32626 43601 55410 67374 77775 5411 13584 22579 33429 43627 56189 67540 77820 6187 13610 24139 33641 44263 59729 67894 79533 6280 15410 24687 36510 45264 60455 67974 79991 7056 16380 25673 36947 46555 61805 68014 7885 16689 25799 39700 48920 63259 69349 7888 17246 28985 39879 49558 64861 71871 8049 19866 29490 40162 51009 64876 72440 Næstu útdrættir fara fram 18., 25. júní & 2. júlí 2020 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 42421 45137 55699 56661 76706 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 2387 11960 16501 29292 54047 65676 2476 13194 18062 33853 55024 70076 4523 13400 22507 41241 58154 72327 6172 15281 27837 52533 61984 75991 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 9 0 7 8 6. útdráttur 11. júní 2020 Opnað verður fyrir ferðamenn til landsins 15. júní og allir skim- aðir sem koma til landsins. Er það ferða- mönnum að kostn- aðarlausu fyrstu tvær vikurnar. Miðað við tölur Seðlabankans um að til landsins komi 50.000 ferðamenn til áramóta má ætla að 4.000 ferðamenn komi þessar tvær vikur og ef þeirri tölu er varpað yfir á reynslu frá því í vor má búast við að 20 greinist smitaðir og að af þeim þurfi 0,1 að leggjast inn á spítala. Bjartsýn spá forsætisráðu- neytisins er að 180.000 ferðamenn komi til landsins til áramóta, í því til- felli má reikna með að 72 ferðamenn greinist með smit og 0,3 þurfi að leggjast inn á spítala þessar 2 vikur í júní. Forstjóri LSH hefur ákveðið að fái hann einn COVID-veikan ferðamann sem þurfi að leggjast inn á LSH lýsi hann yfir neyðarástandi og hætti val- kvæðum aðgerðum. LSH kostar rík- ið 6 ma. á mánuði og er með tæpa 6.000 starfsmenn, því er erfitt að skilja að fáeinir COVID-sjúklingar leggi sjúkrahúsið á hliðina. Í Keflavík er sjúkrahús sem ekki hefur verið nýtt sem skyldi í mörg ár sem mætti nýta undir COVID- sjúklinga. Væri ekki hagkvæmara að taka hluta af því undir þá fáu ferða- menn sem þurfa á sjúkrahúsþjón- ustu að halda? Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skima til áramóta og láta ferða- menn borga 15 þúsund kr. fyrir hverja skimun frá og með 1. júlí. Hann hefur einnig ákveðið að setja í 14 daga sóttkví þá sem vilja ekki fara í skimun og allir sem koma nálægt þeim sem greinast veikir verða settir í sóttkví eins og gert hefur verið við Íslendinga síðustu mánuði (samtals 21.064 Íslendingar). Fyrstu hug- myndir voru að kostnaður við hverja skimun væri 49.719 kr., svo heyrðist að reiknað væri með að hver skimun kostaði 26.000 kr. Þá ákvað ríkisstjórnin að gjald sem einstaklingar þyrftu að greiða væri 15.000 kr. per. skimun. Ísland er eina landið sem hefur ákveðið að skima alla sem koma til landsins til næstu ára- móta og láta viðkom- andi ferðamenn borga. Ef það raungerist að hægt verði að ferðast innan EU án takmark- ana frá 1. júlí nk. verð- ur erfitt að standa á þessari áætlun. Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúk- dómalæknir á LSH, telur „Skimun einkennalausra, hraustra ein- staklinga ekki góða hugmynd“. Þeir sem nýorðnir eru veikir greinast ekki jákvæðir við skimun og heldur ekki um 20% þeirra sem eru veikir. Þeir sem eru komnir yfir veikindin fá jákvæða niðurstöðu úr skimun og eru ekki smitandi. Hún spyr hvort hægt sé að skylda ferðamenn í sömu flugvél í sóttkví á eigin kostnað í 14 daga óháð ferðaáætlun. Telur Bryn- dís fjármunum ríkisins betur varið í að grípa inn í hjá þeim sem verða veikir. Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, sagði á sömu ráðstefnu hjá Háskóla Íslands „mikilvægt að meta áhætt- una sem hlýst af því, til dæmis ef far- aldurinn tekur sig upp á ný hér í haust. Það versta sem getur gerst er að það verði jafn mikill eða verri far- aldur í haust og í vetur, því að það sem er gott hérna er að það hefur tekist að ná tökum á þessu þannig að hagkerfið innanlands og samfélagið er að komast í eðlilegt horf“. „Og það má alls ekki gerast eins og hefur gerst svo oft í sögunni hér að hags- munir fárra verði til þess að fleiri séu settir í hættu.“ Þá geti kostnaðarsöm sýnataka og hættan á tveggja vikna sóttkví fælt ferðamenn frá. „Þegar það er svona mikil óvissa er alltaf skynsamlegt að taka mörg, lítil skref,“ segir Gylfi og bendir á að læknar séu ekki sammála um hvernig fara skuli að. Sóttvarnalæknir hefur verið harð- ur á því að hafna alfarið notkun andlitsgríma fyrir almenning. Þann 6. júní mælti Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin með að almenningur not- aði andlitsgrímur í návígi við ókunnuga. Hvað mun sóttvarna- læknir gera? Mæla með að Íslend- ingar noti andlitsgrímur? LSH fær hátt í 7% af fjárlögum, nær 10% ef nýbygging og annar kostnaður er tekin með. Eins og við var að búast stóð starfsfólk heil- brigðisþjónustunnar sig vel í CO- VID-faraldrinum. Ríkisstjórn ákvað að útdeila verðlaunum að upphæð 1 ma. til einhvers hóps heilbrigðis- starfsmanna, miðað við að 120 manns voru lagðir inn á spítala gerir bónus um 8 milljónir króna á hvern sjúk- ling, er það auk launa, yfirvinnu og annarra greiðslna til þeirra. Þá fær LSH fjárveitingar á fjárlögum og má segja að hann hafi fengið greitt fyrir fjölda aðgerða sem spítalinn átti að framkvæma en gerði ekki. Þetta mun lengja biðlista og væntanlega mun ráðuneytið borga aftur fyrir þessar aðgerðir síðar þegar kemur að því að framkvæma þær. LSH hefur kvartað undan fjár- skorti síðustu 20 ár. Sjá má á fjár- lögum að framlög til rekstrar LSH hafa verið hækkuð verulega síðustu fimm ár og hafi rekstur hans kostað um 75 ma. árið 2019 auk 5 ma. til ný- byggingar (vantar í þessar tölur nýtt sjúkrahótel og fleira). Er um að ræða hækkun á fjárveitingu um 20% umfram verðlag á þessum tíma sem hafa aðallega farið í hækkun launa og fjölgun starfsmanna úr 5.019 í 5.931. Á sama tíma hefur framleiðni lækkað og ekki verið fjárfest nægi- lega í tækjabúnaði eða aðstöðu. Virð- ist LSH eiga við stjórnunarvanda að etja og vera fastur í úreltum samn- ingum við starfsfólk sem heldur niðri framleiðni. COVID, heilbrigðiskerfið, holur og hindranir Eftir Holberg Másson » Ísland er eina landið sem hefur ákveðið að skima alla sem koma til landsins til næstu áramóta. Holberg Másson Höfundur er framkvæmdastjóri. Hvar er næsta verkstæði? FINNA.is Það vekur athygli þegar opinber stofn- un auglýsir eftir tæpum tíu þúsund fermetrum mið- svæðis í Reykjavík fyrir skrifstofur og ætlar sér að gera leigusamning til 30 ára. Maður spyr sig: er hér horft til hefða fortíðar eða tæki- færa framtíðar? Skatturinn er sá aðili sem er að leita að húsnæði og telur farsælast að koma öllu sínu starfsfólki á sama stað á sama tíma. Það sem er áhugavert er að staðsetningin sem valin er er sú staðsetning sem erfiðast er að komast að og frá. Skatturinn er sá aðili sem stendur sig hvað best í rafrænni stjórnsýslu og er í raun öðrum til eftirbreytni. Þess frekar kemur þessi ráðstöfun á óvart. Með sameiningu stofnana stend- ur Skatturinn á tímamótum. Væri ekki heppilegra að þá væri horft til framtíðar í stað fortíðar? Er ekki tímabært að horfa á verkefni sem embættið þarf að láta sinna? Að aðilar geti tekið þau að sér og unnið þar sem það hentar þeim sem vinnur verkefnið og á þeim tíma sem það hentar? Er virkilega betra að festa stað- setningu í miðbæ Reykjavíkur og aðeins þeir sem búa nógu ná- lægt þeim stað geta unnið og starfað á veg- um Skattsins? Er ekki tímabært að snúa hlutum við hjá hinu opinbera og segja að að hámarki megi 30% starfa vera með fasta staðsetningu? Hætta að reyna að „þvinga störf á lands- byggðina“ og frekar veita fólki frelsi og sveigjanleika við vinnu. Það gagnast öllum, hvar sem við bú- um. Nú er af miklum metnaði unnið að rafrænni stjórnsýslu hjá hinu opinbera og metnaðarfull verkefni í vinnslu. Getur ekki ríkið/ ríkisstofnanir hætt með allar þess- ar afgreiðslur mismunandi aðila úti um allt og einfaldað sitt verk- lag, bæði fyrir sig og fyrir okkur sem þurfum á þjónustu að halda? Því er ekki bara ein þjónustu- skrifstofa sem annast alla upplýs- ingagjöf og þjónustu fyrir alla opinbera aðila nákvæmlega eins og www.island.is er varðandi raf- ræna stjórnsýslu? Það vakti athygli nýlega þegar fjallað var um kaup Reykjavíkur- borgar á aðgangskortum fyrir starfsfólk á Vinnustofu Kjarvals. Í umfjöllun um þá ákvörðun kom meðal annars fram: „Í samningi Reykjavíkurborgar við vinnustofuna er hún sögð „sér- lega vel til þess fallin að taka á móti erlendum og innlendum við- skiptavinum, hitta samstarfsfólk vegna vinnu eða utan hennar, rækta tengsl við aðra eða sinna störfum sínum í næði frá dagsins önn“. Er ekki lag fyrir ríkið að skoða hvort það sé hagkvæmt að opna á möguleika ríkisstarfsmanna til að nýta slíka staði með sameiginlegu vinnurými? Með slíkum áherslum gæti ríkið skapað betri rekstrar- legar forsendur fyrir rekstri slíkra staða víðar um landið og aðrir gætu notið góðs af. Það verður gaman að sjá þegar Ríkiskaup auglýsa eftir; 30 skrif- stofurýmum í Hveragerði, 12 á Eyrarbakka, 18 á Egilsstöðum, 15 á Höfn í Hornafirði og 35 á Sel- tjarnarnesi. „Í boði er leigusamn- ingur til 30 ára.“ Nokkuð viss um að í þeirri nálgun myndu margir sjá tækifæri, bæði launþegar og rekstraraðilar. Að fjárfesta í fortíð eða framtíð Eftir Guðmund Ármann Pétursson »Hætta að reyna að„þvinga störf á landsbyggðina“ og frek- ar veita fólki frelsi og sveigjanleika. Guðmundur Ármann Pétursson Höfundur er rekstrar- og umhverfis- fræðingur. gudmundur.armann@me.com

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.