Morgunblaðið - 12.06.2020, Page 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2020
✝ Anna PálínaÞórðardóttir
fæddist á Sauð-
árkróki 8. apríl
1935. Hún lést á
Dvalarheimili
HSN á Sauð-
árkróki 3. júní
2020.
Foreldrar henn-
ar voru Þórður
Guðni Jóhann-
esson, f. 13. júlí
1890 á Sævarlandi á Laxárdal
ytri, d. 15. mars 1978, og Stef-
anía Guðrún Þorláksdóttir, f.
1. maí 1902 í Gröf á Höfð-
aströnd, d. 17. ágúst 1991.
Systur Önnu voru Svanlaug
Pétursdóttir, f. 20. júní 1921,
d. 5. janúar 2006, og Elínborg
Margrét Pétursdóttir, f. 9.
apríl 1927, d. 14. febrúar 1989.
Börn Svanlaugar og Sigfúsar
Sigurðarsonar, f. 18. október
1910, d. 14. ágúst 1988, eru
Sigurður, Stefanía og Ingvi
Þór og eru þau hennar nán-
ustu ættingjar ásamt fjöl-
skyldum þeirra.
Anna bjó lengst af á Skag-
firðingabraut 9 með foreldrum
sínum og systur sinni El-
ínborgu. Svana og Sigfús
eldrum Önnu var mikið í mun
að hún einangraðist ekki og
yrði afskipt eins og gjarnan
varð um hennar líka á þessum
árum. Mikill gestagangur var
á Skagfirðingabrautinni og
glaðværð og rausn í fyrirrúmi.
Anna átti fjölmargra vini og
var dugleg að rækta fjöl-
skyldu- og vinabönd.
Anna hafði áhuga á fólki og
ættfræði, bóklestri og tónlist
og var dugleg að sækja ýmsa
viðburði. Hún starfaði mikið
fyrir Sjálfsbjörg í Skagafirði
og var formaður félagsins í
rúm 20 ár.
Með Þórhalli fór hún að
ferðast um landið, þá gjarnan í
tengslum við myndlistarsýn-
ingar hans. Einnig tók hún
þátt í áhugamáli hans sem var
svifflug og sýnir það áræði
hennar og kjark að hún flaug
eitt sinn með honum í flug-
unni.
Fyrir fimm árum aðstoðuðu
vinir og ættingjar Önnu hana
við að gefa út bókina „Lífsins
skák“. Þar rekur Anna ævi-
minningar sínar og vakti bók-
in mikla athygli, ekki síst fyrir
það hversu vel hún sýnir þró-
un í málefnum fatlaðra og
einnig hvernig heilt nærsam-
félag bregst við og tekur utan
um samborgara sína af virð-
ingu og kærleika.
Útför Önnu fer fram frá
Sauðárkrókskirkju í dag, 12.
júní 2020, klukkan 14.
bjuggu þar einnig
um árabil ásamt
börnum sínum.
Hinn 1. ágúst
1987 giftist Anna
Þórhalli Filipp-
ussyni, f. 21. júlí
1930. Þórhallur
lést 17. október
2010. Þau bjuggu
lengst af í Rafta-
hlíð 15 á Sauð-
árkróki. Anna
flutti á Dvalarheimili HSN
haustið 2011 og átti þar heim-
ili til dauðadags.
Anna fékk lömunarveiki
þegar hún var sex mánaða
gömul og steig aldrei í fætur
auk þess sem hún hafði lítinn
mátt í höndum. Anna fékk
ekki að njóta lögbundinnar
skólagöngu svo foreldrar
hennar gengust fyrir því af
eigin rammleik að fá heima-
kennslu. Hún var afar vel gef-
in og námfús og fór fljótt að
taka börn í lestrarkennslu og
las svo með unglingum dönsku
og ensku. Það var svo síðar,
þegar Anna var um fimmtugt,
að hún fór í Fjölbrautaskólann
á Sauðárkróki og nam ensku,
þýsku og tölvufræði. For-
Margs er að minnast. Vinátta
okkar Önnu hefur staðið frá því
við vorum litlar stelpur á
Króknum og aldrei borið
skugga á.
Vegna fötlunar gat Anna ekki
tekið fullan þátt í útileikjum
barna. Snemma myndaðist
stelpnahópur kringum hana.
Það var margt brallað. Meðal
annars stofnuðum við leikfélag.
En eftirminnilegast er þegar
við blésum lífi í taflmenn, feng-
um þeim hlutverk ýmissa bæj-
arbúa og spunnum sögur og æv-
intýri kringum persónurnar.
Það vantaði ekki ímyndunarafl-
ið! Þetta voru skemmtilegar
stundir. Svo var Anna bókaorm-
ur hinn mesti og smitaði okkur
af þeirri ástríðu sinni.
Anna naut mikils ástríkis í
uppeldi sínu. Foreldrar hennar
voru réttsýnt sómafólk sem
studdi hana og hvatti; Stefanía
móðir hennar róleg, traust og
fjarska góð, Þórður glettinn,
spaugsamur og léttur í lund.
Anna erfði þessa eiginleika föð-
ur síns og það var gaman þegar
þau tvö lögðu í púkk og gönt-
uðust. Stórfjölskyldan kom
mikið við sögu og það ríkti sam-
heldni og gagnkvæm væntum-
þykja hjá þessu góða fólki.
Á unglingsárunum fer fólk að
hugsa um framtíðina og búa sig
til ferðar á lífsins braut. Vin-
konur héldu burt til náms, aðr-
ar héldu kyrru fyrir og stofnuðu
heimili. Vináttan hélst óbreytt.
En það þarf engan að undra að
þessir tímar voru Önnu
áhyggjuefni. Hver yrði framtíð
hennar? Aldrei varð maður var
við biturð. Hún tók örlögum
sínum eins og hetja og tók já-
kvæðnina sér til fylgilags.
Anna tókst á við lífið eins og
það blasti við henni og skapaði
það besta úr aðstæðum sem
voru henni ekki alltaf hliðhollar.
Hún naut ekki formlegrar
skólagöngu, en fékk góða
heimakennslu. Svo var hún
fróðleiksfús og bráðgreind.
Þetta nýtti hún sér og fór að
kenna krökkum lestur. Hún
hafði gaman af að spjalla við
krakkana og það var gagn-
kvæmt. Seinna tók hún að sér
að aðstoða eldri nemendur. Hún
tók virkan þátt í baráttu fatlaðs
fólks og var formaður Sjálfs-
bjargar í Skagafirði um árabil.
Þegar hún varð áttræð gaf hún
út minningabók, Lífsins skák,
sem lýsir vel ævi hennar.
Það sem gerði Önnu auðvelt
fyrir var hve félagslynd hún var
og hvað hún átti auðvelt með
samskipti. Það skipti engu
hvort um var að ræða unga eða
gamla, hún náði vel til allra og
eignaðist alls staðar vini. Það
voru margir sem með ánægju
lögðu henni lið. Nýr kafli tók
við í lífi Önnu þegar hún giftist
Þórhalli. Ferðalögum og suður-
ferðum fjölgaði. Þau áttu gott
líf saman, og það var gaman að
heimsækja þau. Engan hefði
sjálfsagt grunað að Anna ætti
eftir að fljúga um loftin blá í
svifflugvél með Þórhalli!
Merkilegt lífshlaup er á enda.
Anna var sterk persóna. Það
sem einkenndi hana var metn-
aður, æðruleysi og jafnaðargeð
sem fleytti henni í gegnum
margan skaflinn og greiddi götu
hennar. Hún var félagslynd og
sannur vinur vina sinna. Hún
þurfti að takast á við margar
áskoranir og þá kom sér vel ein-
stakt lag hennar við að leysa
hnúta. Þrátt fyrir ljúft skap
hafði hún ákveðnar skoðanir og
tók af skarið ef þurfa þótti.
Minningin um góða vinkonu
lifir, og ég þakka henni allt sem
hún kenndi mér.
Auður Torfadóttir.
Það var gott að alast upp á
Króknum þar sem allir þekktu
alla. Þar ríkti samkennd og vin-
átta og næstum ótakmarkað
frelsi uppátækjasamra krakka.
Æskudagarnir eru nú liðnir en
eftir standa góðar minningar
sem margar tengjast Önnu
Þórðar og fjölskyldunni á Skag-
firðingabraut 11, fjölskyldu sem
mætti lífinu með ótrúlegu æðru-
leysi og góðvild og stóð þannig
af sér storma lífsins.
Anna og móðir okkar kynnt-
ust sem litlar stúlkur á Krókn-
um. Þar bundust þær órjúfandi
vináttuböndum og var einstak-
lega kært á milli Önnu og
beggja foreldra okkar. Var
ávallt mikill samgangur milli
fjölskyldnanna á Skagfirðinga-
braut 11 og Suðurgötu 8 og þar
bar aldrei skugga á. Anna var
trygglynd og þakklát umhyggju
foreldra okkar. Í bók sinni Lífs-
ins skák lýsir hún á fallegan og
einlægan hátt sambandi sínu
við þá.
Anna var hluti af æsku okkar
og gæska hennar og góðvild
fylgdi okkur fram á fullorðins-
ár. Við systkinin vorum öll
meira og minna heimagangar á
Skagfirðingabraut 11. Þar
kenndi hún okkur að lesa og
leiðbeindi okkur sem börnum
og unglingum um lestrarefni. Í
jólapökkunum frá Önnu og Ellu
systur hennar leyndust æði oft
bækur sem hittu í mark. Þá var
heimalærdómurinn á grunn-
skólaárunum oft unninn undir
styrkri stjórn Önnu þar sem
hún leiðbeindi í ensku og
dönsku eins og heimsdama.
Þegar lærdómnum var lokið
kom Ella iðulega í gættina með
konfektmola og spilastokk og á
örskammri stund risu þar
stærstu spilaborgir sem við
höfðum séð. Það komst enginn
með tærnar þar sem Ella hafði
hælana í byggingu slíkra borga.
Við systkinin erum þakklát
fyrir að hafa orðið þeirrar gæfu
aðnjótandi að fá að alast upp
undir handarjaðri Önnu Þórð-
ar. Hún var fastur punktur í til-
veru okkar og það var lær-
dómsríkt að sjá hvernig hún og
fjölskyldan hennar tókst á við
áföll og erfiðleika. Fyrir þetta
allt erum við afar þakklát.
Hvíl í friði elsku Anna.
Ómar Bragi, Hjördís og
Stefán Vagn Stefánsbörn.
Okkur hjónum gleymast ekki
gæðastundir með Önnu þau
skipti sem við litum inn.
Það var svo margt umhugs-
unarvert og einstakt sem hún
stóð fyrir.
Hvað er frelsi? Hver er
frjáls? Hvers vegna notar
nokkur maður orðatiltækið „að
vera bundinn við hjólastól“?
Sjálf lýsti Anna þeirri stórkost-
legu frelsistilfinningu þegar
hún loks eignaðist hjólastól
sem hún gat notað inni og öðl-
aðist með því frelsi sem hana
hafði dreymt um lengi … fór
inn í herbergið sitt og lokaði á
eftir sér, sjálf, í sínum stól …
ein og frjáls! Enginn þurfti að
bera hana milli herbergja eins
og áður.
Glettni, glaðlyndi og skörp
greind einkenndi þessa merku
konu og víðtæk þekking á öllum
fjáranum nær og fjær. Kaffi-
bollaspjallið fór oftar en ekki
um víðan völl: landbúnaður,
sjósókn, fjarlæg lönd eða ætt-
fræði. Það var ekki komið að
tómum kofunum hjá Önnu á
Króknum. Hugurinn var skýr,
víðsýnn og frjáls, laus við allar
kreddur og heftandi hugmyndir
um hvað „öllum“ finnst réttast
og sjálfsagt.
Þessar andans yndisstundir
sem við vorum svo lánsöm að
eiga með Önnu í litlu vistarver-
unni hennar á Hjúkrunarheim-
ili HSN og áður Raftahlíð voru
gefandi, lærdómsríkar og síðast
en ekki síst skemmtilegar.
Takk.
Sýbilla og Grímur,
Neskaupstað.
Við andlát Önnu er mér efst í
huga þakklæti fyrir einlæga
vináttu sl. 70 ár. Alltaf hlakkaði
ég til að koma á Skagfirðinga-
brautina forðum. Það var svo
innileg hlýja, glaðværð og
manngæska sem einkenndi
heimilið. Sem barn hreifst ég af
tónlistarvali og gítarspili Önnu
og hún meira að segja kenndi
mér nokkur grip. Þegar ég
seinna var komin með bílpróf
fórum við í fjölmarga bíltúra.
Ég sá umhverfið í nýju ljósi því
svo mikil var upplifun Önnu.
Ógleymanleg var ferðin út í
Hofsós á bernskuslóðir foreldra
okkar þar sem setið var uppi á
lofti Vesturfarasetursins og
sungið með Diddú. Skagafjörð-
urinn baðaður í miðnætursól-
inni þegar út var komið. Best
kynntist ég Önnu þegar við
bjuggum saman í mánuð í Há-
túni. Hún yfir sig ástfangin af
Þórhalli og tilbúin að leggja út
á nýjar brautir og öðlast færni
til að hefja sjálfstæðara líf.
Þrautseigjan var með ólíkind-
um því nægar voru hindranirn-
ar sem þurfti að yfirstíga. Mik-
ið var rætt og spekúlerað og
Anna hafsjór af fróðleik enda
mikill lestrarhestur. Mér varð
enn betur ljóst hvílík hetja hún
frænka mín var. Hún bjó yfir
djúpri sálarró og hafði sérlega
jákvæða viðveru enda ein-
kenndust lífsviðhorf hennar af
lífsgleði og umburðarlyndi.
Hún hafði djúpstæð áhrif á mig
og mín lífsgildi. Seinni árin var
yndislegt að koma í Raftahlíð-
ina og sjá Önnu blómstra þar.
Þau voru ófá skiptin sem ég
gisti á loftinu hjá henni og Þór-
halli. Já Anna var algjör perla
sem tókst á við fötlun sína með
einstöku hugarfari sem vísaði
öðrum veginn.
Guð geymi þig Anna mín.
Stella Guðmundsdóttir.
Anna Pálína
Þórðardóttir✝ Friðmar Pét-ursson fædd-
ist 23. júlí 1959 á
Gili, Fáskrúðs-
firði. Hann lést af
slysförum á heim-
ili sínu 9. apríl
2020. Foreldrar
hans voru Hjördís
Ágústsdóttir, hús-
móðir og fisk-
vinnslukona, f.
29. maí 1933, d.
27. júní 2019, og Pétur Herluf
Jóhannesson, verslunar- og
fiskvinnslumaður, f. 13. júní
1929, d. 30. júní 2014. Systkini
hans eru Anna Þóra, f. 27.
ágúst 1949, Jóhannes Mar-
teinn, f. 14. september 1953,
Sigurður Ágúst, f. 19. sept-
ember 1956, Pétur Einar, f.
29. maí 1962, Herdís, f. 10.
maí 1964, og Haraldur Leó, f.
21. júní 1979.
Friðmar ólst upp á Fá-
skrúðsfirði og vann þar ýmis
störf bæði til sjós
og lands. Hann
var í hljómsveit-
inni Heródesi og
spiluðu þeir víða
um Austfirði
helgi eftir helgi.
Friðmar fluttist
til Reykjavíkur
1995 og kynntist
þar fljótlega Hildi
Ársælsdóttur. Þau
voru í sambúð í
tíu ár og héldu nánum vinskap
eftir sambúðarslit fram til síð-
asta dags.
Friðmar eignaðist eina dótt-
ur, Unu Sjöfn, f. 19. sept-
ember 1977. Móðir Unu er
Lilja Jóhannsdóttir. Börn Unu
eru Sindri Þór, f. 31. júlí 2011,
og Hjördís Lilja, f. 18. október
2013. Barnsmóðir Unu er
Bryndís Rut Gísladóttir.
Útför Friðmars fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 12.
júní 2020, klukkan 13.
Elsku bróðir og mágur.
Við erum engan veginn tilbú-
in að kveðja þig, því nær hugur
okkar ekki að festa neitt á blað.
Okkur langar að þakka þér fyr-
ir allt sem við höfum gert sam-
an í gegnum tíðina.
Við erum svo þakklát fyrir að
þú bjóst hjá okkur síðustu 10 ár
ævi þinnar sem einn af fjöl-
skyldunni. Takk.
Þar sem þú sást ekki sólina
fyrir tónlistarmanninum Jó-
hanni Helgasyni mun hann
heiðra minningu þína í jarðar-
för þinni.
Hvíldu í friði, elsku vinur.
Herdís og Kristmann.
Nú ert þú farinn kæri vinur
og tíminn leiðir það í ljós hve-
nær við hittumst aftur.
Þín er sárt saknað enda feng-
um við að kynnast frekar vel á
þessum tíu árum sem við vorum
nágrannar og áttum við margar
skemmtilegar stundir, og má þá
einna helst nefna þegar við sát-
um hjá þér að hlusta á tónlist,
rökræða um tónlist hvað væri
gott rokk og hvað væri slæmt
rokk. Gott rokk var Uriah Heep
og um það þurfti ekkert að
ræða meira.
En það var meira en tónlistin
sem sameinaði okkur. Smíðar
voru eitthvað sem við höfðum
báðir áhuga á og þú gast vel
smíðað.
Ég man vel árið 2013 þegar
ég fékk þig til að draga mig í
land með að smíða geymsluskúr
í einhvern garð í vesturbænum
í Reykjavík og ég þurfti að ná
að klára skúrinn þennan sama
dag.
Þá komst þú Friðmar minn
allur skakkur í bakinu og við
mokuðum þessum skúr saman
og vorum búnir rúmlega tólf á
miðnætti á þessari sumarnótt.
Alltaf varstu klár til að að-
stoða ef þú hafðir tök á því og
jafnvel þótt þú hefðir ekki tök á
því. Já, þú varst flinkur í hönd-
unum.
Gróðurhúsið er komið upp
hjá Herdísi, ég veit að þú beiðst
eftir því að sjá það komið upp
og fyrstu plönturnar eru komn-
ar inn.
Alltaf varstu svo góður við
börnin mín/frændsystkini þín.
Kexið var alltaf best hjá Frið-
mari frænda og er Tuc-kexið
núna staðalbúnaður í kexskúff-
unni á heimilinu.
Þú varst alltaf svo hlýr og al-
mennilegur við þessa krakkagr-
ísi sem sakna frænda síns óend-
anlega og spyrja reglulega
hvort Friðmar sé ekki örugg-
lega hjá englunum.
Jú svo sannarlega er Frið-
mar hjá englunum.
Friðmar, þín er sárt saknað
og það er mér mikill heiður að
hafa fengið að kynnast þér og
hversu góð sál þú varst. Uriah
Heep hefur allt aðra meiningu í
mínu lífi í dag, þökk sé þér.
Megi allar góðar vættir gæta
þín kæri vinur.
Þinn vinur,
Helgi Sigurjónsson.
Elsku frændi. Ég sit hér og
horfi í áttina að stofugluggan-
um hjá þér og tel sjálfri mér
trú um að þetta sé allt saman
ein stór martröð.
Ég kíki enn á eftir þér hér á
pallinum og hugsa hvort þetta
geti virkilega verið.
Er frændi virkilega farinn í
sumarlandið? Þetta er allt svo
óraunverulegt.
Ég hef þekkt þig allt mitt líf,
þó kynntist ég þér hvað best
síðustu 10 árin eftir að þú flutt-
ir hingað í Heiðarásinn til okk-
ar.
Krakkarnir mínir þekkja
ekkert annað en að hafa frænda
hér og gátu alltaf stólað á að fá
kex þegar þau kíktu yfir í heim-
sókn. Þú varst svo barngóður
og þér þótti sko ekki slæmt að
fá þau til þín á gluggann að
sníkja kex. Þessi tími sem þú
hefur verið frá okkur hefur ver-
ið okkur öllum mjög erfiður.
Þú varst harðákveðinn í að
halda þig inni og vera lítið sem
ekkert á meðal fólks á meðan
Covid-ástandið var hér á landi
sem mest.
En svo gerist þetta hræði-
lega slys sem tók þig frá okkur
á einni nóttu.
Svo ósanngjarnt. Börnin mín
spyrja mig reglulega hvort þú
sért á öruggum stað núna hjá
englunum og ég sannfæri þau
um að amma og afi á Gili hafi
tekið á móti þér og verndi þig.
Að hugsa til þess að þú verð-
ir ekki hér áfram er mér mjög
þungbært og söknuðurinn
hreiðrar um sig.
Á móti á ég margar góðar
minningar sem ég held fast í.
Samverustundirnar okkar hafa
verið svo margar á síðustu tíu
árum og margt hefur verið gert
og margt verið rætt.
Ég vil þakka þér elsku
frændi fyrir öll árin sem við átt-
um, ég vil þakka þér fyrir allt
sem þú hefur gert fyrir börnin
mín, ég vil þakka þér fyrir allt
sem við gerðum, ég vil þakka
fyrir að hafa verið frændi minn
og vinur. Góða ferð inn í sum-
arlandið elsku frændi.
Með klökkum huga þig ég kveð,
ég þakka allt sem liðið er,
Guð okkur verndi og blessi.
Það er sárt að kveðjast við dauðans
dyr.
En svona er lífið og dauðinn ei spyr,
hvort finnist oss rétti tíminn til,
dauðinn hann engum sleppir.
(Ingimar Guðmundsson)
Þín frænka,
Sonja Jóhanna
Andrésdóttir.
Friðmar Pétursson
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
GRÉTAR ÞORGILSSON
skipstjóri og útgerðarmaður,
Vestmannaeyjum,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Vestmannaeyjum sunnudaginn 31. maí.
Útförin fer fram frá Landakirkju Vestmannaeyjum í dag 12. júní
klukkan 14.
Þórunn Pálsdóttir
Þorsteina Grétarsdóttir Ómar Garðarsson
Páll Sigurgeir Grétarsson Herdís Kristmannsdóttir
Gunnar Grétarsson Jósebína Ósk Fannarsdóttir
Margrét Íris Grétarsdóttir Einar Hallgrímsson
Lára Huld Grétarsdóttir Ari Steindórsson
Sindri Þór Grétarsson Sæfinna Ásbjörnsdóttir
Guðbjörg Grétarsdóttir Örn Thorstensen
barnabörn og barnabarnabörn