Morgunblaðið - 12.06.2020, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 12.06.2020, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2020 Atvinnuauglýsingar Blaðberar Upplýsingar veitir  í síma  Morgunblaðið óskar eftir blaðbera     ! Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Borgartún 6, Reykjavík, fnr. 229-9348, þingl. eig. CÁJ veitingar ehf, gerðarbeiðendur Skatturinn, Húsfélag, Borgartúni 6 og Arion banki hf., þriðjudaginn 16. júní nk. kl. 10:30. Hverafold 1-3, Reykjavík, fnr. 223-5863, þingl. eig. Kaupvík ehf., gerðarbeiðandi Arion banki hf., þriðjudaginn 16. júní nk. kl. 13:30. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 11. júní 2020 Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segirStórholt 1, Langanesbyggð, fnr. 216-7888, þingl. eig. Dawid Smiður ehf., gerðarbeiðandi Vír og lykkjur ehf., fimmtudaginn 18. júní nk. kl. 12:30. Laugarbrekka 10, Norðurþing, fnr. 215-3103, þingl. eig. B11 ehf., gerðarbeiðendur Deloitte ehf. og Landsbankinn hf., fimmtudaginn 18. júní nk. kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra 11. júní 2020 Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir Melasíða 2, Akureyri, fnr. 214-9056, þingl. eig. Verdicta slf., gerðar- beiðendur Sýslumaðurinn á Suðurlandi og Akureyrarbær, þriðju- daginn 16. júní nk. kl. 11:00. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra 11. júní 2020 Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9.30-12.30, nóg pláss. Stólaleik- fimi kl. 10. Bingó kl. 13.30, spjaldið kostar 250 kr. Vöfflukaffi kl. 14.30- 15. Nánari upplýsingar í síma 411-2702. Allir velkomnir. Árskógar Smíði, útskurður, tálgun, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16. Hádegismatur kl. 11.30– 13. Kaffisala kl. 14.45–15.30. Allir vel- komnir í Félagsstarfið sími 411-2600. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið kl. 8.50. Pútt- völlurinn og Hæðarvellir opnir öllum allan daginn. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Við vinnum eftir Samfélagssátt- málanum, og þannig tryggjum góðan árangur áfram. Nánari upp- lýsingar í síma 411-2790. Garðabær Jónshúsi félags- og íþróttastarf, s. 512-1501. Opið í Jóns- húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá 8.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá 13.45 -15.15. Dansleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Gönguhópur frá Jóns- húsi kl. 10. Gerðuberg 3-5 Kl. 8.30-16. Opin handavinnustofa kl. 10-12. Prjónakaffi. Hraunbær 105 Bingó kl. 13.15. Spjaldið kostar 250 kr. og í vinninga eru gjafapokar með ýmsu góðgæti. Eftir bingóið verður kaffi og flott- ar veitingar, við erum því miður ekki með posa. Allir velkomnir að taka þátt. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps- leikfimi kl. 9.45. Bíósýning kl. 13.15. Gönguferð kl. 13.30. Kaffisala frá kl. 14.30-15.30. Korpúlfar Garðdagur í Borgum frá kl. 10 í dag, fegrum umhverfið okkar fyrir þjóðhátíðardaginn. Margar hendur vinna létt verk. Hreins- unarátakinu lýkur með grillhátíð þar sem Baldur mun grilla fyrir alla, með miklu þakklæti og vonumst til að sjá sem flesta. Aðrir fastir viðburðir á sínum stað sem miðast við tilmæli Heilbrigðisyfirvalda. Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag, kl. 13.30-14.30, verður haldið bingó á Vitatorgi og kostar spjaldið 250 krónur. Þá verður vöfflukaffi í framhaldi af því. Í næstu viku hefst fjölbreytt og spennandi sumar- dagskrá. Verið öll velkomin til okkar á Lindargötu 59! Síminn hjá okkur er 411-9450. Seltjarnarnes Dagskráin í dag, föstudaginn 12 .júní: Kl. 10.30 er Kaffispjall í króknum. Kl. 11 er leikfimi í salnum á Skólabraut. Kl. 13.30 er samsöngur í salnum á Skólabraut. Kl. 14. er spurningagleði í saln- um á Skólabraut. Hlökkum til að sjá ykkur! Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt NETVERSLUN gina.is Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Verð 5.990 Sími 588 8050. - vertu vinur NETVERSLUN gina.is Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Verð kr. 4.500 Verð kr. 3.990 Sími 588 8050. - vertu vinur með morgun-  200 mílur Smá- og raðauglýsingar ✝ Ingvi BenediktGuðmundsson fæddist í Reykja- vík 12. júní 1934. Hann lést 14. apríl 2020. Ingvi var sonur hjónanna Guðbjargar Bene- diktsdóttur, f. 20.7. 1907, d. 30.7. 1970 og Guð- mundar St. Gísla- sonar, f. 15.1. 1906, d. 20.1. 1970. Systkini Ingva: Brynhildur Guðmunds- dóttir, f. 15.3. 1930, d. 5.9. 2002, Stefán Gísli Guðmunds- son, f. 21.3. 1932, d. 15.9. 1995, Pétur Guðmundsson, f. 7.2. 1942, Björn Jóhannes Guð- mundsson, f. 1.4. 1949. Ingvi kvæntist Agnesi Kjart- ansdóttur, f. 21.5. 1936 og eignuðust þau 3 börn: Dadda Guðrún Ingvadóttir, valdssyni, f. 18.1. 1968. Saman eiga þau tvær dætur: Íris Dóra Halldórsdóttir, f. 1995, í sam- búð með Orra Karli Karlssyni og eiga þau soninn Elmar Hall- dór. Aníta Agnes Halldórs- dóttir, f. 2000. Ingvi lauk námi í plötu- og ketilsmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík í júní 1957 og hlaut meistarabréf árið 1960. Hann starfaði við fag sitt til ársins 1974 og hóf þá störf hjá Flug- málastjórn sem slökkviliðs- maður á Reykjavíkurflugvelli. Hann stundaði þó járnsmíðar samhliða öðrum störfum. Ingvi lét af störfum hjá slökkviliðinu árið 1999. Ingvi var laghentur og hag- ur maður – listasmiður bæði á járn og tré. Þá var hann áhuga- maður um gróður og ræktun trjáa. Afrakstur áhugamála hans sést vel í Hálsakoti, sum- arhúsi þeirra Agnesar sem þau byggðu frá grunni í Laugarási í Biskupstungum. Útför Ingva fór fram í kyrrþey 21. apríl en í dag, á afmælisdegi hans, safn- ast nánasta fjölskyldan saman honum til heiðurs. f. 16.12. 1954, gift Sveini Óskarssyni, f. 7.9. 1953. Saman eiga þau Ingva, f. 1979. Maki Guðrún Inga Tómasdóttir og eiga þau 3 börn: Tómas Ara, Tinnu Guðrúnu og Helgu Sigrúnu. Óskar Sveins- son, f. 1984, sam- býliskona Laureen Charlotte Burlat. Sóley Guðrún Sveinsdóttir, f. 1990, sambýlismaður Hjörv- ar Vífilsson. Benedikt Ingvason, f. 26.1. 1962, kvæntur Áshildi Jóns- dóttur, f. 10.9. 1962 og eiga þau tvo syni: Daníel, f. 1992, sambýliskona Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir, Breki, f. 1998. Sigrún Björg Ingvadóttir, f. 25.4. 1969, gift Halldóri A. Þor- Elsku pabbi. Mikið eigum við eftir að sakna þín. Þú varst þó eflaust hvíldinni feginn, eftir langvar- andi veikindi, sem þú barst með einstöku æðruleysi. Aldrei heyrðum við þig kvarta eða barma þér, sama hvað var á þig lagt. Við sem eftir sitjum eigum yndislegar minningar sem við geymum alltaf. Við Halli og stelpurnar áttum margar góðar stundir í Hálsakoti við leik og störf, en þú sast aldrei auðum höndum, eins og sést þar í hverju horni. Á aðfangadag vorum við alltaf saman og ávallt jafn spennandi að vita hvernig hryggurinn smakkað- ist. Þú fannst alltaf út að hann væri mikið betri en í fyrra og gátum við endalaust hlegið yfir þessu. Það verður tómlegt hjá okkur næstu jól, en vonandi verður hryggurinn betri en í fyrra. Við pössum upp á mömmu fyrir þig, en hún var alltaf í fyrsta sæti hjá þér, þó þú værir oft óþekkur við hana, enda vanur að fara eigin leiðir. Ég veit að Tinna hefur fagn- að þér ákaft, enda elskaði hún að vera í afasveit og skottaðist á eftir þér um allt. Oft heyrði maður þig spjalla við hana ein- hversstaðar úti þar sem þú varst að baksa og hafðir þú á orði að þetta væri sennilega gáfaðasti hundur í heimi. Góða nótt, elsku pabbi, og takk fyrir allt og allt. Sigrún, Halldór, Íris og Aníta. Í dag, 12. júní, er afmæl- isdagur Ingva tengdaföður míns. Á þessu degi safnaðist fjölskyldan gjarnan saman í sumarbústaðnum í Laugarási í Biskupstungum. Það var yfir- leitt talað um að þetta ætti að vera vinnudagur, til að slá og snyrta gróður og hús en þegar við renndum í hlað var Ingvi búinn að leggja krikketbraut og slá „fótboltavöllinn“ þannig að lítið fór fyrir vinnudeginum, heldur voru ungir jafnt sem eldri að leika sér saman. Það eru margar góðar og skemmti- legar endurminningar frá þess- um degi. Það var einmitt í Hálsakoti, sumarbústaðnum, sem ég hitti Ingva fyrst en Agnesi hafði ég einu sinni séð áður. Við Benni fengum okkur bíltúr að skoða nýja sumarbústaðinn sem þau voru að reisa. Þessa nótt höfðu þau hjónakorn sofið úti á pall- inum því veðrið var svo gott. Næstu árin þegar við komum til þeirra var alltaf eitthvað nýtt sem búið var að smíða, skera út, mála eða gróðursetja, sem þurfti að skoða. Þegar syn- ir okkar, Daníel og Breki, voru litlir (aðallega þó Daníel) þurfti maður að hafa sig allan við til að passa að þeir skemmdu ekki það sem nýbúið var að smíða eða mála. Einn og einn álfur eða dvergur fóru illa en það fannst Ingva ekkert tiltökumál. Þetta var sannkallaður sælu- reitur sem þau Ingvi og Agnes bjuggu til enda dvöldu þau öll- um stundum í bústaðnum. Það var skemmtilegt og for- réttindi að vera þátttakandi í því að mynda skötuhefð fjöl- skyldunnar með Ingva. Í nokk- ur ár brunuðum við Benni og Halli í hádeginu á Þorláks- messu í Brekkuhvarfið til Ingva til að borða skötu. Það brást ekki að allt var tilbúið, líka signi silungurinn minn sem var mín „skata“. Af sinni natni og áhuga fyrir deginum fannst Ingva það ekki mikið mál að sjóða silunginn fyrir mig eins og mér fannst best. Eftir að flutt var úr Brekkuhvarfinu tókum við Benni við skötuveisl- unni og höfum haldið hana síð- an fyrir fjölskylduna. Alltaf var Ingvi jafn spenntur fyrir sköt- unni og hlakkaði til, – nú síðast í desember. Síðasta áratuginn myndaðist djúp vinátta með okkur Ingva. Við vorum oft að spjalla, mikið um pólitíkina og bara lífið. Hann var alltaf að spá í hvað ríkisstjórnin væri að gera og hvað væri að gerast í þjóðfélag- inu. Hann bar mikið traust til mín og bar undir mig alls konar mál. Stundum var ég hjóna- bandsráðagjafi, stundum fjár- málaráðgjafi eða stjórnmála- maður. Þrátt fyrir að alzheimers-sjúkdómurinn herj- aði á hann og að hann ætti erf- iðara og erfiðara með að tala áttum við okkar góðu stundir og einhvern veginn vissi ég hvað hann var að hugsa og reyna að segja. Síðustu sam- ræður okkar snerust um dauð- ann. Ég spurði hann hvort hann væri hræddur við að deyja, og nei, hann hræddist ekki að deyja og óskaði þess eins að fá hvíldina. Við fórum enn einu sinni yfir peningamál- in, hvort Agnes myndi ekki örugglega hafa nóg til að lifa á. Töluðum um að nú gæti hann skilið sáttur og sleppt takinu. Ingvi treysti mér og það þykir mér óendanlega vænt um. Hann var vinur minn sem ég mun ávallt sakna. Áshildur (Ása). Okkur langar í stuttu máli að minnast elsku afa, sem kvaddi í apríl síðastliðnum. Fyrstu minningarnar um afa Ingva eru í skúrnum í Nökkva- voginum. Afi var lærður járn- smiður og bjó til ótrúlega flotta hluti úti í skúr. Einnig var hann lunkinn smiður sem byggði tvo sumarbústaði ásamt ömmu en þeir fengu báðir nafn- ið Hálsakot. Sá seinni er sann- kölluð paradís á jörð og er í Laugarási við Hvítá. Þar áttu afi og amma saman margar un- aðsstundir. Einnig hittist fjöl- skyldan þar oft og var þá alltaf glatt á hjalla. Afi var sannkallaður þúsund- þjalasmiður og var alltaf eitt- hvað að bardúsa, bæði með málm og timbur. Allir í fjöl- skyldunni eiga einhvern falleg- an hlut sem afi bjó til, og uppi í sveitinni er aragrúi af munum eftir hann. Afi og amma voru gift í hvorki meira né minna en 64 ár. Þau voru mjög dugleg að ferðast á efri árum og það klikkaði ekki að þau komu með glaðning fyrir okkur systkinin eftir hverja einustu ferð. Þau voru heldur betur á und- an sinni samtíð með ýmsa hluti, m.a. svokallaðar mittistöskur, ýmsa boli og einnig hinar og þessar derhúfur. Einnig höld- um við að þau hjónin hafi verið fyrst á Íslandi til að flytja inn fjögur hlaupahjól frá Banda- ríkjunum fyrir mörgum árum. Allt gert fyrir barnabörnin. Það var alla tíð mikill sam- gangur á milli okkar og afa og ömmu, reglulegar heimsóknir, kaffi, bústaðarferðir, afmæli og hátíðisdagar. Afi fylgdist vel með okkur krökkunum í námi og íþróttum og það var alltaf gaman að hitta hann og spjalla. Afi var ávallt mættur fyrstur í árlega skötuveislu strákanna í fjölskyldunni og sá hann um að kaupa skötuna. Skötuveislan var fastur liður í kringum Þor- láksmessu og voru honum þær samverustundir ákaflega kær- ar. Afi var seinustu ár í dag- þjálfun í Fríðuhúsi og var afar vel hugsað um hann þar. Við viljum senda kæra kveðju til starfsfólksins sem annaðist hann. Þrátt fyrir að minnið hafi verið farið að stríða honum seinustu árin mundi hann alltaf eftir okkur og voru heimsókn- irnar til hans undir lokin okkur mjög dýrmætar. Síðustu vik- urnar var þrekið farið að dvína og teljum við að afi hafi verið tilbúinn að kveðja. Hann átti langa og góða ævi að baki, ynd- islega eiginkonu og eignaðist þrjú börn, sjö barnabörn og fjögur barnabarnabörn. Við vottum elsku ömmu Öggu okkar dýpstu samúð og öllum öðrum aðstandendum. Elsku afi, takk fyrir öll árin, allar góðu og skemmtilegu stundirnar, og endalausa hlýju í okkar garð. Við eigum eftir að sakna þín mikið. Þín barnabörn, Ingvi, Óskar og Sóley Guðrún. Ingvi B. Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.