Morgunblaðið - 12.06.2020, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2020
og leikhús og lesa bækur. Og það
gefur mér mikla gleði að dansa. Ég
hef alltaf komið mér í einhvers
konar dans, allt frá samkvæmis-
dönsum og djassballett til nám-
skeiða í tangó, salsa og súmba.“
Fjölskylda
Fyrrverandi eiginmaður Elísa-
betar er Ferdinand Leferink, f.
20.3. 1960 í Hollandi, forstjóri.
Börn Elísabetar og Ferdinands
eru: 1) María Sóley Leferink, f.
11.4. 1991, MS í klínískri þroskasál-
fræði frá Háskólanum í Amster-
dam, í sambúð með David Mars-
hall, MS í tölvunarfræði frá EPITA
í París; 2) Enar Kornelius Lefer-
ink, f. 26.5. 1999, nemi í hagfræði
við Háskólann í Chicago.
Alsystir Elísabetar er Kristín
Waage, f. 11.12. 1962, orgelleikari,
búsett í Reykjavík. Hálfsystkini
sammæðra eru Edda V. Guð-
mundsdóttir, f. 23.12. 1943, leikari
og fv. forstöðukona Dyngjunnar,
búsett á Flúðum, og Ágúst Guð-
mundsson, f. 29.6. 1947, kvik-
myndaleikstjóri, búsettur í Reykja-
vík. Hálfsystur samfeðra eru
Elísabet Waage, f. 28.3. 1945, bú-
sett í Reykjavík, og Benedikta
Waage, f. 14.6. 1947, búsett í
Reykjavík.
Foreldrar Elísabetar voru hjónin
Magnea G. Hannesdóttir Waage, f.
21.12. 1922, d. 4.7. 2017, húsmóðir
og kaupmaður, meðlimur í
Þjóðleikhúskórnum frá stofnun, og
Einar B. Waage, f. 8.8. 1924, d.
12.10. 1976, kontrabassaleikari í
Sinfóníuhljómsveit Íslands, leiðari
kontrabassadeildarinnar frá stofn-
un SÍ og til dauðadags.
Elísabet Waage
Einar Markússon
verslunarstjóri í Ólafsvík,
síðar ríkisbókari í Rvík
Kristín Árnadóttir
húsfreyja í Ólafsvík og Rvík
Elísabet Einarsdóttir
söngkona og hannyrðakona,
kúnstbróderaði m.a. yfir 40 skautbúninga
Benedikt G. Waage
forseti ÍSÍ, meðlimur Alþj.
ólympíunefndarinnar og kaupm. í Rvík
Einar B. Waage
kontrabassaleikari í SÍ
Guðjón Einarsson
prentari í Reykjavík
Guðrún Ólína Benediktsdóttir Waage
húsfreyja í Reykjavík
Pétur Östlund
trommuleikari
María Markan
óperusöngkona
Hreinn Skúlason
bóndi á Bryggjum
Þórunn Guðmundsdóttir
húsfreyja á Bryggjum í
A-Landeyjum og Vestmannayjum
Hannes Hreinsson
fiskimatsmaður í Eyjum og Rvík
Vilborg Guðlaugsdóttir
húsfreyja í Vestmannaeyjum
Guðlaugur Nikulásson
bóndi í Hallgeirsey
Margrét Hróbjartsdóttir
húsfreyja í Hallgeirsey í A-Landeyjum
Úr frændgarði Elísabetar Waage
Magnea H. Waage
húsmóðir og kaupmaður í Rvík
Ármúla 24 • S. 585 2800
www.rafkaup.is
MANOLA
ljósakróna
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG ÆTLA AÐ FÁ OSTBORGARA,
FRANSKAR OG KÓK.”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar hann kemur
þér á óvart.
GÖNGUTÚRAR
GERA MANNI GOTT
MJÖG
GOTT
MIG LANGAR AÐ ÓSKA MÉR EN
ÞAÐ ER SVO SKÝJAÐ AÐ ÉG SÉ
ENGAR ÓSKASTJÖRNUR!
VARST ÞÚ AÐ ÓSKA ÞÉR?
„VIÐ ERUM EKKI NÁIN FJÖLSKYLDA. VIÐ
HITTUMST BARA Í AFMÆLUM ANNARRA.”
Sigmundur Benediktsson skrif-aði á Leir á þriðjudag: „Heil öll
á hlýjum degi!“:
Veðrið flotta geislar glæða,
gleði vottar lífið hér.
Ljósadrottning himinhæða;
heill og lotning fylgir þér.
Fuglar hreiðursöngva syngja,
sérhver meiður skartið ber.
Gleði seiður allt vill yngja,
óskaleiðir velur sér.
Glóðin þokar geislum síðum,
gróður dokar lífs við hag.
Hugur strokinn blævi blíðum,
bíður lokaþátt í brag.
Og á miðvikudag orti hann og
sagði: Í svona veðri langar mann til
að hlaupa út í veröldina.
Gamall þjóta þráir sprett,
þó sé fótatregur,
en að njóta út á stétt
er þó bótavegur.
Pétur Stefánsson var líka í sól-
skinsskapi:
Þegar sólin gyllir grund
og gerir veröld bjarta,
geng ég um með létta lund
og lífsins gleði í hjarta.
Á Boðnarmiði segir Ármann
Þorgrímsson „Malar listaverk við
Eiðsgranda!“ og vísar til mbl.is
10.6.:
Á réttum stað er mölin merk
mörg það dæmi sanna
en alltaf get ég undrast verk
okkar listamanna.
„List“ er yfirskrift stöku eftir
Bjarna frá Gröf:
Eins og ljós er lífsins hlíf
list er að mínum dómi
það sem gefur ljóði líf
og litinn hverju blómi.
Gömul vísa tvíræð eftir því
hvernig hún er lesin, skrifað ná-
lægt 1680, Blanda II bls. 62:
Dygðir allar, laus við lygð,
lundur hringa finni,
tryggðir snjallar, staðni styggð,
stundum lukku sinni.
En svona lesin er hún ekki illum
ofgóð:
Dygðir allar laus við, lygð
lundur hringa finni,
tryggðir snjallar staðni, styggð
stundum lukku sinni.
Séra Jón Vestmann (d. 1859) var
prestur í Selvogi en fékk Kjalar-
nesþing 1842. Ekki þótti honum
gagnsamara né betra undir bú á
Kjalarnesinu, þegar hann var
þangað kominn:
Sakna ég úr Selvogi
sauðanna minna og ánna,
silungs bæði og selveiði,
en sárast allra trjánna.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Gott er veðrið og merk möl