Morgunblaðið - 12.06.2020, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 12.06.2020, Qupperneq 26
Aldursmunur Ágúst Eð- vald Hlynsson úr Víkingi fæddist sama ár og KR- ingurinn Pálmi Rafn Pálmason hóf að leika með meistaraflokki. Báð- ir unnu titil árið 2019 og Arnar Gunnlaugsson, sem fylgist með návígi þeirra, ætlar sér stóra hluti með Víkingsliðið í ár. skolum og þegar upp var staðið voru Hlíðarendapiltarnir tiltölulega heppnir að ná sjötta sætinu í deild- inni. Hinn sigursæli Heimir Guðjóns- son tók við Valsliðinu í haust og breiddin hjá honum er það góð að hann gæti stillt upp tveimur byrj- unarliðum sem væru líkleg til að slást um toppsætin. Þetta var reyndar líka sagt í fyrra. En undir stjórn Heimis er ljóst að lið Vals mætir til leiks í gríðarlega góðu formi, það hefur sloppið við meiðslavandræði sem háðu því í byrjun móts í fyrra, og svo gæti Ar- on Bjarnason hæglega verið hlekkurinn sem vantaði í sóknarleik liðsins. Þótt Aron hafi ekki verið sérstakur markaskorari gæti hann tekið pressu og athygli af Patrick Pedersen, en sá drengur mun halda áfram að raða inn mörkum jafnt og þétt fyrir Valsmenn ef að líkum lætur. Heimir glímir við það lúxusvanda- mál að vera með tvo sterka menn um hverja stöðu. Ásamt Pedersen og Aroni verður Kristinn Freyr Sig- urðsson í lykilhlutverki í Valsliðinu, reynsla Birkis Más Sævarssonar og Hannesar Þórs Halldórssonar nýtist líklega betur en í fyrra og með til- komu Rasmus Christiansen og Magnusar Egilssonar hefur sam- keppnin um stöðurnar í vörninni orðið enn harðari. Valsmenn mæta til leiks sem meistaraefni, rétt eins og í fyrra, og að þessu sinni yrðu það enn óvænt- ari tíðindi en þá ef þeir yrðu ekki með í baráttunni til lokaumferðar. Silfrið ekki ásættanlegt Með sterkari leikmannahóp en í fyrra og afar áhugaverðan þjálfara, Óskar Hrafn Þorvaldsson, við stjórnvölinn er ljóst að Breiðablik ætlar ekki að sætta sig við silfur- verðlaunin á Íslandsmótinu þriðja árið í röð. Oliver Sigurjónsson og Kristinn Steindórsson eru komnir aftur heim í græna búninginn og Kwame Quee er kominn aftur eftir vel heppnaða lánsdvöl hjá Víkingi. Anton Ari Einarsson verður fyrsti kostur í markinu í stað Gunnleifs Gunnleifs- sonar, sem hins vegar verður til taks ef á þarf að halda. Sá eini af fasta- kjarnanum frá því í fyrra sem er far- inn er Alfons Sampsted, en hann var hálft síðasta tímabil í láni hjá sínu gamla félagi. Óskar Hrafn gerði nánast krafta- verk með lið Gróttu og það eru því gerðar miklar væntingar til hans í Kópavogi um að skila félaginu Sex lið sem gætu orðið  Valur og Breiðablik líklegust til að geta velt KR úr sessi  Er hægt að af- skrifa FH?  Stjarnan með sterkt lið  Eru ungu Víkingarnir tilbúnir? KARLARNIR 2020 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þegar flautað verður til Íslandsmóts karla í fótbolta annað kvöld í 109. skipti, meira en hálfum öðrum mán- uði síðar en ráð var fyrir gert, er al- mennt gert ráð fyrir því að ákveðin sex lið skipi sér í efri hluta Pepsi Max-deildarinnar. Spámenn Árvakurs halda því fram að innbyrðis röðin á þessum sex liðum verði: Valur, Breiðablik, KR, FH, Stjarnan og Víkingur. Sem betur fer er fótboltinn þekkt- ur fyrir að fara ekki alltaf eftir lög- málum og eitthvert þessara liða gæti óvænt dregist niður í fallbaráttu og eitthvert utan þessa hóps slegið í gegn og brotið sér leið inn í efri hluta deildarinnar. En það yrði vægast sagt verulega óvænt ef Íslandsmeistarar ársins 2020 kæmu ekki úr þessum sex liða hópi. Valur og KR hefja mótið annað kvöld, laugardagskvöld, á Hlíðar- enda. Á sunnudag mætast ÍA – KA, HK – FH og Breiðablik – Grótta og fyrstu umferð lýkur á mánudags- kvöld þegar Víkingur mætir Fjölni og Stjarnan tekur á móti Fylki. Í þessari fjórðu og síðustu grein um lið efstu deilda Íslandsmótsins 2020 er farið yfir þessa sex kandí- data í baráttunni um Íslandsmeist- aratitilinn og Evrópusætin dýr- mætu. Kvittað fyrir vonbrigðin? Sjaldan hafa meistaraefni valdið jafnmiklum vonbrigðum og Vals- menn gerðu í fyrra. Þeir þóttu afar líklegir til að vinna Íslandsmeist- aratitilinn þriðja árið í röð 2019 en sú titilvörn fór algjörlega í handa- 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2020 Spánn Sevilla – Real Betis .................................. 2:0 Staðan: Barcelona 27 18 4 5 63:31 58 Real Madrid 27 16 8 3 49:19 56 Sevilla 28 14 8 6 41:29 50 Real Sociedad 27 14 4 9 45:33 46 Getafe 27 13 7 7 37:25 46 Atlético Madrid 27 11 12 4 31:21 45 Valencia 27 11 9 7 38:39 42 Villarreal 27 11 5 11 44:38 38 Granada 27 11 5 11 33:32 38 Athletic Bilbao 27 9 10 8 29:23 37 Osasuna 27 8 10 9 34:38 34 Real Betis 28 8 9 11 38:45 33 Levante 27 10 3 14 32:40 33 Alavés 27 8 8 11 29:37 32 Real Valladolid 27 6 11 10 23:33 29 Eibar 27 7 6 14 27:41 27 Celta Vigo 27 5 11 11 22:34 26 Mallorca 27 7 4 16 28:44 25 Leganés 27 5 8 14 21:39 23 Espanyol 27 4 8 15 23:46 20  KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Origo-völlur: Valur – KR ..................... 19.15 Mjólkurbikar karla, 2. umferð: Varmá: Hvíti riddarinn – Selfoss ........ 19.15 Domusnovav.: Leiknir R. – Kári ......... 19.15 Framvöllur: Kórdrengir – Hamar ...... 19.15 Nettóvöllur: Keflavík – Björninn........ 19.15 Vodafonev.: Völsungur – Þór .............. 19.15 Versalavöllur: Ýmir – ÍR ..................... 19.15 Víkingsvöllur: Mídas – SR........................ 20 Skessan: ÍH – GG ................................. 20.30 Í KVÖLD!  Sevilla hafði betur í slag Sevilla- liðanna þegar boltinn rúllaði af stað á ný í spænsku knattspyrnunni í gær- kvöldi. Sevilla vann nágranna sína Real Betis 2:0 á heimavelli í fyrsta leiknum í efstu deild eftir hléið. Lucas Ocampos skoraði fyrra markið úr víti á 56. mínútu og Fernando bætti við marki á 62. mínútu. Sevilla gekk mjög vel í vetur og er í 3. sæti deildar- innar. Liðið er nú átta stigum á eftir Barcelona og sex á eftir Real Madrid. Real Betis siglir lygnan sjó í 12. sæti deildarinnar.  Michael Schumacher mun fara undir hnífinn á næstunni vegna stofn- frumuflutninga sem ætlað er að endurræsa miðtaugakerfi hans. Franski hjartaskurðlæknirinn Philippe Menasché mun stjórna aðgerðinni, að sögn ítalska blaðsins Contro Copert- ina. Schumacher hlaut alvarlegan heilaskaða á skíðum í frönsku Ölp- unum 29. desember 2013.  Enski landsliðsmaðurinn Dele Alli verður ekki með Tottenham þegar liðið mætir Manchester United í ensku úr- valsdeildinni í knattspyrnu í næstu viku. Enska knattspyrnusambandið úr- skurðaði Alli í eins leiks bann og sekt- aði hann um 50 þúsund pund, ásamt því að fara á námskeið, eftir að hann birti ósæmileg ummæli um Asíubúa og kórónuveiruna á samfélagsmiðlinum Snapchat í febrúar. Alli fjarlægði færsl- una og baðst af- sökunar á henni og kvaðst hafa orðið bæði sér og félagi sínu til skamm- ar. Eitt ogannað Reykjavíkurfélögin Valur og KR hefja Íslandsmótið í knattspyrnu 2020 í kvöld með uppgjöri sín á milli í fyrstu umferð úrvalsdeildar kvenna, Pepsi Max-deildarinnar, á Hlíðarenda. Þar verður flautað til leiks klukkan 19.15. Þar með hefst titilvörn Vals- kvenna, sem í gær var spáð þriðja sæti deildarinnar, á eftir Breiða- bliki og Selfossi. KR, sem var í gær spáð fimmta sætinu eftir að hafa endað í sjöunda sæti í fyrra, hefur styrkt lið sitt talsvert og er líklegt til að veita Val meiri keppni en á síðasta tímabili, þegar báðir leikir liðanna enduðu 3:0, Valskonum í hag. Þá skoruðu Elín Metta Jensen, Hlín Eiríksdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir tvö mörk hver samtals í leikjunum tveimur. vs@mbl.is Morgunblaðið/Hari Hlíðarendi Ingibjörg Valgeirsdóttir, markvörður KR, býr sig undir að verja skot í leiknum gegn Val á Hlíðarenda á Íslandsmótinu í fyrrasumar. Titilvörnin hefst á Hlíðarenda í kvöld KR verður í öðru sæti en Breiðablik í þriðja sæti í Pepsi Max-deild karla og Selfoss verður í öðru sæti en Valur í þriðja sæti í Pepsi Max-deild kvenna. Þetta er munurinn á hinni árlegu spá á kynningarfundi KSÍ fyrir Ís- landsmótið sem haldinn var í gær og spá Árvakurs sem birt var hér í Morgunblaðinu á þriðjudaginn. Í þeirri síðarnefndu var Breiðablik sett í annað sætið hjá körlunum og Valur hjá konunum. Val var spáð Íslandsmeistaratitli karla og Breiðabliki Íslandsmeist- aratitli kvenna hjá KSÍ, rétt eins og í spá Árvakurs. Sæti ÍA og KA víxlast enn frem- ur. Árvakur spáði KA 7. sæti og ÍA 9. sæti en þetta snýst við í spánni hjá KSÍ, sem hefur meiri trú á Skagamönnum. Spárnar um fall úr deildunum eru samhljóða; reiknað er með að Fjölnir og Grótta falli úr karla- deildinni en ÍBV og Þróttur úr kvennadeildinni. Niðurstaðan hjá KSÍ í gær varð sem hér segir: Pepsi Max-deild karla 1 Valur (406 stig), 2 KR (373), 3 Breiðablik (372), 4 FH (311), 5 Stjarnan (300), 6 Víkingur R. (269), 7 ÍA (212), 8 Fylkir (171), 9 KA (136), 10 HK (107), 11 Fjölnir (84), 12 Grótta (69). Pepsi Max-deild kvenna 1 Breiðablik (284), 2 Selfoss (252), 3 Valur (251), 4 Fylkir (190), 5 KR (178), 6 Stjarnan (147), 7 Þór/ KA (124), 8 FH (91), 9 ÍBV (86), 10 Þróttur R. (48). Spáin um silfursæt- in öðruvísi hjá KSÍ Morgunblaðið/Hari Líklegar Blikakonur þykja mjög sigurstranglegar í ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.