Morgunblaðið - 12.06.2020, Side 29

Morgunblaðið - 12.06.2020, Side 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI ein besta mynd sem komið hefur á þessu ári. JAMIE FOXX og MICHAEL B.JORDAN eru báðir hér með frábæran leik. mynd sem allir keppast við að hæla eftir að hafa séð myndina. Hvað sem hver segir er að-eins einn Jack Reacher.Daniel Craig gæti tekiðhlutverkið að sér, en það er langt því frá að vera á margra færi. Glæpasagan Á byrjunarreit eftir Lee Child er heldur ekki neitt barnameðfæri heldur spennusaga um grafalvarlegt mál. Þar er Jack Reacher á heimavelli. Oftar en ekki er Reacher hálf- gerður einfari í bókum Lees Childs en nú er hann öflugur liðsmaður í Hamborg í Þýskalandi skömmu fyr- ir nýliðin aldamót. Er samt líkur sjálfum sér og fer eigin leiðir þegar það á við, að hans mati. Tölvur eru að ryðja sér til rúms og því kemur ekki á óvart að óttinn sé einna mest- ur við tölvuglæpi, þegar árið 2000 rennur upp. Nokkuð sem til stendur að greiða hundrað milljónir banda- ríkjadala fyrir. Þegar mikið liggur við er eðli- legt að fá Jack Reacher til að leysa málin. Leynilegar að- gerðir henta hon- um líka vel og þá er eins gott fyrir þá, sem ekki eru í sama liði, að gera eins og hann segir áður en hann hef- ur talið upp að þremur, „áður en bráðlega verður núna“ (bls. 389). Töffari af guðs náð, eins og ég hef örugglega sagt margoft áður. Við fyrstu sýn gæti Jack Reacher virst vera einum of harðhentur á stundum í þessari bók en hafa verð- ur í huga að ekkert má út af bregða, tíminn er mikilvægur og akadem- ískt korter getur verið feigðarflan. Því fá ýmsir að finna til tevatnsins og reyndar færri en efni standa til en ekki má gleyma að um leynilega aðgerð stórvelda er að ræða og menn fá orður fyrir að þegja en ekki segja. Á byrjunarreit er hressileg lesn- ing, sem kemur ekki á óvart, en enn og aftur kemur Tom Cruise upp í hugann og alltaf vekur það jafn- mikla furðu að hann skuli hafa leikið Jack Reacher í kvikmynd. Varla er hægt að ímynda sér ólíkari menn. Lee Child „Á byrjunarreit er hressileg lesning, sem kemur ekki á óvart,“ segir gagnrýnandi um þessa spennusögu höfundarins. „Áður en bráðlega verður núna“ Spennusaga Á byrjunarreit bbbbn Eftir Lee Child. Bjarni Gunnarsson þýddi. JPV útgáfa 2020. Kilja. 416 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Náttúran er alltaf kveikjan,“ segir Aðalheiður Valgeirsdóttir mynd- listarkona þar sem hún er að taka plast utan af nýjum málverkunum sem hún er að bera inn í Listamenn gallerí að Skúlagötu 32. Sýningin sem hún opnar þar í dag, föstudag, klukkan 17 nefnist Tilvísanir og er þá væntanlega vísað til náttúrunnar sem kveikir hugmyndirnar og vekur litina og formin í verkunum? „Ég er með vinnustofu í sveitinni og þar kemur þetta beint til mín,“ segir hún og horfir yfir myndheim- ana í málverkunum í salnum. Í texta eftir Aldísi Arnardóttur sem fylgir sýningunni úr hlaði segir að allt frá því Aðalheiður útskrifað- ist úr grafíkdeild MHÍ árið 1982 hafi myndheimur hennar hverfst um náttúruna eða tilvísun í hana í einni eða annarri mynd. Nálgunin hafi tekið breytingum í áranna rás en höfundareinkennin séu alltaf til staðar, tilbrigði við heim sem byggi á samspili manns við umhverfi sitt og tengslum hans við náttúruna, birtubrigði og veðráttu. Á þessari sýningu vísi hún með nýjum olíu- málverkum í hverful augnablik nátt- úrunnar á mismunandi árstímum. Náttúran tekur stundum á sig órætt form sem rambar á mörkum hins raunverulega og hins huglæga. Það er brunnurinn sem Aðalheiður sækir í og verk hennar liggja einnig á þess- um mörkum, eru óræð en hafa um leið yfirbragð hins kunnuglega. Næm á augnablik „Ég held ég sé frekar næm á augnablik. Þótt þessi guli litur þarna, eða þessi bleiki, kunni að vera ýktir koma raunverulega svona augnablik í umhverfinu sem ég nýti mér í verkin. Stundum er himinninn kveikjan, stundum gróðurinn – eða sambland af þessu. Gróðurinn á ýmsum stigum vekur hugmyndir, hvort sem hann er að vakna til lífsins eða að sölna,“ segir Aðalheiður og það má sjá í dansi gróðurformanna í verknum. „En þetta eru ímyndaðar plöntur,“ bætir hún svo við. „Í kring- um vinnustofuna er ég svo heppin að hafa ólík svæði, mýrina með mýrar- pollum eins og birtast í þessu verki þarna,“ segir hún og bendir, „sand- inn við ána, skurðina… Ég tek ýmis- legt úr þessu óvænt inn í verkin,“ segir hún og að verkin séu jafnframt unnin mjög spontant. „Ég rissa aldr- ei og læt fyrst vaða á strigann, en svo hefst yfirveguð glíma. Við að fá verkin til að ganga upp.“ efi@mbl.is Morgunblaðið/Einar Falur Málverkin „Stundum er himinninn kveikjan, stundum gróðurinn – eða sambland af þessu,“ segir Aðalheiður. Kveikjur í náttúrunni  Tilvísanir er heiti sýningar á málverkum sem Aðalheiður Valgeirsdóttir opnar í Listamenn gallerí í dag klukkan 17

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.