Morgunblaðið - 29.06.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2020
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70
hitataekni.is
Sjálfvirk, raka-og hitastýring, fer sjálfkrafa í gang þegar
ljós eru kveikt eða við hreyfingu í rými.
Klimat K7 er fjölnota vifta, þróuð
og framleidd í Svíþjóð.
– sjö viftur í einni
Ein sú hljóðlátasta á markaðinum (17-25 dB)
Fjölmennt var á samverustund á
Austurvelli í gær, þar sem fólk sýndi
eftirlifendum og aðstandendum
þeirra sem létust í eldsvoða í húsi við
Bræðraborgarstíg á fimmtudag
hluttekningu sína. Meðal þeirra sem
mættu á Austurvöll af þessu tilefni
voru lögreglu- og slökkviliðsmenn
og Dagur B. Eggertsson, borgar-
stjóri í Reykjavík.
Að loknum fundi var gengið að
Bræðraborgarstíg þar sem fólk
kveikti á kertum til að minnast
þeirra sem létust. Á þeim sama stað
efna íbúar í Vesturbænum til kyrrð-
arstundar í dag klukkan 18 til að
votta hinum látnu virðingu sína og
sýna samúð og samhug með þeim
sem eiga um sárt að binda.
Enn er ekki er búið að bera kennsl
á þau þrjú sem létust í eldsvoðanum
og málið er enn í rannsókn. Ásgeir
Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn
segir kennslanefnd ríkislögreglu-
stjóra, sem kölluð var til vegna máls-
ins, taka sér þann tíma sem þarf til
að geta sagt með vissu hverjir hinir
látnu séu. sbs@mbl.is
Sýndu aðstandendum og eftirlifendum brunans við Bræðraborgarstíg hluttekningu sína
Samhugur
ríkjandi í
mikilli sorg
Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Múlaþing var nafnið sem flestir
völdu í könnun um nýtt nafn á sam-
einuðu sveitarfélagi á Austurlandi,
sem efnt var til
eystra samhliða
forsetakosning-
um á laugardag-
inn. Talningu at-
kvæða lauk á
níunda tímanum í
gærkvöldi. Á
kjörskrá voru
3.618 og 2.232
greiddu atkvæði í
könnuninni, eða
62% atkvæðis-
bærra íbúa í sameinuðu sveitarfé-
lagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpa-
vogshrepps, Fljótsdalshéraðs og
Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Kjósendum var heimilt að velja
tvö nöfn að því gefnu að auðkennt
væri fyrsta og annað val. Úrslit þeg-
ar aðeins var talið fyrsta val voru
þau að 731 kjósandi valdi nafnið
Múlaþing, Drekabyggð völdu 619,
Austurþing 405, Múlaþinghá 187,
Múlabyggð 164 og Austurþinghá
var val 64 kjósenda.
Stefán Bogi er sáttur
Þegar saman var talið fyrsta og
annað val breyttist röð nafnanna
ekki en samanlögð atkvæði í fyrsta
og öðru vali féllu þannig að 1.028
völdu að sveitarfélagið nýja héti
Múlaþing og Drekabyggð varð í
öðru sæti með stuðning 774 íbúa.
Austurþing völdu 645, 332 Múla-
þinghá, Múlabyggð 329 og Austur-
þinghá var val 131 íbúa.
Aðeins um helmingur kjósenda
nýtti þann rétt sinn að velja tvö
nöfn, en aðrir völdu aðeins einn
kost. Auðir seðlar voru 35 og ógildir
37.
„Ég er nokkuð sáttur með útkom-
una. Mér finnst Múlaþing nokkuð
gott nafn. Úrslitin eru um margt
svipuð því sem ég bjóst við eftir að
hafa heyrt og kynnt mér sjónarmið
íbúanna,“ sagði Stefán Bogi Sveins-
son, bæjarfulltrúi á Fljótsdalshéraði
og formaður nafnanefndar, í samtali
við Morgunblaðið í gærkvöldi.
Íbúar verða um 5.200 talsins
Niðurstöðurnar í könnuninni eru
ekki bindandi, en ráðgefandi fyrir
nýja sveitarstjórn hins sameinaða
sveitarfélags sem kosið verður til
19. september í haust. Nýtt sveitar-
félag sem gæti heitið Múlaþing
verður svo formlega til 4. október.
Traustur meirihluti var fyrir því í
almennri atkvæðagreiðslu sl. haust
að sameina sveitarfélögin fjögur
sem fyrr eru nefnd. Samkvæmt nýj-
ustu tölum Hagstofu Íslands verða
um 5.200 íbúar í sveitarfélaginu
nýja. Það verður afar víðfeðmt land-
fræðilega; nær frá ystu ströndum,
um skógi vaxnar sveitir og inn á
reginfjöll; frá Möðrudalsöræfum og
suður í Þvottárskriður.
Múlaþing er nafnið sem flestir völdu
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Djúpivogur Þéttbýlisstaður í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Atkvæði voru greidd um nafn á sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi Drekabyggð varð í öðru
sæti Sex kostir voru í boði Sveitarstjórn verður kosin í september og ræður nafninu endanlega
Stefán Bogi
Sveinsson
Birgir Ármanns-
son, þingflokks-
formaður Sjálf-
stæðisflokks,
segir að um 30
stjórnarfrumvörp
verði afgreidd áð-
ur en þingstörf-
um lýkur á morg-
un.
„Við gerum ráð
fyrir því að megn-
ið af þeim stjórnarfrumvörpum sem
eru tilbúin úr nefndum klárist,“ seg-
ir hann í samtali við Morgunblaðið.
Á meðal þeirra er samkeppnis-
lagafrumvarp Þórdísar Kolbrúnar
Reykfjörð Gylfadóttur, nýsköpunar-
og atvinnuvegaráðherra, þar sem
lagðar eru til breytingar sem miða
að því að bæta framkvæmd sam-
keppnislaga og uppfæra hluta þeirra
til samræmis við gildandi EES-rétt.
Mismunandi afdrif frumvarpa
Auk stjórnarfrumvarpanna 30
verða átta frumvörp frá þingmönn-
um afgreidd, eitt frá þingmanni
hvers þingflokks.
„Afdrif þeirra verða mismunandi,
sum samþykkt, önnur felld og ein-
einhverjum vísað til ríkisstjórnar,“
segir hann. Fjölmiðlafrumvarp Lilju
Alfreðsdóttur verður ekki afgreitt
fyrir næsta þriðjudag og bíður því
afgreiðslu í haust.
„Í staðinn var samþykkt sérstök
fjárveiting til fjölmiðla. Ráðherra
var falið að veita styrki vegna
ástandsins í eitt skipti en það er auð-
vitað ekki sambærilegt við frumvarp
sem gerði ráð fyrir varanlegum
styrk,“ segir Birgir.
Þá er ekki búist við því að frum-
varp Ásmundar Einars Daðasonar
félagsmálaráðherra um málefni inn-
flytjenda fari í gegn, að sögn Birgis.
Einnig verður frumvarp Guðlaugs
Þórs Þórðarsonar um skipan sendi-
herra ekki klárað í vor.
„Hins vegar var um það samið að
það verði aftur lagt fram á þingi í
haust og klárað fyrir 15. nóvember,“
segir Birgir.
Um 30 stjórnarfrumvörp
verði afgreidd fyrir þinglok
Fjölmiðlafrumvarp og breyting útlendingalaga bíða haustsins
Birgir
Ármannsson