Morgunblaðið - 29.06.2020, Side 6

Morgunblaðið - 29.06.2020, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2020 Draghálsi 14 -16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is Þú finnur gæðin! Skoðaðu úrvalið í netverslun isleifur.is Alls níutíu tré, eitt fyrir hvert ár, af íslenskum tegundum, birki, reynir og blæösp, voru gróðursett í Vina- skógi í Þingvallasveit á laugardag- inn, 27. júní, á samkomu Skógrækt- arfélags Íslands þar sem þess var minnst að þennan dag voru rétt og slétt 90 ár frá stofnun félagsins. Íslendingar eru eftirbátar „Skógræktarstarf á Íslandi hefur jafnan byggst á áhuga fólks og hug- sjónum sem aldrei hafa slokknað. Þá er mjög ánægjulegt að ungt fólk er virkt í starfinu, verið er að stofna ný skógræktarfélög og víða um landið er verið að gróðursetja plöntur í nýj- um landgræðsluskógum,“ segir Jón- atan Garðarsson, formaður Skóg- ræktarfélags Íslands, í samtali við Morgunblaðið. Í ávarpi sem Jónatan flutti í Vina- skógi í tilefni afmælisins sagði hann mörg, stór og háleit markmið fram- undan í skógræktinni. Nú sé um eitt og hálft prósent landsins vaxið skógi eða kjarri. Íslendingar séu eftir- bátar annarra Evrópuþjóða í skóg- ræktarmálum, en hafi þó í mörgu til- liti náð góðum árangri og góð þekking hefur skapast á umliðnum árum. Skógræktarfélögin um allt land, sem eru alls um 60 með um 7.500 félagsmenn, eigi stóran þátt í þeim viðsnúningi sem orðið hafi. „Það eru margir fallegir skógarreitir víðs vegar um landið, sem eru nýttir til útivistar og yndisauka jafnt sum- ar sem vetur,“ sagði formaðurinn. Hækkun framlaga gengið til baka Ísland og Írland voru í svipaðri stöðu um aldamótin 1900 hvað skóg- areyðingu varðar. Írsk stjórnvöld fóru í stórátak í skógrækt og nú eru 11% Írlands þakin skóglendi og stefnt er að því að innan fárra ára verði 17% landsins skógi vaxin. Í mörgum Evrópulöndum sé flatarmál skóganna allt að 30% landanna allra. „Við ættum að setja okkur skýr markmið og auka skógrækt verulega næstu ár og áratugi. Það mun skila sér margfalt til baka þegar fram líða stundir,“ segir Jónatan. Hann bætir við að því sé bagalagt, að boðuð hækkun á opinberum framlögum til skógræktarstarfs undir formerkjum loftslagsmála hafi að nokkru gengið til baka. Komi þar m.a. til þreng- ingar og breytt forgangsröðun í rekstri ríkissjóðs, til dæmis vegna kórónuveirunnar. Skilar afurðum Vinaskógur er í Kárastaðalandi og er 25 hektrara spilda skammt sunn- an og vestan við þjóðgarðinn á Þing- völlum. Gróðursetning þar hófst árið 1990 í tengslum við átak við ræktun landgræðsluskóga. Hugmyndin var sú að þjóðarleiðtogar sem heim- sækja Ísland eða fulltrúar ýmissa þjóða gróðursettu þar trjáplöntur. Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti Íslands, var verndari þessa starfs og fyrsti erlendi þjóðhöfðing- inn sem kom í Vinaskóg og gróður- setti tré var Elíasabet 2. Englands- drottning. „Skógurinn hefur dafnað ágæt- lega á þessum þrjátíu árum sem eru liðin frá því að Vinaskógur varð að veruleika, og skógar á Íslandi hafa breyst úr því að vera eingöngu lág- vaxið kjarr í skógarsvæði sem eru farin að gefa af sér byggingarvið og fleiri afurðir,“ sagði Jónatan í Vina- skógi. sbs@mbl.is Markmið um aukna skóg- rækt séu skýr  Plantað var í Vinaskógi  90 ár Ljósmynd/Ragnhildur Freysteinsdóttir Ræktun Skógræktarfólk með skóflur á lofti í Þingvallasveit um helgina. Enginn starfslokasamningur hefur verið gerður af hálfu Arnþórs Jóns- sonar, formanns SÁÁ, við sambýlis- konu hans um störf hennar hjá sam- tökunum eins og Sigurður Friðriksson, fyrrverandi stjórnar- maður í SÁÁ, staðhæfði í viðtali við Morgunblaðið. Þetta kemur fram í yf- irlýsingu frá Arnþóri sem blaðinu barst í gær. „Nú hef ég í þrjá mánuði látið róg- burð og ærumeiðingar yfir mig ganga opinberlega án þess að bera hönd fyr- ir höfuð mér. Ég hef talið það ríkari skyldu mína að gæta að fjöreggi okk- ar góðu samtaka frekar en að eltast við rangfærslur og lygar sem fólk virðist eiga nóg til af – enda er það varla í mannlegum mætti að hlaupa þindarlaust á eftir samanteknum ráð- um fólks um illmælgi og ósannindi. Ég viðurkenni auðmjúklega að þessi stanslausi rógur hefur haft áhrif á heilsu mína og starfsþrek sem er ekki svipur hjá sjón lengur. Það er illt að sitja undir þessu þótt maður reyni að bera sig vel,“ segir Arnþór. ATHUGASEMD Gerði ekki starfslokasamning Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Framkvæmdasýsla ríkisins auglýsti um helgina eftir upplýsingum um 30 þúsund fermetra lóð eða húsnæði fyr- ir sameiginlega aðstöðu löggæslu- og viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu. Undirbúningur þessa hefur staðið um nokkurt skeið og á síðustu mánuðum með meiri þunga en áður. Að vinnu með Framkvæmdsýslunni hafa komið fulltrúar fjármála- og dómsmálaráðu- neytis auk fulltrúa embættanna en um 100 starfsmenn þeirra hafa tekið þátt í greiningarvinnu sem markaðs- könnunin núna byggist á. Augljós hagræðing „Hagræðingin og ávinningurinn er augljós og mikill. Með því að allir verði undir einu þaki má ná fram sparnaði en einnig gera þjónustu markvissari og stytta viðbragðstíma, með aukinni sam- vinnu ólíkra að- ila,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir, for- stjóri Fram- kvæmdasýslu rík- isins. Í upphafi var áherslan sú að finna hentugt hús- næði fyrir lögregl- una, það er emb- ætti Ríkislögreglustjóra og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu – en það er nýtt húsnæði fyrir mið- borgarstöð hennar. Í starfi þessu varð fólki ljóst að betur færi að fleiri yrðu með í verkefninu og bættust því við Landhelgisgæslan, Slysavarna- félagið Landsbjörg, Tollgæslan, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Neyðarlínan 112. Flestar þessar stofnanir eru í dag að hluta til með aðsetur í björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Húsnæði þar þykir óhentugt, þrengsli og skipulag húss- ins hafa valdið óhagræði og staðið í vegi fyrir ýmsum umbótum. Einfalda viðbrögð og björgun Mikill vilji er, að sögn Guðrúnar, til að auka samvinnu til að stytta og ein- falda viðbragð og björgun, en breyt- ingar stranda m.a. á innra skipulagi í Skógarhlíð. Hljóðvist, loftræsting, ör- yggismál, verkefnayfirlit, innleiðing tækninýjunga og fleira eru dæmi um verkefni sem ekki er hægt að hrinda í framkvæmd í núverandi húsnæði. Þá kalla sum björgunarverkefni á mik- inn mannafla, sem nú er eingöngu hægt að hýsa að litlu leyti. Guðrún segir að þær upplýsingar sem nú fáist með markaðskönnun verði notaðar til frekari undirbúnings á uppbyggingu fyrir starfsemi á lóð miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu sem liggi vel við stofnæðum, borg- arlínu og göngu- og hjólaleiðum. „Við erum opin fyrir ýmsum leiðum til uppbyggingar. Ein er sú að fá lóð til að reisa nýtt hús á, annað er að fá byggingu sem væri svo breytt og stækkuð í samræmi við nýja starf- semi og svo framvegis. Þá kemur til greina að ríkið byggi, eigi og reki húsið en samstarf við einkaaðila í ýmsum myndum er líka mögulegt,“ segir Guðrún. Athygli vekur í auglýsingunni að staðsetning skuli tryggja sem stystan viðbragðstíma gagnvart Alþingisreit, það er Kvosinni. Þar kemur til að í dag er þessu svæði sinnt frá aðalstöð lögreglunnar við Hverfisgötu og þar gildi að útkallstíminn sé hverju sinni ekki lengri en átta mínútur. Þetta segir Guðrún þó ekki negla að nýjar sameiginlegar bækistövar viðbragðs- aðila séu á miðborgarsvæðinu eða nærri því, enda komi þá til greina að miðborgarstöð lögreglunnar verði undanskilin og áfram í sama húsi. Það þyki þó síðri kostur með tillliti til ýmiskonar samlegðar í starfsemi. Allt verði þetta hins vegar að skoðast í stóru samhengi en viðbúið sé að undirbúningur, skipulagsvinna og hönnun taki allt næsta ár og gætu framkvæmdir þá hugsanlega hafist árið 2022. Fari undir eitt þak  Viðbragðsaðilar í sama hús  Framkvæmdasýslan með könnun  Miðsvæðis  Lögregla, slökkvilið, Gæslan og fleiri Húsnæði viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu Guðrún Ingvarsdóttir Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Samhæfing Slökkviðliðs- og lögreglumenn saman á vakt í Skógarhlíðinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.