Morgunblaðið - 29.06.2020, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 29.06.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2020 Demókratinn Woodrow Wilson,sem gegndi embætti forseta Bandaríkjanna frá 1913-1921 og var þar áður rektor Princeton- háskólans, var um helgina tekinn úr nafni skólans vegna „sjónarmiða og stefnu um kyn- þáttamisrétti“. Krafa um þetta er ekki ný af nálinni í skólanum og kom til dæmis upp fyrir fimm árum þegar námsmenn fóru í setuverkfall til að slíta tengsl forsetans fyrrverandi og skólans.    Nú kann þetta að vera réttmætaðgerð og ef til vill á ekki að kenna skóla eða annað við menn, enda kemur stundum á daginn að þeir eru breyskir og hafa skoðanir sem endast ekki alltaf vel.    Týr Viðskiptablaðsins vék aðmiklum áhuga á endurskoðun sögunnar í liðinni viku og vitnaði í því sambandi í Orwell, sem skrifaði í 1984: „Hvert einasta skjal og skýrsla hefur verið eyðilögð eða fölsuð, hver bók endursamin, hvert málverk málað upp á nýtt, hver myndastytta, gata og bygging hef- ur fengið nýtt nafn, sérhverri dag- setningu verið breytt. Og þessu ferli er haldið áfram dag eftir dag og á mínútu hverri. Sagan hefur staðnæmst. Ekkert er til nema endalaus nútíð, þar sem Flokkurinn hefur alltaf á réttu að standa.“    En svo er spurning hvort óhætter að vitna í Orwell. Hann skrifaði að vísu bækur sem okkar þykja frábærar í dag (sumar þeirra) og teljum að hafi haft mjög jákvæð áhrif. En er víst að öll hans barátta þoli skoðun? Það gætu ver- ið – eða orðið – áhöld um það. Woodrow Wilson Sagan endalausa STAKSTEINAR George Orwell Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Alls 2.050 kandídatar úr grunn- og framhaldsnámi voru brautskráðir frá Háskóla Íslands á laugardags- morgun. Við athöfn í Laugardalshöll færði Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, stúdentum og starfsliði þakkir fyrir hversu vel hefði tekist til á tím- um COVID-19. Það hefði haft veru- lega hamlandi áhrif á allt starf skól- ans en stjórnendur og kennarar kappkostuðu að halda uppi gæðum kennslu og prófa. „Við skulum minnast þess að tímar mikilla umbrota og tæknibylt- inga eins og við nú lifum geyma óþrjótandi tækifæri fyrir vel mennt- að fólk. Háskólar eru aflvakar fram- fara í nýsköpun, atvinnu- og þjóðlífi, ekki síst þegar mikið liggur við,“ sagði rektor í ávarpi sínu. Sagði hann háskóla og vísindi ráða miklu í sam- félaginu og án þrotlausrar viðleitni vísindamanna hefðum við staðið ber- skjölduð gagnvart kórónuveirunni. Í ávarpi sínu talaði Jón Atli einnig um stóraukið tímabundið atvinnu- leysi hér á landi og benti á að því fylgdi mikil sókn í háskólanám. Um- sóknum í grunnnám við HÍ fyrir haustið 2020 hefði fjölgað um 20% frá fyrra ári og umsóknum í fram- haldsnám um 50%. „Ég er sannfærður um að þessi stóraukna aðsókn muni færa okkur ný tækifæri til vaxtar og þróunar ef við stöndum saman vörð um gildi og gæði háskólamenntunar á þessum erfiðu tímum,“ sagði Jón Atli Bene- diktsson. sbs@mbl.is Aukin aðsókn gefur ný tækifæri  2.050 manns voru brautskráðir frá HÍ Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Háskólinn Jón Atli Benediktsson rektor við brautskráningu. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Einungis 3% hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á Íslandi eru karlmenn og er það hlutfall með því lægsta á heimsvísu. Víða er hlutfallið 10-15% og segir Eygló Ingadóttir, formaður jafnréttisnefndar Landspítala, að staðan hafi valdið heilbrigðisstéttun- um áhyggjum. Fyrir skemmstu tók Eygló, ásamt Hildi Sigurðardóttur, lektor við hjúkrunarfræðideild HÍ, á móti styrk upp á 4,7 milljónir frá Jafnrétt- issjóði fyrir verkefnið Strákar og hjúkrun sem miðar að því að fjölga karlmönnum í stéttum hjúkrunar- fræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra. „Staðalímynd hjúkrunarfræðinga sem kvennastéttar er mjög sterk. Við verðum að breyta því og byrja snemma á því að sýna krökkum að þetta er ekki endilega rétt staðal- ímynd,“ segir Eygló. Samhliða Stelpum og tækni „Karlmenn eru settir í eitthvert box og samfélagið leyfir þeim ekki að gera það sem þá langar. Það leyfir konum það frekar, konur fá klapp á bakið ef þær ganga inn í störf sem hafa verið skipuð körlum en ekki öf- ugt.“ Spurð hvers vegna það sé slæmt að stétt sé nær eingöngu skipuð einu kyni, segir Eygló: „Það endurspeglar ekki samfélag- ið og þá sem fá þjónustu frá okkur.“ Fyrirmynd verkefnisins er verk- efnið Stelpur og tækni sem Háskól- inn í Reykjavík hefur haldið í nokkur ár og hefur, að sögn Eyglóar, skilað árangri. „Sama dag og Stelpur og tækni verður haldið næsta vor ætlum við að halda Stráka og hjúkrun þar sem við kynnum hjúkrunarstörf, störf hjúkr- unarfræðinga, sjúkraliða og ljós- mæðra. Við ætlum að sýna allt það skemmtilegasta og mest spennandi við hjúkrun. Við ætlum að flagga okkar flottu karlkyns hjúkrunar- fræðingum og láta þá sýna strákun- um hitt og þetta.“ Vilja fjölga strákum í hjúkrun Jafnrétti Mynd frá styrkveitingu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.