Morgunblaðið - 29.06.2020, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2020
Allir níu þingmenn velferðarnefnd-
ar Alþingis leggja til að frumvarp
um að almenn sálfræðiþjónusta og
önnur sambærileg þjónusta verði
felld undir greiðsluþátttökukerfi
Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) verði
lögfest með breytingum sem nefnd-
in kom sér saman um.
Þetta kemur fram í nýbirtu sam-
eiginlegu nefndaráliti þingmann-
anna við frumvarpið sem lagt var
upphaflega fram síðastliðið haust
af Þorgerði Katrínu Gunnarsdótt-
ur, þingmanni Viðreisnar, auk 22
annarra þingmanna úr öllum flokk-
um á Alþingi.
Sýna það í verki að
þingið getur staðið saman
Meginmarkmið frumvarpsins er
að tryggja að sálfræðiþjónusta falli
undir greiðsluþátttökukerfi
Sjúkratrygginga og sé þannig veitt
á sömu forsendum og önnur heil-
brigðisþjónusta.
„Að frumvarpinu stendur meira
en þriðjungur þingheims þvert á
þingflokka. Má því merkja
skýran vilja til að sýna það í
verki að þingið getur staðið saman
að mikilvægum úrbótum og af-
greitt góð mál á málefnalegan og
faglegan hátt,“ segir í nefndar-
álitinu.
Árlegur kostnaður gæti orðið
875–1.750 milljónir króna
Velferðarnefnd leggur til að
gerðar verði nokkrar breytingar á
frumvarpinu, m.a. að greiðsluþátt-
taka Sjúkratrygginga nái til sál-
fræðiþjónustu og svonefndrar
gagnvirkrar samtalsmeðferðar í
stað fyrra orðalags um að hún nái
til klínískrar viðtalsmeðferðar eins
og það var orðað í frumvarpinu,
sem var talið of opið orðalag.
Þá nái greiðsluþátttaka SÍ ein-
göngu til meðferðar sem veitt er af
heilbrigðisstarfsmönnum, þannig
að tryggt sé að greiðsluþátttakan
einskorðist við þjónustu sem veitt
er af einstaklingi sem starfar við
heilbrigðisþjónustu og hefur hlotið
leyfi landlæknis til að nota starfs-
heiti löggiltrar heilbrigðisstéttar,
en þeirra á meðal eru sálfræðingar,
félagsráðgjafar, geðlæknar og geð-
hjúkrunarfræðingar.
Fram kemur að óvissa er um
kostnað Sjúkratrygginga af þessari
útvíkkun á greiðsluþátttöku þeirra.
Ekki liggi fyrir mat á þörfinni fyrir
sálfræðiþjónustu en á minnisblaði
Sjúkratrygginga kemur fram að ef
„miðað er við að 10.000 einstakling-
ar þiggi slíka þjónustu hér á landi
árlega og að meðalfjöldi meðferð-
arskipta hvers einstaklings verði
fimm til tíu megi áætla að kostn-
aður nemi á bilinu 875-1.750 [millj-
ónir] kr. ár hvert. Þá verður að
gera ráð fyrir stofnkostnaði vegna
breytinga á tölvukerfum auk kostn-
aðar vegna annarrar umsýslu sem
verkefnið útheimtir.“
Sparar háar fjárhæðir þegar
til lengri tíma er litið
Nefndin bendir á að enda þótt
kostnaður fylgi þessum breyting-
um þá spari þær háar fjárhæðir til
lengri tíma litið og komi í veg fyrir
óþarfa þjáningu einstaklinga sem
eiga við geðheilbrigðisvandamál að
stríða.
,,Árið 2019 eru áætluð heildar-
framlög ríkisins til bóta vegna and-
legrar örorku um 19 milljarðar kr.
og talið að þau geti meira en tvö-
faldast á næsta áratug,“ segir í
nefndaráliti þingmanna velferðar-
nefndar Alþingis.
Verði frumvarpið að lögum taka
þau gildi 1. janúar næstkomandi.
omfr@mbl.is
Greiðsluþátttaka
SÍ nái til sál-
fræðiþjónustu
Breiður stuðningur við frumvarpið
Morgunblaðið/Ómar
Alþingi Frumvarpið var lagt fram
sl. haust og hefur nú verið afgreitt
úr þingnefnd með stuðningi allra.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þegar fólk kemur aftur á Kexið
verður það mjög kunnuglegt. Það
hefur engu verið hent sem hægt var
að nota. Við höfum hins vegar end-
urbætt það og „sjænað“ til,“ segir
Pétur Marteinsson, einn eigenda
Kex hostels við Skúlagötu.
Kexið hefur verið lokað vegna
kórónuveirufaldursins, bæði hostelið
á efri hæðum hússins og einnig veit-
ingastaðurinn sem lýstur var gjald-
þrota fyrir skemmstu. Pétur segir að
nýr veitingastaður verði opnaður á
næstunni og nokkur herbergi verði í
notkun fyrir ferðamenn.
„Þetta er svolítið breytt konsept á
veitingastaðnum, bæði í áherslum á
matseðli og drykkjum,“ segir Pétur
og bætir við að gestir muni geta not-
ið veitinga utandyra í sumar.
„Framkvæmdir sem hafa verið á
baklóðinni hjá okkur eru bráðum að
taka enda. Það er að vísu ekkert að
frétta af þessu 16 hæða hóteli sem
átti að verða á næstu lóð, þar er bara
25 fermetra hola ofan í jörðina, en
þetta er búið á okkar lóð. Nú er kom-
inn þarna risastór pallur, örugglega
einhver sá stærsti í Reykjavík og
með frábærri sumarsól.“
Pétur rifjar upp að framkvæmdir
við Kexið hafi hafist 2010 í kjölfarið
á hruninu og enduropnunin end-
urspegli sömuleiðis ástandið. „Við
lifum líka á skrítnum tímum nú og
margt ungt fólk verður með minni
ráðstöfunartekjur en áður. Við
munum bregðast við því og bjóða
hagkvæmar lausnir í skemmtun.“
Blása lífi í Kex hostel
Morgunblaðið/Hari
Menning Kvartett Sigurðar Flosasonar tróð upp á Kex hosteli. Tónleika-
hald verður endurvakið á Kexinu innan tíðar ásamt fleiri uppákomum.
Nýr veitingastaður opnaður Risapallur með suðursól
Allt um sjávarútveg