Morgunblaðið - 29.06.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2020
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið 11-18 virka daga www.innlifun.is
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Það myndi á margan hátt bæta
starfsumhverfi fjárhagsupplýsinga-
stofa ef lagaramminn utan um slíka
þjónustu væri jafn skýr á Íslandi og
hann er annars staðar á Norðurlönd-
um. Rebekka Bjarnadóttir lauk ný-
lega meistara-
prófi í lögfræði og
fjallaði lokarit-
gerð hennar um
vinnslu persónu-
uplýsinga um
fjárhagsmálefni
og lánstraust, og
hvort núverandi
regluverk tryggi
með nægilegum
hætti réttarvernd
einstaklinga og
lögaðila. Hún segir það óheppilegt að
á Íslandi skuli vanta sérstök lög um
fjárhagsupplýsingastofur og að Per-
sónuvernd hafi verið falið að stýra
þessum málaflokki, en annars staðar
á Norðurlöndum er annar háttur
hafður á.
Í síðustu viku fjölluðu fjölmiðlar
um starfsemi fjárhagsupplýsinga-
stofunnar Creditinfo sem sætt hefur
harðri gagnrýni af hálfu Neytenda-
samtakanna og Alþýðusambands Ís-
lands, m.a. vegna þess hvernig fyrir-
tækið vinnur með og geymir
viðkvæmar persónuupplýsingar um
fjárhag fólks og hvernig brugðist
hefur verið við tilvikum þar sem við-
skiptavinir hafa orðið uppvísir að því
að brjóta á lögvörðum rétti skuldara.
Rebekka segir lagarammann hér
á landi flækja stöðu Creditinfo. „Ég
er viss um að Creditinfo leggur sig
fram við að fylgja lögum og reglum
eftir bestu getu og reynir að eiga í
góðu samstarfi við Persónuvernd.
En þau lög sem unnið er eftir eru
komin til ára sinna og vöntun á skýr-
ara og betra regluverki,“ útskýrir
hún en núgildandi regluverk er að
grunninum til frá árinu 2001. Re-
bekka bætir við að ný og betri lög um
málaflokkinn myndu væntanlega
líka stuðla að aukinni samkeppni en í
dag er Creditinfo eina fjárhagsupp-
lýsingastofan sem sinnir íslenskum
markaði. „Skortur á fyrirsjáanleika
sést m.a. í því að Persónuvernd hefur
ítrekað endurnýjað starfsleyfi
Creditinfo og hlýtur það að valda
verulegri óvissu í rekstri félagsins
hvað reglurnar eru óskýrar, og einn-
ig að vera fráhrindandi fyrir nýja að-
ila sem gætu viljað bjóða upp á söfn-
un og miðlun fjárhagsupplýsinga.“
Miklir hagsmunir í húfi
Merkilegt nokk þá sýnir saman-
burður við hin norrænu löndin að þar
eru fyrirtækjum og stofnunum veitt-
ar víðtækari heimildir en hér á landi
til að safna og miðla upplýsingum um
fjárhag einstaklinga. Auknum heim-
ildum fylgja hins vegar iðulega rík-
ari skyldur, s.s. til að upplýsa ein-
staklinga með virkum hætti um það
þegar fjárhagsupplýsingar þeirra
eru skoðaðar og eins að gefa einstak-
lingum kost á að gera athugasemdir
og óska leiðréttinga ef við á.
Rebekka bendir á að fjárhagsupp-
lýsingastofur gegni mikilvægu hlut-
verki fyrir fjármálafyrirtæki og fjár-
málamarkaði, fyrir hagvöxt og
jafnvægi í efnahagslífinu, og hjálpi
t.d. fyrirtækjum að taka betri
ákvarðanir um ýmiss konar fyrir-
greiðslur og lánveitingar. „En að
sama skapi þurfa lögin að vera mjög
skýr og vönduð, enda ákveðin
áhætta sem fylgir því að safna og
miðla fjárhagslegum upplýsingum.
Hætturnar snúa ekki bara að því að
rétt sé farið með þessar upplýsingar,
heldur líka að þær séu réttar og
áreiðanlegar því ef þær upplýsingar
sem aflað er gefa ekki rétta mynd af
fjárhag einstaklinga geta þær orðið
til þess að útiloka þá frá vissri þjón-
ustu og jafnvel leitt til orðsporsmiss-
is,“ útskýrir hún. „Á Íslandi eru eng-
in sérlög til staðar sem afmarka
heimildir á þessu sviði heldur hefur
stjórnvaldinu Persónuvernd verið
veitt nær ótakmarkað vald til að
setja reglur fyrir sviðið eins og það
leggur sig.“
Lánshæfismat hluti af
alls kyns viðskiptum
Þörfin fyrir skýrari og vandaðri
lagaramma verður bara meira að-
kallandi eftir því sem fram í sækir, í
takt við örar tækniframfarir á fjár-
málasviðinu. Nefnir Rebekka sem
dæmi að svo virðist sem núgildandi
regluverk hafi ekki getað brugðist
nógu vel við nýjum lánamöguleikum
eins og smálánum. „Í tilvikum eins
og með smálán, þar sem aðgengi að
lánsfé er auðveldara, því auðveldara
verður það fyrir neytendur að taka
mörg skammtímalán á skömmum
tíma án þess að lánveitendum sé
kunnugt um það. Því hefur verið
haldið fram að slík lán valdi hvað
mestum vanda hjá neytendum og
séu vísbending um versnandi fjár-
hagsstöðu einstaklinga undir vissum
kringumstæðum.“
Telur Rebekka að það myndi
stuðla að öruggara réttarfari, með
því að tryggja lögmæta og sann-
gjarna vinnslu upplýsinga um fjár-
hagsmálefni og lánstraust, ef sett
yrðu sérlög um vinnslu upplýsinga
um fjárhagsmálefni og lánstraust
hjá fjárhagsupplýsingastofnunum.
Að sama skapi ætti sérstök löggjöf á
þessu sviði að vernda betur friðhelgi
einkalífs almennings.
„Þróunin mun verða á þá leið að
lánshæfismat verður oftar ómissandi
hluti af greiðsluferlinu fyrir alls kon-
ar vörur og þjónustu,“ segir hún og
nefnir sem dæmi að í Noregi sæki
símafyrirtæki upplýsingar um láns-
hæfismat fólks áður en það getur
stofnað til viðskipta.
Þörf á sérlögum um
fjárhagsupplýsingar
AFP
Framtíðin Greiðsluposi á borði í bandarísku bakaríi. Lánshæfi kemur æ oft-
ar við sögu í alls kyns viðskiptum og þurfa lögin að halda í við þróunina.
Í dag eru reglurnar ekki nógu skýrar og Persónuvernd falin fullmikil völd
Rebekka
Bjarnadóttir
29. júní 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 137.95
Sterlingspund 171.21
Kanadadalur 101.12
Dönsk króna 20.789
Norsk króna 14.273
Sænsk króna 14.816
Svissn. franki 145.63
Japanskt jen 1.2906
SDR 190.19
Evra 154.97
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 182.2511
Hrávöruverð
Gull 1762.1 ($/únsa)
Ál 1543.5 ($/tonn) LME
Hráolía 41.44 ($/fatið) Brent
● Rösklega 160 fyrirtæki hafa gengið
til liðs við herferðina „Stop Hate for
Profit“ og heitið því að birta ekki aug-
lýsingar á Facebook í lengri eða
skemmri tíma. Er þetta gert til að
þrýsta á samfélagsmiðilinn að herða
reglur sínar um birtingu efnis sem
flokkast gæti sem hatursorðræða. Á
meðal þeirra sem taka þátt í herferðinni
eru Coca-Cola, Honda, Unilever og
Verison en átakið nær aðeins til auglýs-
ingabirtinga á Bandaríkjamarkaði.
Facebook segir að þökk sé gervi-
greind geti fyrirtækið núna komið auga
á 90% hatursorðræðu án þess að not-
endur þurfi að tilkynna sérstaklega um
efnið. Fyrirtækið hefur sætt vaxandi
gagnrýni fyrir að hafa ekki betur hemil
á útbreiðslu falsfrétta og efnis sem ýtir
undir fordóma. ai@mbl.is
Snúa baki við Facebook
Deilur Facebook sætir gagnrýni.
● Bandaríska flugmálastjórnin (FAA)
kann að hefja flugprófanir á Boeing 737
MAX-þotunum strax í dag. Að sögn
Reuters er um að ræða próf sem
spannar þrjá daga og reynir á flughæfi
þotanna með ýmsum hætti. Flugmenn
munu m.a. prófa svk. MCAS-búnað
sem á að varna ofrisi vélanna, en bilun í
þeim búnaði olli því að tvær 737 MAX-
farþegaþotur fórust á fimm mánaða
tímabili á árunum 2018 og 2019. Heim-
ildarmenn Reuter segja að flugpróf-
anirnar verði mun ítarlegri en venjulega
en hingað til hafa próf af þessu tagi að-
eins tekið einn dag.
Meðan á fluginu stendur munu mæli-
tæki FAA afla mikils magns gagna sem
sérfræðingar munu nota til að meta
flughæfi vélanna með tilliti til þeirra úr-
bóta og breytinga sem Boeing hefur
gert. Gangi allt að óskum mun FAA
staðfesta að óhætt sé að nota 737
MAX-þoturnar á ný en stofnunin mun
einnig þurfa að samþykkja nýja þjálf-
unarstaðla fyrir flugmenn. Hefur Reu-
ters eftir fólki sem þekkir til málsins að
almenn notkun Boeing 737 MAX verði
líklega ekki gerð heimil fyrr en í sept-
ember næstkomandi.
Um það bil 800 MAX-flugvélar liggja
nú óhreyfðar á flugvöllum um allan
heim en þar af er um helmingurinn í
vörslu Boeing og er um að ræða vélar
sem hafa ekki enn verið afhentar kaup-
endum. ai@mbl.is
Hefja þriggja daga
prófanir á 737 MAX
Bið M737 MAX-vélarnar gætu farið í al-
menna notkun í september næstkomandi.
STUTT