Morgunblaðið - 29.06.2020, Side 16

Morgunblaðið - 29.06.2020, Side 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2020 Fyrir ekki svo löngu undirrituðu Ör- yrkjabandalagið og helstu samtök launa- manna, eða ASÍ, BSRB, BHM og Kennarasambandið, yfirlýsingu og kröfur um bættan hag ör- yrkja hér á landi. Þetta var mjög ánægjulegur áfangi í samskiptum launþegasamtaka og öryrkja, og það verður svo að koma í ljós hver árangur og ávinn- ingur af þessu verður fyrir ör- yrkja, því ekki veitir nú af að bæta kjör þeirra. Þessi yfirlýsing vakti athygli mína og leiddi hug- ann að því hvers vegna þessi laun- þegasamtök hafi ekki undirritað álíka yfirlýsingu til að styrkja stöðu eldri borgara þessa lands. Þar er líka mikill óplægður akur, svo ekki sé meira sagt. Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni á prenti að eldri borgarar ættu að koma að kjarasamninga- borðinu, því eins og staðan er í dag hafa þeir ekkert um kjaramál sín að segja, þótt þeir séu hvorki meira né minna en rösklega 45 þúsund talsins, og því með einum stærstu hags- munahópum landsins. Þeir hafa sín lands- samtök og innan þeirra er Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni lang- stærst og öflugast með um 13 þúsund fé- lagsmenn, hvorki meira né minna. Eldri borgurum verði tryggð viðunandi kjör Það má eiginlega segja að eldri borgurum sé hreinlega skammtað úr hnefa, án þess að eiga þess kost að koma á nokkurn hátt að því að semja um kjör sín. Í fjár- lagafrumvarpi er slegið fram ein- hverri prósentutölu, þar sem oft er erfitt að átta sig á við hvað er miðað. Fyrir röskum tveimur ár- um hafði Ellert B. Schram, þáver- andi formaður FEB í Reykjavík, frumkvæði að samtali um kjör eldri borgara við forsætisráðherra og í framhaldi af því var settur á laggirnar vinnuhópur til að kanna kjör þeirra. Þá kom í ljós eins og við var að búast að í svokallaðri lægstu tíund voru áberandi eldri borgarar sem flutt hafa hingað frá Austur-Evrópu eða fjarlægum löndum og eiga því lítinn rétt hjá Tryggingastofnun, en til að vera þar með full réttindi þarf viðkom- andi að hafa átt hér lögheimili í 40 ár, og því er réttur þessa fólks, sem að meirihluta eru konur að mér skilst, ákaflega takmarkaður eftir kannski aðeins 10-15 ára dvöl hér sem íslenskir borgarar. Til að koma til móts við þennan hóp hef- ur Ásmundur Einar Daðason fé- lags- og barnamálaráðherra lagt fram frumvarp til að styrkja fram- færslu þessa hóps. En meginatriði baráttu eldri borgara á auðvitað að vera að tryggja öllum 67 ára og eldri viðunandi kjör, þannig að þeir hafi að lágmarki til fram- færslu sinnar sömu lágmarks- upphæð og er í gildandi kjara- samningum hverju sinni, að ekki sé nú talað um að þeir hafi úr að spila jafn hárri upphæð og gert er ráð fyrir samkvæmt fram- færsluútreikningum Hagstof- unnar. Í dag næst hvorugt þess- ara markmiða, enda hefur þessi stóri hópur ekkert um kjör sín að segja. Ráðamenn vitna gjarnan í alls konar meðaltalstölur, og þá er gjarnan miðað við 65 ára aldur og upp úr, en á því aldursbili er fjöld- inn allur enn í fullu starfi og þar á meðal mjög tekjuhátt fólk, sem skekkir myndina allverulega, og kemur það niður á þeim sem lægst sitja. Hálfdrættingar á við alþingismenn Til þess að allrar sanngirni sé gætt, þá hefur fjöldi eldri borgara vel til hnífs og skeiðar, en það er hins vegar óhrekjanleg staðreynd að margir hafa það skítt, sem er ekki sæmandi íslensku þjóðfélagi. Talandi um meðaltöl og útreikn- inga þá hefur þingfararkaup al- þingismanna hækkað um 125% á ákveðnu árabili en ellilífeyrir að- eins um helming þeirrar tölu. Það er því ekki að ósekju sem Grái herinn hefur sett á stofn málsókn- arsjóð til að standa straum af málaferlum til að fá úr því skorið hvort skerðing almannatrygginga standist stjórnarskrá og mann- réttindasáttmála. Það er vissulega neyðarúrræði að fara þessa leið, og hún verður bæði löng og erfið. Því er mikilvægt að eldri borgarar standi þétt saman í þessu máli. Það væri að æra óstöðugan að telja upp öll þau hagsmunamál sem samtök eldri borgara þurfa að berjast fyrir, svo sem vegna skerðingar bóta þegar þeir stunda launaða vinnu. Ekki er úr vegi að minnast á atvinnu- og tekjumissi margra vegna Covid-faraldursins. Þá rann upp fyrir mörgum að þeir sem náð hafa 70 ára aldri og eru enn í vinnu eiga ekki kost á at- vinnuleysisbótum og hefur svo verið í fjölda ára. Þar er því verk að vinna. Hins vegar gátu þeir notið hlutabótaleiðarinnar, svo því sé haldið til haga. Sanngirniskrafa eldri borgara í þessum pistli er því þessi: Samtök launamanna slái álíka skjaldborg um eldri borgara og öryrkja og ríkisvaldið kalli fulltrúa eldri borgara að samningaborðinu til að fjalla um kjör þeirra og aðstæður. Eldri borgarar komi að kjarasamningaborðinu Eftir Kára Jónasson » Þingfararkaup al- þingismanna hefur hækkað um 125% á ákveðnu árabili en elli- lífeyrir aðeins um helm- ing þeirrar tölu. Kári Jónasson Höfundur er leiðsögumaður og eldri borgari. karijonasson10@gmail.com Umhverfismál eru okkur hjá Eimskip hug- leikin og við leggjum áherslu á þau í okkar daglega starfi. Frá árinu 2014 höfum við unnið í nánu samstarfi við hugbúnaðarfyr- irtækið Klappir grænar lausnir að því að inn- leiða rafrænar skipa- dagbækur í daglegri starfsemi okkar en almennt eru slík- ar dagbækur á pappírsformi. Raf- rænar skipadagbækur gera okkur kleift að skrá olíunotkun, sorplosun og margvíslegar upplýsingar um staðsetningu og ferðaferil hvers skips á stafrænan hátt. Um leið getum við sett okkur markmið til að draga enn frekar úr kolefnisfótsporinu okkar. Íslenska ríkið sýndi ákveðið for- dæmi þegar Umhverfisstofnun heim- ilaði notkun á rafrænum dagbókum Klappa árið 2018 og við erum stolt af því að hafa riðið á vaðið og vera nú á meðal fyrstu flutningafyrirtækja í heiminum sem nota rafrænar skipa- dagbækur. Í dag skrá áhafnir okkar allar upp- lýsingar bæði rafrænt og líka á papp- írsformi þar sem alþjóðasamfélagið hefur ekki enn alls staðar samþykkt rafrænar dagbækur. Við vonumst þó til þess að rafrænar dagbækur verði samþykktar af yfirvöldum um allan heim sem fyrst og að útbreiðsla þeirra á heimsvísu verði hröð og markviss. Áður fyrr strandaði ógrynni dýr- mætra gagna á pappírsformi í skip- unum og nýttist ekki í landi við að taka upplýstar ákvarðanir um rekst- urinn. Það er liðin tíð og nú geta áhafnir skipa og stjórnendur í landi nýtt og metið dýrmætar upplýsingar í rauntíma. Þetta leiðir til skyn- samlegri ákvarðana í rekstri skip- anna okkar og nýtingu auðlinda, svo sem olíueyðslu. Samskipti skipa í höfnum við skrif- stofur Eimskips hafa aldrei verið greiðari og þægilegri en nú. Gögnin streyma einfaldlega á milli skips og skrifstofu í gegnum gagnaský. Þá geta skipin okkar svarað ýmsum lög- bundnum upplýsingakröfum, svo sem hvað snertir ECA-svæðin (e. emiss- ion control area) þar sem gilda hertar losunarreglur, og fylgst er nákvæm- lega með eldsneytisnotkun í umhverf- islögsögu Íslands og losun í höfnum. Með rafrænu dagbókunum gerum við jafnframt nákvæmar ferða- skýrslur sem við notum til að svara kröfum Sameinuðu þjóðanna, Al- þjóðasiglingamálastofnunar og Evr- ópusambandsins um umhverfismál skipanna. Þá draga rafrænu skipa- dagbækurnar úr pappírsnotkun og stuðla að nákvæmari skráningu gagna, enda staðla dagbækurnar verklag og tryggja að ýtrasta sam- ræmis sé gætt. Loks getum við fylgst betur með kolefnisfótspori okkar en fótspor Eimskips hefur dregist sam- an um 16% á flutta einingu frá árinu 2015. Greið upplýsingamiðlun er brýnt umhverfismál og við leggjum okkur fram við að nýta þá einstöku staf- rænu upplýsingatækni sem þróuð hefur verið á síðustu árum til að draga úr vistsporinu og bæta rekst- urinn. Eftir Falasteen Abu Libdeh og Jóhann Steinar Steinarsson »Eimskip er eitt fyrsta flutningafyr- irtækið í heiminum til að innleiða rafrænar skipa- dagbækur en verkefnið hefur verið unnið í sam- starfi við Klappir Falasteen Abu Libdeh Falasteen Abu Libdeh er sérfræð- ingur í samfélagsábyrgð hjá Eimskip. Jóhann Steinar Steinarsson er for- stöðumaður skiparekstrar hjá Eim- skip. fali@eimskip.com og jst@eimskip.com Jóhann Steinar Steinarsson Greið upplýsinga- miðlun er brýnt umhverfismálÁrið 1984 ákvað Al-þingi Íslendinga aðhefja útgáfu skömmt- unarmiða á frelsi til fiskveiða í einhverjum fiskitegundum við strendur landsins. Miðar þessir voru í upphafi kallaðir kvót- ar eða aflamark sem þótti virðulegra. Skömmtunarmiðum þessum var úthlutað í upphafi til út- gerða miðað við aflareynslu með einhverjum undantekningum þó. Síðan þá hefur tegundum skömmt- unarmiðanna fjölgað jafnt og þétt og virðist stefnan vera að allar nýt- anlegar lífverur hafsins verði ein- göngu nýttar af handhöfum slíkra skömmtunarmiða. Fiskveiðistjórn- arkerfið sem er byggt á þessum skömmtunarmiðum hlaut nafnið Kvótakerfið eða Aflamarkskerfið. Um 1990 ákvað Alþingi þjóðarinnar að leyfa handhöfum skömmtunar- miðana að versla með þá. Skömmt- unarmiðarnir eru að sjálfsögðu á rafrænu formi og sendir til áskrif- enda sinna árlega. Hafa þessir skömmtunarmiðar síðan gengið kaupum og sölum og safnast á sí- fellt færri hendur og er nú svo komið að fá stór útgerðarfyrirtæki fá meginþorra skömmtunarmiðanna afhentan í áskrift árlega. Ég vil leyfa mér að kalla þetta fyrirkomulag aflamarksisma og hef ýmislegt við hann að athuga. Hlut- verk fiskveiða er að grisja fiski- stofna fyrir vexti og nýliðun og ná þannig frá náttúrunni í þá orku sem annars færi í lífsbaráttu fiskistofn- anna. Ljóst má vera að hlutverkið hentar betur mörgum smáum ein- ingum en fáum stórum. Þar að auki eru sum veiðarfæri þannig gerð að þau veiða vel þegar fiskur er hungraður en illa þegar fiskur hef- ur nóg æti. Þau aðlaga sig sjálfkrafa að þörf- um náttúrunnar og eru þannig mun betri en misvitrir vísindamenn í að ákveða hvenær og hvar er þörf á grisjun og hvenær og hvar næg orka er til fyrir vöxt. Mér hefur sýnst að frelsi hafi mikla kosti umfram agað eftirlits- kerfi byggt á ófull- burða vísindum. Jafn- framt má ljóst vera að skaðinn sem hlýst af því þegar lítill aðili gerir ranga hluti er miklu minni en þegar stór aðili brýtur af sér. Einnig hafa minni aðilar oft eftirlit með hvor öðrum ef hagsmunirnir fara saman. Fáránlegast af öllu er þó þegar þjóðfélag býr til rándýrar eftirlits- stofnanir til að framfylgja stefnu sem byggist á röngum vísindum. Oft verða þessar eftirlitsstofnanir eins og smalar sem safna saman smáu einingunum svo stórfyrir- tækin geti gleypt þær í sig með að- stoð bankanna sem frekar vilja þjónusta fáar stórar einingar en margar litlar. Embættismenn og stjórnmálamenn virðast haldnir þessari sömu áráttu. Vissulega þarf þjóð sem vill stunda úthafsveiðar stór og fullkomin skip og þau kosta mikla peninga en það er ekkert sem segir mér að útgerðarfyrirtæki slíkra skipa þurfi að eiga stór versl- unarfyrirtæki eða jafnvel banka og flutningafyrirtæki. Mér sýnist því að stórfyrirtækin í íslenska afla- markskerfinu hafi breyst í allsherj- arsafnara sem safna saman skömmtunarmiðum á frelsi til að veiða fisk og noti þá til að safna peningum sem líka eru skömmt- unarmiðar en með víðari tilvísun í verðmæti. Ljóst er að áhrifa þessa fyrirkomulags var farið að gæta löngu fyrir hrun enda jafngildir það seðlaprentun að fá að veðsetja slík- ar heimildir mörg ár fram í tímann. Einn aðaleigandi Íslandsbanka við hrun var augljóslega Samherji og aðaleigandi hans jafnframt stjórn- arformaður bankans. Á síðasta ári komu fram vísbendingar um að fyrirtækið Samherji hefði öðlast veiðiréttindi í Afríku með því að múta þarlendum áhrifamönnum. Ef það er rétt liggur í augum uppi að viðkomandi aflamarksismi er sið- spillandi kerfi sem virðist leiða fólk út í glæpastarfsemi og er ekki seinna vænna fyrir Íslendinga að spyrna við fótum og athuga sinn gang. Aðstoð Íslendinga við fiskveiðar og vísindastarf í Namibíu kallar á að þjóðin láti rannsaka þetta mál til hlítar og horfist í augu við þann ófögnuð sem henni hefur tekist að skapa á grunni íslenskra vísinda og verklags. Ég legg því til að forstjóri Hafrannsóknastofnunar og sjávar- útvegsráðherra, sem jafnframt er fyrrverandi stjórnarformaður Sam- herja, fari ásamt forstjóra Sam- herja til Namibíu og leiti sátta við namibísku þjóðina fyrir hönd okkar Íslendinga. Ég vil benda á að ým- islegt mætti gera fyrir skipstjóra- gjafa-kvótann sem Samherji fékk í vöggugjöf í upphafi aflamarksism- ans. Jafnframt legg ég til að þorsk- veiðar verði auknar til muna og að togveiðum verði vísað út fyrir 25 mílur og sem mest frelsi verði á nýtingu fisks með vistvænni veið- arfærum innan þeirra marka. Þá er rétt að það komi fram að ég tel glæpsamlegt að svipta byggðir veiðirétti sem byggðust upp vegna nálægðar við gjöful fiskimið. Einnig tel ég heiðarlegt að það komi fram að undirritaður hefur verið flokks- bundinn sjálfstæðismaður í rúman aldarfjórðung og telur að frelsi skuli alsstaðar viðhaft sem kostur er. Ef eftirlits er þörf á það fremur að beinast að hinum stóru sem mestum skaða geta valdið eins og dæmin sanna. Lifið heil. Skömmtunarmiðaprentsmiðjan Eftir Sveinbjörn Jónsson Sveinbjörn Jónsson »Hlutverk fiskveiða er að grisja fiski- stofna fyrir vexti og ný- liðun og ná þannig frá náttúrunni í þá orku sem annars færi í lífs- baráttu fiskistofnanna Höfundur er sjómaður og ellilífeyr- isþegi. svennij123@gmail.com ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS HVAR ER NÆSTA VERKSTÆÐI?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.