Morgunblaðið - 29.06.2020, Page 18

Morgunblaðið - 29.06.2020, Page 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2020 Nú þegar Guð- mundur Sigurður Ingimarsson eða Siggi bróðir er fallinn frá finnst mér við hæfi að þakka honum samfylgdina í nærri 65 ár. Siggi var bæði gull og grjót, gullið sýndi hann oftast fjölskyldu og vinum. Hann var mjög hjálp- samur okkur systkinum sínum og var óspar á vinnu fyrir okkur ef svo bar undir. Það eru mörg hand- tökin sem hann lagði okkur hjón- um til við smíði á sumarbústað Guðmundur Sig- urður Ingimarsson ✝ GuðmundurSigurður Ingi- marsson fæddist 6. júní 1955. Hann lést 10. mars 2020. Hann verður jarðsunginn frá Seljakirkju í dag, 29. júní 2020, kl. 13. okkar í landi Hests í Grímsnesi. Það varð til þess að hann keypti þar lóð og reisti sér fallegt hús, sem hann kallaði Merki, eftir húsinu sem hann átti á Eskifirði. Þar undi hann sér vel alla tíð og dvaldi þar löngum stundum eft- ir að hann greindist með krabbamein fyrir tveim ár- um. Hann eignaðist þar vini eins og annars staðar þar sem hann staldraði við. Árið 1980 flutti hann á Eski- fjörð og fór að vinna fyrir Hrað- frystihús Eskifjarðar og var m.a. vélstjóri á bátum þess félags um hríð. Hann keypti þar gamalt hús og gerði upp, húsið var nefnt Merki því það stóð við innsigling- armerki fyrir höfnina. Á Eskifirði átti hann sinn besta og líka sinn versta tíma í lífinu, hann leiddist í óreglu, sem hann leitaði sér hjálp- ar við og vann sinn stærsta sigur sem dugði til æviloka. Á Eskifirði eignaðist hann marga vini og ræktaði alla tíð þann vinskap, fór hann oft í sínum fríum þangað til að hitta vini sína. Siggi mátti ekkert aumt sjá, systkinabörn og barnabörn systk- ina hans nutu alltaf kærleika hans og umhyggju. Hann var frænd- rækinn og ræktaði vinasambönd- in. Hann var vinsæll á vinnustöð- um sínum fyrir góð verk og umhyggju fyrir vinnufélögum og fengu þeir að njóta snilli hans reglulega í jólakökubakstri. Siggi ólst upp á Hraunbraut í Kópavogi frá 7 ára aldri og gekk í Kársnesskóla, síðan í Gagnfræða- skóla Kópavogs (Víghól), hann lauk námi í bifvélavirkjun sem hann lærði hjá Vegagerð ríkisins og seinna bætti hann við sig rétt- indum til vélstjórnar í Vélskóla Ís- lands. Hann var nokkur sumur í sveit í Tungu í Valþjófsdal í Önundarfirði og leið honum alltaf vel þar og ræktaði alla tíð samband við systkinin sem þar bjuggu, þá sér- staklega eftir að þau hættu bú- skap og fluttu í bæinn. Hann gekk í skátahreyfinguna ungur og eignaðist þar sína bestu vini og félaga til lífstíðar og er þar á engan hallað að þar fóru fremst- ir Jósef Smári og Hilmar en þeir hafa staðið við hlið hans í erfiðum veikindum. Siggi eignaðist son með Korn- eliu Eyrós Galecia, sambýliskonu sinni til skamms tíma, drengurinn fæddist 1999. Sonur hans, Alex- ander Már, bjó síðustu árin hjá pabba sínum en þeir voru mjög nánir alla tíð. Alexander á nú um sárt að binda þegar pabba hans nýtur ekki lengur við en fjölskylda Sigga er til staðar fyrir hann. Nú að leiðarlokum langar okk- ur hjónin og fjölskyldu okkar að þakka Sigga fyrir allt sem hann hefur gert fyrir okkur, ekki síst litlu tvíburana hennar Emilíu okk- ar, sem stálu hjarta hans frá því að þau hittust fyrst fyrir rúmum fjór- um árum. Það var lýsandi fyrir hann að þegar hann lagðist inn á líknardeildina þá bað hann um að fá myndir af barnabörnum og langömmubarni okkar systkin- anna til að horfa á úr rúmi sínu síðustu stundirnar sínar. Guð geymi þig, kæri bróðir, þín er sárt saknað. Alexander, Edda og fjölskylda. Kær vinur og æskufélagi, Guð- mundur Sigurður eða Siggi eins og við kölluðum hann, er fallinn frá. Margs er að minnast og margs er að sakna, góðu stund- irnar frá æsku í skátunum, í skál- anum Jötni á Hellisheiði, þar sem margt var brallað og ávallt glatt á hjalla. Samverustundum fækkaði þegar Siggi tók sig upp og fór til Danmerkur og síðar á Eskifjörð. En aldrei rofnaði vináttan og styrktist aftur er leið á ævina. Við byggðum okkur sumarbústaði, hann í Hestlandi og við í Kiðja- bergi. Eftir það hittumst við oftar, margt spjallað og gert. Siggi var ávallt reiðubúinn eins og skáta sæmir að aðstoða og leggja lykkju á leið sína ef við þurftum á að halda. Oft bankaði Siggi upp á og spurði hvort væri til kaffi og var þá duglegur að segja okkur frá bókum sem hann hafði lesið því Siggi var víðlesinn og fróður. Þeg- ar við kíktum yfir í Merki var allt- af jólakaka á borðum, því að Sigga hætti var ekki bara bökuð ein heldur yfirleitt fjórar. Ófáar stundir fóru í að aðstoða Sigga í Merki, sem átti hug hans allan, og var hann iðinn og duglegur við að klára bústaðinn sinn. Ævi Sigga lauk alltof fljótt, erf- ið veikindi að baki en eitt er öruggt að ljósið er framundan. Sofnar drótt, nálgast nótt, sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvíldu rótt. Guð er nær. (Kvöldsöngur skáta) Kæri vinur, takk fyrir sam- fylgdina. Elsku Alli Már, systkini Sigga og fjölskyldur, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Hilmar Teitsson, Ingibjörg Þóra og fjölskylda. ✝ Margrét Er-lingsdóttir fæddist í Reykja- vík 19. júlí 1930. Hún lést 8. júní 2020. Foreldrar hennar voru Er- lingur Jónsson vél- stjóri, f. 3.4. 1908, d. 24.8 1957, og Helga Eyþórs- dóttir húsmóðir, f. 28.1. 1912, d. 3.12. 1993. Margrét var elst 7 systk- ina. Eftirlifandi eru þær Ólafía Þórey og Ingibjörg og Oddný sem var uppeldissystir. Látin eru þau Jón Grétar, Einar Haukur, Stefanía Lórý og Sjöfn. Margrét giftist Hannesi Þ. Sigurðssyni 17. mars 1951. steinn. 2) Kristín, f. 19. apríl 1956, gift Páli Einari Krist- inssyni. Börn Kristínar og Páls Kristjánssonar eru Hannes Páll, Margrét Lilja og Sigríður Hrönn. Dóttir Páls Einars er Ósk og fóstursonur Atli Þór. 3) Erlingur Rúnar, f. 21. júní 1962, kvæntur Halldóru Hall- dórsdóttur. Sonur Erlings er Rúnar Ingi og fósturbörn Jens Arnar og Heiða Björg. Lang- ömmubörnin eru 11. Margrét ólst upp í Sandgerði til 12 ára aldurs er hún réð sig í vist til Reykjavíkur þar sem hún bjó alla tíð síðan. Margrét gekk hefðbundinn menntaveg þess tíma ásamt því að sækja nám- skeið í tungumálum og fleiru þegar færi gafst. Margrét var mestmegnis heimavinnandi en átti áhugamál sem hún sinnti af alúð, hún starfaði innan bænasamfélagsins í Hörgshlíð 12 alveg fram til síðasta dags. Útför Margrétar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 29. júní 2020, klukkan 13. Hannes starfaði hjá Sjóvá um ára- tugaskeið. Hannes var einnig þjálfari, dómari og gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum á ýmsum sviðum. Margrét og Hann- es byggðu sér framtíðarheimili í Rauðagerði 12 í Reykjavík en þar bjuggu þau í 40 ár eða til árs- ins 2000 er þau fluttu í Miðleiti 12 í Reykjavík. Hannes lést 17. apríl 2014. Börn þeirra eru: 1) Sig- urður, f. 27. júní 1951, kvænt- ur Margréti Karlsdóttur. Son- ur Sigurðar og Halldóru B. Jónsdóttur er Hannes Þor- Það er margs að minnast við fráfall elskulegrar tengdamóður. Hún var einstök kona sem skart- aði öllu því besta sem hægt er að hugsa sér. Hún elskaði og studdi, sýndi umhyggju, virðingu, gladd- ist og syrgði, en umfram allt bað hún öllum Guðs blessunar. Hún var mikil fjölskyldukona og elsk- aði að halda boð og vera þátttak- andi í veislum. Mér er sérstak- lega minnisstætt þegar hún varð áttræð. Þá átti nú ekki að vera of mikið umstang heldur taka á leigu bústað í Þjórsárdalnum með fjölskyldunni. Hún lét það þó ber- ast að ef einhver ætti leið hjá þá endilega kíkja við. Úr varð um hundrað manna veisla á falleg- asta degi þess sumars. Svona var Margrét, leið best með fólkinu sínu sem hún elskaði og naut að hafa hjá sér og ekki síst öll ömmubörnin og langömmubörnin sem elskuðu faðminn hennar. Hún hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum líðandi stundar, fylgdist vel með þjóð- málum og það var gaman að ræða við hana um pólitík, trúmál og ættfræði. Margrét var góð og skemmtileg kona, með góðan húmor en gat líka verið föst fyrir. Ég á mikið að þakka tengdafor- eldrum mínum Margréti og Hannesi en hann féll frá fyrir 6 árum. Þegar ég fyrst kom inn í fjölskylduna fyrir 24 árum þá var mér tekið opnum örmum en með varfærni þó. Mér var gert ýmis- legt ljóst, ég var að koma inn í líf einkadótturinnar og barnabarna. Það tókst með okkur gagnkvæm virðing og vinátta. Margrét fékk ósk sína uppfyllta að fá að halda heilsu þannig að hún gæti búið heima. Þótt árin væru 90 og heils- unni aðeins farið að hraka þá var hún sú sama allt til enda. Blessuð sé minning elsku tengdamóður minnar. Páll Einar Kristinsson. Elsku amma mín. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þær eru margar minningarnar sem streyma fram, ylja og hugga á þessum erfiða tíma því söknuð- urinn er mikill. Elsku amma, þú ert ein af þeim sem ég hef litið upp til og viljað líkjast. Ég man eftir að hafa stað- ið í forstofunni í Rauðagerði í grárri ullarkápu, með alpahúfu og í uppháum stígvélum og sagt: „Amma, það væri hægt að ruglast á okkur við erum svo líkar.“ Faðmur þinn alltaf svo mjúkur og hlýr. Þú og afi sýnduð alla tíð mikinn áhuga á því sem við barnabörnin og síðar barnabarnabörnin vorum að gera. Þið voruð dyggir aðdá- endur mínir og stuðningsmenn í flautunáminu mínu, það var ómet- anlegt. Ég er þakklát fyrir bænirnar sem þú kenndir mér og þau lífs- gildi sem ég lærði af þér. Það er skrýtið að geta ekki hringt eða komið við hjá þér og fengið bæn fyrir mig, börnin mín eða aðra nána vini. Strákarnir mínir ylja sér við hlýjar og góðar minningar um bestu langömmu Möggu. Bænirn- ar þínar í kaffi- og matarboðum eru þeim minnisstæðar. Sá yngsti sagði að nú værir þú komin til Guðs og fengir kraftana þína aft- ur, þyrftir ekki að vera með staf. Elsku amma, ég er svo þakklát fyrir að þú hafir fengið að kveðja á þann hátt sem þú óskaðir þér. Þú barst þig vel fram á síðasta dag. Ég veit að nú ert þú hjá Drottni vini þínum og afa. Ég sakna þín elsku amma og held minningu þinni á lofti. Þegar afi dó fórst þú með huggunarljóð fyrir mig sem ég hef geymt með mér síðan. Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn, er ég græt, en drottinn telur tárin mín – ég trúi og huggast læt. (Kristján Jónsson) Þín Margrét Lilja Pálsdóttir (Magga Lill). Elsku fallega amma mín. Það var enginn eins og þú. Þú varst sú allra ljúfasta, hlýjasta og fallegasta kona sem ég þekki. Ég veit að það voru forréttindi að fá að njóta þín eins lengi og við gerð- um en ó hvað það er samt sárt fyr- ir hjartað að þú sért farin frá okk- ur. Það er svo erfitt að hafa ekki getað kvatt þig almennilega en ég veit að þinn tími var kominn. Ég var svo heppin að geta kall- að þig ömmu og líka bestu vin- konu mína. Allt frá því að ég man eftir mér þá hef ég leitað í þinn faðm, ekki bara til þess að fá besta knúsið heldur líka til að spjalla um heima og geima, fá fyr- irbæn fyrir mig og mitt fólk og fá hin ýmsu ráð sem gott er að eiga núna í farteskinu. Ég tala nú ekki um prjónaklúbbinn okkar og það sem við gátum malað um allt milli heima og geima. Þín verður saknað meira en orð fá lýst, elsku amma mín, og þú skilur eftir risastórt skarð í fjöl- skyldunni þar sem þú varst svo stór partur af lífi okkar allra. Það er skrýtið að geta ekki rennt við í Miðleitinu og deilt með þér smá bakkelsi og kaffisopa. Ég sá það alltaf svo skýrt í augunum þínum hvað þú varst stolt af mér, hvað þú elskaðir strákana mína mikið og hvað þú naust þess að fá okkur í heimsókn. Það er til eftirbreytni hvað þú varst ótrúlega hlý og góð við fólkið í kringum þig og hvað þú hefur hjálpað mörgum í gegn- um árin með þínum orðum. Börnin mín munu alltaf muna eftir elsku bestu ömmu lang- ömmu sem við erum svo þakklát fyrir að hafa átt og Styrmir Páll og Breki Þór eru sammála um það að það varst þú sem gafst lang- bestu knúsin enda faðmur þinn alltaf opinn. Takk amma mín fyrir að hafa verið nákvæmlega eins og þú varst. Nú ert þú komin til afa sem þú saknaðir svo mikið og ég veit að þið fylgist með okkur af himnum ofan, brosandi og stolt. Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlést okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Elska þig og sakna ofurheitt. Þín Sigríður Hrönn Pálsdóttir (Sigga). Elsku yndislega amma, það er erfitt að vita hvernig við eigum að kveðja þig. Þú hefur alltaf verið til staðar fyrir okkur, eitthvað öruggt sem hægt er að treysta á. Þegar við vorum krakkar var allt- af hægt að koma til ömmu og afa í Rauðagerði og elskuðum við að fá að koma og gista hjá ykkur. Þú varst alltaf svo hlý og góð, alltaf í eldhúsinu að búa til eitthvað handa okkur og matartímarnir voru sko mikið fleiri hjá ömmu og afa en heima þegar við vorum krakkar. Amma átti líka til bænir fyrir okkur með hverri máltíð. Dagurinn hófst á „nú er ég klæddur og kominn á ról“ og hon- um lauk á „faðir vor“. Sumarbústaðarferðirnar okkar með ömmu og afa voru líka alltaf æðislegar. Það var alltaf hægt að ganga út frá því að ekkert vantaði, enda var alltaf sagt að það eina sem amma tæki ekki með væri pí- anóið. Þegar við urðum eldri var alltaf hægt að koma til ömmu í kaffi og með því en þú hlustaðir aldrei þegar veitingar voru af- þakkaðar heldur fannst eitthvað til fyrir okkur og börnin okkar. Elsku besta amma. Nú ertu komin til afa og við vitum að ykk- ur líður vel saman í himnaríki hjá algóðum guði sem þú hefur alltaf vitað að heldur verndarhendi yfir okkur öllum. Jens, Heiða og Rúnar Erlingsbörn. Það er erfitt að ímynda sér lífið án ömmu. En á sama tíma veit ég að þau gildi sem ég lifi eftir og sá kærleikur sem ég reyni að sýna eru ekki síst arfleifð frá ömmu og hennar sýn á lífið og náungann. Ég veit að ég mun oftar breyta rétt en ella, ég verð kærleiksrík- ari, þolinmóðari og réttsýnni og þannig verður hún alltaf hluti af lífi mínu og allra þeirra sem hún snerti á lífsleiðinni. Amma átti góða vinkonu sem hét Elín. Þær töluðu saman daglega og báðu fyrir fjölskyldum sínum, vinum og vandalausum. Á tímabili pössuðu þær sérstaklega upp á að biðja fyrir tveimur ungum mönnum í sínu lífi sem þær töldu þurfa stuðning og handleiðslu. Amma bað fyrir mér og Elín fyrir unga manninum sem hún passaði þegar hann var lítill og hélt alltaf sam- bandi við. Nokkrum árum seinna kynnti ég ömmu og afa fyrir unga manninum sem Elín og amma báðu fyrir og við Villi gátum þakkað gömlu konunum tveimur fyrir að leiða okkur saman. Stundum er ég hræddur um að líf- ið mitt muni á einhvern hátt verða gæfuminna ef hún minnir Guð ekki á mig á hverjum degi en ég vona að ef ég breyti rétt og lifi eft- ir þeim gildum sem hún brýndi fyrir okkur þá haldi gæfan áfram að brosa við mér. Lífið er betra því þú varst og verður hluti af því, elsku amma. Ég bið að heilsa afa. Hannes (Sasi). Það hafa verið forréttindi og mikil blessun fyrir mig að kynn- ast þessari sterku persónu sem Margrét Erlingsdóttir reyndist vera. Ég kynntist Margréti í bæna- og boðunarstarfi sem amma mín var hluti af og sótti, út sitt líf. Boðunarstarf þetta hafði mikil áhrif á alla fjölskylduna og varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast einnig Guðrúnu Jóns- dóttur sem leitt hafði starfið lengst af. Hún var bænheit, bæn- heyrð, blessuð og mikið ljós fyrir sína samtíð. Þegar kynslóðin sem staðið hafði að starfinu var að fylla tal daga sinna steig smám saman fram þessi hógláta kona sem Margrét var. Það kom fljótt í ljós að þar var sami bænakraftur, kærleikur, fullvissa og óbifandi trú á Jesú Krist. Hún stóð stöðug í skipsstafni ásamt þeim sem eftir voru, staðföst í bæninni fyrir landi og þjóð og öllum sem óskuðu fyr- irbæna. Gaman var að fylgjast með hverri bænheyrslunni á fæt- ur annarri og voru þakkarefnin mörg. Margrét sem var einstak- lega vel máli farin boðaði Guðs Orð hreint og ómengað af sömu staðfestu og fyrirrennarar henn- ar. Henni fylgdi jafnframt þessi blíði blær sem einkennir kærleika Krists. Jafnt og þétt jókst fjöldi þeirra sem sóttu starfið og nutu kærleika, visku og fyrirbæna hennar. Margrét var vel að sér á flestum sviðum og fylgdist vel með þjóðmálum. Hún var ljúflynd og glaðvær en jafnframt ákveðin og staðföst. Henni var það gefið að fólk á öllum aldri naut þess að vera í nærveru hennar. Um- hyggja hennar og alvörugefinn áhugi á velferð fólks var öllum augljós. Það endurspeglaðist í hjartans bænum hennar. Hún gaf af sér, boðaði fagnaðarerindið um eilífa lífið í Jesú Kristi allt fram á síðasta dag. Hún blómstraði á undraverðan hátt allt að tíræðis- aldri og var frábær fyrirmynd. Þessi orð ritningarinnar finnst mér einkennandi fyrir Margréti: Hinir réttlátu gróa sem pálminn, vaxa sem sedrustréð á Líbanon. Þeir eru gróðursettir í húsi Drottins, gróa í for- görðum Guðs vors. Jafnvel í hárri elli bera þeir ávöxt, þeir eru safamiklir og grænir. Þeir kunngjöra, að Drottinn er réttlátur, klettur minn, sem ekkert ranglæti er hjá. (Sálm 92:11-13) Annað sem ber Margréti gott vitni er hinn gjörvilegi, vandaði hópur afkomenda hennar sem hún hlúði svo vel að og saknar hennar nú eins og við svo mörg. En Margrét lagði allt sitt traust á Jesú Krist sem sigraði dauðann og sagði: Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. Við væntum því dýrlegra endurfunda ef við rötum veginn sem konungur lífs- ins hefur varðað okkur. Ég þakka góðum Guði fyrir að hafa átt blessunarríka samleið með Mar- gréti og bið hann að hugga, styrkja og blessa fjölskyldu henn- ar og vini. Arnljótur Davíðsson. Margrét Erlingsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.