Morgunblaðið - 29.06.2020, Blaðsíða 21
✝ Helga Valdi-marsdóttir
fæddist í Reykjavík
4. mars 1952. Hún
lést á Landspít-
alanum í Reykjavík
7. mars 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Valdimar
Friðbjörnsson skip-
stjóri, f. 6.1. 1926,
d. 19.6. 1996 og
Sigurlaug Barða-
dóttir bankafulltrúi, f. 20.5.
1931, d. 13.9. 2005.
Systkini hennar eru Björg, f.
19.11. 1953, Barði, f. 2.4. 1959,
og Guðrún Margrét, f. 17.12.
1962.
Helga lauk prófi frá
Verzlunarskóla Íslands 1971 og
stundaði nám við Shoreline
Community College, í Wash-
ington-ríki í Bandaríkjunum
1982. Árið 1971 hóf hún störf
hjá farskrárdeild Loftleiða, síð-
ar Icelandair; og
ári seinna sem
flugfreyja hjá
sama fyrirtæki,
hvar hún starfaði
allar götur til árs-
ins 2019.
Árið 1976 giftist
Helga Sigurði
Ágústi Jenssyni, f.
3.9. 1946, við-
skiptafræðingi.
Börn þeirra eru
Jens, f. 22.11. 1977, kvæntur
Jónu Björk Gísladóttir, f. 17.10.
1978, synir þeirra eru Jósef
Ýmir, Valdimar Jaki og Matt-
hías Jörvi; og Sigurlaug Lísa, f.
3.7. 1985, í sambúð með Pálm-
ari Tjörva Pálmarssyni, f. 5.3.
1984, sonur þeirra er Einar
Nói.
Minningarathöfn hennar fer
fram frá Dómkirkjunni í
Reykjavík í dag, 29. júní 2020,
klukkan 15.
Ég man eftir ömmu sem hlýrri
og fallegri konu sem hugsaði allt-
af svo vel um aðra og passaði að
öllum liði vel. Hún lét mér alltaf
líða svo vel hjá sér. Ég man eftir
því að hún bauð okkur oft til út-
landa með sér og ég man hvað það
var gaman að vera með henni.
Hún var alltaf svo mikill gleði-
gjafi. Ég man líka eftir því að
þegar hún kom í heimsókn kom
hún alltaf með desert handa okk-
ur. Og okkur bræðrunum leið allt-
af svo vel þegar við vorum hjá
henni og okkur þótti svo rosalega
vænt um hana. Takk fyrir allt,
elsku amma mín.
Jósef Ýmir Jensson.
Elsku amma, takk fyrir allt
sem þú varst alltaf að gera fyrir
okkur. Það var alltaf svo gaman
að hitta þig og þú varst alltaf svo
glöð og það var alltaf svo gaman
að vera með þér.
Þú varst alltaf að bjóða okkur í
ævintýraferðir með þér, bæði
heima hjá þér og svo í flugvélinni
og í útlöndum.
Það var svo ótrúlega gaman að
vera með þér. Þú varst allaf svo
hlý og góð og leyfðir okkur alltaf
allt og varst alltaf til í að gera allt.
Þú horfðir meira að segja á Star
Wars á frönsku með okkur!
Kenndir okkur rússa, manna og
allskonar önnur spil. Það var allt-
af svo gaman að vera með þér,
elsku amma.
Valdimar Jaki & Matthías
Jörvi Jenssynir.
Elsku amma Helga, ég sakna
þín svo. Þú varst alltaf svo
skemmtileg og góð. Alltaf með
sleikjó í veskinu og alltaf tilbúin
að leika við mig. Þú komst svo oft
að heimsækja mig til Kanada,
með ferðatösku fulla af kókó-
mjólk og dóti handa mér. Ég kall-
aði þig ömmu dót. Samt varst þú
skemmtilegri en ferðataskan. Þú
gafst þér tíma til að sitja með mér
á gólfinu og setja saman lego og
fara í risaeðluleik. Mér fannst svo
gaman að sýna þér myndir sem
ég teiknaði eða nýja dansa sem ég
bjó til í gegnum tölvuna. Ég bað
mömmu oft um að hringja í þig til
þess að sýna þér eitthvað eða
bara til þess að ræða málin. Þegar
við komum í flugvélinni til Íslands
var svo gott að vera hjá þér.
Leika á pallinum, fá ís í morgun-
mat og kúra með þér uppi í sófa
að lesa bók. Mamma og pabbi eru
búin að lofa því að halda þessum
minningum á lofti svo ég gleymi
þér aldrei.
Þinn ömmuprins,
Einar Nói.
Elsku systir mín, þú hefur
flogið þína síðustu ferð. Síðasta
ferðin var þér afar erfið. Mikið er
ég þakklát fyrir allt sem við höf-
um brallað saman gegnum árin.
Að hafa fengið að starfa með þér
og læra af þér, það er ómetanlegt.
Dásamleg ferð hjá okkur til Róm-
ar og stuttu síðar til Vínarborgar.
Bara tvö ár síðan. Það er svo
ótrúlegt. Um leið og ég kveð þig,
elsku systir mín: Takk fyrir allt
og allt. Elsku Jens, Sissa og fjöl-
skylda ykkar. Megi allt það sem
best er til í heiminum vera hjá
ykkur.
Björg systir.
Það var í janúar 1972 sem ég
hitti fallega stúlku og við felldum
hugi saman. Þetta var hún Helga
Valdimarsdóttir, sem nú hefur
skilið við þessa jarðvist. Við átt-
um síðan 20 yndisleg ár saman og
nutum lífsins. Við hófum sambúð
1972 og ákváðum að binda hnúta
okkar saman í ágúst 1976.
Því miður höguðu örlögin því
þannig að okkar samvistum lauk
og var það afar sárt að meðtaka.
En ást mín og væntumþykja til
hennar breyttist aldrei og ég
stend í ævarandi þakkarskuld
fyrir gleðirík 20 ár full af ást og
væntumþykju.
Ávextir okkar eru tvö yndisleg
börn og nú fjórir ömmu- og afa-
strákar.
Sambúð okkar var afar
ánægjurík, full af af ást og gleði
og Helga var mín stoð og stytta í
öllu sem við gerðum. Hún hvatti
mig og studdi mig alla leið þegar
við ákváðum að ég færi í nám í
Seattle 1979 þar sem við vorum í
4 góð ár.
Helga var einstök, falleg utan
sem innan, vandvirk og sam-
viskusöm allt sitt líf, vann hjá
sama vinnuveitanda, fyrst hjá
Loftleiðum og síðar Icelandair.
Hún lauk starfi sínu á sl. ári og
hugðist njóta lífsins og skoða
heiminn. Í sinni fyrstu ferð eftir
starfslokin fór hún til dóttur okk-
ar í Kanada í nóvember sl. þar
sem hún greindist með erfiðan
sjúkdóm og varð upphafið að
endalokunum
Eftir að hafa ákveðið að vera
með börnunum mínum að fylgja
móður þeirra til grafar, þá breytt-
ist heimurinn og ferðatálmar
urðu þess valdandi að ég kemst
ekki til að heiðra minningu minn-
ar fyrrverandi eiginkonu og móð-
ur barnanna okkar. Það þykir
mér afar sárt.
Guð blessi minningu Helgu
Valdimarsdóttur.
Sigurður Ág. Jensson.
Þegar vinkona mín, Helga
Valdimarsdóttir, lést á Landspít-
alanum var búið að ráðleggja fólki
að knúsast hvorki né kyssast eða
takast í hendur. Þá um kvöldið
voru heimsóknir jafnframt bann-
aðar um ófyrirséðan tíma, nema í
undantekningartilvikum eins og
ef sjúklingurinn var dauðvona og
aðstandendur vildu veita hinstu
kveðju. Því miður var ljóst að
Helga liti ekki annan dag og
heimsókn mín á spítalann þetta
kvöld í skugga Covid-19-veirunn-
ar yrði sú síðasta.
Knús og koss voru gjarnan
kveðjuorð Helgu í lok símtals, já
eða allar götur frá því hún var
unglingur og skrifaði mér löng og
ítarleg sendibréf þegar hún vann
á sumarleyfisdvalarstað á Eng-
landi, nýorðin 18 ára. Samkvæmt
bréfunum, sem ég af tilviljun
fann nýlega innan um fleira gam-
alt dót, var engin lognmolla í út-
landinu. „Er búin að vera í hlát-
urskasti yfir bréfunum. Það
komst greinilega ekkert annað að
hjá mér en gæjar. Ó mæ, ó
mæ … svo gott að hlæja,“ skrif-
aði hún mér í sms-skilaboðum
þar sem hún lá á spítalanum að-
eins tíu dögum fyrir andlátið og
vissi þá alveg í hvað stefndi. Tíu
gulir kallar sem veltust um af
hlátri fylgdu með. Og svo auðvit-
að koss og knús.
Nú var það ekki svo að Helga
væri flaðrandi upp um alla með
atlotum af því taginu, en hún var
einstaklega góð, hlý og lífsglöð
manneskja. Yndisleg. Sjálfri þótti
henni flestir yndislegir – raunar
notaði hún það orð fullmikið að
mér fannst – og sá aðeins það
besta í hvers manns fari. Án þess
að hún nefndi það nokkurn tím-
ann veit ég að hún hjálpaði mörg-
um sem á þurftu að halda.
Við kynntumst í gaggó í Kópa-
vogi, þrettán ára, vorum eins og
samlokur í mörg ár og treystum
hvor annarri fyrir alls konar
leyndarmálum á löngum göngu-
túrum um bæinn nánast á hverju
kvöldi. Þess á milli lágum við í
símanum eða vorum heima hjá
hvor annarri. Fátt var svo
ómerkilegt að önnur þyrfti ekki
að gefa hinni nákvæma skýrslu.
Fyrrnefnd sendibréf eru vitnis-
burður um dæmigerðar unglings-
raunir og skvísutilburði. Margt
var brallað, ýmislegt ekki í frá-
sögur færandi, en aldrei var leið-
inlegt. Góðu minningarnar tengj-
ast líka heimili Helgu, foreldrum
hennar, Sissu og Valdimar, Ingu
frænku, sem öll eru látin, og
systkinunum Björgu, Barða og
Dúnu. Þangað var alltaf gott að
koma, enda allir eitthvað svo –
yndislegir.
Eiginleikar Helgu komu sér
vel í starfi hennar sem flugfreyja
hjá Icelandair í 47 ár og þá ekki
síst farþegunum. Hún lét af störf-
um í júlílok, komin á aldur eins og
sagt er, og hlakkaði til að njóta
lífsins, frelsisins og fjölskyldunn-
ar. Hún unni starfi sínu, tók það
alvarlega og varð alltaf smá
móðguð ef hún var spurð hvort
hún væri „ennþá“ að fljúga, rétt
eins og flugfreyjustarfið væri
bara stundargaman fyrir ungar
stúlkur. „Hvenær urðum við
svona gamlar?“ velti hún upp í
gríni þar sem aðstæður voru svip-
aðar hjá okkur um þetta leyti.
Einmitt núna finnst mér svarið
vera að það sé þegar vinkona mín
í meira en hálfa öld veiktist og dó
– en samt svo alltof ung. Blessuð
sé minning hennar.
Innilegar samúðarkveðjur til
Jens og Sissu Lísu, Bjargar,
Barða og Dúnu, og fjölskyldna
þeirra.
Valgerður Þ. Jónsdóttir
(Valla).
Mig langar að skrifa nokkur
orð um hana Helgu vinkonu mína.
Helga kvaddi allt of fljótt. Hún
var nýhætt að vinna og ætlaði nú
að taka til við hugðarefnin sín
sem hún hafði ekki haft tíma til að
sinna. Helga var nýorðin 68 ára
gömul þegar hún kvaddi.
Helga starfaði sem flugfreyja
allan sinn starfsaldur og það
gerði hún með glæsibrag. Helga
var falleg kona, ljóshærð, grönn
og lekker - alltaf vel tilhöfð. Hún
var flugfreyja af lífi og sál og þeir
farþegar þóttust heppnir sem
nutu þjónustu hennar á flugferð-
um því hugulsemin var einstök og
kurteisin henni eðlislæg.
Helga var stór hluti af lífi
mínu. Færði mér yndislegan
tengdason og við Helga áttum
sameiginlega þrjá ömmupakk-
arastráka. Helga var amman sem
fordekraði drengina, fór með þá í
Ameríkuferðir, gaf þeim flottar
gjafir og þegar hún passaði fengu
þeir að sofa saman hjá henni í
stóra rúminu. Enda elskuðu
drengirnir ömmu Helgu og hjá
þeim verður eftir stórt skarð
ófyllt.
Við Helga unnum saman að fé-
lagsstörfum og þótt hún væri orð-
in mikið veik og kraftarnir farnir
vildi hún fylgjast með. Síðasta
minning mín um hana er þegar ég
hringdi í hana til að segja henni
frá síðasta fundi. Að samtalinu
loknu fékk ég kveðjuna sem hún
sagði svo fallega: ... „elska þig“ ...
Þessa fallegu kveðju mun ég
geyma í hugskotinu sem minn-
ingu um þessa góðu konu.
Guð blessi minningu Helgu
Valdimarsdóttur.
Jónína Sigríður
Lárusdóttir.
Helga
Valdimarsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem)
Fyrir hönd félaga í Flug-
freyjufélagi Íslands,
Guðlaug Jóhannsdóttir,
formaður.
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2020
Tengdamóðir mín
lést þann 26. mars í
miðjum Covid-far-
aldri, því var jarðar-
förin aðeins fyrir þá
nánustu og engin erfidrykkja
haldin. Í dag, 29. júní, hefði hún
orðið 84 ára og í tilefni dagsins
verður kaffiboð í Digraneskirkju
kl. 16.
Ég kynntist Ásdísi tengdamóð-
ur minni þegar við Þórhalla vor-
um að draga okkur saman. Hún
virkaði fyrst á mig sem mjög
hvöss kona og því var ég pínulítið
hræddur við hana. En það var að
sjálfsögu mitt að reyna að sjarm-
era tengdó. Það hjálpaði mér að-
eins að hún hafði þegar eignast
tengdason í Ölfusinu, sem var
ekki háttskrifaður í hennar bók-
um og því voru miklar vonir
bundnar við mig. Ég var feiminn
og kurteis, það rótvirkaði á hana
og mér var tekið með kostum og
kynjum. Þegar við Þórhalla eign-
uðumst okkar annað barn var það
ég sem átti að ráða nafninu, þar
sem Þórhalla hafði ráðið nafni
frumburðarins. Hjá mér kom
ekkert annað til greina en Ásdís.
Það var svo á aðfangadag 1984 að
ég tilkynnti að ég vildi afhenda
henni fyrsta pakkann og það var
að barnið ætti að heita Ásdís í höf-
uðið á henni. Hún grét allt kvöldið
af gleði, ég líka. Þarna var ég end-
anlega búinn að vinna hylli henn-
ar og dúddinn í Ölfusinu endan-
lega sendur niður í kjallara.
Fyrirgefðu Hjörtur minn, sem
betur fer varst þú tekinn í sátt.
Einhverjum árum seinna var
Þórhalla að setja út á mig í sam-
tali við móður sína. Þá fauk í
mína: „Þú skalt ekki voga þér að
tala illa um hann Tóta minn.“ Er
hægt að hugsa sér betri tengda-
móður?
Ásdís var kölluð Didda, Didda
✝ Ásdís Sveins-dóttir fæddist
29. júní 1936. Hún
lést 26. mars 2020.
Útför Ásdísar
fór fram 3. apríl
2020.
á Hól. Fyrir mér var
hún samt alltaf
virðulega konan Ás-
dís. Ég kynntist hins
vegar Diddu á Hól
þegar ég fór að
venja komur mínar í
fæðingarbæ hennar,
Borgarfjörð eystri.
Þar fékk ég sögur af
uppvexti hennar.
Þær sögur voru í
takt við það sem
Guðmundur tengdafaðir minn
hélt fram. Að hún hefði verið fal-
legasta kona á Austurlandi, bæði
að utan og innan.
Við fjölskyldan erum Ásdísi og
Guðmundi þakklát fyrir að hafa
dregið okkur í skíðasportið. Það
var Guðmundur sem var aðal-
hvatamaðurinn og Ásdís lagði það
á sig að læra á svigskíði á sextugs-
aldri til þess eins að geta verið
með. Við fórum saman í margar
frábærar skíðaferðir sem eru
núna dýrmæt minning okkar og
barnanna okkar.
Þó að Ásdís hafi mismunað
tengdasonunum lítillega þá gilti
það ekki um barnabörnin. Þau
fengu öll alla þá hlýju, ást og um-
hyggju sem þessi mikla kona
hafði að gefa. Það var ekki þannig
að barnabörnin væru bara dekr-
uð. Nei, það var tekið hressilega í
þau, „skítastrá“ voru þau iðulega
kölluð, ef þess þurfti. Þeim var
kennt að vinna, baka, taka til eftir
sig og aðstoða við garðræktina.
Alltaf studdi hún við barnabörn
sem mest þurftu á að halda. Þeg-
ar fjölskyldan stækkaði með
komu Júkkanna komu fleiri börn
og enn meiri umhyggja. Ég hef
oft velt fyrir mér hversu mikið er
hægt að gefa af sér og ég fullyrði
að Ásdís toppar alla.
Að lokum vil ég þakka þér, Ás-
dís, takk fyrir hana Þórhöllu þína,
takk fyrir að vera tengdamóðir
mín, takk fyrir að vera amma
barna minna og barnabarna. Þú
ert hjartahreinasta og besta
manneskja sem ég hef kynnst á
lífsleiðinni.
Þinn
Þórhallur.
Ásdís Sveinsdóttir
Elsku afi Stebbi,
nú ertu farinn. Mað-
ur er aldrei tilbúinn
að kveðja. Þú
kvaddir snöggt en
gafst þér þó tíma til að kveðja allt
þitt fólk, og mikið erum við þakk-
lát fyrir það. Maður veit aldrei
hvenær tíminn er kominn fyrr en
lífið yfirgefur líkamann.
Margt hefur maður nú brallað
með afa Stebba um dagana. Allar
þær stundir sem við áttum sam-
an, hvort sem það var í sveitinni
þegar hann var bóndi á Kálfhóli,
helgarheimsóknir á Selfossi,
kvöldskrepp í Breiðholtið, góðar
samverustundir heilu helgarnar
og líka heilu sumrin í bústaðnum
hans og ömmu, og nú undir það
síðasta gæðastundir á Selfossi.
Það er hljóðlátt í afahúsi núna,
enginn að banka í borð, klóra í
sófann eða rúlla glasi á borðinu
meðan spjallað er. Ég tel mig
heppna að hafa átt afa Stebba
sem afa. Ef það var eitthvað sem
mann vantaði eða þurfti aðstoð
með var alltaf hægt að leita til afa
því hver veit hvað afi átti til eða
gat gert. Já, hvert hringi ég núna
ef mig vantar ofnkrana eða
blöndunartæki inn á bað? Afi átti
Stefán Hafsteinn
Jónsson
✝ Stefán Haf-steinn Jónsson
fæddist 18. maí
1943. Hann lést 31.
maí 2020.
Útför Stefáns fór
fram 13. júní 2020.
alltaf allt og ef hann
átti það ekki til
reddaði hann mál-
unum. Afi var alltaf
að stússa eitthvað
næstum fram að
sínum síðasta degi.
Þegar afi kom í
heimsókn var nóg
að eiga kaffi, afi
þurfti ekki meira.
Það var plús í kladd-
ann ef maður bauð
upp á súkkulaði eða eitthvað sætt
með kaffinu, en annars var kaffi
nóg. Annan eins kaffikarl var
varla hægt að finna.
Þótt sólin nú skíni á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý.
Því burt varst þú kölluð á örskammri
stundu,
í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga
og góða,
svo fallegur, einlægur og hlýr.
En örlög þín ráðin – mig setur hljóða,
við hittumst samt aftur á ný.
Megi algóður guð þína sálu nú geyma,
gæta að sorgmæddum, græða djúp
sár.
Þó kominn sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Sigríður Hörn Lárusdóttir)
Elsku afi Stebbi. Hvíl í friði og
takk fyrir allt. Við sjáumst svo á
nýjum stað næst.
Þitt barnabarn,
Katla Guðrún.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningar-
greinunum.
Minningargreinar