Morgunblaðið - 29.06.2020, Side 22

Morgunblaðið - 29.06.2020, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2020 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar Opinn handavinnuhópur kl. 12-16. Stólajóga kl. 10-10:45 Sögustund af hljóðbók / spjall kl. 13.00. Hádegismatur kl. 11:30 – 13. Kaffisala kl. 14:45 – 15:30. Allir velkomnir í Félagsstarfið s: 411-2600. Garðabæ Jónshúsi/ félags - og íþróttastarf: 512-1501.Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá 08:30-16:00. Hægt er að panta hádegismat með dagsfyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá 13:45 -15:15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11:00. Gerðuberg 3-5 kl. 08:30-16:00 Opin handavinnustofa kl. 09:00-16:00 Útskurður kl. 11:00-11:30 Leikfimi Helgu Ben kl. 13:00 Ganga um hverfið Hraunbær 105 Samsöngur kl. 14:30-15:15. Létt og skemmtileg hópsöngstund þar sem hver syngur með sínu nefi. Matthías og Þórarinn Örn leika undir á píanó og gítar. Textahefti á staðnum og kaffi og veitingar á eftir. Síðasta söngstundin fyrir sumarfrí. Allir velkomnir óháð aldri. Hraunsel Ganga í Kaplakrika kl. 08.00 til 12.00 Billjard kl. 08.00 Listmálun kl. 09.00 Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Útvarpsleikfimi kl. 9:45. Minningahópur kl. 10:30. Stólaleikfimi 13:30. Korpúlfar Gönguhópar leggja af stað klukkan 10:00 í dag frá Borgum, Grafarvogskirkju og inni í Egilshöll. Seltjarnarnes Dagskráin í dag mánudaginn 29.júní. Kl. 10:30 kaffispjall í króknum á Skólabraut. Kl. 11:00 leikfimi í salnum á Skólabraut. Kl. 13:30 ljóðastund og gleði í salnum á Skólabraut. Kl. 18:30 vatnsleikfimi í sundlaug Seltjarnarness. Hlökkum til að sjá ykkur. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10 – 16. Heitt á könnunni frá kl. 10 – 11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30 – 12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist sem byrjar kl. 13.15 þegar velferðarsvið gefur grænt ljós. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30 – 15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Vantar þig fagmann? FINNA.is með morgun- nu Navigare necesse est, vivere non est necesse. (Pompeius mikli, 106-48 f.Kr.) Sigling er oss nauðsyn –. Þessi brýning Rómverjans var lengi hugleikin vini mínum, Guðjóni Ármanni Eyjólfssyni. Hann var sjómannssonur, alinn upp við unnarstein og dreymdi ungan fley og fagrar árar. Í máladeild Menntaskólans í Reykjavík lágu leiðir saman. Hann var málamaður, franska var eftirlæti hans. Hitt kallaði þó fastar. Föðurland vort hálft er hafið, hann vildi helga störf sín þeim er sjóinn sækja. Stúd- ent úr báðum deildum skólans sigldi hann suður um höfin á herskipum danskrar hátignar og kom víða, nam sjómælingar í Höfn og lauk þar prófum sjó- liðsforingja. Fagurt var í Eyjum þá júní- daga 1972 er við tvenn vinahjón þágum þar vist og veislur í nýju íbúðarhúsi þeirra Ár- manns og Aniku. Rösku misseri síðar felldi hraunloppan veggi þess að velli. Sú ramma raun gat þó ekki máð minninguna um glaðværa rausn þeirra hjóna og styrka leiðsögn Ár- manns um eyjar og byggð. Við komum til foreldra hans, Eyj- ólfs og Guðrúnar á Bessastöð- um. Þar beið mín óvænt happ. Síðsumars tóku þau sæmdar- hjón mynd niður af þili sínu af litlu tilefni og sendu mér að gjöf. Hún hékk í áratugi gegnt sæti mínu uns hún fann um síð- ir veginn heim. Nú má hún minna niðja og langniðja á gömlu hjónin sem hefðu vísast misst þennan vildargrip með ýmsu öðru ef höfðingslund þeirra hefði ekki komið til. – Svo fór að Eyjólfur gisti hjá okkur hjónum fyrstu nóttina eftir að eisa tók eldi í Heimaey. Ætla mætti að aldinn maður hefði þá verið beygður eða brotinn eftir slíka ágjöf. En hann var óvílinn, reis öndvert við blindu ofríki jarðbrunans, hugsaði til frækinna frænda sinna og kvað þéttingsfast að minnisstæðum orðum: „Það er nú ekki lopinn í þeim Búastaða- bræðrum, nei.“ Eyvi sótti miðin í hálfa öld. Varðveitt er ásýnd hans þar sem hann horfir val- eygur undan sjóhattinum og mætti vera táknmynd nor- rænna sægarpa. Ármann bar að heiman ríka hneigð til fróðleiks og skrifta og fjallaði öðrum betur um Eyjaslóð og siglingalist. Ég las í próförk bók hans um leið- arreglur á hafi og nunnaði þá að því hvort hnika mætti orði sem mér varð á að kalla helst til sjóbúðarlegt. Sú hótfyndni var goldin dýru svari: Hvít- skúraður stofutexti á sjó getur hæglega leitt farmann í hafvill- ur. Um árabil var Ármann í hópi fáeinna skólabræðra sem litu inn á aðventu til að bragða hangið kjöt og sigla kyrran hornasjó stutta kvöldstund. Þegar síðast var dugur til slíks fyrir fáum árum horfði ekki til þess að Ármann kæmi þar, hann lá á spítala. Öllum að óvörum bankaði hann samt upp á, kom með seinni skipum beint af sjúkrabeði, leysti sig sjálfur sagði einhver, og gekk þó tæp- ast keikur. Spítali fékk ekki hnikað vinfesti hans. Guðjón Ármann Eyjólfsson ✝ Guðjón Ár-mann Eyjólfs- son fæddist 10. jan- úar 1935. Hann lést 16. mars 2020. Guðjón Ármann var jarðsunginn 23. júní 2020. Guðjón Ármann hefur brýnt báti sínum í naust. Æv- in er stundar út- hald. Hann var hreinlyndur mað- ur, einarður og hispurslaus, mann- blendinn og vin- margur. Vinátta hans var mér berg- hald. Minningar leita á, en blaðið deilir rúmi. Við Þóra þökkum Ármanni og Aniku og þeirra fólki langa fylgd og traust kynni og vott- um lifendum einlæga samúð. Ólafur Pálmason Fallinn er frá góður vinur og æskufélagi mannsins míns Guð- jón Ármann Eyjólfsson. Mér er í fersku minni fyrir u.þ.b. 55 árum þegar Helgi heitinn kynnti konuefnið sitt fyrir vin- ahjónum sínum þeim Ármanni og Anný, sem urðu meðal okk- ar bestu vina æ síðan. Á þess- um tíma bjuggu þau hjón í hús- inu Borg við Heimagötu í Vestmannaeyjum, síðar byggðu þau hjón sér myndarhús austur á Heimaey nánar tiltekið á Kirkjubæjarbraut þar sem fjöl- skyldan óx og dafnaði. Ármann tók þátt í stofnun Stýrimannaskólans í Vest- mannaeyjum og varð skóla- stjóri hans þar til Heimaeyj- argosið batt enda á starf hans þar og raunar búsetu fjölskyld- unnar í Eyjum þar sem heimili þeirra hvarf undir hraun. Þrátt fyrir að fjölskyldan settist að í Reykjavík eftir gos og Ármann hæfi störf við Stýri- mannaskólann þar, var vináttan ætíð traust og trygg og aldrei var höfuðborgin heimsótt, svo að ekki væri komið við í Hjalla- landinu og ánægjulegra sam- verustunda og veitinga notið. Sömuleiðis áttum við góðar stundir í Eyjum, á Snæfellsnesi að ógleymdum stundum á Hrafnabjörgum í Arnarfirði á uppeldisslóðum Annýjar, þar sem náttúrufegurð er engu lík á fögrum sumardögum. Það er gott við leiðarlok að geta rifjað upp jafn einstakar og góðar minningar með jafn góðu fólki og þeim hjónum. Ármann sinnti talsvert rit- störfum og vil ég sérstaklega nefna bókina „Vest-mannaeyj- ar, byggð og eldgos“ sem hann skrifaði á mjög stuttum tíma, sú bók er mjög góð heimild um Eyjarnar, gosið og byggðina sem hvarf, auk hinna ómetan- legu teikninga af bæjum og húsum eftir Guðjón Ólafsson. Sú bók er mörgum Eyjamann- inum kær, sem horfði á eftir hluta af sinni fögru Heimaey hverfa. Enda var Ármann afar fróður um sögu Eyjanna og ör- nefni. Minningin um góðan dreng mun lifa í hjarta þeirra sem þekktu. Ég votta Anný og fjöl- skyldunni allri innilega samúð. Guð blessi ykkur öll. Unnur Tómasdóttir Ég vil minnast félaga míns og samstarfsmanns, Guðjóns Ármanns Eyjólfssonar, fyrr- verandi skólameistara Stýri- mannaskólans. Það má segja að Sjómannaskólahúsið í Reykjavík hafi upphaflega sameinað krafta okkar, barátt- an við að halda húsinu við og gera það að góðri umgjörð fyr- ir menntun stýrimanna og vél- stjóra. Sú vinna skóp síðar vin- áttubönd. Guðjón stóð fyrir miklum framförum innan Sjómanna- skólans. Hann fékk þá hug- mynd að láta útbúa bókasafn og lestraraðstöðu, vel skipuð erlendum og innlendum fag- bókum á sviði vélstjórnar og skipstjórnar, auk alls kyns efn- is. Þarna var réttur maður á réttum stað. Eins og kunnugt er liggur eftir Guðjón mikið safn merkilegra sagnfræðirita og greina, og þá gaf hann út mjög vandaðar fagkennslubæk- ur. Allt sem hann gerði bar vitni um vandvirkni og ná- kvæmni sem hann bjó yfir í svo ríkum mæli. Guðjón var framfarasinnaður og má nefna í því sambandi uppsetningu fullkominna sigl- ingaherma, sem hann stóð að, og ýmsan fjölþættan tæknibún- að til verklegrar kennslu og þjálfunar. Hann lét oft í ljós þá skoðun sína að góð og vel búin skip, með vel þjálfaðar og menntaðar skipshafnir, væru bæði metnaðarmál þjóðarinnar og besta vörnin gegn sjóslysum – eins og dæmin sanna. Sjálfur hafði hann fjölþætta menntun, meðal annars sjóliðsforingja- menntun frá Danmörku. Öll framkoma hans bar þess merki að hér fór maður sem hafði mikinn metnað fyrir starfi sínu og vildi láta gott af sér leiða á öllum sviðum. Sá gluggi sem gerði okkur kleift að fylgjast með hraðfara tækniþróun ára á milli var NORMAR, samnorræn samtök sem unnu að samræmingu á menntun skipstjórnar og vél- stjórnar. Guðjón var mjög virk- ur þátttakandi í þessum sam- tökum og mikilsvirtur innan þeirra. Ég er þakklátur fyrir þá góðu vegferð sem ég átti með Guðjóni Ármanni – og ég leyfi mér að mæla slíkt hið sama fyrir munn allra þeirra kennara í Vélskóla Íslands sem höfðu kynni af honum. Við flytjum konu hans Aniku og fjölskyldu samúðarkveðju. Björgvin Þór Jóhannsson, fyrrverandi skólameistari Vélskóla Íslands. Þótt þú siglir um samtíðina og fljúgir inn í framtíðina er fortíðin alltaf í farangrinum. (Einar Már Guðmundsson rit- höfundur.) Það má segja að þessi gull- moli frá Einari Má hafi átt vel við þegar við skólafélagarnir úr farmannadeild þriðja bekkjar Stýrimannaskólans í Reykja- vík frá árinu 1976 héldum upp á 40 ára útskriftarafmæli okk- ar hinn 3. júní 2016 þar sem m.a. voru rifjaðar upp gamlar minningar og slegið á létta strengi. Við buðum Guðjóni Ármanni Eyjólfssyni fyrrverandi skóla- stjóra og frú að fagna með okk- ur og áttum við ógleymanlega kvöldstund með þeim. Þetta var í annað skiptið sem við hittumst svona margir sam- an en við héldum líka upp á 10 ára útskriftarafmæli okkar 1986 og að sjálfsögðu voru Ár- mann og frú þar. Ármann, sem var skólastjóri Stýrimannaskólans í Vest- mannaeyjum, hafði komið með nemendur sína í gosinu 1973 á fastalandið og fengu þeir að- stöðu í Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Ármann sneri hins vegar ekki aftur til Eyja og hóf kennslu í Stýrimannaskólanum í Reykjavík og tók síðan við sem skólastjóri af heiðurs- manninum Jónasi Sigurðssyni 1981. Flestir okkar hófu nám um haustið 1973 og útskrifuðumst um vorið 1976. Á þessum árum voru vasa- reiknivélar með cos og sin og öllu sem því fylgdi að koma til sögunnar sem gerðu námið auðveldara. Hætt var að kenna á reikni- stokk og tímafrekar flettingar fram og aftur í töflubókum (lógaritmar) urðu úreltar, þetta gjörbreytti hluta af náminu og kallaði jafnframt á breytta kennsluhætti. Það verður þó að segjast eins og er að ekki voru allir á eitt sáttir um þessar breyting- ar, vildu líklega taka þær inn í smærri skömmtum, en tæknin lætur yfirleitt ekki bíða eftir sér. Ármann var framsækinn og hvetjandi og fór að sumu leyti aðrar leiðir í kennslu enda af- bragðsgóður kennari og kemur það meðal annars skýrt fram í þeim kennslubókum sem hann skrifaði. Hann kenndi okkur meðal annars dönsku í þriðja bekk og var það í fyrsta skipti sem margir okkar höfðu lært dönsku af einhverju viti. Hann talaði til dæmis oft dönsku í tímum sem kom sér vel. Margir okkar fóru að sigla með Dönum eftir útskrift og hugsuðu þá oft hlýlega til Ár- manns. Hann gat líka verið stífur á meiningunni og þoldi illa eitt- hvert slugs. Eitt sinn hafði nemandi sem var á heimavistinni komið í tíma hjá honum berfættur í tré- skóm. Þetta þótti sjóliðsforingj- anum Ármanni ekki góð latína og var nemandinn vinsamlegast beðinn að fara upp og í sokka! Eftir útskrift fórum við í ógleymanlegt vikuferðalag til Færeyja og buðum með okkur kennurunum Þorvaldi Ingi- bergssyni og Ármanni sem fékk titilinn fararstjóri. Ármann fór á kostum sem fararstjóri. Okkur var boðið í veislur hjá stýrimannaskólun- um í Þórshöfn og Klakksvík þar sem Ármann hélt glimrandi ræður og var hrókur alls fagn- aðar. Færeyjaferðin var Ármanni ofarlega í huga þegar við hitt- umst 2016 og rifjaði hann ferð- ina upp á eftirminnilegan hátt. Góður maður er genginn. Við vottum aðstandendum samúð okkar. Fyrir hönd útskriftarnema úr farmannadeild Stýrimanna- skólans í Reykjavík 1976, Björgvin S. Vilhjálmsson. Amma var hress og kát kona og vildi vera með í öllu sem var um að vera þó að veikindi hennar hafi hamlað Margrét Helena Högnadóttir ✝ Margrét Hel-ena Högna- dóttir fæddist 19. október 1939. Hún lést 27. maí 2020. Útför Mar- grétar fór fram 5. júní 2020. því svolítið undir lok- in, en alltaf ung í anda og drifkraftur- inn í henni gat flutt fjöll. Hún var mikill söngfugl enda hafði hún yndi af því að syngja. Elsku amma okk- ar og langamma, hvíl í friði, þín verður sárt saknað. Hrafnhildur, Íris og Einar Vignir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.