Morgunblaðið - 29.06.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.06.2020, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2020 Pepsi Max-deild karla Stjarnan – KA .................................. Frestað ÍA – KR ..................................................... 1:2 HK – Valur................................................ 0:4 Staðan: Valur 3 2 0 1 7:1 6 Stjarnan 2 2 0 0 6:2 6 Breiðablik 2 2 0 0 4:0 6 FH 2 2 0 0 5:3 6 KR 3 2 0 1 3:4 6 ÍA 3 1 0 2 5:5 3 HK 3 1 0 2 5:7 3 Víkingur R. 2 0 2 0 1:1 2 KA 2 0 1 1 1:3 1 Fjölnir 2 0 1 1 2:5 1 Fylkir 2 0 0 2 1:3 0 Grótta 2 0 0 2 0:6 0 Lengjudeild karla Leiknir R. – Vestri ................................... 0:0 Grindavík – Þróttur R.............................. 1:0 Magni – Fram........................................... 1:2 Afturelding – ÍBV .................................... 1:2 Víkingur Ó. – Keflavík ............................. 0:4 Leiknir F. – Þór........................................ 2:3 Staðan: Keflavík 2 2 0 0 9:1 6 Fram 2 2 0 0 5:1 6 ÍBV 2 2 0 0 4:1 6 Þór 2 2 0 0 5:3 6 Leiknir R. 2 1 1 0 3:1 4 Grindavík 2 1 0 1 2:2 3 Víkingur Ó. 2 1 0 1 2:4 3 Vestri 2 0 1 1 0:2 1 Magni 2 0 0 2 1:4 0 Þróttur R. 2 0 0 2 1:4 0 Leiknir F. 2 0 0 2 2:6 0 Afturelding 2 0 0 2 2:7 0 2. deild karla Fjarðabyggð – ÍR..................................... 4:1 KF – Víðir ................................................. 0:0 Völsungur – Haukar................................. 2:4 Selfoss – Njarðvík .................................... 1:2 Þróttur V. – Kári ...................................... 1:1 Kórdrengir – Dalvík/Reynir.................... 3:0 3. deild karla Álftanes – Sindri....................................... 1:1 Reynir S. – Augnablik.............................. 1:0 Elliði – Einherji ........................................ 6:1 Höttur/Huginn – KV................................ 0:1 KFG – Ægir ..................................... Frestað Vængir Júpíters – Tindastóll .................. 1:2 2. deild kvenna Grindavík – Fjarð/Hött/Leiknir ............. 2:3 Sindri – Álftanes....................................... 1:2 HK – Hamrarnir....................................... 3:0 England Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Norwich – Manchester United....... (frl.) 1:2 Sheffield United – Arsenal ...................... 1:2 Leicester – Chelsea.................................. 0:1 Newcastle – Manchester City................. 0:2 Úrvalsdeildin: Aston Villa – Wolves ................................ 0:1 Watford – Southampton .......................... 1:3 Þýskaland Augsburg – RB Leipzig .......................... 1:2  Alfreð Finnbogason lék fyrstu 64 mín- úturnar með Augsburg sem endaði í 15. sæti. Eintracht Frankfurt – Paderborn......... 3:2  Samúel Kári Friðjónsson kom inn á sem varamaður á 75. mínútu hjá Paderborn sem varð neðst. Stuttgart – Darmstadt ............................ 1:3  Guðlaugur Victor Pálsson lék fyrstu 66 mínúturnar með Darmstadt áður en hann fékk að líta rauða spjaldið. Darmstadt end- aði í 5. sæti B-deildar. Rússland Dinamo Moskva – CSKA Moskva .......... 0:0  Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn með CSKA Mosvlu, Arnór Sigurðs- son lék fyrstu 77 mínúturnar. Búlgaría Beroe – Levski Sofia ............................... 1:2  Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn með Levski Sofia. Grikkland Aris Thessaloniki – PAOK ..................... 0:2  Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK. Danmörk FC Köbenhavn – Midtjylland ................. 1:2  Ragnar Sigurðsson var ónotaður vara- maður hjá FC Köbenhavn.  Mikael Anderson lék fyrstu 75 mínút- urnar með Midtjylland. Svíþjóð AIK – Malmö ............................................ 2:2  Kolbeinn Sigþórsson lék fyrstu 60 mín- úturnar með AIK og lagði upp mark.  Arnór Ingvi Traustason lék fyrstu 59 mínúturnar með Malmö. Noregur Bodö/Glimt – Sarpsborg ........................ 2:1  Alfons Sampsted lék allan leikinn með Bodö/Glimt. Vålerenga – Viking ................................. 2:1  Matthías Vilhjálmsson lék allan leikinn með Vålerenga og skoraði eitt mark.  Axel ÓskarAndrésson lék allan leikinn með Viking.  ÞÝSKALAND Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Martin Hermannsson átti enn einn stórleikinn er Alba Berlín varð þýskur meistari í körfuknattleik en liðið vann Ludwigsburg 75:74 í gær í síðari úr- slitaleik liðanna. Alba vann fyrri leik- inn 88:65 og einvígið því afar sannfær- andi. Íslenski landsliðsmaðurinn skoraði 14 stig og var stigahæstur í liði Alba. Þá tók hann einnig fimm fráköst og gaf þrjár stoðsendingar en hann hefur ver- ið einn besti leikmaður liðsins á tíma- bili og varð bikarmeistari á dögunum. Úrslitakeppninni er þar með lokið en hún var leikin yfir nokkurra vikna skeið í München vegna kórónuveiru- faraldursins. Leikmenn liðanna hafa þurft að dúsa á hóteli undanfarnar vik- ur og var Martin létt að vera búinn þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gær. „Þetta er auðvitað mjög sætt, bæði að klára þennan titil og líka að komast af þessu hóteli! Við erum búnir að vera á þessu sama hóteli með hinum liðunum í þrjár vikur; máttum fara út í klukkutíma á dag en annars hef ég bara sofið, borðað og æft.“ Martin verður samningslaus hjá Alba í sumar og hefur hann ekki tekið endanlega ákvörðun um framhaldið. Hann viðurkennir hins vegar að mörg stórlið í Evrópu séu farin að bera ví- urnar í hann en eitt sterkasta lið Evr- ópu, Panathinaikos, er meðal þeirra sem eru sögð fylgjast með honum. „Það hafa mörg lið haft samband og vonandi eru þessir risar hérna í Evr- ópu til í eitthvert samstarf. Ég vil samt ekki fara eitthvað til að sitja á bekkn- um. Ég vil spila og halda áfram að bæta mig.“ Risarnir í Evrópu fylgjast með  Martin vann þýska meistaratitilinn Ljósmynd/Alba Berlín Meistari Martin Hermannsson smellir kossi á Þýskalandsbikarinn. Manchester City nætir Arsenal í undanúrslitum ensku bikarkeppn- innar í knattspyrnu á Wembley í London en dregið var í undanúrslit keppninnar í gær. Í hinu undan- úrslitaeinvíginu mætast Manchest- er United og Chelsea en leikirnir munu fara fram dagana 18. og 19. júlí á Wembley og úrslitaleikurinn fer fram 1. ágúst á Wembley. City á titil að verja en liðið hefur unnið keppnina sex sinnum. Arsenal hef- ur oftast unnið keppnina eða þrett- án sinnum, United tólf sinnum og Chelsea átta sinnum. Meistararnir mæta Arsenal AFP Meistarar Raheem Sterling fagnar marki sínu í háloftunum í gær. Kórónuveirusmit greindist í leik- manni kvennaliðs Fylkis í knatt- spyrnu í gær en þetta staðfesti Kjartan Stefánsson, þjálfari liðsins, í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Þetta er annar leikmað- urinn í Pepsi Max-deild kvenna sem greinist með kórónuveiruna á stutt- um tíma en leikmaður Breiðabliks greindist með veiruna í síðustu viku, sem og leikmaður karlaliðs Stjörnunnar. Kvennalið Breiðabliks og KR eru bæði í sóttkví en ekki hefur verið tekin ákvörðun um kvennalið Fylkis að svo stöddu. Annað smit í úrvalsdeild kvenna Morgunblaðið/Eggert Smit Leikmaður kvennaliðs Fylkis greindist með kórónuveiruna. Fjögur lið eru með fullt hús stiga í 1. deild karla í knattspyrnu, Lengjudeildinni, en önnur umferð deildarinnar var leikin um helgina. ÍBV vann eins marks sigur gegn Aftureldingu að Varmá í Mos- fellsbæ, 2:1. Leikmaður Aftureld- ingar varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 80. mínútu og reyndist það sigurmark leiksins. Jóhann Helgi Hannesson reynd- ist hetja Þórsara en hann skoraði sigurmark þeirra í Fjarðabyggð- arhöllinni á Reyðarfirði gegn Leikni í 3:2-sigri Akureyringa. Jó- hann Helgi kom inn á sem varamað- ur á 64. mínútu og mínútu síðar var hann búinn að koma Þórsurum 3:2- yfir. Þá reyndist Aron Snær Ingason hetja Framara á Grenivík þegar hann tryggði Fram 2:1-sigur gegn Magna. Keflavík vann svo 4:0-stórsigur gegn Víkingi Ólafsvík þar sem Adam Árni Róbertsson skoraði tvö mörk. Þá voru þeir Adam Ægir Pálsson og Josep Arthur Gibbs einnig á skotskónum fyrir Keflavík. Keflavík, Fram, ÍBV og Þór eru öll með 6 stig í efstu fjórum sætum deildarinnar. Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir Gripinn Markverðirnir voru í aðalhlutverkum í leik Leiknis og Vestra. Fjögur lið efst og jöfn með fullt hús stiga  Níu mörk í tveimur leikjum í Keflavík Kraftlyfingakappinn Júlían J.K. Jóhannesson gerði sér lítið fyrir og bætti eigið heimsmet í +120 kg flokki um þrjú og hálft kíló á Ís- landsmótinu í réttstöðulyftu sem fram fór í Fagralundi í Kópavogi á laugardaginn. Júlían, sem var kjörinn íþrótta- maður ársins 2019, lyfti 409 kíló- um en hann var að bæta metið í fjórða sinn þótt lyftan á laugar- daginn verði ekki skráð opin- berlega þar sem mótið var ekki inni á mótaskrá alþjóðasambands- ins. Þetta var fyrsta mót Júlíans eft- ir að hlé var gert á allri keppni vegna kórónuveirufaraldursins en hann hefur æft í sex fermetra geymslu heima hjá sér, undan- farna mánuði. „Þetta hefur auðvitað komið við mig eins og aðra og gjörbylt öllum mínum áætlunum. Ég flutti allar mínar æfingar í kjallarann heima í þrjá mánuði. Það virðist ekki hafa komið að sök miðað við þetta. Ég bæti árangur minn þrátt fyrir að hafa æft í sex fermetra geymslu, það á ekki að vera hægt!“ Nánar er rætt við Júlían á mbl.is/sport/adrar. Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir Sterkur Júlían J.K. Jóhannesson lyfti 409 kílóum á Íslandsmótinu. Bætti eigið heims- met í Fagralundi  Stefnan sett á heimsmeistaramótið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.