Morgunblaðið - 29.06.2020, Side 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2020
Landsliðskonan Glódís Perla
Viggósdóttir bar fyrirliðabandið hjá
sænska knattspyrnufélaginu Roseng-
ård þegar liðið vann 1:0-heimasigur
gegn Vittsjö í fyrstu umferð sænsku
úrvalsdeildarinnar sem hófst á laug-
ardaginn. Glódís lék allan leikinn í
hjarta varnarinnar en sigurmark Sví-
þjóðarmeistaranna reyndist sjálfs-
mark. Glódís Perla fagnaði 25 ára
afmælisdegi sínum á laugardaginn
og hélt því upp á daginn með þrem-
ur stigum og sigri.
Skagamaðurinn Ísak Bergmann
Jóhannesson átti stórleik fyrir Norr-
köping þegar liðið vann 4:2-útisigur
gegn Östersund í sænsku úrvals-
deildinni í knattspyrnu á laugardag-
inn. Ísak Bergmann, sem er einungis
17 ára gamall, var í byrjunarliði
Norrköping en hann lagði upp tvö
mörk í leiknum, ásamt því að gefa
sjö sendingar sem sköpuðu hættu-
leg marktækifæri. Þá var hann einn-
ig öruggur á boltanum í leiknum og
var með 92,6% heppnaðar send-
ingar. Norrköping hefur byrjað tíma-
bilið í Svíþjóð frábærlega og er með
fullt hús stiga eða 12 stig í efsta
sæti deildarinnar eftir fyrstu fjórar
umferðirnar.
Sandra María Jessen og liðs-
félagar hennar í þýska knattspyrnu-
félaginu Leverkusen sluppu með
skrekkinn þegar þær töpuðu á úti-
velli fyrir meisturum Wolfsburg í
þýsku 1. deildinni í gær. Leiknum
lauk með 5:0-sigri Wolfsburg en
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðs-
fyrirliði Íslands, var ekki í leik-
mannahópi Wolfsburg vegna
meiðsla. Sandra María lék allan leik-
inn með Leverkusen, en hún skrifaði
á dögunum undir nýjan samning við
félagið. Sara Björk hefur hins vegar
spilað sinn síðasta leik fyrir Wolfs-
burg en hún mun yfirgefa félagið um
mánaðamótin þegar samningur
hennar rennur út í Þýskalandi. Lev-
erkusen endaði í tíunda sæti deild-
arinnar með 17 stig, jafn mörg stig
og Köln, sem fellur úr deildinni á
markatölu ásamt Jena.
Birkir Bjarnason, landsliðsmaður
Íslands í knattspyrnu, lagði upp ann-
að mark Brescia þegar liðið fékk Ge-
noa í heimsókn í ítölsku A-deildinni
á laugardaginn. Leiknum lauk með
2:2-jafntefli en Birki,
sem var í byrj-
unarliði
Brescia
í leikn-
um,
var
skipt
af
velli á
83. mínútu.
Brescia er í
tuttugasta og
neðsta sæti
deildarinnar með
18 stig þegar tíu
umferðir eru eftir
af tímabilinu, 9
stigum frá
öruggu sæti.
Eitt
ogannað
Ljósmynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson
Umkringdur Aron Bjarki Jósepsson jafnar metin fyrir KR á meðan varnarmenn ÍA reyna að verjast honum.
FÓTBOLTINN
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Íslandsmeistarar KR eru komnir
aftur á beinu brautina í úrvasldeild
karla í knattspyrnu, Pepsi Max-
deildinni, eftir óvænt tap á heima-
velli í síðustu umferð gegn HK.
Vesturbæingar heimsóttu Akra-
nes í 3. umferð deildarinnar í gær
þar sem liðið fór með 2:1-sigur af
hólmi eftir að hafa lent 1:0-undir í
leiknum.
KR-ingar sýndu mátt sinn og
styrk og innbyrtu sigur þrátt fyrir
að lenda undir á erfiðum útivelli.
Arnór Sveinn Aðalsteinsson kom
aftur inn í byrjunarlið KR eftir að
hafa misst af leiknum gegn HK en
tölfræðin sannar að Vesturbæingar
eru einfaldlega sterkari með varnar-
manninn innanborðs.
„Eftir slæmt tap í Vesturbænum
gegn HK í síðustu umferð, sem var
úr karakter fyrir KR-liðið, mátti sjá
glitta í mulningsvélina sem varð Ís-
landsmeistari á síðustu leiktíð í
kvöld, sérstaklega í síðari hálfleik,“
skrifaði Kristófer Kristjánsson í
umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is.
KR er með 6 stig í fimmta sæti
deildarinnar en ÍA er með 3 í sjötta
sætinu.
Kristján Flóki Finnbogason,
framherji KR, skoraði sitt 20. mark í
efstu deild í 66 leikjum. Þetta var
hans fjórða mark fyrir KR frá því
hann gekk til liðs við félagið í júlí síð-
asta sumar en hin 16 mörkin skoraði
hann fyrir uppeldisfélag sitt FH.
Atli Sigurjónsson, leikmaður
KR, lék sinn 200. deildaleik á ferl-
inum. Þann 133. í efstu deild en Atli
lék fyrst 67 leiki með Þórsurum í 1.
deild.
KR vann síðast 2:1-sigur í efstu
deild á Skipaskaga þann 20. maí árið
2006. Þá voru það þeir Guðmundur
Reynir Gunnarsson og Grétar Ólaf-
ur Hjartarson sem skoruðu mörk
KR en Arnar Gunnlaugsson, núver-
andi þjálfari Víkinga í efstu deild,
gerði mark Skagamanna í stöðunni
1:0.
Daninn sá um HK
Patrick Pedersen, framherji Vals,
reif HK-inga harkalega niður á jörð-
ina eftir frábæran 3:0-sigur gegn Ís-
landsmeisturum KR í Vesturbænum
í síðustu umferð deildarinnar.
Pedersen skoraði þrennu fyrir
Valsmenn í fyrri hálfleik þegar liðið
vann HK 4:0 í Kórnum í Kópavogi
en Valsmenn byrjuðu leikinn af
miklum krafti og títtnefndur Ped-
ersen var búinn að koma Vals-
mönnum 2:0 yfir eftir rúmlega tutt-
ugu mínútna leik.
Þetta voru fyrstu mörk danska
framherjans í sumar og guð hjálpi
andstæðingum Vals ef Pedersen er
dottinn í gang því hann hefur sýnt
það og sannað að hann er einn besti
framherji deildarinnar þegar þannig
liggur á honum. Þetta var hans
þriðja þrenna í deildinni.
„Óhætt er að segja að sigur Vals-
manna hafi verið sannfærandi. Þeir
voru komnir í þægilega stöðu eftir
mörkin tvö frá Pedersen og það
þriðja, ásamt brottrekstri Leifs
Andra, þýddi að úrslitin voru í raun
ráðin þó enn væru ekki 40 mínútur
búnar af leiknum,“ skrifaði Víðir
Sigurðsson m.a. um leikinn á mbl.is.
Valsmenn eru með 6 stig í efsta
sæti deildarinnar en HK er í sjöunda
sætinu með 3 stig.
Leifur Andri Leifsson, fyrirliði
HK, fékk sitt fyrsta rauða spjald á
ferlinum með HK en hann lék sinn
fyrsta meistaraflokksleik með liðinu
árið 2009.
Hinn 19 ára gamli Birkir Heim-
isson, leikmaður Vals, skoraði sitt
fyrsta mark í efstu deild en hann er
uppalinn hjá Þór á Akureyri og gekk
til liðs við Valsmenn fyrir tímabilið
frá Heerenveen í Hollandi.
Þetta var stærsti sigur Vals á
HK í deildarkeppni síðan 21. maí
2004 en þá unnu Valsmenn 5:1-sigur
gegn HK á Hlíðarenda í 1. deildinni.
Valsmenn enduðu þá í efsta sæti 1.
deildarinnar með 37 stig og fóru upp
um deild en HK endaði í þriðja sæt-
inu með 28 stig, 2 stigum minna en
Þróttur Reykjavík sem fór einnig
upp um deild það sumar.
Smit í Stjörnunni
Leik Stjörnunnar og KA, sem fara
átti fram á Samsung-vellinum í
Garðabæ í gærdag, var frestað þar
sem leikmaður Garðbæinga greind-
ist með kórónuveiruna um helgina
en mbl.is greindi fyrst frá þessum
fréttum aðfaranótt laugardags.
Þetta er fyrsti leikmaðurinn sem
greinist með veiruna í úrvalsdeild
karla, Pepsi Max-deildinnni, en hann
smitaðist í títtnefndri útskriftar-
veislu sem haldin var um næstsíð-
ustu helgi. Leikmaður karlaliðs
Breiðabliks var einnig gestur í veisl-
unni og er hann nú í sóttkví.
Þá hefur leikjum Garðbæinga
gegn FH í Kaplakrika þann 5. júlí
sem og leik Stjörnunnar gegn KR í
Garðabænum þann 9. júlí einnig ver-
ið frestað vegna kórónuveirunnar.
Allt karlalið Stjörnunnar ásamt
starfsmönnum og þjálfurum er nú í
sóttkví, ásamt einum leikmanni Vals
og einum leikmamanni HK, sem eru
báðir vinnufélagar leikmanns
Stjörnunnar sem er smitaður af
veirunni. Þá vinnur smitrakning-
arteymi almannavarna nú hörðum
höndum að því að rekja ferðir þeirra
sem mættu í útskriftarveisluna um
næstsíðustu helgi.
Meistarar á sigurbraut
Daninn Patrick Pedersen skoraði sína þriðju þrennu í efstu deild með Val
Leikmenn, þjálfarar og starfsmenn karlaliðs Stjörnunnar komnir í sóttkví
Sleggjukastarinn Vigdís Jónsdóttir,
FH, bætti eigið Íslandsmet í grein-
inni á Origo-móti FH á laugardag-
inn. Vigdís kastaði lenst 62,58
metra og bætti sitt eigið met um 20
sentimetra. Fyrra metið hafði ekki
staðið lengi en Vigdís setti það í
byrjun júnímánaðar. Hún var þá að
endurheimta metið af Elísabetu
Rún Rúnarsdóttur, ÍR, sem kastaði
62,16 metra í Borgarnesi í maí á
síðasta ári.
Vigdís bætti Íslandsmetið fyrst
árið 2014 og var því að bæta það í
ellefta skiptið um helgina.
Bætti metið í
ellefta sinn
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
11 Vigdís Jónsdóttir hefur verið í
fremstu röð undanfarin ár.
Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir
Annerud kastaði lengst á Bottna-
rydskastet-mótinu í Svíþjóð sem
fram fór í gær en hún kastaði
spjótinu 62,66 metra. Íslandsmet
hennar í greininni er 63,43 metrar
en það setti hún árið 2017. Þetta er
fimmta lengsta kast ársins en hún
kastaði spjótinu 61,24 metra á móti
í Svíþjóð 14. júní síðastliðinn og var
það sjöunda lengsta kast ársins í
greininni. Ásdís er á sínu síðasta
keppnistímabili en hún ákvað á síð-
asta ári að leggja spjótið á hilluna
eftir yfirstandandi tímabil.
Fimmta lengsta
kast ársins
Ljósmynd/Josef Odlozil Memorial
5 Ásdís Hjálmsdóttir heldur áfram
að bæta sig á keppnistímabilinu.
ÍA – KR 1:2
1:0 Steinar Þorsteinsson 48.
1:1 Aron Bjarki Jósepsson 53.
1:2 Kristján Flóki Finnbogason 61.
M
Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA)
Marcus Johansson (ÍA)
Steinar Þorsteinsson (ÍA)
Kennie Chopart (KR)
Kristinn Jónsson (KR)
Kristján Flóki Finnbogason (KR)
Óskar Örn Hauksson (KR)
Pablo Punyed (KR)
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson – 5.
Áhorfendur: 1.015.
Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og
greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot-
bolti.
HK – VALUR 0:4
0:1 Patrick Pedersen 19.
0:2 Patrick Pedersen 22.
0:3 Patrick Pedersen 38.(víti)
0:4 Birkir Heimisson 86.
MM
Patrick Pedersen (Val)
M
Ásgeir Börkur Ásgeirsson (HK)
Guðmundur Þór Júlíusson (HK)
Sebastian Hedlund (Val)
Valgeir Lunddal Friðriksson (Val)
Haukur Páll Sigurðsson (Val)
Sigurður Egill Lárusson (Val)
Kaj Leo i Bartalsstovu (Val)
Aron Bjarnason (Val)
I Rautt spjald: Leifur AndriLeifsson (HK) 36.
Dómari: Vilhjálmur A. Þórarinsson – 7
Áhorfendur: 1.140.
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin:
Kópavogsv.: Breiðablik – Fjölnir........ 19.15
Víkingsvöllur: Víkingur R. – FH ........ 19.15
Würth-völlur: Fylkir – Grótta............. 19.15
3. deild karla:
Samsung-völlur: KFG – Ægir.................. 20
Í KVÖLD!