Morgunblaðið - 29.06.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.06.2020, Blaðsíða 32
Fjögur ný íslensk verk verða á fjölum Þjóðleikhússins næsta vetur sem valin voru úr harðri samkeppni um verk fyrir nýtt hádegisleikhús. Alls bárust 254 verk, eftir 194 höfunda, í keppnina sem var samstarfsverk- efni Þjóðleikhússins og RÚV. Sigur úr býtum báru leik- skáldin Bjarni Jónsson, Sólveig Eir Stewart, Jón Gnarr og Hildur Selma Sigbertsdóttur. Verk þeirra verða á dagskrá í hádeginu á næsta leikári auk þess sem þau verða tekin upp fyrir sjónvarp og sýnd á RÚV. Samstarfsaðilarnir auglýstu fyrr í vor eftir handritum eða ítarlegum hugmyndum að verkum, um 20-25 mínútur að lengd, og úr varð þessi mikla uppskera. Þrjú verk til viðbótar hafa ver- ið valin til þróunar og verða á dagskrá há- degisleikhússins leikárið 2021/22. Fjögur handrit af 254 valin í samkeppni um hádegisleikhús Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hljómsveitin Upplyfting var lengi ein vinsælasta ballhljómsveit lands- ins. Trú nafninu og samnefndu mark- miðinu veitir hún landsmönnum enn eitt tækifærið til þess að lyfta sér upp, nú með hljómplöt- unni Heilsa og kveðja sem kemur út 2. júlí. „Við byrjuðum að vinna við plötuna í kreppunni 2008, en útgáfan hefur dregist svolítið,“ segir bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, Magnús Stefánsson, söngvari og bassaleikari hljómsveitarinnar. Þegar Kristján Björn Snorrason hljómborðsleikari og Ingimar Jóns- son trommuleikari fóru í Samvinnu- skólann á Bifröst 1979 voru þeir teknir inn í skólahljómsveitina þar sem þeir hittu meðal annarra fyrir Magnús og Sigurð V. Dagbjartsson, söngvara og gítarleikara. Upplyfting varð að veruleika þá um áramótin og útgáfufyrirtækið SG hljómplötur gaf út með sveitinni plötuna Kveðju- stund 29-6 1980. Flest lögin og textar voru eftir Jóhann G. Jóhannsson, meðal annars lagið „Traustur vinur“, sem naut mikilla vinsælda og heyrist enn á öldum ljósvakans. Bandið nýtti sér meðbyrinn og sumarið eftir sendi það frá sér Endurfundi. Síðan var það Í sumarskapi 1982, Upplyfting Einmana 1990 og Upplyfting 20 vin- sæl lög 1996. Margir leggja hönd á plóg Piltarnir hafa gjarnan leitað í smiðju Jóhanns G. og gera það enn á sjöttu plötunni, sem Penninn Ey- mundsson gefur út á vínyl og diski. Ellefu lög og flestir textarnir eru eft- ir hann en eitt lag er eftir Kristján Óskarsson. Þeir eru báðir látnir. Kristján Björn, Magnús og Sigurður hafa haldið hópinn frá byrjun, en síð- an hafa ýmsir lagt hönd á plóg og komið að upptökum á liðnum árum. Þar á meðal Kristján Óskarsson og Ingimar Jónsson. Ari Jónsson syng- ur tvö lög og leikur á trommur í nokkrum lögum. Hilmar Sverrisson og Birgir Jóhann Birgisson leika á hljómborð og tóku upp hluta laganna auk þess sem sá síðarnefndi sá um hljóðblöndun. Umhverfi tónlistarmanna hefur breyst mikið og hratt miðað við það sem var, þegar Upplyfting var stofn- uð. Dansleikir eru fátíðir en tónleikar hafa komið í staðinn og lög eru gjarn- an gefin út á efnisveitum á netinu, en plötur og diskar heyra nánast fortíð- inni til. Tvö af tólf lögum á nýju plötu Upplyftingar, „Trú þín og styrkur“ og „Ólíkt mér“, eru aðgengileg á Spotify, Youtube og Facebook, og þriðja lagið, „Nýir dagar“, fer í spil- un á Spotify í dag, 40 árum eftir að fyrsta plata sveitarinnar kom út. „Fyrir tólf árum ákváðum við að slá í enn eina, tókum upp eitt lag, „Sláðu ekki á útrétta hönd“, en síðan varð bið á því næsta og málið tafðist,“ seg- ir Magnús. Hann bætir við að það hafi samt ekki gleymst og nú hafi þeir ákveðið að drífa í þessu, þó plöt- ur og diskar séu eins og hvítir hrafnar. „Við vildum ljúka við þetta verk sem við vorum byrjaðir á.“ Nafnið er jafnframt heiti eins lags- ins. Magnús segir að það vísi til þess að liðsmenn heilsi landsmönnum með útgáfunni. „Hugmyndin var að kveðja með þessari plötu en ómögu- legt er að segja hvað gerist í framtíð- inni.“ Upplyfting heilsar og kveður með plötu  Fjörutíu ár frá því fyrsta skífa hljómsveitarinnar kom út Í stúdíói Magnús Stefánsson, Kristján Björn Snorrason og Sigurður V. Dagbjartsson hafa spilað saman í Upplyftingu frá byrjun. SÆKTU APPIÐ á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Með Hreyfils appinu er fljótlegt og einfalt að panta leigubíl. Þú pantar bíl, færð SMS skilaboð þegar bíllinn er mættur á staðinn. Þú getur fylgst með hvar bíllinn er staddur hverju sinni. Ef þú ferðast á vegum fyrirtækis getur þú valið viðskiptareikning og opnað aðgang. Hreyfils-appið er ókeypis. MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 181. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Íslandsmeistarar KR unnu afar mikilvægan sigur gegn ÍA á Akranesi í 3. umferð úrvalsdeildar karla, Pepsi Max-deildarinnar, á Norðurálsvellinum á Akranesi í gær. Leiknum lauk með 2:1-sigri KR en liðið tapaði illa á heimavelli fyrir HK í síðustu umferð, 3:0. Þá gerði danski framherjinn Patrick Pedersen sér lít- ið fyrir og skoraði þrennu fyrir Val þegar liðið heimsótti HK í Kórinn í Kópavogi. Þetta var þriðja þrenna Danans fyrir Valsmenn en leiknum lauk með 4:0-sigri Vals og var Pedersen að skora sín fyrstu mörk í sumar. »27 Íslandsmeistararnir aftur á beinu brautina eftir sigur á Akranesi ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.