Morgunblaðið - 24.06.2020, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2020FRÉTTIR
Verð á eldislaxi tók dýfu á ný í síð-
ustu viku þegar meðalverð lækkaði
um 14,61% og nam meðalverð í viku
25, samkvæmt vísitölu Nasdaq sem
birt var í gær, 60,84 norskum krón-
um á kíló, jafnvirði 892 íslenskra
króna. Lax í sláturstærð, þrjú til sex
kíló, lækkaði um 15,19% og nam
meðalverð á kíló 62,06 norskum
krónum, jafnvirði 910 íslenskra
króna.
Kemur lækkunin í sömu viku og
fóru að berast fréttir af því að kór-
ónuveirusmitum væri að fjölga í
Kína, sérstaklega Peking. Skapaðist
meðal annars ótti um að smit gætu
borist með laxi eftir að kórónuveira
greindist á skurðbrettum hjá stórum
heildsala laxaafurða í borginni.
Tóku stórar dagvöruverslanir, svo
sem Carrefour og Wumart, allan lax
úr sölu auk þess sem fjöldi veitinga-
staða tók lax af matseðli.
Fram kom í Morgunblaðinu í síð-
ustu viku að laxeldisfyrirtæki hér á
landi hafi dregið úr slátrun og verði
því ekki fyrir sambærilegum áhrif-
um og önnur. gso@mbl.is
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Dregið var úr framleiðslu þegar smitum fór að fjölga í Kína.
Verð á laxi féll eftir
fjölgun smita í Kína
Mikil aukning varð í viðskiptum við
einstaklinga, eftir að Bakó Ísberg
greip til þess ráðs í miðjum kór-
ónuveirufaraldri, að opna „sjón-
varpsstöð“ undir yfirskriftinni
Meistarakokkar, í beinu streymi í
gegnum Facebook-síðu sína. Fyrir-
tækið fékk þar ýmsa snjalla mat-
reiðslumenn, bakara og fleiri í heim-
sókn, sem sýndu listir sínar í
sjónvarpsþáttum svo eftir var tekið.
Tilgangurinn var að sögn Bjarna
Ákasonar, eiganda og fram-
kvæmdastjóra, og Þrastar Heiðar
Líndal meðeiganda, að bæði létta
lundina, kynna þjónustu og vörur
Bakó Ísberg og leyfa kokkunum að
láta ljós sitt skína.
Einn af þeim sem tróðu upp í
Meistarkokkum var tónlistarmaður-
inn Bubbi Morthens, en hann brugg-
aði í þáttunum svokallaðan Eitur-
pésa, engiferdrykk sem hann teygar
gjarnan í byrjun dags. „Hann kenndi
fólki í beinni útsendingu að búa til
þann drykk.“
Bláa lónið meðal viðskiptavina
Stærstu viðskiptavinir Bakó Ís-
berg eru stór ferðaþjónustufyrirtæki
eins og Bláa lónið og Icelandair Hot-
els, og einnig mötuneyti skóla og
vinnustaða. Allt þetta lokaði í kjölfar
þess að veiran fór að herja á landið,
að sögn þeirra Bjarna og Þrastar.
Bakó Ísberg býður fjölbreytt úr-
val af vörum fyrir bakstur og elda-
mennsku. „Þó að við seljum stór tæki
og þjónustu til fyrirtækja, þá erum
við einnig að þjónusta einstaklinga.
Salan til þeirra vóg aðeins upp á móti
hinu. Við fengum talsvert af nýju
fólki inn, og salan hefur aukist tölu-
vert.“
Þeir segja að í apríl hafi samdrátt-
urinn numið 54% milli ára, og 35% í
maí. „Það verður eitthvað svipað í
júní,“ segja þeir. „En þetta er að fara
í gang núna aftur. Síminn hringir
meira en hann gerði.“
Eins og segir á heimasíðu Bako Ís-
berg ehf. er fyrirtækið þjónustu-
fyrirtæki fyrir veitingahús, hótel,
bakarí, mötuneyti o.s.frv. og býður
upp á heildarlausnir fyrir stóreldhús
allt frá minnstu áhöldum yfir í
stærstu tæki og vélar fyrir bakara og
matreiðslumenn, vinnufatnað, inn-
réttingar, borðbúnað o.fl.
Um viðbrögð sín þegar allir helstu
viðskiptavinir fyrirtækisins skelltu í
lás, og síminn þagnaði, segja þeir
Bjarni og Þröstur, að þeir hafi horft
hvor á annan. „Það var ekkert að
gera og síminn hringdi ekki. Við
ákváðum því að byrja með þetta
sprell sem reyndist rosalega vinsælt.
Um 170 þúsund manns hafa séð
þetta. Við sendum út í beinni útsend-
ingu daglega í nokkurn tíma. Þetta
mæltist mjög vel fyrir. Okkur lang-
aði í og með að hjálpa kokkunum,
sem við erum alla jafna í miklum
samskiptum og viðskiptum við, að
kynna sig. Svo smátt og smátt fóru
símarnir að hringja aftur, og fólk að
koma í heimsókn.“
Mörg skólaeldhús í viðskiptum
Einnig lifnaði yfir fyrirtækinu á ný
þegar skólarnir byrjuðu aftur eftir
lokanir vegna samkomubanns, og
hægt var að opna skólaeldhúsin. „Við
erum með mörg skólaeldhús í við-
skiptum. Við bjóðum líka allt sem til
þarf, allt frá eldunartækjum, að
postulíninu. Þá bjóðum við glös,
katla og hvað eina sem þarf,“ segir
Þröstur.
„Svo erum við líka með kampa-
vínssveðjur,“ bætir Bjarni við. „Já
og vínskápa fyrir heimili, silikonform
og alls konar aðra hluti,“ nefnir
Þröstur.
Eins og önnur fyrirtæki í landinu
sem lentu illa í veirunni, nýtti Bakó
Ísberg sér hlutabótaleið stjórnvalda.
„Við værum í blússandi tapi ef hún
hefði ekki komið til. Nú náum við að
vera við núllið. En áskorunin verður
næsta haust þegar allir starfsmenn
verða aftur komnir á full laun.“
Spurðir um hvernig fyrirtækið
hafi verið búið undir áfallið vegna
veirunnar, og veltuminnkunina, seg-
ir Bjarni að í kjölfar þess að flug-
félagið WOW air hætti starfsemi í
fyrra hafi verið kominn samdráttur á
markaðnum. Bakó Ísberg hafi
brugðist við með því að fækka starfs-
fólki og tekið til í rekstrinum. „Við
komum því vel undirbúin inn í þetta
ár. Við áttum gott viðsnúningsár í
fyrra. Það var búið að trimma niður
fitu.“
Tólf starfsmenn vinna hjá Bakó
Ísberg. Þeir Bjarni og Þröstur segj-
ast nú þegar vera farnir að huga að
næsta sprelli. „Við ætlum að koma
sterkir inn með haustinu með eitt-
hvað svipað og Meistarakokkana.
Þetta er líka gott efni til að nýta á
netinu til markaðssetningar. Þetta
er annar vinkill á markaðs-
setninguna.“
Sala til einstaklinga jókst meðan
ferðaþjónustufyrirtækin lokuðu
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Veltan í Bakó Ísberg datt
niður þegar kórónuveiru-
faraldurinn fór að geisa,
en nú er síminn farinn að
hringja á ný.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Þröstur Heiðar Líndal og Bjarni Ákason með kampavínssveðjuna sem er til sölu í verslun fyrirtækisins.