Morgunblaðið - 24.06.2020, Síða 9

Morgunblaðið - 24.06.2020, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2020 9SJÓNARHÓLL Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 ára og eldri Þann 10. júní síðastliðinn lagði félags- og barna-málaráðherra fram frumvarp á Alþingi umbreytingar á lögum um húsnæðismál nr. 44/ 1998. Hinar fyrirhuguðu lagabreytingar fela í sér lög- festingu á nýjum lánaflokki, að skoskri fyrirmynd, sem ætlað er að auðvelda fyrstu kaupendum íbúðarkaup með veitingu hlutdeildarlána. Frumvarpið er hluti af aðgerð- um stjórnvalda vegna lífskjarasamninganna og er því ætlað að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. Þá hefur einnig komið fram í um- ræðunni að lánin hvetji til byggingar hagkvæmra íbúða og hægt sé að nýta þau til að stuðla að meiri stöðugleika á byggingarmarkaði, þar sem aðeins er lánað til ný- bygginga, en nokkur samdráttur er í nýbyggingum samkvæmt taln- ingu Samtaka iðnaðarins. Hlutdeildarlánunum er ætlað að aðstoða kaupendur undir skil- greindum tekjumörkum sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign eða hafa ekki átt fasteign í a.m.k. fimm ár með því að brúa eiginfjár- kröfu fyrir þá sem þess þurfa en iðulega hefur komið fram í um- ræðunni að mörgum reynist erfitt að safna fyrir útborgun til að kom- ast inn á fasteignamarkaðinn, einkum þeim sem eru á leigu- markaði. Eiginfjárkrafan yrði brú- uð með láni hins opinbera fyrir allt að 20% af kaupverði íbúðarhúsnæðis eða 30% fyrir um- sækjendur sem eru undir enn lægri tekjuviðmiðum. Umsækjandi um hlutdeildarlán þyrfti þó ávallt að eiga að lágmarki 5% af kaupverði til útborgunar, í stað 15- 20% eins og algengt er á lánamarkaði í dag. Fjármögn- unin yrði því þannig að kaupandi þarf að eiga að lág- marki 5% eigið fé, tekur 75% fasteignalán hjá lánastofn- un sem hvílir á fyrsta veðrétti og loks 20% hlutdeildar- lán á öðrum veðrétti. Ef hlutdeildarlánið væri 30% af kaupverði, myndi fasteignalánið lækka í 65% af kaup- verði. Önnur skilyrði yrðu á þann veg að umsækjandi þyrfti að sýna fram á að hann gæti ekki fjármagnað kaup nema með hlutdeildarláni, hann þyrfti að standast greiðslumat, auk þess sem meðalafborganir af því láni mega að jafnaði ekki nema meiru en 40% af ráðstöf- unartekjum umsækjanda. Það hlutfall er fengið úr greiningum Hagstofu Evrópusambandsins (Eurostat) en húsnæðiskostnaður umfram 40% af ráðstöfunar- tekjum telst vera íþyngjandi. Þá yrði einnig miðað við að fasteignalánið væri að jafnaði ekki til lengri tíma en 25 ára. Samkvæmt frumvarpinu yrði hlutdeildarlán veitt til allt að 25 ára þannig að lánið endurgreiðist við sölu íbúð- arhúsnæðisins en í síðasta lagi 25 árum eftir lánveitingu. Endurgreiðslufjárhæðin miðast við sölu- eða markaðs- verð eignarinnar en Húsnæðis- og mannvirkjastofnun verði falið að meta hvort söluverð sé í samræmi við markaðsverð eða að reikna út fjárhæð endurgreiðslu sé lán endurgreitt án þess að til komi sala eignarinnar. Hlut- deildarlánið myndi þannig hækka eða lækka í takt við þró- un fasteignaverðs. Þá yrði jafn- framt óheimilt að endurfjár- magna lán þannig að veðhlutfall hækki nema til komi uppgreiðsla á hlutdeildarláninu. Þá yrði það eitt af skilyrðum fyrir veitingu hlutdeildarláns, verði frumvarpið óbreytt að lög- um, að þau verði aðeins veitt til kaupa á nýjum, hagkvæmum íbúðum. Er þetta skilyrði til þess fallið að reyna að tryggja að áhrifin á fasteignaverð verði sem minnst og hvetja til byggingar hagkvæmra íbúða. Frumvarpið gerir ráð fyrir að ráðherra væri falið að setja ákvæði um stærðar- og verðmörk í reglugerð og að íbúðir taki mið af fjölskyldustærð m.v. herbergjafjölda. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun yrði falið það hlutverk að samþykkja að íbúðir teljist hagkvæmar í skilningi laganna á grundvelli samnings við byggingaraðila. Úrræðinu er í reynd markaður 10 ára gildistími og á þeim tíma er gert ráð fyrir að veitt verði um 400 hlut- deildarlán á ári, þannig að heildarfjöldi íbúða með lán- unum verði allt að 4.000. Gert er ráð fyrir endurskoðun á úrræðinu fyrir 1. júlí 2030, samkvæmt bráðabirgða- ákvæði sem myndi bætast við lögin. Áhugavert verður að fylgjast með málinu í meðförum þingsins og hvort og þá hvaða breytingar verða á frum- varpinu í meðförum þess. Hlutdeildarlán LÖGFRÆÐI Hafsteinn Viðar Hafsteinsson lögfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ” Hlutdeildarlánið myndi þannig hækka eða lækka í takt við þróun fasteignaverðs. Þá yrði jafnframt óheimilt að endurfjármagna lán þannig að veðhlutfall hækki nema til komi uppgreiðsla á hlut- deildarláninu. Ekki gafst ráðrúm til að gera til- raunir með að bera viskíið fram með klaka eða með ögn af vatni, en það ku hjálpa sérútgáfunni að opna sig enn meira að setja eins og einn vatnsdropa út í glasið. Var látið nægja, með útsýni yfir strýturnar og hellahúsin sem Kappadókía er þekkt fyrir, að panta almennilegan hamborgara. Klár- uðust bæði borgari og viskí á auga- bragði. ai@mbl.is Bleikur ostborgari, Lagavulin-viskí, gott útsýni og deginum er bjargað. Ljósmynd/Ásgeir Ingvarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.