Morgunblaðið - 24.06.2020, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2020 11FRÉTTIR
Yfir 20 mismunandi
gerðir á lager
Slípirokkar
Við erum í hjarta borgarinnar
að Þverholti 13. Komdu við í
kaffisopa eða sendu okkur
línu og óskaðu eftir tilboði í
prentverkið þitt, stórt eða
smátt.
MIÐBORGIN
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Á nærri fjórum áratugum hefur
starfsemi Stoðar þróast og vaxið og
býður fyrirtækið í dag upp á fjöl-
breytta þjónustu og vöruúrval á
sviði stoð- og hjálpartækja. Nýr
framkvæmdastjóri segir stjórn-
endur og starfsfólk ætla sér stóra
hluti í framtíðinni og búið að marka
metnaðarfulla stefnu.
Hverjar eru helstu áskoranirnar í
rekstrinum þessi misserin?
Okkar skjólstæðingar gátu ekki
nýtt sér fjarheilbrigðisþjónustu í
kófinu. Það þurfti að skrúfa fyrir
allar heimsóknir. Starfsfólkinu var
svo skipt í tvo hópa þar sem helm-
ingur vann heima og hinn í fyrir-
tækinu. Þeir sem vinna í fram-
leiðslu gátu þó ekki unnið að því
heima hjá sér. Tekjuflæðið var því
nær ekkert og verkefnin sem voru í
pípunum voru sett á ís. Nú þarf að
vinna þetta upp. Starfsemin er
mjög háð þjónustunni. Við hittum
skjólstæðinginn oft og það þarf að
máta og prófa þær lausnir sem
boðnar eru. Við erum þó bjartsýn
og kvörtum ekki. Það sem skiptir
mestu máli er að skjólstæðingar
okkar fái lausn við sínum vanda-
málum.
Hver var síðasti fyrirlesturinn
eða ráðstefnan sem þú sóttir?
Við útskrift sl. laugardag fengum
við MBA-nemendur fyrirlestur frá
þeim kennara sem við kusum sem
þann kennara sem stóð upp úr í
náminu. Hún heitir Lori Riznek,
kenndi okkur mannauðsstjórnun
og er prófessor við Háskólann í
Toronto. Í fyrirlestrinum gekk hún
út frá orðinu perspective eða
sjónarhorn. Mikilvægi þess að
greina hluti frá mismunandi
sjónarhornum, að geta sett sig í
spor annarra, setja okkur í spor
viðskiptavina og horfa á málið frá
þeirra sjónarhorni. Vita líka að þeg-
ar við tökum ákvarðanir, þá frá
hvaða sjónarhorni við erum að taka
þær. Það væri hægt að vitna enda-
laust í Lori enda mikill fræðimaður,
með mikla reynslu úr atvinnulífinu,
djúpvitur og góð manneskja.
Hvaða bók hefur haft mest áhrif
á hvernig þú starfar?
Þegar maður er nýskriðinn út úr
MBA-námi er maður búinn að lesa
ógrynni greina og bóka. Ein bók
sem mér fannst mjög athygliverð er
The End of Competitive Advantage
en þar skrifar Rita Gunther
McGrath um viðskipta- og sam-
keppnisumhverfi þar sem fram-
þróun er á ógnarhraða, sam-
keppnin kemur úr öllum áttum og
lífsferill vöru er alltaf að styttast. Í
slíkum heimi þarf stöðuga aðlögun.
Það er nefnilega svo að tilhneiging
okkar er að við ofmetum getu okk-
ar til að vita hvernig framtíðin
verður. Því þarf öll stefnumótun að
vera í stöðugri aðlögun og við alltaf
tilbúin að fara nýjar leiðir, vera dín-
amísk. Við fengum nú öll meirapróf
í því að finna nýjar leiðir í kórónu-
veirufaraldrinum.
Hvernig heldurðu
þekkingu þinni við?
Ég legg mig fram við að læra af
öðrum. Allir hafa reynslu og vitn-
eskju sem hægt er að læra af. Svo
tel ég mikilvægt að stunda endur-
menntun. Við samnemendur mínir
úr náminu erum búin að stofna
bókaklúbb þar sem við ætlum að
lesa fræðibækur og fjalla um efnið.
Fyrir fyrsta fund er búið að setja á
listann tvær bækur. Why We Sleep
eftir Matthew Walker sem er nú
sérstakt áhugamál hjá mér þar
sem ég vann við svefnrannsóknir
um tíma og meistaraverkefni mitt
var á sviði svefnrannsókna. Hin
bókin er Thinking Fast and Slow
eftir Daniel Kahneman. Þetta
verður hressandi símenntun sem
ég hlakka mikið til.
Hvaða kosti og galla sérðu
við rekstrarumhverfið?
Útgjöld til heilbrigðisþjónustu
fara stigvaxandi á Íslandi. Mikil-
vægi þjónustunnar er öllum ljóst.
Með hækkandi aldri þjóðarinnar er
mikill útgjaldaauki fyrirsjáan-
legur. Ekki viljum við auka skatta
og ekki viljum við útgjaldaaukn-
ingu á einstaklinga svo það verður
að hagræða í heilbrigðiskerfinu án
þess þó að fórna gæðum. Þetta er
verkefnið framundan og það verð-
um við að gera í sameiningu. Nýta
okkur tæknina og finna lausnir.
Það sé ég sem kost rekstrar-
umhverfisins að vegna fæðar okkar
verðum við í sameiningu að finna
lausn. Á móti kemur að það óör-
yggi fylgir að þurfa að reiða sig á
samninga Sjúkratrygginga Íslands
sem hafa valdið til að velja og
hafna. Ef til vill væri meira réttlæti
fólgið í því að fjármagn fylgdi ein-
staklingnum og hann hefði frelsi til
að velja. Skjólstæðingurinn er
aðalatriðið og fjármagnið þarf að
þjóna honum.
SVIPMYND Ása Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Stoðar
Gæti verið framför ef fjármagn fylgdi ein-
staklingnum og hann hefði frelsi til að velja
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Ása segir það skapa visst óöryggi í rekstri að þurfa að reiða sig á samn-
inga við Sjúkratryggingar Íslands sem hafa valdið til að velja og hafna.
NÁM: Menntaskólinn í Reykja-
vík, eðlisfræðideild 1992; Há-
skóli Íslands, B.Sc. í hjúkr-
unarfræði 1999 og M.Sc. í
heilbrigðisvísindum 2007; Há-
skólinn í Reykjavík, MBA 2020.
STÖRF: Flaga, vörustjóri og
þjónusta 2000-2007; MEDOR
ehf., viðskiptastjóri 2008-2013
og deildarstjóri 2014-2020;
Stoð hf., framkvæmdastjóri frá
2020.
ÁHUGAMÁL: Viðurkenni að
hingað til hafa áhugamál
barnanna verið mín áhugamál.
Núna eru börnin að mestu far-
in að sjá um sig sjálf og þá
ákváðum við hjónin að fara að
byggja okkur sumarhús í
Borgarfirði. Annars er það úti-
vist, fjallgöngur og sund. Svo
erum við hjónin með fögur
fyrirheit um að fara að skella
okkur á fjallaskíði, í náttúru-
hlaup og allt hitt sem allir hinir
eru að gera og þannig kemur
maður upp um hópsálina í
sjálfum sér.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Ég er
gift Sigurði G. Kristinssyni,
jarðfræðingi hjá ISOR. Við eig-
um fjögur börn; Steineyju 24
ára, sellóleikara hjá Sinfóníu-
hljómsveit Íslands, Garðar 23
ára sem er að ljúka B.Sc. í
eðlisfræði frá HÍ, Maríu Krist-
ínu 16 ára sem var að ljúka
fyrsta ári í menntaskóla og
Hrafnhildi Höllu 13 ára að klára
8. bekk í Laugalækjarskóla.
HIN HLIÐIN
Allt um
sjávarútveg