Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2020, Síða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2020, Síða 2
Hvernig ertu búinn að hafa það á þessum kórónuveirutímum? Ég tók mér eiginlega bara leyfi. Ég gerði ekkert. En ég er allur að koma til núna með rísandi sól og blómstrandi mann- lífi. Nú er ég farinn að semja nýtt efni. Segðu mér frá uppistandinu sem þú hyggst vera með í sumar? Ég verð með sýningar í Tjarnarbíói. Við verðum með fimm sýningar í júní og þær halda svo áfram eitthvað í júlí og ágúst. Þú segist ætla að vera með nýtt grín. Geturðu sagt mér hvað verður nýtt? Nei, en ég tala auðvitað um seinustu mánuði. Þetta er blanda af dægurmálum, fréttaskotnu efni og svo einhverju alveg út úr kú. Ég geri samt ráð fyrir að sýningin í ár verði útötuð í covid-tilvísunum. Ég mun rapportera ringul- reiðina. Þetta er tilraunasýning og það verður algjört lotterí hvað virkar og hvað ekki. Það er ekkert tilbúið handrit. Er ekkert erfitt að fá hugmyndir? Jú, en neyðin kennir nöktum grínista að spinna. Hvað er annað á döfinni? Ég ætla að slaka á og læra að anda. Ég er að tileinka mér Wim Hof-öndun. Það er mjög gaman að ögra sér aðeins þar. Svo er ég að gefa út vínilplötu á ensku en á henni er upptaka af uppistandi sem var tekið upp í Edinborg í fyrra. Grínklúbburinn Monkey Barrel þarf að vera með lokað út árið þannig að þeir ætla að gefa út plötur í fjáröflunarskyni. Það er hægt að kaupa plötuna, eða stafrænt niðurhal, á Kick- starter undir mínu nafni. M or gu nb la ði ð/ K ri st in n M ag nú ss on ARI ELDJÁRN SITUR FYRIR SVÖRUM FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.6. 2020 Ég hugsa mjög mikið um mat. Góðan mat. Ég pæli endalaust í upp-skriftum, skoða kokkabækur og horfi á kokkaþætti. Ég prófa migáfram í eldhúsinu og er dugleg að sækja veitingastaði hér heima og er- lendis. Ferðir á góða veitingastaði eru oft hápunktar ferða hjá mér. Ég man enn hvernig sumt bragðaðist; kannski mörgum áður síðar. En ég er nýlega búin að uppgötva að ég er líklega haldin einhvers konar röskun. Hungur- kvíðaröskun. Þetta er kannski ekkert til og ég bjó orðið til, en það lýsir vel því sem hrjáir mig. Ég hræðist nefnilega agalega mikið að verða svöng! Um daginn fór ég að ganga á Helgafell og tók með mér vatns- brúsa og banana, ef ég skyldi allt í einu vera að deyja úr hungri uppi á toppi. Sú tilhugsun var afar slæm. Ég borðaði ekkert bananann en leið vel að vita af honum. Ég fattaði þá að ég geri þetta alltaf. Ef ég fer í við- tal og veit að ég kemst ekki alveg strax í mat gúffa ég í mig orkustykki svo ég verði ekki banhungruð í miðju viðtali. Ef ég þarf að keyra út á land birgi ég mig upp af nesti, svo ég verði örugglega ekki hungur- morða á leiðinni. Ekki skil ég hvaðan þessi hungur- kvíðaröskun kemur. Það er ekki eins og ég hafi nokkurn tímann upplifað al- vöru hungur eða svelti um ævina. Það mætti halda að mamma hefði skammt- að mér naumt sem barni eða ekki haft nógan mat á borðum. Hið gagnstæða var satt; það var alltaf of mikill matur. Og ég hef líklega erft þetta frá mömmu. Ég elda oftast eins og ég eigi fimm börn en ekki tvö. Ég get nefni- lega ekki hugsað mér að verða uppiskroppa með mat! Týpísk hungurkvíða- röskun. Fyrir bragðið sitt ég yfirleitt uppi með afganga sem ég þarf að plata ofan í unglingana mína, sem vilja helst ekki afganga enda miklir gourmet- grísir og eiga ekki langt að sækja það. Annars er ég sennilega óþolandi gestur á veitingastöðum. Í fyrsta lagi fæ ég alltaf stjórnlausan valkvíða þegar ég skoða matseðilinn. Mig langar nefni- lega oftast í allt. Ég þarf að spyrja þjóninn margra spurninga áður en ég panta. „Hvaða meðlæti kemur með þorskinum? Er nokkuð hægt að fá sveppi með þessu og kannski auka brauð? Ertu til í að setja sósuna til hliðar?“ Svo þarf ég að passa að ég fái örugglega nóg og spyr ef ég veit að skammt- arnir séu litlir: „Er þetta nógu stór skammtur til að verða saddur?“ Unglingarnir mínir ranghvolfa augunum og segja: „Mamma, geturðu ekki bara pantað?“ Hungurkvíðaröskun á háu stigi Pistill Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’Ég elda oftast eins ogég eigi fimm börn enekki tvö. Ég get nefnilegaekki hugsað mér að verða uppiskroppa með mat! Týpísk hungurkvíðaröskun. Sigfús Haraldsson Hundar. Alls ekki kettir. Það ætti að setja reglur um ketti, þeir eiga að vera inni. SPURNING DAGSINS Hundar eða kettir? Edda Lovísa Edvardsdóttir Hundar. Ég hef alltaf átt hunda og á nú einn labrador. Max Tylkowski Hundar, alltaf. Ég á hund í heima- landi mínu Póllandi. Helga Hlín Stefánsdóttir Ég er hundamanneskja og á tvo hunda. Myndi aldrei fá mér kött. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Ari Eldjárn stingur hausnum aftur út í fyrsta skipti á þessum for- dæmalausu tímum og prófar nýtt grín í skemmtilegri og tilrauna- kenndri uppistandssýningu í Tjarnarbíói. Miðar fást á tix.is. Neyðin kennir nöktum grínista Þú getur bókað góðan fund í Hörpu Fundarými af öllum stærðum og gerðum Nánar á harpa.is/fundir Halla Lögg. fast. 659 4044 Ólafur Sölu- og markaðsstjóri 690 0811 Ellert Sölustjóri 661 1121 Sigþór Lögg. fast. 899 9787 Hafrún Lögg. fast. 848 1489 Bárður Sölustjóri 896 5221 Elín Urður Lögg. fast. 690 2602 Elín Rósa Lögg. fast. 773 7126 Lilja Sölufulltrúi 820 6511 Kristján Sölufulltrúi 691 4252 Grensásvegur 13 - 108 Reykjavík - Sími 570 4800 - gimli.is - gimli@gimli.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.