Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2020, Side 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2020, Side 4
HEIMURINN 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.6. 2020 Fæstir geta séð sjálfan sig í hin- um 226 sentimetra háa Tacko Fall. Þrátt fyrir það hefur hann náð að fanga hug og hjarta stuðningsmanna Boston Celtics, þar sem hann er á mála, og aðdáenda NBA- deildarinnar um allan heim. Fall er fæddur og uppalinn í Senegal en fluttist til Bandaríkj- anna 16 ára gamall til að leika körfubolta þrátt fyrir að hafa aldrei leikið íþróttina. Hann var ekki valinn í nýliðavalinu í fyrra en stóð sig vel þegar hann lék með Celtics í sum- ardeildinni í Las Vegas. Hann hefur þó aðeins leikið sex leiki með lið- inu í deildinni það sem af er tíma- bilinu. En aðdáend- um er sama; þeir kyrja nafn hans líkt og um stór- stjörnu væri að ræða og biðla til þjálfara liðsins, Brads Stevens, um að setja Fall inn á. „Gefðu fólkinu það sem það vill,“ hafði Stevens eftir tíu ára dóttur sinni í vetur. Var Fall til að mynda sjötti í kosningu austurdeildar- innar fyrir stjörnuleikinn í febr- úar og skákaði þar með mörg- um af bestu leikmönnum deildarinnar. Eins og áður segir er Fall einkar hávaxinn, hann notar skó númer 58 og vænghaf- ið er tveir og hálfur metri, hvorki meira né minna. En það sem heillar aðdá- endur mest er líklega hvern- ig hann kem- ur fram; með húmor og auðmýkt að vopni. Þá er hann einkar vel liðinn af liðs- félögum sínum. HINN HÁVAXNI TACKO FALL Það sem fólkið vill Tvær mínútur og 43 sekúndureru eftir af leik Chicago Bullsog Detroit Pistons í NBA- deildinni þegar þjálfari Bulls ákveður að skipta Brian Scalabrine inn á. Allt verður vitlaust í höllinni. Þegar Scalabrine, eða Hvíta mamb- an eins og hann er oft kallaður, sendir frá sér boltann gefa áhorf- endur frá sér vonbrigðaóp enda eng- inn annar sem fólk vill að skjóti að körfunni. Þegar 14,6 sekúndur eru eftir tryggir Scalabrine Bulls sigurinn með afar fallegu stökkskoti og þakið ætlar að rifna af United Center í Chicago. Að vísu vinnur Bulls leik- inn með meira en 20 stigum en það er annað mál. Stundin er Scala- brines, sem margir telja að eigi heima í frægðarhöll körfuboltans. Eins og bara einhver gaur Þetta var árið 2012 en sama ár lagði Scalabrine skóna á hilluna eftir 11 ára feril í deildinni. Kauði var valinn í annarri umferð nýliðavalsins af New Jersey Nets árið 2001, var þar í fjögur ár áður en hann skipti yfir í Boston Celtics og vann með þeim meistartitilinn árið 2008. Eftir tap Celtics í oddaleik lokaúrslita deild- arinnar árið 2010 færði hann sig yfir í Chicago Bulls og var þar síðustu tvö tímabil ferilsins. Þótt margir kalli Hvítu mömb- una (Kobe Bryant var Svarta mamban) þann besta í sögunni er það auðvitað allt í gríni gert og Scalabrine er líklega þekktur sem einn sá versti í sögunni. Hann er þó ekki allur þar sem hann er séður. Að þrauka í NBA-deildinni 11 tíma- bil í röð er alls ekki á færi allra. Að- eins einum Íslendingi hefur tekist að spila leik í deildinni, Pétri Guð- mundssyni, og ekki spilaði hann eins lengi. Scalabrine hefur ávalt verið einn af vinsælustu leikmönnum síns liðs, að minnsta kosti er hann lék með Bulls og Celtics, og netverjar hafa haft mjög gaman af kappanum. Helsta ástæða vinsældanna er að Scalabrine lítur út eins og hann sé bara einhver gaur sem þjálfarinn fékk til að spila með liðinu þetta kvöldið. Hann hefur nánast enga lík- amlega burði, fyrir utan að vera 206 sentimetrar, og er hann bar svita- band á höfðinu var hann merkilega líkur Jackie Moon, karakter Wills Ferrells í myndinni Semi-Pro. En ekki láta blekkjast. Leikskiln- ingur Scalabrines var það sem kom kappanum áfram og var hann ungum liðsfélögum sínum oft innan handar. Þá átti hann betri tímabil í deildinni en maður myndi halda; skoraði 6,3 stig á 21,6 mínútum að meðaltali í leik með Nets tímabilið 2004-05. Mikilvægastur eftir 30 ár Scalabrine kom ávallt vel fram, gaf sér tíma með aðdáendum og starfar nú sem sjónvarpsþulur. Þá var hann nokkuð hnyttinn í viðtölum við blaðamenn. Þegar hann var spurður eftir sigur Celtics á Los Angeles Lakers í úrslitum deildarinnar árið 2008 hvort það væri erfitt að hafa ekki spilað neitt í einvíginu svaraði hann á skemmtilegan hátt: „Núna geturðu sagt að ég hafi ekki spilað eina sekúndu. En eftir fimm ár verðið þið búnir að gleyma því. Eftir 10 ár verð ég ennþá meist- ari. Eftir 20 ár segi ég börnunum mínum að ég hafi byrjað inni á og eftir 30 ár segi ég þeim að ég hafi verið valinn mikilvægastur í loka- úrslitunum.“ Sköllótta mamban Annar leikmaður sem er ekki með þeim bestu en hefur fangað hjarta áhorfenda er hinn 25 ára gamli Alex Caruso. Hann leikur nú með Lakers eftir að hafa ekki verið val- inn í nýliðavalinu 2016. Hann hóf því leik í G-deildinni sem er eins konar B-deild fyrir NBA. Hann spilaði fyrst fyrir Lakers tímabilið 2017-18 en vann sér ekki fast sæti í liðinu fyrr en á yfirstandandi tíma- bili. Hann er mjög vinsæll meðal bæði leikmanna og áhorfenda enda leggur hann hart að sér og allir elska ösku- buskuævintýrið sem hann býður upp á. Netverjar hafa tekið upp á því að kalla Caruso „sköllóttu mömbuna“. Caruso er mjög þunnhærður en virðist vera alveg sama og rakar ekki af sér hárið. „Ég held það sé hvernig ég spila; í hverjum einasta leik fer ég út á völl og leik af eins miklum krafti og ég get og ég held að fólk kunni að meta það,“ sagði Caruso eitt sinn við BleacherReport um vinsæld- irnar. Caruso er líkur Scalabrine að vissu leyti; hann lítur ekki út fyrir að vera atvinnumaður í körfubolta og mætti halda að hann væri 10 ár- um eldri en hann er. En Caruso hefur mikla líkamlega hæfileika. Hann er 196 sentimetrar á hæð, sem er ekki mikið í NBA, en hefur mikinn stökkkraft og sprengikraft og spilar góða vörn. Hann kemur oft á óvart með kraftmiklum troðslum. „Ég get þetta líka“ Ástæða þess að þessir miklu herra- menn hafa náð svo miklum vinsæld- um er ekki að þeir séu lélegir, í lé- legu formi eða asnalegir í útliti. Fólk elskar þá því það getur séð sjálft sig í þeim. Það horfir á þá og hugsar: „Ef þessir gaurar geta þetta, þá get ég það líka.“ Þótt magnaðir leikmenn á borð við Michael Jordan, LeBron James, Kobe Bryant og fleiri séu geysivinsælir vilja áhorfendur, hluti þeirra að minnsta kosti, halda upp á einhvern sem þeir tengja við. Þeir Scalabrine og Caruso hafa lagt mikið á sig til að komast í bestu deild í heimi, þeir hafa báðir mikinn leikskilning og eru vinsælir meðal liðsfélaganna. Þeir eru hóg- værir og kunna að meta þá stöðu sem þeir eru í. Þess vegna eru þeir vinsælir. Hárprúðar mömbur Eðli málsins samkvæmt eru bestu leikmenn NBA- deildarinnar einnig þeir vinsælustu. Einn og einn leikmaður nær þó að fanga hug og hjarta aðdá- enda þrátt fyrir að vera ekki meðal þeirra bestu. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Alex Caruso hefur heillað aðdáendur Los Angeles Lakers með krafti sínum og sigurvilja. AFP Brian Scalabrine, Hvíta mamban, á sér stóran aðdáendahóp netverja enda maðurinn goðsögn í lifanda lífi. AFP Tacko Fall er með hærri leik- mönnum sem leikið hafa í NBA. Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.