Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2020, Qupperneq 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2020, Qupperneq 10
Hann heitir Kevin af því að á mínu heim-ili voru Minions afar vinsælir og hanner gulur,“ segir Hafdís Ósk Gísladóttir en Kevin er fjögurra ára gamall fress. Hvernig týpa er Kevin? „Hann er voðalega sjálfsöruggur köttur og ánægður með sig. Hann er skemmtilegur er svolítil frekja. Hann lætur mann ekki í friði fyrr en hann fær það sem hann vill. Hann mjálmar ekki mikið nema það sé verulega farið að reyna á þolinmæðina. Og það má alls ekki halda á honum,“ segir hún. „Hann situr oft hjá okkur í stól á mat- artímum og fær að éta. Hann er mjög hrifinn af kjúklingi og er því spenntur þegar við erum með kjúkling í matinn og þá fær hann smá bita hjá okkur,“ segir hún. Sparkar alveg á fullu Kevin kemst ekki inn og út um glugga því fjöl- skyldan býr á annarri hæð. Því kenndi hann sjálfum sér að banka með afturfætinum á úti- dyrahurðina til þess að komast inn. „Hann sparkar alveg á fullu og stundum mjög hátt,“ segir Hafdís. „Svo kemur hann þegar maður kallar nafnið hans. Við þurfum bara að fara út og kalla nafn- ið og þá kemur hann hlaupandi. Ég segi alltaf: „Kevin, komdu!“ Þá kemur hann yfirleitt strax. Það er fyndið að sjá hann koma hlaup- andi,“ segir hún. „Hann á einn vin í hverfinu sem heitir Bat- man. Hann fer stundum yfir til hans og þeir sofa hlið við hlið. Svo fer hann stundum í heim- sókn hér í íbúð fyrir neðan okkur,“ segir hún. Þolir ekki ólar „Hann hefur komið inn með lifandi fugla. Hann kom með einn í gær sem ég sleppti síðan út og hann flaug af stað. Kevin vill ekki vera með ól; þetta er níunda ólin sem við setjum á hann. Hann nær þeim alltaf af. Við erum búin að prufa allar gerðir, það dugar ekkert. Þessi sem hann er með hefur tollað á lengst, í fjóra daga!“ segir hún og hlær. „Hann vill bara þurrmat með kjúklinga- bragði. Annars er hann ekki mjög spenntur fyrir mat. Nema þegar maðurinn minn er að elda, þá vill hann fylgjast spenntur með. Ef hann vill fá vatn þá leggst hann ofan í baðkarið og bankar þar og þá látum við renna vatn sem hann drekkur. Stundum bankar hann líka í glugga. Svo bankar hann stundum í eldhús- skápana hjá skálinni sinni til að láta vita að hann vilji fá mat. Slefar yfir nuddi Ef við förum í göngutúr eltir hann okkur stundum allan tímann. Hann röltir á eftir. Ef við förum í lengri göngutúra lætur hann sig stundum hverfa en hann hefur labbað með okkur allan hringinn hér á Álftanesi. En þá þarf maður aðeins að halda honum uppteknum með því að kalla á hann,“ segir hún. „Hann elskar líka að láta nudda á sér eyrun. Ef maður nuddar þá á hann til að slefa. Það frussast út um allt!“ segir hún og byrjar að nudda eyrun. Kevin er ánægður með nuddið og slefar fyrir blaðamann. Morgunblaðið/Ásdís Tjáir sig með banki KEVIN Gabríela, Hafdís, Kevin og Magnús Freyr stilla sér upp á mynd. Kevin er klár köttur sem notar aftur- fæturna til að banka þegar hann vill komast inn. Kevin er fyndinn köttur. Hann er með tvo skemmtilega bletti á nefinu. GÆLUDÝR 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.6. 2020 Simbi er eins árs og Nala tveggja ára. Viðbyrjuðum á því að fá okkur Nölu af þvíað stelpan okkar er búin að vera með kisur á heilanum síðan hún fæddist. Við létum undan og fengum fyrst hana,“ segir Arna Dögg Ragnarsdóttir, eigandi kattanna. „Svo veit maður aldrei hvernig einstakling maður fær og hún er ekki mjög mannblendin. Það þarf allt að vera á hennar forsendum. Hún er ekki fyrir að láta halda á sér, hvað þá að leyfa krökkum að tala við sig. En svo á hún það til að koma og kúra hjá manni og hún elskaði það þegar ég var að vinna heima í Covid. Þá sat hún í kjöltunni á mér á meðan ég var að vinna,“ segir hún. „Simbi var líka alsæll að hafa mig heima.“ Étur papriku og gúrku Arna segir það hafa verið skyndiákvörðun að fá annan kött. „Ég sá inni á Facebook þennan gaur. Hann var af sveitabæ rétt hjá Búðardal og þegar hann kom fyrst var hann svo horaður greyið. Hann er rosalega gráðuður. Þegar hann kom þriggja mánaða var hann með rosalega sog- þörf og er enn með hana. Hann sýgur allt sem hann kemst í,“ segir hún og hlær. „Líka eyrnasneplana á okkur. Ég reyndi eitt sinn að kaupa handa honum snuddu en það gekk ekki,“ segir hún og hlær. „Hann hét Ed Sheeran þegar við fengum hann af því hann mjálmar alveg gífurlega hátt. Og svo er hann svolítið rauðhærður. En svo leyfðum við Hildi að ráða nöfnunum og hún vildi að hann héti Simbi. Simbi og Nala. Hann er hvers manns hugljúfi og vill alltaf vera með. Hann eltir okkur út um allt. Svo ét- ur hann allt og það besta sem hann fær er paprika og gúrka. Ég missti þetta í gólfið og hann gleypti þetta bara. Annars fær hann mest þurrmat og blautmat einstaka sinnum. Hann andar blautmatnum að sér,“ segir hún. Sest, leggst og rúllar sér „Við byrjuðum á því að reyna að kenna Nölu eitthvað en það gekk ekki. Hún þekkir reynd- ar orðið nammi. Þegar við erum að reyna að ná henni inn á kvöldin þá köllum við: „Nala, viltu nammi?“ Þá kemur hún eins og skot,“ segir hún. „Svo labbar hann með manni þegar ég fer í göngutúr. Þau neita bæði að lepja vatn úr skál heldur vilja bara vatn úr baðkari eða drullu- polli,“ segir hún. „Strákurinn minn, Ragnar Heiðar, byrjaði nýlega að kenna Simba að hlýða, eins og hundar gera. Að setjast, leggjast og rúlla sér. Hann byrjaði að ýta honum niður á rassinn og sagði: „Sestu“. Hann náði þessu eins og skot,“ segir hún og sýnir okkur hvernig Simbi hlýðir. „Síðan kenndi hann honum að leggjast og þá segir hann: „Leggstu“. Svo kenndi hann honum að rúlla og hann lærði það líka. Svo gerum við handahreyfingar með og hann virðist horfa á þær,“ segir hún. „Stundum kemur hann og sest, leggst og rúllar sér því hann veit að þá fær hann nammi. Það verður að vera umbun,“ segir hún. „Simbi er algjör dásemd. Mjög ákveðinn og skemmtilegur kisi og mikill persónuleiki.“ SIMBI OG NALA Simbi kann að setjast, leggj- ast og rúlla sér fyrir nammi. Sýgur eyrnasnepla Hildur Heiða og Ragnar Ágúst eru hér með Simba og Nölu. Morgunblaðið/Ásdís

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.