Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2020, Side 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2020, Side 17
Þótt tíminn væri naumur tókst undraskjótt að undirbúa mótmælin en undirbúningurinn sýndi að meira stóð til. Það höfðu verið límdir upp prentaðir miðar á dyr og glugga á húsum og tilkynnt að sá rekstur væri í hönd- um blökkumanna! Það átti sem sagt að hafa hliðsjón af því þegar tekið væri til við að brjóta, brenna og ræna verslanir, vinnustofur og skrifstofur sem ekki höfðu slíkar merkingar. Þessir miðar gengu undra- skjótt borg úr borg og um allar helstu götur atvinnu- lífsins! Það var ekki einungis starfsemi í höndum hvítra sem gerð var árás á. Verslanir og veitingastaðir í höndum minnihlutahópa eins og Kóreumanna, Víet- nama og annarra urðu eldi, ránum og bareflum að bráð. Myndir af gömlum konum að reyna að verja litlu búðina sína eða veitingastaðinn sem tekið hafði ár að byggja upp og voru barðar með boltakylfum fóru ekki endilega víða og má spyrja sig hvers vegna ekki. Látalætisákall um umræður Í sumum fjölmiðlum var sagt hátíðlega að brýnt væri að fram færi hreinskilin umræða um sambúð kynþátt- anna, eins og það var orðað. En iðulega létu þeir sömu í framhaldinu dæluna ganga með stóryrðum, þar sem staðreyndirnar höfðu verið lagaðar til af yfirlæti og ásökunum, svo að þeir sem ekki jánkuðu jafnvel fárán- legustu fullyrðingum væru stimplaðir fasistar, kyn- þáttahatarar og allt það sem nú fylgir. Slíkur munn- söfnuður sást jafnvel hér á landi og ekki aðeins frá föstum liðum eins og vant er og úr sér gengið og ómarktækt. Nokkrir óvæntir aðilar dingluðu stundum með í þeim taumi og fór þeim ekki vel. Horft var framhjá því af staðföstum ásetningi að verst var ástandið sem kvartað var yfir einatt í þeim fylkjum og borgum sem demókratar hafa farið með stjórn á lengi og skipað þar alla helstu yfirmenn lög- gæslunnar jafn lengi. Þar voru nú hafðar uppi kröfur um að lögreglustöðv- um yrði helst lokað, en ella fækkað mjög í liðunum og fyrirmennin tóku samstundis undir! Einhverjir úr þeim hópi sögðust ætla að hætta að ráða lögreglumenn og ráða í stað þeirra félagsráðgjafa. Það ætti að verða léttur leikur því alllengi hefur ekki verið auðvelt að manna þar stöður. En þeir sem kalla eftir hjálp eftir að vopnaðir menn ráðast inn á heimili þeirra verða sjálf- sagt hissa þegar félagsráðgjafarnir mæta til að tala um fyrir hinum óboðnu vopnuðu gestum. Óláns- maðurinn sem beittur var fantabrögðunum sem að framan var lýst hafði áður verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir vopnað rán í heimahúsi. Fróðlegt var að sjá að borgarstjórar og lögreglu- stjórar í þeim sömu borgum sögðu nú opinberlega að til greina kæmi að banna þessa aðferð sem lögreglu- maðurinn beitti og kallaði á svo mikla réttláta reiði eftir myndbirtingu! Með öðrum orðum sögðu þeir að þetta hefði verið lögmæt aðgerð, sem þeir töldu þó nú að kæmi til greina að endurskoða í ljósi atburða! Hermikrákur mæta Strax í kjölfarið hófst svo glórulaus eftiröpun mótmæl- anna í borgum í Evrópu og þá ekkert gert með gild- andi fyrirmæli um bann við samkomum vegna kórónu- veirunnar. Í vandræðum sínum tóku Evrópumennirnir að beina athygli sinni að nokkrum mörg hundrað ára gömlum myndastyttum. Þeir sömu gerðu reyndar aðsúg að frægri styttu af Churchill, þeim sama og hafði haft mest um það að segja á augnabliki neyðarinnar að nas- isminn næði ekki endanlegu tangarhaldi á heiminum, eftir að hafa lagt meginland Evrópu undir sig með léttum leik, í trausti friðarsamnings við Jósef Stalín. Varla halda skemmdarverkamenn að Adolf heitinn með skeggið hafi verið óhóflega veikur fyrir minni- hlutahópum? Aldrei hefur heyrst að Bandaríkjamenn efni til mót- mæla og óeirða vegna einhvers sem gerist austan megin ála. En minnimáttarkenndin gagnvart Banda- ríkjunum er mikil og söm við sig og þeim þar hefur ekki enn verið fyrirgefið það að hafa bjargað Evrópu undan sjálfri sér tvisvar sinnum með fárra ára milli- bili. Kannski væri hægt að fyrirgefa slíkt einu sinni, en tvívegis gerir mönnum óneitanlega erfitt fyrir. Morgunblaðið/Eggert ’Aldrei hefur heyrst að Bandaríkjamennefni til mótmæla og óeirða vegna einhverssem gerist austan megin ála. En minni-máttarkendin gagnvart Bandaríkjunum er mikil og söm við sig og þeim þar hefur ekki enn verið fyrirgefið það að hafa bjargað Evr- ópu undan sjálfri sér tvisvar sinnum með fárra ára millibili. 14.6. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.