Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2020, Qupperneq 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2020, Qupperneq 19
14.6. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 ÚTSALA SUMAR www.husgagnahollin.isS EN DUM FR ÍT T V E F V E R S L U N afsláttur60%Allt að Sigrún segir þau hafa neyðst til að fara íframkvæmdirnar vegna músagangs. Tilað byrja með ætluðu þau bara að taka eldhúsið í gegn en eitt leiddi af öðru á og end- anum voru þau búin að gera húsið fokhelt. „Við ætluðum bara að breyta eldhúsinu því við héldum að þetta kæmi inn hjá vaskinum en svo kom í ljós að þetta kom úr loftinu. Þannig að við enduðum á að hækka loftið og rífa niður nokkra veggi,“ segir Sigrún í viðtali. Þegar framkvæmdirnar voru komnar vel á vel komu í ljós einstaklega fallegir hlaðnir veggir sem setja nú svip á heimilið. Sigrún segist hafa viljað halda þeim berum og gefa þeim nýtt líf. Framkvæmdirnar hófust seint á síðasta ári en þau hjónin rétt náðu að gera allt klárt fyrir jólin. Sigrún segir að hún hafi haft mjög ákveðnar hugmyndir um hvernig hún vildi hafa hlutina. Eftir framkvæmdirnar hefur Sigrún ekki keypt mikið af húsgögnum þar sem gömlu hús- gögnin pössuðu miklu betur inn í húsið eftir framkvæmdirnar en áður. „Þau smullu bara einhvern veginn inn og þetta meikaði allt miklu meira sens,“ segir Sig- rún. Hvað fannst þér skemmtilegast í þessu ferli? „Mér fannst skemmtilegast að gera þetta hús að mínu. Við vorum með smið, hann Lúlla, og hann fór eiginlega eftir öllu sem ég sagði og gerði,“ segir Sigrún. Liturinn sem Sigrún valdi á stofuna heitir daggarblár og passar einstaklega vel við leður- sófana. „Það er alltaf talað um að það megi ekki setja dökka liti á lítil rými eða þar sem er lágt til lofts en mér finnst það bara alveg. Svo lengi sem það er kósí og fallegt og manni líður vel í rýminu,“ segir Sigrún. Þau keyptu allt nýtt í eldhúsið sem var kom- ið til ára sinna. Sigrún segir að þau hafi reynt að fara sem sparlegast út úr þessu. Innrétt- inguna fengu þau í Ikea. Þau völdu græna inn- réttingu en Sigrún segir að það hafi verið mjög erfitt að finna liti á Íslandi. „Við ætluðum að skoða að hafa flísar í eld- húsinu og ég var að spá í bláar flísar, en svo er innréttingin það dökk að ég hugsa að ég fari í hvítar flísar. En það er ekki hægt að finna lit- ríkar flísar og það tekur svolítinn tíma að finna réttu hlutina,“ segir Sigrún og bætir við að það sé bara skemmtilegt langtímaverkefni að finna réttu hlutina sem passi inn hverju sinni. Hvert er þitt uppáhaldshorn á heimilinu? „Ég á mér nokkur uppáhaldshorn hérna heima. Mér finnst hleðslan sem við fundum í veggjunum rosalega falleg. Þannig að ég er rosalega hrifin af öllum stöðunum þar sem hún kemur fram. Stofan er líka í miklu uppáhaldi,“ segir Sigrún. „Síðan er það krókurinn minn inni í svefn- herbergi sem er alveg yndislegur, með helling af blómum. Þar sit ég og mála,“ segir Sigrún. Sigrún er einstaklega listræn enda vinnur hún sem húðflúrari á tattústofunni Bleksmiðj- unni. Tattústofur þurftu að hafa lokað í sam- komubanninu en Sigrún hafði þó nóg fyrir stafni á meðan og byrjaði aftur að mála. Hún málar málverk sem eru innblásin af sterkum konum sem hafa haft áhrif á Sigrúnu í gegnum árin. Hún hélt áfram að mála eftir að samkomu- banninu lauk og hélt málverkasýningu á veit- ingastaðnum The Coocoo’s Nest nú í byrjun júní. Sigrún segist ekki vera mikið fyrir að skreyta eigin heimili með verkum eftir sjálfa sig þótt nokkur þeirra séu á heimilinu núna. Hún vill frekar kaupa list af öðrum og sést það á fallega skreyttu heimili hennar. Dökkgræna eldhús- innréttingin er úr Ikea. Morgunblaðið/Eggert Nýjasta verk Sigrún- ar í vinnslu. Fjöldi málverka eftir Sigrúnu prýðir heimilið um þessar mundir og bíður þess að fara á málverka- sýningu. Hér má sjá leikkonuna Marlene Dietrich, en sterkar konur eru helsti innblástur Sigrúnar. Plöntur og litir eru áberandi á heimili Sigrúnar. Tóku húsið í gegn vegna músagangs Húðflúrarinn Sigrún Rós Sigurðardóttir og eiginmaður hennar Ingólfur Pálmi Heimisson gerðu nýverið upp einbýlishúsið sitt á Kársnesinu. Húsið var byggt árið 1942 og því komið til ára sinna. Sonja Sif Þórólfsdóttir sonjasif@mbl.is Sigrún Rós Sigurðardóttir býr í fallegu ný- uppgerðu húsi á Kársnesi í Kópavogi. Innlit Sigrún Rós Sigurðardóttir - Bleksmiðjan

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.