Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2020, Page 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2020, Page 29
öll öskrin á upptök- unni, þekkt sem Vil- hjálmsöskrið. Eins og rætt er hér að ofan er öskrið notað til að túlka hræðslu stormsveitarmanns sem hrapar til dauða. En Burtt stoppaði ekki þar og notaði öskrið í fjölda ann- arra mynda sem hann vann að; þar á meðal í næstu Star Wars-myndum, Indiana Jones-myndunum auk More American Graffiti og Willow. Félagi Burtts úr háskóla, Richard Anderson, vann einnig sem hljóð- hönnuður að fjölda mynda í Holly- wood og tók ástfóstri við öskrið. Notaði hann það í myndir á borð við Poltergeist, Toy Story, Hercules og Pirates of the Caribbean. Öskrarinn fundinn Fyrst um sinn vissu fáir af Vil- hjálmsöskrinu. Smátt og smátt mátti heyra öskrið í fleiri og fleiri myndum. Weddington Productions, hljóðvinnslufyrirtæki Andersons, kom öskrinu fyrir í safni sínu og var það því notað í fjölda mynda þar sem fyrirtækið kom að framleiðslu. Af þeim má nefna teiknimyndirnar Beauty and the Beast, Aladdin og A Goofy Movie sem margir kannast við frá 10. áratugnum. Með tímanum færðist það sem í upphafi var einkabrandari nokkurra hljóðhönnuða í Hollywood yfir í að verða hluti af meginstreyminu í kvikmyndaiðnaðnum. Alltaf þegar einhver hrapaði eða var skotinn mátti búast við öskrinu. Quentin Tarantino hefur notað öskrið í mörg- um af myndum sínum; fyrst í Re- servoir Dogs og síðar í Inglorious Basterds og Django Unchained. Við hljóðvinnslu á annarri mynd sinni um Hringadróttinssögu heyrði Peter Jackson söguna um öskrið. Hann varð svo spenntur að hann lét hækka hljóðið í öskrinu og krafðist þess að það yrði líka notað í þriðju myndinni, í atriðinu sem fjallað er um hér að ofan. Allt í allt hefur Vilhjálmsöskrið komið við sögu í yfir 400 kvikmynd- um og sjónvarpsþáttum. Ekki var vitað hver ætti heiðurinn af öskrinu svo Burtt reyndi að kom- ast til botns í málinu. Nokkrir voru skráðir á lista leikara fyrir hljóð- upptökur Distant Drums og eftir að hafa hlustað á raddir þeirra allra taldi Burtt Sheb Wooley þann líkleg- asta. Wooley var bæði leikari og tónlist- armaður og líklega frægastur fyrir lagið Purple People Ea- ter sem var sex vikur efst á vinsældalistum í Bandaríkj- unum árið 1958. Wooley lék lítið hlutverk í Distant Drums og var síðan fenginn til að hjálpa til við hljóðsetn- inguna. Hann dó 82 ára að aldri árið 2003. New Line Cinema 14.6. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Hringdu í síma 580 7000 eða farðu á heimavorn.is HVARSEMÞÚERT SAMSTARFSAÐILI Öryggiskerfi 15:04 100% FYLKI Keanu Reeves mun leika Neo í nýrri mynd um Fylkið, The Matrix 4. Myndin á að koma í kvikmyndahús á næsta ári og mun mótleikari Reeves, Car- rie-Anne Moss sem leikur Trinity, einnig vera með. Í viðtali við Empire á dögunum var Reeves spurður af hverju hann hefði tekið hlutverkið að sér en 17 ár eru síðan önnur og þriðja myndin í þríleiknum um Fylkið komu út. Sagði hann handrit myndarinnar fallegt og að handritshöf- undurinn Lana Wachowski, annar hand- ritshöfunda upprunalegu myndarinnar, hefði mikilvæga sögu að segja. Neo snýr heim Reeves snýr aftur sem Neo. AFP BÓKSALA 3.-9. JÚNÍ Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Vegahandbókin 2020 Steindór Steindórsson o.fl 2 Á byrjunarreit Lee Child 3 Dóttirin Anne B. Ragde 4 Möndulhalli Ýmsir höfundar 5 Sjö lygar Elisabeth Kay 6 Danskvæði um söngfugla Suzanne Collins 7 Tíbrá Ármann Jakobsson 8 Beðið eftir barbörunum J. M. Coetzee 9 Kisa litla í felum Holly Webb 10 Hryllilega stuttar hrollvekjur Ævar Þór Benediktsson 1 Kisa litla í felum Holly Webb 2 Hryllilega stuttar hrollvekjur Ævar Þór Benediktsson 3 Kalli breytist í grameðlu Sam Copeland 4 Hvar er Andrés? Walt Disney 5 Græna geimveran Hjalti Halldórsson 6 Heillaspor Gunnar Hersveinn o.fl. 7 Dagbók Kidda klaufa 12 – flóttinn í sólina Jeff Kinney 8 Sögur úr Múmíndal Tove Jansson 9 Blokkin á heimsenda Arndís Þórarinsdóttir/Hulda Sigrún Bjarnadóttir 10 Þekkir þú Línu langsokk? Astrid Lindgren Allar bækur Barnabækur Ég hef verið svo heppin að nátt- borðið hefur verið hlaðið gæð- um síðustu mánuði og það verð- ur erfitt að velja hvað tekur við. Þetta eru þrjár bækur, hver ann- arri betri, allar nýjar eða nýlegar og allar eftir erlendar skáldkon- ur. Sú sem ég nostra nú við heit- ir The Mirror & the Light og er lokakaflinn í mögnuðum þríleik Hillary Mantel um Thomas Cromwell, helsta ráðgjafa Hinriks VIII og lykilmann á bak við djúp- stæðar þjóð- félagsbreytingar sem urðu í Eng- landi í valdatíð hans. Sjónvarps- áhorfendur sáu kannski þættina, Wolf Hall, sem gerðir voru upp úr fyrri bók- unum tveimur en færri vita að bækurnar hlutu hvor fyrir sig Booker-verðlaunin, sem er afrek fyrir bókaröð. Það er sérstök un- un að lesa sögulega skáldsögu sem er jafnframt bókmennta- afrek. Þar á und- an las ég bókina Drive Your Plow Over the Bones of the Dead eftir nóbelsskáldið Olgu Tokarczuk. Vá, hvað mér fannst hún fersk og öðruvísi. Morðgáta úr pólskri fjallasveit þar sem geðheilsa sögumanns er jafn áleitin ráðgáta og leitin að morðingjanum. Þetta var fyrsta bókin sem ég las eftir Olgu en verður ekki sú síðasta. Ein bók ber þó höfuð og herðar yfir allt sem ég hef lesið í langan tíma og það er meistaraverkið Ducks, Newburyport eft- ir Lucy Ellman. Bókin er svo góð að ég set hana við hlið Stríðs og friðar eftir Tolstoy yfir bestu bækur sem ég hef lesið um ævina – og allt annað kemur þar langt á eftir. Í stuttu máli er sagan inn- sýn í hugarheim heimavinnandi húsmóður í Ohio á mörkum kulnunar við barnauppeldi og bakstur á kanil- snúðum og epla- bökum. Inn í fléttast ljóðræn frásögn af örlög- um annarrar móður, fjalla- ljónynju, sem býr á mörkum borgar og óbyggða. Frásögnin sogar lesandann inn á fyrstu síðu og heldur í heljar- greipum, án punkta eða greina- skila, í rúmar 1.000 blaðsíður í rótsterkri ádeilu á umhverfismál, ofbeldi gegn konum, byssueign, skortinn á velferðarkerfi í Banda- ríkjunum og þjóðarmorðið á frumbyggjum N-Ameríku. Þegar ég kláraði bókina vildi ég byrja samstundis upp á nýtt og elta nýja þræði í þessum þéttofna vefnaði bókmennta og þjóð- félagsrýni. Ég hugsa, svei mér þá, að ég geri það áður en árið er á enda. BIRNA ER AÐ LESA 1.000 blaðsíður án punkta eða greinaskila Birna Þórarins- dóttir er fram- kvæmdastjóri UNICEF á Ís- landi. Á lista yfir þann fjölda kvik- mynda þar sem heyra má Vil- hjálmsöskrið er að finna margar af bestu og vinsæl- ustu myndum sögunnar. Hér má nefna nokkrar sem ekki eru nefndar í greininni. Les- endur geta sest niður, horft á og reynt að taka eftir öskrinu fræga.  Titanic (1997)  Kill Bill: Vol. 1 (2003)  Guardians of the Galaxy Vol. 2 (2017)  Once Upon a Time … in Hollywood (2019)  Hacksaw Ridge (2016)  Up (2009)  The Hunger Games (2012)  Avengers: Infinity War (2018)  Sin City (2005)  21 Jump Street  Juno (2007) Af nógu að taka Ben Burtt kom öskrinu á kort- ið þegar hann notaði það í Star Wars. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.