Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2020, Síða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2020, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.6. 2020 Velkomin aftur w w w. i t r. i s L augarnar í Reykjaví k Höldumbilinu S ý n u m hve r t ö ð r u t i l l i t s s e m i o g v i rð u m 2 m e t r a f j a r l æ g ð a r m ö r k i n a l l s s t a ð a r þ a r s e m m ö g u l e g t e r G e s t i r e r u á e i g i n á by r g ð Við erum öll almannavarnir 2m 08.00 Strumparnir 08.20 Adda klóka 08.40 Blíða og Blær 09.05 Dóra og vinir 09.25 Mæja býfluga 09.40 Zigby 09.50 Mia og ég 10.15 Lína langsokkur 10.40 Latibær 11.00 Lukku láki 11.25 Ævintýri Tinna 12.00 Nágrannar 12.20 Nágrannar 12.40 Nágrannar 13.05 Nágrannar 13.25 Nágrannar 13.50 McMillions 14.40 Katy Keene 15.25 Áttavillt 15.55 BBQ kóngurinn 16.30 60 Minutes 17.40 Víglínan 18.26 Veður 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.45 Sportpakkinn 19.00 The Greatest Dancer 20.25 Samkoma 21.05 Rebecka Martinsson 21.55 Prodigal Son 22.40 I Know This Much Is True 23.40 Cardinal ÚTVARP OG SJÓNVARP Sjónvarp Símans RÚV Rás 1 92,4  93,5 Omega N4 Stöð 2 Hringbraut 20.00 Uppskrift að góðum degi á Norðurlandi eystra 20.30 Eitt og annað af Vest- urlandi Endurt. allan sólarhr. 13.00 Catch the Fire 14.00 Omega 15.00 Joel Osteen 15.30 Charles Stanley 16.00 Trúarlíf 17.00 Times Square Church 18.00 Tónlist 18.30 Ísrael í dag 19.30 Jesús Kristur er svarið 20.00 Omega 21.00 Tónlist 22.30 Gegnumbrot 20.00 Mannamál (e) 20.30 Suðurnesja-magasín Víkurfrétta (e) 21.00 Helgarviðtalið 21.30 Bærinn minn (e) Endurt. allan sólarhr. 12.15 The Voice US 13.00 The Bachelor 14.20 The Good Place 15.10 Gordon Ramsay’s 24 Hours to Hell and Back 16.05 Survivor 16.50 The King of Queens 17.10 Everybody Loves Ray- mond 17.35 A Million Little Things 18.20 This Is Us 19.05 Með Loga 20.00 The Block 21.20 Madam Secretary 22.10 Godfather of Harlem 23.10 City on a Hill 00.05 FBI 00.50 Bull 06.55 Bæn og orð dagsins. 07.00 Fréttir. 07.03 Tríó. 08.00 Morgunfréttir. 08.05 Á tónsviðinu. 09.00 Fréttir. 09.03 Samtal. 10.00 Fréttir. 10.15 Bók vikunnar. 11.00 Guðsþjónusta 12.00 Hádegisútvarp. 12.20 Hádegisfréttir. 12.40 Veðurfregnir. 13.00 Sögur af landi. 14.00 Víðsjá. 15.00 Glans. 16.00 Síðdegisfréttir. 16.05 Úr tónlistarlífinu: Sin- fóníuhljómsveit Ís- lands og Hallveig Rún- arsdótti. 16.55 Himininn brosir: Smá- saga. 17.25 Orð af orði. 18.00 Kvöldfréttir. 18.10 Raunir, víti og happ. 18.50 Veðurfregnir. 18.53 Dánarfregnir. 19.00 Óskastundin. 19.40 Undantekningin. 20.35 Gestaboð. 21.30 Úr gullkistunni. 22.00 Fréttir. 22.10 Á reki með KK. 23.10 Frjálsar hendur. 24.00 Fréttir. 07.15 KrakkaRÚV 07.16 Tulipop 07.19 Molang 07.23 Húrra fyrir Kela 07.47 Hæ Sámur – 52. þáttur 07.54 Hrúturinn Hreinn 08.01 Bréfabær 08.12 Lalli 08.19 Stuðboltarnir 08.30 Konráð og Baldur 08.43 Nellý og Nóra 08.50 Múmínálfarnir 09.12 Ronja ræningjadóttir 09.36 Robbi og Skrímsli 10.00 Herra Bean 10.25 Fólkið í blokkinni 10.50 Skólahreysti 11.50 Söngvaskáld 12.40 Músíkmolar 12.50 Treystið lækninum 13.40 Menningin – samantekt 14.10 Veröld sem var 14.35 Emilíana Torrini og Sinfó 16.25 Gereyðing – í kapp við tímann 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV 18.01 Stundin okkar 18.25 Lífsins lystisemdir 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.40 Jarðtengdur 20.20 Músíkmolar 20.35 Viktoría 21.25 Framúrskarandi vin- kona: Saga af nýju ættarnafni 22.25 Maximilian og María af Búrgund 23.55 Kafbáturinn 13 til 16 Pétur Guðjóns Góð tónlist og létt spjall á sunnudegi. 16 til 18 Tónlistinn Topp40 með DJ Dóru Júlíu Einn vinsælasti plötusnúður landsins kynnir vinsæl- ustu lög landsins á K100. Tónlistinn er eini opinberi vinsældalisti landsins, unninn upp úr gögnum frá Fé- lagi hljómplötuframleiðanda. 18 til 00 K100 tónlist Besta blandan af tónlist á K100 í allt kvöld. Í byrjun mánaðarins var opnaður nýr ís- lenskur fréttavefur helgaður Sony PlaySta- tion-leikjatölvum á slóðinni psfrettir.com. Þar eru birtar fréttir og annað efni um nýj- ustu og væntanlega leiki fyrir PlayStation 4 og PlayStation 5. Hægt er að sjá myndir og um- fjöllun um nýjustu leikjatölvu Sony, PS5. PlayStation-fréttavefur opnaður Vefurinn er aðgengi- legur á psfrettir.word- press.com Síminn hringdi hjá neyðarlínunnií Pétursborg rétt fyrir klukkanfimm að morgni laugardagsins 9. nóvember 2019. Tilkynnt var að maður héldi sér í steinþrep í ánni Mojku og hrópaði á hjálp. Björgunar- menn voru snöggir á vettvang og fljótir að ná manninum úr ánni. Þeir tóku af honum bakpokann og vöfðu hann í teppi. Hann kvaðst heita Oleg Valerjevits Sokolov, dósent við ríkis- háskólann í borginni og búsettur við ána. Hitinn var við frostmark þennan morgun og maðurinn drukkinn, en björgunarmönnum var létt þar sem honum virtist ekki hafa orðið meint af. Svo opnuðu þeir bakpokann. Í honum voru tveir kvenmannshand- leggir, teknir af við olnboga. Réttarhöld í máli Sokolovs hófust í Pétursborg á þriðjudag. Handlegg- irnir reyndust af Anastasíu Jest- sjenkó, 24 ára gamalli ástkonu Soko- lovs og fyrrverandi nemanda hans. Hann var handtekinn og skömmu síð- ar játaði hann morðið. Hún hafði komið til borgarinnar 2012 til að læra sagnfræði. 2014 sótti hún fyrsta sinni fyrirlestur hjá Sokolov. Hann var þá einn vinsælasti fyrirlesari borgar- innar. Æðsta orða Frakka Sokolov er sérfræðingur í Napóleon Bonaparte og talar frönsku eins og innfæddur. Hann hefur skrifað nokkrar bækur um Napóleon og hef- ur dálæti á að leika hlutverk hans í sviðsetningum í búningum á orr- ustum úr herleiðangri hans inn í Rússland 1812. Hann segir að ástríða sín á viðfangsefninu hafi kviknað þeg- ar hann las fyrstu setninguna í bók- inni Skytturnar þrjár eftir Alexandre Dumas. Skrif Sokolovs hafa verið þýdd á frönsku og hlaut hann heið- ursorðu frönsku heiðursfylkingar- innar árið 2003, á eftir Willy Brandt og undan Bill Gates. Svo virðist sem Sokolov hafi myrt Jestsjenkó eftir rifrildi. Hann skaut hana í höfuðið með afsagaðri veiði- byssu, kyrkti hana, skaut hana svo aftur, alls fjórum sinnum. Daginn eftir má sjá á upptökum myndavéla hvar hann fer út í búð og kaupir sér sög. Um daginn heimsóttu hann tveir vinir og sátu hjá honum til tíu um kvöldið, grunlausir um að í næsta herbergi lægi lík. Í vitnisburði sínum kveðst Sokolov hafa fengið sér koníak og byrjað að búta líkið sundur þegar þeir voru farnir. Líkamshlutana setti hann í poka og sést hann í mynda- vélum fleygja þeim í ána. Síðast fleygði hann bakpokanum í Mojku, en hann sökk ekki. Sokolov hljóp meðfram ánni, fram hjá Júsúpov-höllinni þar sem Raspútín var drepinn 1916, og fann loks stað þar sem hann gat náð í bakpokann. Þá vildi svo til að hann hrasaði út í ána, sem hrifsaði hann með sér, og skömmu síðar var hann veidd- ur upp úr henni. Ítrekaðar kvartanir Eftir að Sokolov var handtekinn kom í ljós að ítrekað hafði verið kvartað vegna ágengni hans við konur en aldrei var brugðist við kvörtununum. Skólinn hefur verið sakaður um að þagga niður hegðun Sokolovs. Komið hefur fram vitnisburður um að hann hafi lagt hendur á aðra konu, sem var nemi við skólann, og hótað að kveikja í henni og myrða hana 2008, en hann var aldrei ákærður. Málið hefur kveikt heitar umræður í Rússlandi um heimilisofbeldi. Talið er að 16,5 milljónir kvenna í Rúss- landi verði árlega fyrir ofbeldi af hálfu fjölskyldu eða maka. Lög um heimilisofbeldi voru milduð í Rúss- landi fyrir þremur árum þannig að flestir, sem gerast brotlegir, borga yfirleitt aðeins sekt. Aljona Popova lögmaður, sem bar- ist hefur fyrir rétti kvenna, sagði að Sokolov hefði verið í skjóli hins rotna kerfis í Rússlandi og hægt hefði verið að afstýra morðinu. Réttarhöldunum í máli Sokolovs verður fram haldið á morgun, mánu- dag. Oleg Sokolov er þekktur fyrir þátttöku í sviðsetningum á innrás Napóleons í Rússland. Hér er hann í hlutverki Napóleons við ána Nemas í Litháen. Sokolov hefur játað að hafa myrt ástkonu sína í nóvember. AFP RÚSSNESKUR SAGNFRÆÐINGUR FYRIR DÓM Sagaði ást- konuna í búta

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.