Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2020, Page 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2020, Page 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.6. 2020 Sagt er að til séu þrjár tegundir af fólki.Þau sem kunna að telja og þau semkunna það ekki. Og við getum rifist endalaust um tölur. Sem er reyndar býsna merkilegt því þær ættu að vera svo afgerandi. Þær eru nefnilega ekki eins og orð sem hægt er að túlka á alla vegu. Í þeim eru engin blæ- brigði og engar duldar meiningar. Þær eru bara það sem þær eru. Tölur. Samt er það svo að í hverri einustu viku og sennilega á hverjum einasta degi lesum við fréttir um deilur um hvernig eigi að skilja töl- ur. Hvað þær þýði og hvað þær séu að segja okkur. Í hvaða samhengi þær eru og hver reiknaði þær út. Árum saman hafa dunið á okkur kannanir sem sýna annarsvegar að meirihlutanum finn- ist meiriháttar að geta gengið niður bíllausan Laugaveg og svo hinsvegar að þar sé allt á leið- inni lóðbeint til helvítis vegna þess að bílarnir komist ekki niður Laugaveginn og það sé lífs- ins ómögulegt að finna bílastæði og allar búð- irnar á leiðinni á hausinn. Svo eru þessar kann- anir túlkaðar fram og til baka og þegar búið er að fá niðurstöðu sem hentar málstaðnum. Það er einmitt helsti draumur margra. Að fá sönnun fyrir að vera að gera allt rétt og geta flaggað einhvers konar opinberu plaggi því til stuðnings. Nýjasta dæmið er um kannanir á fylgi forsetaframbjóðenda. Þar hefur annar fram- bjóðandinn, og reyndar býsna margir stuðn- ingsmenn hans, hreinilega hafnað því að þær séu réttar. Mögulega af því að það er ekki talað við rétta fólkið, fólkið sem á könnunarfyrir- tækin er hluti af hinni meintu „elítu“ eða niðurstöður eru blátt áfram falsaðar. Hans eig- in kannanir gefi allt aðra mynd og sama gildi um kannanir á vefsíðum og útvarpsstöðvum. Það verður reyndar að teljast merkilegt að í einni könnun er hann með sjö af hundraði en nær svo tæpum helmingi í annarri. Það ættu sennilega allir að sjá að það getur ekki verið eðlileg sveifla. Þá er loksins komið að því að ég geti farið að nota þetta 25 ára nám mitt í stjórnmálafræði. Lykilatriði í þessum vísindum er við hverja er talað. Það er nefnilega svo merkilegt að þeg- ar á að finna þverskurð þjóðarinnar þá þarf einmitt að tala við þverskurð þjóðarinnar. Þá er ekki nóg að tala bara við vini sína, stuðn- ingsmenn og fylgjendur. Þannig væri könnun á meðal vina þinna á Facebook líklega ekki fjarri skoðunum þínum. Einkum vegna þess vinir þínir eru líklegri til að deila með þér lífsskoðunum og jafnvel frek- ar líklegt að þú hafir hafnað vináttu við þá sem eru þér ósammála um helstu gildi lífsins. Að sama skapi er líklegt að könnun meðal al- mennra notenda á Facebook, Twitter og Insta- gram myndi skila ólíkri niðurstöðu, enda oft ólíkir hópar fólks sem nýta sér þessa miðla. Lykilhugtakið hér er slembiúrtak þýðis (gaman að geta slegið um sig). Það er segja að fólk sé valið af handahófi úr hópi þeirra sem verið er að rannsaka. Í þessu tilviki íslenska þjóðin. Aðeins þannig fæst raunveruleg niður- staða. Ég vildi bara nefna þetta svo við lendum ekki í því sama og síðast þegar forseta- frambjóðandi sem hafði fengið meirihluta at- kvæða í könnun á útvarpsstöð stóð svo stein- hissa að kvöldi kjördags með hálft fjórða prósent. Við getum kannski kallað þetta væntinga- stjórnun. ’Lykilatriði í þessum vís-indum er við hverja er talað.Það er nefnilega svo merkilegtað þegar á að finna þverskurð þjóðarinnar þá þarf einmitt að tala við þverskurð þjóðarinnar. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Þverskurðurinn Þegar þeir Kristján Thorla-cius, Einar Ólafsson, Har-aldur Steinþórsson og fleiri úr forystusveit BSRB á árum áður stóðu að uppbyggingu orlofs- byggða samtakanna á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, köll- uðu þeir sér til leiðsagnar bestu landslagsarkitekta sem völ var á. Þetta þótti ekki sjálfsagður hlutur á þessum tíma en ber þess vitni hve umhugað þessum mönnum var að fara með gát að umhverfi og náttúru. Þetta skilaði sér og deilir enginn um að í orlofsbyggðunum í Mun- aðarnesi í Borgarfirði og á Eiðum á Héraði eru byggð og náttúra í góðri sátt. Nú líður tíminn. Nýtt fólk kem- ur til starfa í BSRB og áfram er haldið uppbyggingu, nú með betr- umbótum og viðhaldi, heitir pottar og bætt aðstaða koma til sögunnar. Og enn skyldi byggt. Að þessu sinni ný áhaldaskemma sem jafn- framt gæti orðið fjölnota að ýmsu öðru leyti. Menn þóttust vita á hvaða svæði væri hentugast að byggja svo húsið þjónaði tilgangi sínum á sem hag- kvæmastan hátt. Og sjálfan bygg- ingarblettinn þóttumst við BSRB-menn koma auga á, slétt svæði þar sem stutt var niður á fast þannig að djúpur grunnur með tilheyrandi kostnaði yrði ekki okkar hlutskipti. „En er ekki rétt að hafa sam- band við landslagsarkitektinn, Reyni Vilhjálmsson?“ var spurt, „gott ef við höfum ekki skuldbund- ið okkur sem samtök til að hafa jafnan þann hátt á við fram- kvæmdir á orlofssvæðunum.“ Og til fundar við okkur mætti nú Reynir Vilhjálmsson til að skoða teikningarnar en áður hafði hann farið á vettvang að kanna að- stæður. Niðurstaða hans var skýr og okkur til mikillar skapraunar: Ekki kæmi til greina að byggja á þessum stað, „eða hvernig haldið þið að þetta liti út frá þjóðveg- inum, fellur á engan hátt inn í fag- urt en viðkvæmt umhverfið!“ Til að gera langa sögu stutta þá féllumst við á endanum á umhverf- isrök landslagsarkitektsins og hættum við áform okkar. Þetta hefur orðið mér dæmisaga sem ég hugsa til þegar hagkvæmn- isrök rekast á við náttúru og um- hverfi. Svörin eru ekki alltaf aug- ljós og sjaldnast einföld. Stundum að vísu augljós og skal ég nefna dæmi. Ekki langt frá Munaðarnesi er Gljúfurá. Kynslóðirnar á mínu reki minnast þess þegar Norðurleiða- rúturnar þurftu að ná nær ómögu- legri beygjunni inn á brúna á leið- inni norður en þegar það tókst, sem alltaf á endanum var raunin, sáu farþegarnir upp eftir gljúfrinu með birkivöxnum klettaveggjum, sýn sem okkur sem þetta reyndum verður alltaf eftirminnileg enda „viðburður“ á norðurleiðinni. Á Suðurlandi var þröng og fyrir vikið erfið brú yfir Þjórsá, en svo tilkomumikil var hún að þögn sló á ferðalangahópinn sem horfði í and- akt upp í æðandi straum jökul- árinnar frá stórfenglegri brúnni. Hvorug þessara brúa er lengur notuð fyrir bílaumferð – þeirra tími var einfaldlega liðinn. Glúfurá þeysum við nú yfir án þess að verða vör gljúfursins sem áður hreif okkur og gott ef nýja brúin yfir Þjórsá fékk ekki verðlaun fyr- ir afburðagóða tæknihönnun. En Þjórsár verðum við hins vegar nú varla vör á hraðferð okkar árbakk- anna í milli. Nú spyr ég: Hefði góður lands- lagsarkitekt getað fundið leið til að flytja okkur yfir árnar á hag- kvæman hátt en án þess að fórna sýn okkar á náttúruperlurnar? Og ef svo er, þá er rétt að spyrja hvort nógu margir slíkir séu hjá Vegagerðinni, hvort ef til vill þurfi að fjölga þeim til að hemja hinn hagkvæma framkvæmdamann sem bara vill komast niður á fast. Mér býður í grun að það hafi verið einhver Reynirinn sem frels- aði okkur frá því að aka um bak- garð Árbæjarhvefis inn í Reykja- vík þegar við keyrðum inn í borgina af Suðurlandinu, og beindi okkur þess í stað inn til Rauða- vatnsins og síðan í manngert gljúfrið þar sem Faxafló- inn opnast sjónum á stórfenglegan hátt. Við þessi skipti varð auðvelt að sannfærast um að vegagerð á að lúta umhverf- ishönnun. Hagkvæmnisrök segja að gott sé að aka á upphækkuðum sléttum vegum yfir hálendið, að allar ár og sprænur skuli settar í málmrör langt undir malbikinu, að helst all- ir vegir verði margbreiðir svo aldr- ei þurfi að hemla eða hægja á sér. En þá megum við líka vita að all- ar Gljúfurár og Þjórsár hverfa sjónum og land sem horft er á frá upphækkuðum rennisléttum hrað- brautarvegum er annað land en það sem sést frá vegi sem bugðast með landinu. Og þegar skýrt var frá því að vegna veirufaraldurs hefði verið ákveðið að gera sérstakt stórátak með hraði í samgöngumálum svo túristalausir vegirnir verði enn hraðskreiðari, þá var það sem við manninn mælt að verktakar kom- ust í fyrirhruns-stuð og tóku í gríð og erg að panta fleiri gröfur og skóflur og ýtur til að svara neyð- arkallinu. Vandinn er hins vegar sá að gröfur eru gráðugar. Þær vilja fá að grafa meira og enn meira þegar hverju stórátaki lýkur. Hvað er þá til ráða? Það er aug- ljóst, við ráðum Reyni margfaldan til Vegagerðarinnar. Og svo það gleymist ekki: Takk fyrir Munaðarnes Reynir. Takk fyrir að forða okkur frá nátt- úruspjöllum og kenna okkur að sú lausn sem virðist hagkvæmust við fyrstu sýn er ekki endilega sú sem við viljum þegar upp er staðið. Þegar ég sé árnar og lækina komna í rör og allt „óaðfinnanlegt“ að hætti verkfræðinnar, þá verður mér hugsað til Reynis. Hans er þörf. Kannski sem aldrei fyrr. Takk Reynir! Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@ogmundur.is ’ Þegar ég sé árnarog lækina komna írör og allt „óaðfinn-anlegt“ að hætti verk- fræðinnar, þá verður mér hugsað til Reynis. á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.