Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2020, Page 15
21.6. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
Bæði í byrjun maímánaðar og október síð-astliðnum var rætt við sömu móður oghér á undan um aðbúnað dóttur hennar í
Varmárskóla í Mosfellsbæ. Um tíma var stúlk-
unni kennt einni í gluggalausri kompu þar til
hún hætti að geta mætt í skólann sökum vanlíð-
anar.
Vilhelmína Ósk Ólafsdóttir, forstöðumaður
frumkvæðisathugana hjá umboðsmanni Alþing-
is, segir umboðsmanni hafa borist fleiri ábend-
ingar um slík tilvik í skólakerfinu hér á landi.
Að hennar sögn tekur umboðsmaður Alþingis
við bæði kvörtunum og ábendingum um mál þar
sem börn eiga í vanda. „Þá er leyst úr kvört-
unum með hefðbundnum
hætti en hjá okkur í frum-
kvæðisathugununum er
unnið úr þeim ábendingum
sem berast og ákveðnar vís-
bendingar um stöðuna jafn-
framt dregnar af kvört-
unum,“ segir Vilhelmína.
„Umboðsmaður hefur
haft takmarkaðan mannafla til að sinna frum-
kvæðisathugunum síðastliðin ár þrátt fyrir að
þörf og vilji sé til þess. Oft er um að ræða hópa
sem eiga undir högg að sækja í samfélaginu.
Þessi mál geta verið þung í vöfum og af mörgu
að taka. Við höfum því þurft að forgangsraða þó
að við séum að sjálfsögðu meðvituð um mörg
önnur álitaefni sem ekki koma til formlegrar
skoðunar að svo stöddu. Í framhaldi af kvörtun
og ábendingum um áþekk mál og fjallað hefur
verið um í þessum greinaskrifum hjá sunnu-
dagsblaðinu hefur umboðsmaður ákveðið að
byrja á að skoða þessi tilvik þar sem kennsla
hefur farið fram í litlum gluggalausum her-
bergjum eða kompum. Ábendingar um þessa
framkvæmd í grunnskólum koma úr fleiri en
einni átt.“
Hún segir að af þeim upplýsingum sem um-
boðsmaður hefur undir höndum varðandi þessi
tilfelli virðast börnin eiga að dvelja þar í ákveð-
inn tíma eða þá að kennslan eigi alfarið að fara
fram þar. Gripið sé til þessa úrræðis bæði þegar
börnin þurfi á sérrúrræði að halda af ein-
hverjum ástæðum en einnig þegar reynt er að
leysa ákveðin vandamál sem komið hafa upp við
kennsluna.
Uppgjöf í fólki
Á þriðjudag sendi umboðsmaður Alþingis út
fyrirspurnarbréf til 17 skólaskrifstofa víðsvegar
um landið. „Þar er óskað eftir því að skrifstof-
urnar upplýsi um hvort að á síðastliðnum fimm
árum hafi borist ábendingar eða kvartanir útaf
sambærilegum aðstæðum, óháð því af hvaða
ástæðum það var gert. Einnig er óskað eftir að
skrifstofurnar upplýsi umboðsmann um hvort
þær hafi sjálfar orðið varar við þessa fram-
kvæmd við eftirlit,“ segir Vilhelmína. Þá segir
hún að mennta- og menningarmálaráðuneytinu
hafi sama dag verið skrifað bréf þar sem óskað
er eftir sambærilegum upplýsingum og spurt
hvort það telji tilefni til að bregðast við upplýs-
ingum um þessa framkvæmd.
„Það kemur síðan ekki í ljós hvað umboðs-
maður getur aðhafst í þessu máli fyrr en hann
fær þessar upplýsingar. Framhaldið mun ráð-
ast af þessum svörum.“
Rætt var hér að framan um að foreldrar séu
hræddir um að láta í sér heyra þegar þeim
finnst á börnum sínum brotið. Vilhelmína hefur
ekki forsendur til að leggja
mat á það. „En auðvitað
finnur maður á fólki að það
er orðið svolítið þreytt. Það
hefur farið milli mismunandi
aðila í kerfinu, verið beint í
mismunandi áttir. Þegar það
síðan kemur til umboðs-
manns finnur maður oft að
það sé komin ákveðin uppgjöf í fólk.“
Geta ekki sinnt öllum málefnum
Vilhelmína segir að það falli einnig undir frum-
kvæðiseftirlit umboðsmanns Alþingis að skoða
kerfislægan vanda eins og þann sem lýst var í
viðtalinu hér á undan. „Það er ekki útilokað að
umboðsmaður muni skoða fleiri þætti sem
varða þessi mál, segir hún.
„Umboðsmanni hafa til að mynda borist
ábendingar varðandi þjónustu BUGL og það
kann að koma til þess að umboðsmaður ákveði
að taka tiltekin atriði þar til skoðunar. Þessi at-
riði sem farið er yfir í greinaskrifum sunnu-
dagsblaðsins endurspegla að ákveðnu marki at-
vik og framkvæmd sem umboðsmaður hefur
talið þörf á að skoða nánar.“
„Með því að taka fyrir einstök atriði í þessum
málum er vonandi hægt að koma einhverjum
umbótum til leiðar. Það er erfitt fyrir hvaða eft-
irlitsaðila sem er að ætla sér að leysa úr öllum
þessum álitaefnum í heild á einu bretti. En með
því að koma á framfæri ábendingum eða til-
mælum um breytingar, þar sem ástæða er talin
til, þá komast hlutirnir vonandi í betra horf á
endanum.“
Þá hvetur hún fólk til að koma upplýsingum
áleiðis, finnist þeim á sér brotið, hvort sem haft
er samband við umboðsmann Alþingis eða við-
eigandi eftirlitsaðila innan stjórnsýslunnar.
„Umboðsmaður vill fá ábendingar frá þessum
aðilum, frá foreldrum eða börnunum sjálfum,
um aðstæður eins og þessar. Umboðsmanni
finnst mikilvægt að hann fái upplýsingar um
svona hluti og geti brugðist við, sé talin ástæða
til eftir nánari athugun málsins.“
Vilhelmína segist finna
ákveðna uppgjöf í fólki
þegar það leitar til um-
boðsmanns Alþingis.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hafa ekki nægan
mannafla
Ekki er nægur mannafli til að sinna öllum málum hjá
umboðsmanni Alþingis. Því sé eitt mál tekið fyrir í einu.
Næst á dagskrá er að skoða skólamál barna sem eiga bágt.
’Umboðsmaður hefurhaft takmarkaðanmannafla til að sinnafrumkvæðisathugunum
síðastliðin ár þrátt fyrir
að þörf og vilji sé til þess.
síðu að vilja vinna saman, tala saman og láta
sig varða það sem náunginn í næstu stofnun er
að vinna að.“
Ásmundur segir markmiðið hafa verið að
leggja frumvarpið fram á vorþingi en það hafi
frestast vegna kórónuveirunnar. „Við ætlum
að leggja það fram á fyrsta degi þingsins í
haust. Þá mun liggja fyrir
kostnaðargreining og áætl-
un um innleiðinguna. Þetta
er það stór kerfisbreyting
að það mun taka tíma að
innleiða hana.“
Eins og vikið var að í við-
talinu hér að framan getur
ónæg þjónusta við börn
skapað örorku til æviloka. Unnin hefur verið
kostnaðar- og ábatagreining í tengslum við
frumvarpið. „Fyrstu vísbendingar hennar er
að það sé svo til engin betri fjárfesting í ís-
lensku samfélagi,“ segir Ásmundur og segist
binda miklar vonir við þessar breytingar.
Þarf að búa til rétt kerfi
Ásmundur segir mikilvægt að hlusta þegar
fólk gagnrýni störf ríkis og sveitarfélaga. „Það
er hluti af því að skilja þetta því fólk gagnrýnir
yfirleitt af góðum hug einum. Mér hefur fund-
ist umræðan breyst síðustu 12 til 18 mánuði á
þann veg að við erum opnari fyrir því að við-
urkenna að ekki sé allt fullkomið, að við þurf-
um að tala saman og við þurfum breyta hlut-
um.“
Hann segir þó vanta meiri umræðu á póli-
tískum vettvangi um þessi mál. „Það er allt of
lítil umræða. Þetta er það mikilvægasta sem
við gerum; hvernig við þjónustum börnin. Þar
liggur hagvöxtur framtíðarinnar,“ segir hann.
Ásmundur segir mikilvægt að passa sig á því
að samvinna milli stofnana sem koma t.d. að
meðferð barns valdi ekki enn meiri skriffinsku
en er til staðar. Það leysi ekki vandann. „Það
þarf að passa það en þetta er eina leiðin til að
tryggja þetta samtal,“ segir hann. „Þótt það sé
einfalt í grunninn að láta
alla tala saman þá þarf
samt að búa til kerfi sem
stuðlar að því. Annars verð-
ur þetta bara enn flóknara
en það er fyrir börn og for-
eldra.“
En af hverju hefur kerfið
orðið eins og það er?
„Þetta er bara mín tilfinning. En það er með
þetta eins og annað að það hefur bæst við þjón-
usta jafnt og þétt. Fyrir 50 árum síðan þá ann-
aðhvort stóðstu þig eða ekki. Þá vorum við ekki
jafnlangt komin í þessari umræðu um hvaða
máli það skiptir að þjónusta börn. Ég held að
þetta sé eitthvað sem þróist yfir tíma. Þú veist
ekkert hvað aðilinn í næsta herbergi er að gera
ef þið talið aldrei saman,“ segir hann.
„Kerfið er bara fólkið og þegar við fáum það
til að vinna saman þá þéttist netið og við náum
að loka fyrir glufurnar í kerfinu. Þá munum við
ekki fá eins margar sögur um börn sem falla á
milli. Fjölmargir fræðimenn hafa á undan-
förnum árum bent á mikilvægi þverfaglegs
samstarfs og það eru ýmsar tilraunir í gangi,
en ekki kerfisbundin nálgun til að jafna að-
stöðu allra barna hvað þetta varðar. Ég held
við getum aldrei þétt netið þannig að það falli
enginn í gegn en það eru of margir að falla í
gegn núna. Að mínu mati.“
’ Ég held við getumaldrei þétt netiðþannig að það falli eng-inn í gegn en það eru of
margir að falla í gegn
núna. Að mínu mati.
„Ef sjúkdómurinn er af geðrænum
toga þá færðu helst ekki neitt,
þrátt fyrir að geðrænir sjúkdómar
séu lamandi, hamlandi, valdi mik-
illi þjáningu, séu lífshættulegir og
oft banvænir,“ segir móðirin.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon