Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2020, Blaðsíða 18
Markmiðið með Töfrandi brúðkaupi erað búa til vettvang þar sem tilvon-andi brúðhjón geta fengið bæði inn-
blástur og aðstoð í undirbúningsferlinu,“ segir
Ása Berglind Hjálmarsdóttir. „Töfrandi brúð-
kaup er bæði viðburðaþjónusta og fjölmiðill
þar sem allt snýst um brúðkaup. Það má segja
að vefurinn skiptist í fjóra hluta. Ég er með
blogg þar sem hægt er að lesa sögur þeirra
sem hafa gift sig. Svo er ég með hlaðvarp þar
sem ég fæ til mín ýmsa sérfræðinga í brúð-
kaupum. Hluti síðunnar er tileinkaður fyr-
irtækjum sem bjóða þjónustu til fólks sem er
að gifta sig. Að lokum er ég með þjónustu
fyrir brúðhjónin. Allt frá skipulagsskjölum
sem fólk getur keypt sem ætlar að gera allt
sjálft en vill smá stuðning, í það að ég sjái al-
veg um skipulagið fyrir tilvonandi brúðhjón
sem geta næstum bara mætt eins og hinir
gestirnir, alveg áhyggjulaus. Auk þess býð
ég upp á að búa til heimasíður sem tilvon-
andi brúðhjón geta vísað sínum gestum á.“
Hefur alltaf haft áhuga á
að stýra viðburðum
Hvaðan kemur áhugi þinn á brúðkaupum og
að plana brúðkaup?
„Frá því ég man eftir mér hef ég verið
algjör ráðskonurass og alltaf elskað að leiða
fólk áfram inn í einhver verkefni. Þessi áhugi
minn fékk fallegan farveg þegar ég fór að
vinna fyrir tónlistarfólk árið 2012 og síðan þá
hef ég verið umboðsmaður Jónasar Sig og
fleira tónlistarfólks, viðburðahaldari og komið
að fjölmörgum æðislegum verkefnum.
Þegar ég og maðurinn minn byrjuðum að
undirbúa okkar eigin brúðkaup um síðustu jól
fann ég hvað þetta er dásamlegur heimur að
hrærast í; þessi brúðkaupsheimur. Það er svo
mikil fegurð, kærleikur og einskær ásetningur
allra sem að þessu koma að samgleðjast og
fagna ást tveggja einstaklinga sem hafa tekið
þá ákvörðun að ganga saman í gegnum lífið.
Þetta er svo stórkostlegt í sjálfu sér og til-
hugsunin að vinna að því að gera þennan dag
eins vel heppnaðan og hugsast getur kveikti
eitthvað innra með mér. Svo þegar ég varð at-
vinnulaus í lok mars sá ég gluggann opnast til
að keyra þessa hugmynd mína af stað og út í
kosmósið.“
Með gagnvirka heimasíðu fyrir
gestina
Hvernig gengur að undirbúa þitt eigið brúð-
kaup?
„Það gengur mjög vel. Ég hefði ekki trúað
því hvað undirbúningurinn er ævintýralega
skemmtilegur. Hann býr til svo mörg tilefni til
þess að eiga stundir með ættingjum og vinum
sem vilja ólmir fá að taka þátt og hjálpa til við
undirbúning. Ég og maðurinn minn erum líka
miklar félagsverur og tilhugsunin um að fagna
Töfrandi brúðkaup er hugar-
fóstur Ásu Berglindar.
Ljósmynd/skjáskot Instagram
Ása Berglind ásamt
Tómasi Jónssyni. Þau
eru nú í óðaönn að
undirbúa brúðkaupið
sitt.
Þú getur átt
töfrandi
brúðkaup
Ása Berglind Hjálmarsdóttir er eigandi viðburðaþjónustunnar
og fjölmiðilsins Töfrandi brúðkaups. Hún er sérfræðingur í
brúðkaupum og er að fara að gifta sig sjálf á næstu dögum.
Elínrós Líndal elinros@mbl.is
Ljósmyndarinn Emma
sem finna má undir
Emma_Epiclovestory á
Instagram er í uppá-
haldi hjá Ásu Berglindi.
Ljósmynd/skjáskot Instagram
Ása Berglind
elskar sterka liti.
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.6. 2020
LÍFSSTÍLL