Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2020, Page 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2020, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.6. 2020 LÍFSSTÍLL Hvað getur þú sagt mér um skartgrip-ina þína?„Mjöll skartgripir eru hannaðir og handsmíðaðir í litlu upplagi í Reykjavík. Allir skartgripirnir eru unnir úr .925 silfri, 14k gullfyllingu og 14k gulli. Mínímalísk og tímalaus hönnun er það sem einkennir grip- ina. Skartgripirnir eru vandaðir og er ætlað að lifa með þér í mörg ár.“ Hvað er vinsælt núna? „Fíngerðir og mínímalískir hringar hafa verið mjög vinsælir undanfarið. Einfaldleiki í hönnun stendur upp úr. Dömurnar hafa verið hrifnar af því að stafla nokkrum hringum saman. Svo eru sléttir einbaugar úr gulli allt- af sígildir.“ Hvernig eru umbúðirnar og upp úr hverju leggur þú tengt hringum fyrir brúðkaup? „Giftingarhringarnir okkar koma í fal- legum og eigulegum flauelsöskjum sem hafa smá vintage-útlit. Við erum með nokkra vel valda liti í boði, þannig að ef fólk er með eitt- hvað litaþema í brúðkaupinu, þá getur það valið hringakassa sem passar við og er fal- legur í athöfninni sjálfri.“ Er gull alltaf vinsælt eða er eitthvað annað í tísku núna? „Gullið er alltaf sígilt og ég myndi segja að það sé líka vinsælla eða meira í tísku núna ef út í það er farið. Við mælum auðvitað alltaf með því að fólk velji sér hringa út frá sínum stíl og persónuleika en ekki bara út frá því hvað er vinsælt, því giftingarhringar eru hringar sem fólk sér fyrir sér að bera alla ævi og viljum við að fólk sé ánægt með valið.“ Hvað getur þú sagt mér um þig persónu- lega? „Ég er sjálf nýlega búin að setja upp hring, en við Helgi, sem er með mér í Mjöll, trúlof- uðum okkur í síðasta mánuði. Við erum ekki búin að ákveða hvenær við ætlum að gifta okkur, en það verður einhvern tímann á næstu árum!“ Hefurðu alltaf haft áhuga á skartgripum? „Já að einhverju leyti hef ég alltaf haft áhuga á skartgripum. Ég var oft að laumast í skartgripasafnið hennar mömmu sem krakki og gekk um húsið með síða perlufesti um hálsinn. En ég vissi ekkert að ég myndi fara út í skartgripahönnun fyrr en ég var komin á þrítugsaldurinn. Áhuginn vaknaði hjá mér þegar í bjó í Bandaríkjunum og lærði ég skartgripasmíði í San Fransisco 2016. Í kjöl- farið ferðaðist ég um Bandaríkin og seldi skartgripina mína víða á mörkuðum og lista- sýningum.“ Hvað mælirðu með brúðhjón skoði tengt skartgripum fyrir brúðkaupið? „Perlur eru alltaf sígildar fyrir brúðirnar að bera á brúðkaupsdaginn og hafa verið ein- staklega vinsælar undanfarið. Í dag er orðið mjög fjölbreytt úrval af gift- ingarhringum og reglurnar um það hvernig hringa fólk „eigi“ að velja sér og hvort það eigi að bera þá á vinstri eða hægri hendi, að hverfa. Við mælum með að brúðhjón velji giftingahringana sína út frá eigin stíl og leyfi sér líka að hugsa út fyrir kassann. Við elskum auðvitað gull, þar sem það er ávallt tímalaust og erum einnig mjög hrifin af því að nota fallega náttúrusteina. Við leggj- um mikið upp úr því að fólk sé sátt með valið sitt. Svo mælum við auðvitað með því að fólk komi makanum á óvart með morgungjöf, en þá eru einstakir og eigulegir skartgripir til- valdir!“ Ljósmynd/Mjöll Vandaðir perlulokkar. Twist-hringur. Trúlofaðist í síðasta mánuði Elísa Mjöll Guðsteinsdóttir eigandi og hönnuður Mjallar trúlofaðist Helga Kristjánssyni nýverið. Elísa Mjöll segir að þau geri vandaða skartgripi og hún hafi alltaf haft áhuga á faginu. Elínrós Líndal elinros@mbl.is Trúlofunarhringur. Giftingarhringar. Perlulokkar. Perluhálsmen. Elísa Mjöll og Helgi settu nýverið upp trúlofunarhringa.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.