Morgunblaðið - 06.07.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 2020
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Sími 555 3100 www.donna.is
Honeywell
gæða lofthreinsitæki
Hreint loft - betri heilsa
Loftmengun er hættuleg heilsu og
lífsgæðum. Honeywell lofthreinsitæki
eru góð viðmyglu-gróum, bakteríum,
frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir
allt að 99,97% af ofnæmisvaldandi
efnum.
Verð kr.
21.220
Verð kr.
59.100
Verð kr.
37.560Verð kr.
16.890
Mikið var um að vera á Árbæjar-
safni í gær þar sem talsverður
fjöldi fólks var samankominn til
að fylgjast með hópi hæfileika-
ríkra skemmtikrafta leika listir
sínar í góða veðrinu. Hópurinn
sem um ræðir er sirkus, sem fer
nú um bæinn, en þar á meðal eru
loftfimleikafólk, galdramenn og
aðrar skrautlegar persónur. Að
auki stóð gestum og gangandi til
boða að fara í lestarferð í nýrri
krakkalest Árbæjarsafns, grilla
sykurpúða og taka þátt í úti-
leikjum. Þá gat yngsta kynslóðin
sömuleiðis barið kindur og land-
námshænur safnsins augum. Dag-
skráin stóð yfir frá klukkan 13 til
klukkan 16 og var mætingin mjög
góð.
Veðrið lék við gesti, en blíð-
skaparveður var á höfuðborgar-
svæðinu í gær. Hitastigið sunnan-
lands var um og við 17 gráður og
heiðskírt allt frá morgni til
kvölds. aronthordur@mbl.is
Fjöldi hæfileikaríkra listamanna heillaði gesti á sýningu í Árbæjarsafni
Léku listir
sínar í góða
veðrinu
Ljósmynd/Ómar Óskarsson
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Magnframleiðsla kexvara hjá Kex-
smiðjunni á Akureyri hefur verið
lögð niður. Þess í stað mun öll slík
framleiðsla fyrirtækisins flytjast í
nýtt húsnæði Ísams á Korputorgi
og verður framleiðsla Fróns og
Kexsmiðjunnar hér eftir undir sama
þaki. Þetta staðfestir Kristján
Theodórsson, framkvæmdastjóri
Myllunnar.
Að sögn Kristjáns er kostnaðar-
samt að halda úti tveimur fram-
leiðslustöðvum. Að auki krefjist
áframhaldandi framleiðsla á Akur-
eyri þess að ráðist verði í ákveðnar
framkvæmdir. „Það er mjög dýrt að
endurnýja línuframleiðslu og sömu-
leiðis kostnaðarsamt að halda henni
úti á tveimur framleiðslustöðum.
Það er meginástæða þess að farið
var í þessar breytingar,“ segir
Kristján en tekur fram að ekki sé
frekari tilfærslna að vænta fyrir
norðan. Þá haldist önnur starfsemi
áfram óbreytt. „Kexsmiðjan verður
að öðru leyti ekki fyrir tilfærslum á
Akureyri þar sem áfram verða
starfrækt þar lager og sala auk þess
sem ýmis sérbakstur eins og snúð-
ar, vínarbrauð og fleira verður enn
bakaður á staðnum. Þá framleiðum
við líka vinsæl og fersk pítsukúlu-
deig áfram,“ segir Kristján.
Ljóst er að flutningurinn mun
valda því að störf færast frá Norð-
urlandi til höfuðborgarinnar, en
ekki er ljóst um hversu mörg störf
er að ræða. Þá verður umtalsvert
rými laust þar sem áður var fram-
leiðsla.
Reyna að finna nýja aðila
Kristján segir unnið að því að
finna rekstraraðila er nýtt geti rým-
ið. „Ísam hefur haft samráð við At-
vinnuþróunarfélag Eyjafjarðar
(AFE), þar sem nokkurt rými losn-
ar í húsnæðinu, í þeim tilgangi að
finna nýja starfsemi á staðinn og
þar eru tækifæri sem eru áhuga-
verð,“ segir Kristján.
Sökum heimsfaraldurs kórónu-
veiru hefur flutningsferlið tafist lít-
illega auk þess sem tíma hefur tekið
að finna nýja aðila í umrætt hús-
næði. Vonir standa þó til að úr því
leysist á næstu misserum.
„Það er ljóst að kórónuveiru-
faraldurinn hefur haft áhrift á allt
ferlið, flutningurinn á Korputorg
hefur til að mynda tafist sem og
leitin að nýjum tækifærum til að
nýta húsnæðið á Akureyri.“
Flytja framleiðsluna suður
Morgunblaðið/Rósa
Bakstur Línuframleiðsla Kexsmiðjunnar hefur verið flutt frá Akureyri.
Kexframleiðslan hefur fram til þessa verið á tveimur stöðum Verður undir
sama þaki á Korputorgi Störf munu færast til Reykjavíkur frá Norðurlandi
Það er gríðarlega jákvætt að bresk
stjórnvöld mæli ekki lengur gegn
ferðalögum til Íslands. Þetta segir
Jóhannes Þór Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón-
ustunnar. Þannig verður farþegum
sem koma til Bretlands frá Íslandi
ekki skylt að fara í tveggja vikna
sóttkví. Er Ísland meðal 60 landa
sem undanskilin eru reglunni um
sóttkví.
Að hans sögn eru Bretar einn
stærsti markhópur íslenskrar
ferðaþjónustu. Vonir eru bundnar
við að með þessu muni ferðir milli
landanna aukast að nýju.
Morgunblaðið/Ómar
Gullfoss Breskum ferðamönnum
gæti fjölgað á næstu vikum.
Stórt skref
fram á við
Alexander Kristjánsson
alexander@mbl.is
Kjarasamningar leik- og grunn-
skólakennara hafa verið lausir í rúmt
ár. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir,
formaður Félags grunnskólakenn-
ara, segir að fundað sé daglega um
þessar mundir til að ná ásættanlegri
lausn svo skólastarf geti hafist með
eðlilegum hætti í haust. Aðspurð
segist hún alltaf bjartsýn á að við-
ræður skili tilskildum árangri. „Það
er engin ástæða til að vera svartsýn
nú frekar en áður,“ segir hún.
Óvenjulegt sé að fundað sé um há-
sumar en það skýrist af óvenjulegum
aðstæðum í sam-
félaginu. „Við vit-
um að það er mik-
il ábyrgð á okkar
herðum og þess
vegna vinnum við
að því að funda
þótt það sé há-
sumar.“
Reglulega líða
fleiri mánuðir, ef
ekki ár, frá því
kjarasamningar opinberra starfs-
manna renna út og þar til aðrir taka
við. Þorgerður segir ljóst að það sé
ástand sem allir hafi keppst við að
breyta.
„Það er stefna allra að það taki við
nýr samningur beint á eftir öðrum.
Það tókst ekki að þessu sinni en þar
er ekki áhugaleysi, hvorki okkar né
viðsemjenda, um að kenna heldur
aðstæðum sem voru uppi á þeim
tíma,“ segir hún. Samningsmarkmið
kennara hafi þó legið fyrir frá fyrsta
degi, þrátt fyrir að mikið vatn hafi
runnið til sjávar síðan.
Auk samninga grunn- og leik-
skólakennara hafa kjarasamningar
Skólastjórafélagsins og Félags
stjórnenda leikskóla nú verið lausir í
ellefu mánuði, en samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins er þar einnig
fundað nær daglega.
Samningar kennarastétta
verið lausir í rúmt ár
Allt kapp lagt á að ljúka samningum áður en skólar hefjast
Þorgerður Laufey
Diðriksdóttir