Morgunblaðið - 06.07.2020, Síða 4

Morgunblaðið - 06.07.2020, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 2020 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Ég var einmitt að lesa Staksteinana þegar þið komuð, mér líkaði það vel,“ sagði Dóra Ólafsdóttir, elsti núlifandi Íslendingurinn og jafnframt elsti áskrifandi Morgunblaðsins, þegar hún tók á móti Morgunblaðsmönnum á herbergi sínu á dvalarheimilinu Skjóli í Reykjavík. Dóra verður 108 ára í dag en hún fæddist 6. júlí árið 1912 í Sigtúnum á Kljáströnd í Grýtubakkahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu. Davíð Oddsson, ritstjóri Morgun- blaðsins, kom færandi hendi til Dóru og færði henni blómvönd frá Morg- unblaðinu í tilefni af 108 ára afmæl- inu, þakkaði henni fyrir áratuga langa tryggð við blaðið sem lesandi og tilkynnti henni jafnframt að hér eftir fengi hún ókeypis áskrift. „Það er aldeilis flott,“ sagði Dóra og þakkaði innilega fyrir glaðning- inn. Hvatti þjóðina til dáða „Ég stend enn í fæturna,“ segir hún aðspurð um heilsufarið. Heyrnin er farin að daprast verulega, sem og sjónin, en þó ekki svo að hún les allar þær bækur sem hún kemst í og fylg- ist vel með þjóðmálunum. Hún hefur sérstakt dálæti á Morgunblaðinu og verið áskrifandi til fjölda ára. Skemmst er að minnast þess þegar hún hafði samband við blaðið í miðjum kórónuveirufaraldri og vildi hvetja þjóðina til dáða með erindi úr ljóði Gríms Thomsen, Á fætur. Birt- ist hvatningin í Morgunblaðinu 1. maí sl. Að loknu gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri, síð- ar MA, fór Dóra til Kaupmannahafn- ar. Þegar hún kom heim starfaði hún sem talsímakona hjá Landsímanum á Akureyri í 40 ár. Eiginmaður hennar var Þórir Áskelsson, sjómaður og seglasaumari, en hann lést árið 2000, 89 ára að aldri. Sonur þeirra er Ás- kell, kynningar- og upplýsinga- fulltrúi Landgræðslunnar og fv. rit- stjóri, f. 1953. Fyrir átti Dóra dótturina Ásu Drexler, f. 1933, en hún er búsett í Bandaríkjunum. Þegar Dóra var 100 ára flutti hún suður yfir heiðar, bjó fyrst hjá Áskeli í Kópavoginum en hefur síðustu árin dvalið á Skjóli. Dóra segist fylgjast vel með fjöl- skyldu sinni. „Þetta er duglegt fólk og ég er stolt af þeim.“ Dóra á eina systur á lífi, Þóru Soffíu, f. 1931, sem býr í Reykjavík en sex systkini eru látin. Davíð Stefánsson, skáld frá Fagra- skógi, var kunningi Þóris og Dóru. Langamma Dóru og Jónas Hall- grímsson skáld voru systkinabörn og langafi hennar og Tryggvi Gunnars- son bankastjóri voru systkinabörn. Tryggvi var bróðir Þóru sem Jónas orti um í Ferðalokum. Dóra og Guð- ríður Hjaltested (mamma Gógó), sem varð 100 ára, voru þremenningar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Glaðningur Dóra Ólafsdóttir, 108 ára í dag, tekur á móti blómvendi frá Davíð Oddssyni, ritstjóra Morgunblaðsins. Elsti áskrifandi blaðsins heiðraður  Dóra Ólafsdóttir 108 í dag  Elsti núlifandi Íslending- urinn  Fékk blóm frá Morgunblaðinu og fría áskrift Árið 1912 » Kristján tíundi varð kon- ungur Danmerkur og Íslands. » Lýðveldið Kína var stofnað. » Farþegaskipið Titanic sökk á Atlantshafi. » Auk Dóru fæddust á þessu ári m.a. Milton Friedman, Gene Kelly, Jóhannes Páll páfi fyrsti og Thorbjörn Egner. Elstu Íslendingarnir í dag Heimild: Langlífi á Facebook Fæðingardagur Aldur 1. Dóra Ólafsdóttir Kópavogi 6. júlí 1912 108 ára 2. Nanna Franklínsdóttir Siglufirði 12. maí 1916 104 ára 3. Stefán Þorleifsson Neskaupstað 18. ágúst 1916 103 ára 4. Anna Steinþórsdóttir Reykjavík 28. apríl 1917 103 ára 5. Þórdís Filippusdóttir Reykjavík 07. maí 1917 103 ára 6. Helga Guðmundsdóttir Bolungarvík 17. maí 1917 103 ára 7. Anna Hallgrímsdóttir Eskifirði 07. ágúst 1917 102 ára 8. Ásta Sigmundsdóttir Kópavogi 22. ágúst 1917 102 ára 9. Hólmfríður Sölvadóttir Reykjavík 21. september 1917 102 ára 10. Jóhanna Jónasdóttir Skagaströnd 15. október 1917 102 ára Bíldshöfða 16 - 110 Reykjavík - 414-8400 - www.batik.is - www.martex.is VINNUFATNAÐUR MERKINGAR Segja má að Dóra Ólafsdóttir sé langelst núlifandi Íslendinga því næst á eftir henni er Nanna Frank- línsdóttir á Siglufirði sem varð 104 ára í maí sl. Jónas Ragnarsson, sem heldur úti vefnum Langlífi á Facebook, sendi Morgunblaðinu meðfylgjandi lista yfir tíu elstu Íslendingana og í þeim hópi er aðeins einn karl- maður, Stefán Þorleifsson í Nes- kaupstað, sem verður 104 ára í næsta mánuði. Að sögn Jónasar eru nú 60 Ís- lendingar 100 ára og eldri og hafa aldrei verið fleiri; 48 konur og 12 karlar. Alls hafa um 780 manns náð 100 ára aldri í gegnum tíðina, segir Jónas, þar af um 50 í Vest- urheimi. Í Kanada bjó Guðrún Björg Björnsdóttir og varð allra Ís- lendinga elst, eða 109 ára og 310 daga gömul þegar hún lést. Ís- landsmetið í aldri á Jensína Andr- ésdóttir, sem bjó í Reykjavík, en hún lést 18. apríl á síðasta ári, þá 109 ára og 159 daga gömul. Aldrei fleiri 100 ára og eldri Í DAG ERU 48 KONUR OG 12 KARLAR ELDRI EN 100 ÁRA Stefán Þorleifsson Nanna Franklínsdóttir Einhugur var innan stjórnar Rit- höfundasambandsins um að lýsa yfir áhyggjum af kaupum sænska fyrirtækisins Storytel AB á 70% hlut í Forlaginu, stærsta bóka- útgefanda landsins. Þetta segir Karl Ágúst Úlfsson, formaður fé- lagsins. Margir félagsmenn hafi viðrað áhyggjur sínar af kaupunum við stjórn og skrifstofu félagsins. Kaupin voru tilkynnt á miðvikudag, en seljandinn, Mál og menning, mun áfram fara með 30% hlut í fé- laginu. Aðspurður segir Karl að Rithöf- undasambandið geti lítið aðhafst annað en að senda frá sér yfirlýs- ingu. „Við erum auðvitað ekki að- ilar að þessu máli. Við getum lýst yfir áhyggjum en ekki mikið meira.“ Í yfirlýsingu stjórnar Rithöf- undasambandsins, sem gefin var út á föstudaginn, segist hún van- treysta sænska félaginu og stjórn- endum þess. Reynsla höfunda af dótturfélagi þess á Íslandi sé ekki góð og sömu sögu megi heyra frá félögum sambandsins annars stað- ar á Norðurlöndum. Frelsi stefnt í hættu Velta Forlagsins er um þriðj- ungur af veltu allra útgáfufélaga á Íslandi. „Við höf- um áhyggjur af því að smærri forlög muni eiga enn erfiðara uppdráttar um leið og stærsti aðilinn eflir sig. Fákeppni virkar þannig,“ segir Karl Ágúst. Samkvæmt kjarakönnun, sem félagið hefur lát- ið framkvæma meðal félagsmanna, eru greiðslur til þeirra vegna hljóð- bóka afar lágar og tekjumódel út- gefenda hljóðbóka sagt ógagnsætt. „Stjórnin óttast að tilgangur eig- anda Storytel á Íslandi, Storytel AB í Svíþjóð, sé að komast nær höfundarverki íslenskra höfunda og eyða allri samkeppni á hljóð- bókamarkaði,“ segir í yfirlýsing- unni. Þá segir enn fremur að höfundar og útgefendur ytra hafi borið því vitni að frelsi þeirra og menning- arleg áhersla hafi beðið hnekki með eignarhaldi Storytel. „Slíkt vekur ugg í brjósti höfunda hér á landi, sporin ytra hræða, en reynsl- an ein mun leiða í ljós hvort sama öfugþróun verði hérlendis.“ alexander@mbl.is Hafa áhyggjur af smærri forlögum  Rithöfundar vantreysta Storytel Karl Ágúst Úlfsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.