Morgunblaðið - 06.07.2020, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 2020
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Fræðsla til almennings er mik-
ilvægur og stór þáttur í þjóð-
garðastarfi og landvörslu. Hér
rækjum við þær skyldur með fjöl-
breyttu móti og reynum eins og
tök leyfa að vera sýnileg úti á
mörkinni. Tökum fólk tali, segjum
frá og vísum veginn sem fólki
finnst yfirleitt mjög jákvætt,“ seg-
ir Agnes Brá Birgisdóttir þjóð-
arðsvörður í Vatnajökuls-
þjóðgarði. Hún veitir starfsemi
þjóðgarðsins á svonefndu aust-
ursvæði forstöðu, en það nær yfir
hálendið norðan Vatnajökuls
vestan Jökulsár á Fjöllum. Á ýms-
um stöðum þar verður í sumar
fjölbreytt dagskrá með fræðslu-
göngum og fleiru skemmtilegu.
Skipulagðar ferðir víða
Á hverjum degi í allt sumar
kl. 19 eru skipulagðar ferðir í
Fljótsdal með landverði að Hengi-
fossi. Sá er 126 metra hár og er 2.
hæsti foss landsins, hvar hann
steypist ofan af hálendisbrúninni.
Um það bil klukkustundarlöng
ganga er frá vegi að fossi, leiðin
er svolítið á fótinn en á færi
flestra. Hengifoss er utan marka
Vatnajökulsþjóðgarðsins, en
svæðið er hins vegar í umsjá
starfsmanna hans.
Við Snæfell er einnig boðið
upp á skipulagðar fræðsluferðir
og er lagt af stað frá Snæfells-
skála alla morgna í sumar kl. 9.
Snæfell, sem er 1.833 metra hátt,
er hæsta fjall Íslands utan jökla
og er ásamt nærliggjandi svæðum
innan landamæra Vatnajökuls-
þjóðgarðs. Snæfell er því sem
næst keilulaga, og sést víða frá
rétt eins og gott útsýni er af fjall-
inu sem er auðkleift. Sömuleiðis
er fram í ágúst dagskrá alla daga
í Kverkfjöllum og Hvannalindum.
Fjölbreytt flóra og
fána á hásléttunni
Margir sem fara um aust-
ursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs
hafa viðkomu í Snæfellsstofu,
gestastofu þjóðgarðsins á Skriðu-
klaustri í Fljótsdal. Í stofunni er
sýning þar sem brugðið er ljósi á
hringrás og mótun náttúrunnar
með gróðurfar og dýralíf aust-
ursvæðis í brennidepli. Minja-
gripaverslun er þar líka og í önd-
vegi umhverfisvænar vörur
framleiddar í sveitum í nágrenni
þjóðgarðsins. Skammt frá Snæ-
fellsstofu er Bessastaðafjall en um
sneiðinga í hlíðum þess liggur
vegurinn upp á öræfin mikla
„Í rauninni kemur maður inn
í alveg nýja veröld þegar komið er
upp brekkurnar í Bessastaðafjalli
og inn á Fljótsdalsheiði; gróin víð-
erni í 600-800 metra hæð sem eru
alveg óendaleg að flatarmáli og
ná frá jökli og fram til sjávar.
Flóra og fána á þessari hásléttu er
fjölbreytt; gróðurtegundir marg-
ar og dýralífið fjölbreytt. Hrein-
dýr og og gæsir sem hafa verið
nýtt um aldir. Raunar hefur alltaf
verið opið og heimilt að nýta auð-
lindir svæðisins samkvæmt
reglum og hefðum sem mótast
hafa á löngum tíma, og það er
einnig hluti af atvinnustefnu sem
er áherslumál í starfi Vatnajök-
ulsþjóðgarðs,“ segir Agnes.
Kynngikraftur í Kverkfjöllum
Nýmæli er, að á fimmtudög-
um og laugardögum allt til ágúst-
loka í sumar eru landverðir með
viðveru og til frásagnar við Háls-
lón og Kárahnjúkastíflu. „Þar
sem við segjum frá stíflunni og
lóninu en einnig frá þjóðgarð-
inum, náttúrufari þarna, dýralífi,
gróðri, hopun jökla og fleiru,“
segir Agnes. „Einnig gefur þetta
okkur tækifæri til að ræða við
ferðamenn og segja þeim frá
ferðaleiðum, aðstæðum og af-
þreyingu á hálendinu norðan
jökla, vöðum á ám, vegslóðum og
fleiru, sem er hluti af þeirri við-
leitni okkar að sporna gegn utan-
vegaakstri. Gjarnan er við Kára-
hnjúka fólk sem er á leið um
Brúaröræfi áfram í Krepputungu
í Kverkfjöll, Öskju og Herðu-
breiðarlindir; svæði í Vatnajök-
ulsþjóðgarði sem mikilvægt er að
þekkja áður en haldið er af stað,“
segir Agnes Brá og að síðustu:
„Krepputunga er fremur fá-
farið svæði en mjög áhugavert í
hrikaleik sínum. Kverkfjöll eru
síðan, ef svo mætti, segja, heill
heimur út af fyrir sig og náttúran
þar eins og lifandi kennslubók í
jarðfræði. Óvíða sér maður sköp-
un landsins jafn glöggt og í raun
finnst mér Kverkfjöll búa yfir ein-
stökum kynngikrafti.“
Fræðsla í allt sumar um landslag, leiðir og náttúru á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Snæfell Hæsta fjall utan jökla á Íslandi, 1.833 metrar á hæð, og sést víða að. Starfsmenn Vatnajökuls-
þjóðgarðs eru daglega með fræðslugöngur frá Snæfellsskála, en margt forvitnilegt er þarna að sjá.
Ný veröld
Agnes Brá Birgisdóttir er
fædd 1975 á Egilsstöðum og er
uppalin á Akranesi, Neskaup-
stað og Selfossi. Er garðyrkju-
fræðingur mennt og með MSc í
skógfræði með áherslu á skóg-
arumhirðu og -iðnað og um-
hverfi frá Landbúnaðarháskóla
Noregs (NMBU).
Hefur starfað sem þjóð-
garðsvörður á austursvæði
Vatnajökulsþjóðgarðs frá
stofnun hans 2008. Hún situr í
norrænum vinnuhópi um líf-
breytileika og menningar-
minjar.
Hver er hún?
Þjóðgarðvörður Agnes Brá Birg-
isdóttir starfar á austursvæðinu.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Útsýni Horft af Kárahnjúkastíflu yfir Dimmu-
gljúfur sem aðrir kenna við Hafrahvamma.
Ljósmynd/Ingimar Eydal
Fljótsdalur Hengifoss hefur sterkan svip, þar sem hann
steypist fram af hálendisbrúninni, 126 metrar á hæð.
Flóra Fjölbreyttur gróður er á
víðernum Snæfells, svo sem þjóð-
arblóm Íslendinga, holtasóley.
Draghálsi 14 -16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is
Þú finnur
gæðin!
Skoðaðu úrvalið
í netverslun
isleifur.is
Jarðvatnsdæla sló út undir bygg-
ingu Háskólabíós í fyrrinótt, sem olli
því að það flæddi upp úr brunni í
kjallara hússins. Þetta gekk á í rúm-
an hálftíma þar til viðbragðsaðilar,
öryggisverðir og slökkvilið komu á
staðinn og dældu upp vatninu. Að
sögn Þorvalds Kolbeinssonar, fram-
kvæmdastjóra Háskólabíós, var ör-
yggiskerfið hetja dagsins. Slökkvilið
náði jafnframt að mæta á svæðið og
leysa málið farsællega.
Flæddi í
Háskólabíói
Morgunblaðið/Ómar
Bíó í bakgrunni Betur fór en á
horfðist þegar jarðvatnsdæla sló út.