Morgunblaðið - 06.07.2020, Side 14

Morgunblaðið - 06.07.2020, Side 14
FRÉTTASKÝRING Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Ný greind tilfelli kór-ónuveirunnar í Banda-ríkjunum voru nokkuðfærri þjóðhátíðardaginn 4. júlí en dagana þar á undan. Far- aldurinn setti þó nokkurn á hátíð- arhöldin, þar sem loka hefur þurft börum og öðrum samkomustöðum í nokkrum ríkjum að undanförnu. Aukningin að þessu sinni er mest áberandi í ríkjum sunnan og vestan til í Bandaríkjunum, og eru Kalifornía, Texas, Flórída, Utah og Arizona meðal þeirra ríkja þar sem útbreiðsla kórónuveirunnar er nú hvað mest. Þessi þróun endurspeglast í þeirri staðreynd, að fjöldi nýrra til- fella á einum sólarhring fór yfir 50.000 á bæði miðvikudag og fimmtudag og á föstudaginn voru tilkynnt rúmlega 45.300 ný tilfelli. Um fjórðungur þeirra kom í Flórídaríki, en þar greindust 11.458 ný tilfelli. Er það hið mesta sem greinst hefur í ríkinu til þessa, og næstmesti fjöldi nýrra tilfella sem greinst hefur í einu ríki Bandaríkj- anna á einum degi, en 11.571 nýtt tilfelli kom upp í New York-ríki um miðjan aprílmánuð, þegar farald- urinn var þar í hámarki. Tvöföldun á hálfum mánuði Þessi mikla fjölgun tilfella þýð- ir að Flórída er eitt af ellefu ríkjum þar sem tala smitaðra hefur tvöfald- ast á undanförnum tveimur vikum. Fjölgunin er að miklu leyti rakin til þess að ríkið var eitt af þeim fyrstu til þess að létta á sóttvarna- aðgerðum sínum, en ríkisstjórinn, repúblíkaninn Ron DeSantis, lagði mikla áherslu á að slíkt yrði gert, þar sem aðgerðirnar hefðu neikvæð áhrif á efnahag ríkisins. Þá hefur DeSantis einnig hald- ið því fram að hina miklu fjölgun til- fella megi nær eingöngu rekja til þess að fleiri séu prófaðir en áður, en pólitískir andstæðingar ríkis- stjórans halda því fram að það standist ekki skoðun, þar sem hlut- fall þeirra sem reynist jákvæðir fyr- ir kórónuveirunni hafi einnig hækk- að, en nú reynast um 25% allra sem fara í skimun í Flórídaríki vera með veiruna. Þá hefur DeSantis ekki viljað mæla fyrir um almenna skyldu fólks til þess að hylja vit sín á almanna- færi, en hann bendir á að margar af fjölmennustu sýslum ríkisins, sem ná meðal annars yfir borgirnar Miami og Orlando, hafi nú þegar sett slíka skyldu á. Mikil andstaða við grímur Að einhverju leyti má rekja tregðu DeSantis til þess að mæla fyrir um grímuskylduna til þess að margir stuðningsmenn repúblíkana virðast á þeirri skoðun, að notkun andlitsgríma sé atlaga að stjórnar- skrárvörðum réttindum þeirra. Hafa sumir þeirra skipulagt mót- mæli víða um Bandaríkin, þar sem fólk hefur meðal annars komið sam- an og brennt andlitsgrímur á báli. Þessarar andstöðu hefur einnig orðið vart í Texas, en þar hafði rík- isstjórinn Greg Abbott gengið svo langt að banna sveitarstjórnum í ríkinu að skylda fólk til þess að ganga með grímu. Hann skipti hins vegar um skoðun í síðustu viku og undirritaði tilskipun um að í öllum sýslum ríkisins þar sem fleiri en 20 manns hefðu greinst með kórónu- veiruna yrði fólk að bera grímu á almannafæri frá og með síðasta föstudegi, með þeim undantekn- ingum að ekki yrði gerð krafa um notkun gríma í bænahúsum eða á kjörstöðum. Ákvörðun Abbotts var tekin í kjölfar þess að tilfellum í Texas, líkt og í Flórída, hefur fjölgað hratt síð- ustu vikurnar, og greinast nú um 8.000 manns á dag með veiruna, en dagleg tilfelli í ríkinu fyrir tveimur vikum voru einungis um 2.400. Aukningin er rakin til þess að Texas var eitt af fyrstu ríkjunum til þess að aflétta sóttvörnum sínum, og sagði Anthony Fauci, sem leiðir sóttvarnateymi Hvíta hússins, að ríkið hefði „hlaupið yfir“ sumar af þeim kvöðum sem ríki þyrftu að uppfylla áður en hægt yrði að opna á ný. Bakslag í Kaliforníu Kaliforníuríki sker sig úr lista þeirra ríkja þar sem tilfellum fjölg- ar ört að því leytinu til, að þar er ríkisstjórinn demókrati, Gavin New- som. Hann þótti hafa stýrt við- brögðum síns ríkis allþokkalega í vor, en bæði tilfelli og dauðsföll af völdum veirunnar voru þá sambæri- leg við þau hlutföll sem sáust í Þýskalandi. Þá setti Newsom fram áætlun um að létta á sóttvarnaaðgerðum í fjórum skrefum, en í öðru skrefinu fólst að skemmtistaðir og barir yrðu opnaðir á ný. Það leiddi aftur af sér nýja sprengingu í fjölgun tilfella, nú meðal yngra fólks. Er þessi aukning einna helst í Los Angeles, en þar hefur meira en helmingur allra til- fella í ríkinu greinst. Eini ljósi punkturinn í þessum uppgangi faraldursins í Bandaríkj- unum er að dauðsföllum hefur ekki fjölgað jafnört og nýjum tilfellum. Það kann þó að breytast, því að í öll- um ríkjunum sem nú glíma við upp- gang veirunnar hefur þeim sem liggja á gjörgæslu vegna hennar fjölgað mjög. Má þar nefna, að gjör- gæsludeild sjúkrahússins í Houston, sem talið er stærsta sjúkrahús heims, er nú yfirfull. Kórónuveiran í örum vexti í Bandaríkjunum AFP Þjóðhátíðardagur Loka þurfti baðströndum í Los Angeles og víðar í Kaliforníu vegna uppgangs kórónuveirunnar, og var því tómlegt þar 4. júlí. 14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ámiðviku-daginnvoru liðin 23 ár frá því að Kínverjar fengu yfirráð yfir bresku nýlendunni Hong Kong, samkvæmt sam- komulagi sem Bretar og Kín- verjar undirrituðu um miðj- an níunda áratuginn. Í því samkomulagi, sem talið er lagalega bindandi að al- þjóðalögum, hétu Kínverjar því, að íbúar Hong Kong myndu fá að njóta allra þeirra sömu lýðréttinda og þeir nutu undir stjórn Breta í að minnsta kosti fimmtíu ár eftir yfirtökuna, eða til árs- ins 2047. Þetta loforð Kínverja hef- ur stundum verið útskýrt með hugtakinu „Eitt ríki, tvö kerfi“, og var eitt markmið Kínverja með því að sýna að hið kapítalíska Hong Kong gæti þrifist undir yfirstjórn kínverska kommúnista- flokksins. Á þeim tíma var einnig rætt um að yfirtakan á Hong Kong gæti varðað leið- ina að sameiningu megin- lands Kína við Taívan-eyju, þá með sömu formerkjum. Reyndin er þó sú að kín- versk stjórnvöld hafa ekki staðið fyllilega við sinn hlut samkomulagsins. Í 23 ár hef- ur verið vegið smátt og smátt að réttindum íbúa Hong Kong, allt þar til upp úr sauð í fyrra þegar lagt var fram nýtt framsalsfrumvarp, sem hefði gert kínverskum stjórnvöldum léttara að kveða niður alla gagnrýni og mótspyrnu gegn sér innan Hong Kong-borgar. Það var svo síðastliðinn þriðjudag, degi áður en af- mæli yfirtökunnar var fagn- að, sem Kínverjar létu loks til skarar skríða. Ný þjóðar- öryggislög, sem kínverski kommúnistaflokkurinn setti á einhliða, tóku gildi, en ná- kvæmt innihald þeirra hafði legið í þagnargildi. Nú þegar hulunni var svipt af lögunum kom í ljós að þau voru jafnvel enn verri en nokkurn hefði grunað. Ákvæði laganna eru mörg hver óskýr og má túlka mjög rúmt, kínverskum stjórn- völdum í hag. Brot á lögunum geta varðað allt að lífstíðar- fangelsi og öryggislögregla kommúnistaflokksins fær nú að starfa óhikað í landinu. Leynilögreglan fær að auki rúmt svigrúm til þess að handtaka menn og færa yfir landamærin til Kína, þar sem þeirra bíða grimm örlög. Sum réttarhöld munu nú fara fram fyrir lok- uðum dyrum og sjálfstæði dóm- stólanna í Hong Kong er svo gott sem fyrir bí. Í lögunum er einnig kveðið á um að hægt sé að sækja fólk til saka fyrir pólitíska „glæpi“ sem framdir eru utan bæði Kína og Hong Kong, og hefur það ákvæði verið túlk- að sem svo að þátttaka í frið- sömum mótmælum hinum megin á hnettinum gæti þýtt það að viðkomandi gæti aldr- ei snúið aftur til Hong Kong. Þá ber yfirvöldum í Hong Kong nú að fylgjast grannt með því sem kennt er í skól- um þar og hvað sagt er í fjöl- miðlum. Vegið er að málfrelsi svo mjög, að það eitt að halda á mótmælaskilti getur nú varðað við lögin, og raunar var fyrsta handtakan sem gerð var á grunni laganna einmitt vegna manns sem veifaði fána með skilaboðum um sjálfstæði Hong Kong. Ljóst er að tal um „tvö kerfi“ á ekki lengur við. Kín- verski kommúnistaflokk- urinn hefur sett á sitt kerfi, sem leyfir enga mótspyrnu, þvert á þau loforð sem gefin voru þegar samið var um yfirtökuna. Það er því ekki að undra að bresk stjórnvöld hafi að miklu leyti leitt við- brögð hins vestræna heims, en þau hafa nú í hyggju að gera allt að þremur millj- ónum íbúa Hong Kong kleift að öðlast borgararéttindi í Bretlandi. Ástralía og Bandaríkin hafa einnig íhug- að hvaða viðbrögð séu viðeig- andi í ljósi þeirrar nýju stöðu sem komin er upp í Hong Kong. Víst er að kínverski komm- únistaflokkurinn mun láta allar mótbárur sem vind um eyru þjóta eins og hann hefur áður gert og er alræmdasta dæmið um það á síðustu ára- tugum atlagan sem hann gerði gegn friðsamlegum mótmælendum á Torgi hins himneska friðar í Peking. Á sama tíma og þessir at- burðir eiga sér stað í sam- skiptum Kína og Hong Kong hafa Kínverjar gert sig meira gildandi í samskiptum sínum út á við, jafnt á landamærum Indlands, í Suður-Kínahafi, í málefnum Taívans, og jafnvel í þróun 5G-samskiptanetsins. Víst er að Vesturlönd þurfa að huga vel að því hvernig þau ætla sér að bregðast við þessari þróun. Þau geta ekki látið sem ekkert sé. Hong Kong hefur verið sett undir hæl Pekingstjórnar} Eitt ríki, eitt vont kerfi D r. Kristján Þórarinsson, stofn- vistfræðingur Samtaka fyrir- tækja í sjávarútvegi, skrifaði grein í Morgunblaðið 27. júní sl. sem svar við grein minni í sama blaði sem birtist 17. júní. Þar fjallaði ég um slælegan árangur af fiskveiðistjórnun á Ís- landsmiðum eftir að hið svokallaða kvótakerfi var tekið upp á níunda áratug síðustu aldar. Þá var lagt upp með að nú skyldu nytjastofnar verndaðir gegn rányrkju. Hver stofninn á fæt- ur öðrum var settur í kvóta sem gefinn var fáum útvöldum til fénýtingar. Okkur, það er almenningi í þessu landi, var sagt að ef við færum bara eftir „vísindalegri ráðgjöf“ þá yrði allt svo gott. Síðan var hafist handa við að bíða eftir árangrinum. Og enn erum við að bíða. Hörpudiskurinn, rækjustofnar, humarinn, lúðan, grá- lúðan, skötuselurinn, gullkarfi, djúpkarfi, úthafskarfi, steinbítur, hlýri og loðna. Allir þessir stofnar eru sam- kvæmt nýjustu ráðgjöf Hafró í vandræðum. Skoðið bara nýjustu ástandsskýrslu á heimasíðu stofnunarinnar (hafogvatn.is). Stórlega hefur dregið úr veiði úr þessum stofnun, nýliðun léleg um margra ára skeið. Á sumum er hreinlega veiðibann eða því sem næst. Loðnustofninn telst hruninn. Bara sú staðreynd veldur mér mjög þung- um áhyggjum sem ég hef oft tjáð bæði í ræðum og grein- um. Loðnan er undirstaða lífríkis á grunnslóðinni við Ís- land. Svo er það þorskurinn, okkar verðmætasti stofn. Samkvæmt öllum væntingum sem gefnar voru í upphafi og alla tíð síðan ætti þorskstofninn fyrir löngu að vera búinn að ná þeim styrk og afrakstri í afla sem hann gaf áður en kvótakerfið var sett á. Þetta hefur ekki gengið eftir. Nú er hafin niðursveifla eins og ég rakti í grein minni hér í blaðinu 17. júní sl. Kvótinn er minnkaður um sex pró- sent. Á sama tíma eru horfur á að þorskkvóti í Barentshafi verði aukinn um 20 til 30 prósent. Nýting Íslandsmiða virðist hvergi hafa ver- ið vistfræðilega sjálfbær um langan tíma. Við sjáum það bæði á nytjastofnum sjávar og á sjófuglategundum sem eru víða í miklum vandræðum. Vitanlega vill dr. Kristján Þór- arinsson ekki viðurkenna að við séum í vanda með þorsk- inn. Hann starfar fyrir hagsmunasamtök kvótaeigenda í landinu (LÍÚ/SFS). Tilkall þeirra til veiðiheimilda rétt- lætist einna helst í því að þeir einir geti verið vörslumenn (og helst eigendur) fiskistofna þjóðarinnar. Þeir verða að standa vörð um þá ímynd að kvótakerfið skili árangri. Dr. Kristján Þórarinsson skrifar auðvitað það sem vinnuveitendur hans vilja sjá í þessum efnum. Ég reyni hins vegar að tala hreint út um mitt eigið mat þótt leik- maður sé. Ég á nefnilega fiskinn í sjónum eins og allir aðrir Íslendingar. Inga Sæland Pistill Svar til hagsmunagæslumanns Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.