Morgunblaðið - 06.07.2020, Qupperneq 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 2020
✝ Anna GuðnýHildiþórsdóttir
fæddist á Akranesi
20. janúar 1934.
Hún lést á Land-
spítalanum 25. júní
2020.
Anna var dóttir
hjónanna Að-
alheiðar Guðrúnar
Guðnadóttur Andr-
easen, f. 9.3. 1914,
d. 22.8. 1997, og
Hildiþórs Loftssonar kaup-
manns, f. 17.8. 1905, d. 3.7. 1995.
Alsystir Önnu var Fjóla Stein-
dóra, f. 23.8. 1932, d. 27.10. 2013.
Systkini Önnu sammæðra eru
Guðni, f. 18.3. 1950, d. 21.9. 2017,
og Steinunn Ásta, f. 10.9. 1953.
Eiginmaður Önnu var Sig-
urjón Óskar Sigurðsson, f. 8.5.
1927, d. 11.11. 2016, frá Háfshól í
Ásahreppi. Anna og Sigurjón
eignuðust fimm börn: 1) Sig-
urður Ármann, f. 26.6. 1952,
sambýliskona Lek Kaewphanna,
þeirra er Jökull Owen. 4) Anna
María, f. 27.9. 1957, d. 2.7. 2002,
eiginmaður Guðmundur Ingi
Sumarliðason, f. 31.3. 1954. Son-
ur þeirra er Sigurjón Sumarliði,
f. 26.10. 1989. 5) Aðalheiður
Guðrún, f. 10.5. 1965, eig-
inmaður Daníel Heiðar Guð-
jónsson, f. 29.8. 1958. Dætur
þeirra eru Anna Lovísa, f. 15.3.
1996, og Katrín Hörn, f. 20.2.
2004.
Anna sleit barnsskónum á
Akranesi og flutti með móður
sinni og systur að Kotmúla í
Fljótshlíð eftir að foreldrar
hennar skildu. Hún fluttist á Sel-
foss 1945. Hún kynntist eigin-
manni sínum Sigurjóni árið
1950. Þau fluttust til Reykjavík-
ur árið 1953. Fyrstu átta árin
bjuggu þau í Drápuhlíð en fluttu
síðan í Hvassaleiti 16 þar sem
þau bjuggu síðan.
Anna starfaði hjá Símanum á
Selfossi. Hún var húsmóðir og sá
um heimili og börn til margra
ára. Árið 1978 tók Anna við
rekstri verslunar og hafði mikla
gleði af því starfi í yfir þrjátíu
ár.
Útför Önnu fer fram frá
Grensáskirkju í dag, 6. júlí 2020,
og hefst athöfnin klukkan 13.
f. 5.4. 1966. Fóst-
urdætur: a) Pris-
ana, f. 11.8. 1986, b)
Walnipha Bo, f.
14.9. 1989, sam-
býlismaður Guð-
mundur Wuthitha,
f. 22.11. 1984, synir
þeirra Alexander,
Patrick og Richard.
2) Kristín Júlía, f.
25.8. 1953. 3) Aðal-
steinn Þormar, f.
30.8. 1955, eiginkona Kristín
Guðný Sigurðardóttir, f. 19.9.
1958. Börn: a) Guðmundur Ósk-
ar, f. 16.4. 1978, hann á þrjá syni
með Magneu Magnúsdóttur, þau
slitu samvistum. Synir þeirra eru
Veigar Tjörvi, Kormákur Hrafn
og Fróði. b) Anna Margrét, f.
25.8. 1981, eiginmaður Ellert
Geir Ingvason, f. 13.2. 1980, börn
þeirra eru Axel Edílon, Sólon
Breki og Elín Kristín. c) Ágústa
Sif, f. 4.4. 1991, sambýlismaður
Adam Ward, f. 21.1. 1986, sonur
Nú er elskuleg tengdamóðir
mín Anna Guðný Hildiþórsdóttir
látin á 87. aldursári eftir stutta en
snarpa sjúkralegu. Sál hennar eða
andi sem jafnan var kvikur og
frjáls til hinstu stundar er floginn
til sinna sem áður eru gengnir.
Það var hennar von og trú. Anna
mun lifa áfram í minningunni eins
og Sigurjón tengdafaðir minn hef-
ur gert síðustu árin og minningin
um þau verður samtengd um
ókomna tíð.
Lífið er sérstakt og enginn er
eins. Ára sem streymir frá fólki er
eins fjölbreytileg og mennirnir
eru margir. Ýmislegt má læra af
öðrum og margt er það sem má
tileinka sér til góðs með því að
fylgjast með afstöðu og tilveru
annarra. Þetta á ekki síst við um
Önnu.
Ég kynntist Heiðu dóttur
hennar á tíunda áratugnum og
síðan hafa síast inn í mig sögur úr
lífi Önnu og Sigurjóns í gegnum
árin. Anna kom utan af landi; frá
Akranesi, úr Fljótshlíðinni, frá
Selfossi. Ung kynntist hún Sigur-
jóni sem var úr Þykkvabænum.
Þannig var líka um fleiri í stiga-
ganginum í Hvassaleiti 16. Aðflutt
fólk sem studdi hvert annað og
hjálpaðist að. Fólk sem flutti úr
sveitinni á mölina eins og það var
kallað og frá öðrum löndum.
Anna var orðin móðir með fjög-
ur börn 23 ára gömul. Ekki nóg
með það heldur tók hún inn á
heimilið tvö gamalmenni tengd
Sigurjóni austan úr Þykkvabæ og
þjónustaði þau og líknaði árum
saman. Heiða kom svo í heiminn
átta árum síðar og börnin orðin
fimm. Þannig var heimilið stórt og
fjölmennt.
Anna var félagslynd. Seinna
gerðist hún búðarkona og versl-
unarmaður enda fékk hún fólk til
sín með þeim hætti.
Anna hafði hraðan hug. Hún
var stálminnug. Hún trúði að vilji
og iðjusemi væri það sem til þarf.
Hún mætti fólki þar sem það var
statt og hafði áhuga á sérkennum
hvers og eins. Hún var seig,
þrjósk og þolinmóð. Hún kvartaði
aldrei undan nokkrum hlut. Hún
var ánægð með það sem hún hafði
og var þannig nægjusöm. Hún
vildi hvergi annarsstaðar búa en
heima hjá sér á þriðju hæðinni í
Hvassaleitinu. Gallinn var hins
vegar sá að fótaveiki hennar
ágerðist með aldrinum. Líkami
hennar var sem í fjötrum. Það
reyndi á að komast að heiman og
ekki síður heim aftur. Tröppurnar
upp að íbúðinni voru margtaldar
39 þrep alls, neðsti pallurinn hafði
bara sjö þrep sem var vegna mis-
taka í byggingu hússins en hún
var því fegin. Það var þá einni
tröppu léttara að komast upp í
íbúðina. Hún var baráttukona að
þessu leyti og hafði lífsvilja alveg
fram í andlátið.
Anna vissi hvað hún vildi og þá
þýddi ekkert að reyna að hafa
áhrif á hana. Það var stemning í
kringum hana. Hún var frétta-
veita og spurði frétta. Hún var
símakona. Hún var prjónakona.
Hún var dugleg að lesa bækur og
mundi hvað hún las. Hún hafði
áhuga á mat. Hún hafði áhuga á
fólki. Hún hafði gaman af að spila.
Hún var spennt fyrir lottóinu og
Happdrætti Háskólans og að
fylgjast með tölunum sínum þar.
Þótt hún keyrði aldrei bíl þá var
hún ökuþór. Þegar Sigurjón var
farinn að missa sjón þá sagði hún
honum til við aksturinn. Hún hafði
áhuga á kappakstri og Formúl-
unni. Henni fannst myndin Stella í
orlofi einhver besta íslenska
myndin og horfði á hana margoft
með barnabörnunum og hafði allt-
af jafn gaman af. Hún fór aldrei út
fyrir landsteinana. Nú er hún hins
vegar farin yfir í annan heim.
Ég þakka Önnu samskipti og
samfylgd. Megi minning hennar
vera ljós í lífi okkar.
Daníel Heiðar Guðjónsson.
Elsku amma, nú hefur þú kvatt
okkur. Það var alltaf svo gott að
koma í heimsókn til þín í Hvassa-
leitið, sitja og spjalla og vera við
sjálfar. Það var líka svo gaman að
tala við þig í síma, oft mikil stemn-
ing yfir litlum hlutum þegar þú
hringdir. Það er líka minnisstætt
þegar þú varst með búðina og að
koma þangað. Með þér voru allar
stundir skemmtilegar, það var
fjör hjá þér og það var gleði í
kringum þig. Bingóin, baksturinn,
horfa á fyndin myndbönd í iPad-
inum, spila og horfa á eitthvað
skemmtilegt í sjónvarpinu. Stella í
orlofi og formúlan minna á þig, já
elsku amma þú varst algjör töff-
ari. Þú varst mikil stemningskona
og símakona, hringdir í ættingja
og vini bara til þess að heyra í
þeim hljóðið. Alltaf svo jákvæð að
prófa eitthvað nýtt t.d. nammi eða
uppskrift.
Amma, þú ert fyrirmynd í okk-
ar augum, last margar bækur,
prjónaðir heilu peysurnar á örfá-
um klukkutímum og varst góð
vinkona okkar. Eftir að þú komst
á samfélagsmiðlana þá fékkst þú
tækifæri til að fylgjast með ætt-
ingjum og vinum og fékkst meira
að segja að heimsækja nokkra
staði í útlöndum úr stofunni
heima. Hvattir okkur systur í öllu
sem við gerðum hvort sem það var
tengt íþróttum, námi, vinnu eða
bara í lífinu sjálfu. Varst t.d. fljót
að læra orðaforðann í golfi. Alltaf
varstu tilbúin að hjálpa okkur
hvort sem það var að taka upp
myndir eða tónleika á spólu eða
kenna okkur að búa til brauðtertu.
Það var gaman að spila við þig og
þér fannst það svo gaman enda
hafðir þú verið í saumaklúbbi með
vinkonum þínum í 65 ár en líkast
til var meira spilað í sauma-
klúbbnum en saumað. Þú varst
glöð dagana eftir saumaklúbbinn
þegar þú hafðir unnið en ef það
gekk illa þá beiðstu spennt eftir að
komast í næsta klúbb til að jafna
leikinn. Svakaleg keppnismann-
eskja í spilunum og mundir ná-
kvæmlega hver hafði sett hvað á
borðið. Þér líkaði vel við fólk og
hafðir svo óendanlega mikinn
áhuga á fólki. Þér fannst skipta
svo miklu máli að hugsa alltaf já-
kvætt og vona það besta, þá
myndi allt ganga vel. Einnig að
það mikilvægasta væri að vera
vinnusamur og standa sig vel því
þá yrði maður ánægður og hepp-
inn.
Með þakklæti og kærleika í
huga kveðjum við ömmu okkar í
Hvassaleitinu. Traustu, hlýju,
kláru og hugrökku ömmu okkar.
Þínar,
Anna Lovísa og
Katrín Hörn Daníelsdætur.
Í dag kveðjum við hana Önnu
okkar, hún var konan hans Sig-
urjóns (Dúdda) bróður hennar
mömmu minnar (Dúnu). Hún var
stór hlekkur í fjölskyldunni, alltaf
var hægt að leita til hennar.
Hvassaleiti 16 var heimilið þeirra,
frá því ég man eftir mér, margar á
ég góðar minningar þaðan. Anna
og Sigurjón ráku verslunina Smá-
fólk í mörg ár, fyrst í Austur-
stræti, Hallveigarstíg og síðan í
Ármúla. Anna og Sigurjón eign-
uðust fimm börn. Alltaf var svo
gott að heyra í Önnu og koma til
hennar, gaman að sjá hvað hún
var tæknivædd, kona sem var 86
ára og með ipad. Gaman var að sjá
hana spila bingó með barnabörn-
unum sínum á netinu og allar fal-
legu minningar um hana og það
sem hún kenndi mér geymi ég hjá
mér. Hún var svo fróð og góð
kona. Hún lést eftir mjög stutt
veikindi, mikið sakna ég hennar.
Við vottum Sigga, Distu, Tomma
og Heiðu okkar dýpstu samúð.
Gaman var að sjá hvað þið voru
hlýleg að annast hana til þess að
hún gæti búið í Hvassaleitinu.
Hugrún, Halldór, Grétar Þór.
Hve fagurt ljómar ljósa her
á loftsins bláa geim.
Hve milt og blítt þau benda mér
í bústað Drottins heim.
(Valdimar Briem)
Anna Guðný Hildiþórsdóttir
lést 25. júní sl. Hún var Fljótshlíð-
ingur í móðurætt og átti hún
margar góðar vinkonur úr þeirri
fallegu sveit.
Eiginmaður Önnu var Sigurjón
Sigurðsson frá Borgartúni í
Þykkvabæ. Þau eignuðust fimm
mannvænleg börn. Ég kynntist
Önnu þegar sonur minn fór að búa
með hálfsystur hennar, Steinunni
Ástu Andreasen.
Anna rak verslun í mörg ár.
Það var gaman að koma í versl-
unina til Önnu, hún tók öllum svo
vel. Anna var viðræðugóð, hress
og kát kona.
Ég þakka Önnu allar góðu
stundirnar sem við áttum saman.
Börnum, þeirra fjölskyldum,
systrum og öðrum aðstandendum
sendi ég innilegar samúðarkveðj-
ur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem)
Hvíl þú í friði.
Guðríður Bjarnadóttir.
Anna Guðný
Hildiþórsdóttir
✝ SveinbjörnÁrnason fædd-
ist 20. ágúst 1926 á
bænum Hellnafelli
við Grundarfjörð á
Snæfellsnesi. Hann
lést 22. júní 2020 á
Hrafnistu í Reykja-
vík.
Foreldrar hans
voru Herdís Sig-
urlín Gísladóttir
húsfreyja, f. 24.2.
1899, d. 1.10. 1996, og Árni
Sveinbjörnsson, bóndi og vél-
stjóri, f. 3.12. 1891, d. 11.10.
1963.
Systkini Sveinbjörns eru: Ingi-
björg, f. 1923, d. 2012, Guðbjörg,
f. 1925, Gísli, f. 1930, d. 1992,
Kristín, f. 1931, Ester, f. 1933, d.
2018, Arndís, f. 1935, d. 2017,
Benedikt, f. 1937, d. 1944, Sig-
urberg, f. 1940, Ívar, f. 1940, d.
2011.
Sveinbjörn ólst upp hjá for-
eldrum sínum í Hellnafelli við
Kirkjufellið ásamt stórum systk-
inahópi. Hann stundaði almenn
kvist Sveinbjörnsson, f. 1951. 3)
Sveindís María, f. 1954, eigin-
maður, Óskar Sigurbjörnsson, f.
1954. 4) Sigrún Inga Petersen, f.
1957, eiginmaður Ingolf Jóns
Petersen, f. 1940. 5) Díana Sæ-
rún, f. 1961, sambýlismaður Jón
Þór Traustason, f. 1960, d. 2013.
6) Kolbrún Linda, f. 1964, eig-
inmaður Stefán Halldórsson, f.
1962. Barnabörnin eru tíu og
langafabörnin eru tíu.
Sveinbjörn og Magnþóra
skildu en vinkona hans til
margra ára var Ragnhildur Jós-
efsdóttir, f. 1929, d. 1998.
Eftir að Sveinbjörn kom suður
vann hann ýmis störf, m.a. í vél-
smiðju og við fiskvinnslu á
Kirkjusandi. Síðan söðlaði hann
um og fór í vöruflutninga fyrir
Kirkjusand og varð síðan sjálf-
stætt starfandi vöruflutningabíl-
stjóri hjá Þrótti árið 1956 og allt
þar til hann varð 78 ára eða í 48
ár.
Síðasta árið dvaldi Sveinbjörn
á Engey, Hrafnistu í Reykjavík,
og naut þar hlýlegrar umönn-
unar.
Sveinbjörn verður jarðsung-
inn frá Neskirkju í dag, 6. júlí
2020, og hefst athöfnin kl. 15.
sveitastörf en fór
snemma á sjóinn
með föður sínum,
Árna, sem var með-
eigandi og vélstjóri
á bát sem gerður
var út frá Grund-
arfirði. Sjó-
mennskan átti vel
við hann og vann
hann á ýmsum ver-
tíðar og síld-
arbátum gegnum
tíðina, m.a. á Þolinmóði, Grund-
firðingi og Farsæl svo fáir séu
nefndir.
Árið 1951 flutti Sveinbjörn
suður til Reykjavíkur ásamt heit-
konu sinni, Magnþóru Kristínu
Þórðardóttur sem var frá Kvía-
bryggju, Grundarfirði, f. 1932, d.
2010, og fyrsta barni þeirra,
Ingibjörgu Þórey sem fæddist í
Stykkishólmi sama ár. Svein-
björn og Magnþóra eignuðust
sex börn: 1) Ingibjörg Þórey, f.
1951, sambýlismaður, Bjarni Jó-
hannsson, f. 1956. 2) Árni, f.
1953, eiginkona Marianne Lind-
Elsku afi. Það er skrýtið að
hugsa til þess að þú sért farinn. Á
sama tíma er huggun í harmi að
vita til þess að þú varst tilbúinn að
leggja upp í þína hinstu ferð, og þú
varst fullur tilhlökkunar að hitta
ömmu Möggu á ný. Núna hefurðu
fengið hvíldina. Tíu árum eftir að
amma kvaddi okkur hittist þið aft-
ur. Hún hefur tekið vel á móti þér
með kaffi og kleinum.
Það var alltaf gott að koma til
afa og hann elskaði að fá okkur
barnabörnin í heimsókn. Hann var
aldrei lengi að bera veitingar á
borð. Þá vissi maður á hverju var
von. Hann fór inn í ísskáp og náði í
Tab-flöskuna og hellti veglega í öll
glös. Tab-ið var stundum gamalt
og goslaust, en hann tók ekki ann-
að í mál en að við fengjum okkur
af þessum gæðadrykk.
Afi var, að eigin sögn, aldrei
einmana. Eftir að amma dó af-
þakkaði hann stundum heimboð
dætra sinna og bað þær um að
hafa ekki áhyggjur af sér, brosti
breitt og sagði að Magga væri hjá
honum.
Afi elskaði að veiða. Mörg af
okkar árum með afa einkenndust
af óþreytandi ferðum á Reynis-
vatn og átti hann alltaf Prins Póló
handa okkur í rauða bílnum. Þá
skipti engu hvernig veðraði eða
hversu þykkur ísinn var yfir vatn-
inu, hann boraði einfaldlega holu í
ísinn, með risastórum bor, og þá
var hægt að veiða. Nokkur okkar
muna þetta vel þar sem það kom
ekki til greina að fara heim tóm-
hentur, sama hvað veður og vind-
ar sögðu. Afi þreyttist svo aldrei á
að monta sig af hvað barnabörnin
sín væru fiskin.
Þegar afi var ekki að veiða þá
var hann að keyra stóra græna
vörubílinn sinn og þótti elstu
barnabörnunum það svakalegt
sport að fá að sitja í. Afi Svein-
björn keyrði bílinn fyrir Þrótt.
Afi var mikill hundavinur og
þegar fjölskylduhundarnir komu í
heimsókn átti afi alltaf góðgæti
fyrir þá í vasanum. Honum þótti
alltaf gaman að taka í spil og varð
Rommí oftast fyrir valinu. Afi fór
oft með okkur í ferðalög og lék á
als oddi í sumarbústaðarferðunum
í Húsafelli og naut þess að vera
með fjölskyldunni.
Afi naut þess að eiga samskipti
við langafabörnin. Það sást greini-
lega að hann naut þess að vera
langafi og lék við börnin með bros
á vör. Hann hafði gaman að ferð-
unum niður í bílakjallara að skoða
bílana og hamaganginum úti í
garði. Hann naut þess einnig að
tala við langafabörnin í Danmörku
með nútímatækni.
Allar okkar minningar um afa
Sveinbjörn eru góðar. Hann var
ákveðið akkeri í fjölskyldunni.
„Hvað segiði börnin mín góð?“
spurði hann iðulega þegar við hitt-
umst og klappaði okkur á kollinn
með bros á vör. Við vorum honum
mjög mikilvæg þótt hann sýndi
ekkisterkar tilfinningar. Hans
stóra hjarta kom þó sterklega í
ljós í hvert skipti sem hann hitti
langafabörnin sín.
Elsku afi, við erum sannfærð
um að þú sért kominn til ömmu og
að þið vakið yfir okkur.
Minning þín mun ávallt lifa í
hjörtum okkar.
Viktor Björn, Berglind,
Linda Björk, Tinna María,
Ingolf Davíð, Aron Örn, Ívar
Mikael, Egill Þór og Samúel.
Elsku hjartans pabbi hefur nú
kvatt og söknuðurinn er sár.
Hann hefði orðið 94 ára í ágúst
og orðinn uppgefinn. Hann þráði
mest að fá hvíldina eins og hann
sagði og að leggjast við hlið
mömmu.
Ævi hans var löng og ströng oft
og tíðum, ekki alltaf auðveld.
Veikindi herjuðu á en einhvern
veginn tókst honum alltaf að
brjótast út úr veikindunum og
koma tvíefldur til baka.
Pabbi var hörkuduglegur til
vinnu; fór mjög ungur á sjó með
Árna afa og vann síðan á mörgum
bátum frá Grundarfirði, Stykkis-
hólmi og víðar um land. Sjarmör-
inn í sveitinni heillaði svo fallega
snót frá Kvíabryggju, Möggu
mömmu og úr varð ævintýri og
sex börn.
Pabbi var ótrúlega duglegur að
gera við allt, dytta að og laga.
Hann varði mörgum stundum við
viðgerðir á bílunum sínum og hélt
þeim alltaf vel við.
Hann lá heldur ekki á liði sínu
þegar við börnin vorum að byggja!
þá mætti hann með verkfærin sín
og hjálpaði til. 80 ára gamall kom
hann hingað til að hjálpa við að
mála þakið og fannst ekkert mál!
Pabbi og mamma skildu eftir
erfiða tíma en voru alltaf vinir.
Pabbi eignaðist góða vinkonu,
Rögnu og nutu þau þess að ferðast
mikið saman, dansa og spila.
Því miður lést hún allt of
snemma!
Pabbi hafði mjög gaman af
matreiðsluþáttum, fannst gaman
að matreiða og kallaði allt biksí-
mat sem hann gerði en allur mat-
ur varð að vera með laukkryddi!
Hann hafði mjög gaman af
harmonikutónlist, sérstaklega sjó-
mannalögum.
Fiskveiðin bjó í pabba en síð-
ustu árin veiddi hann mest regn-
bogasilung í Reynisvatni og fór
svo á milli systra, Ingu mágkonu
og barna með aflann en hélt
kannski einum sjálfur.
Ótal minningar koma upp í
hugann og ég þakka fyrir þær og
sakna!
Ég sakna heimsóknanna í Vest-
urbæinn. Ég sakna fjölskyldu-
ferðanna okkar saman, oftast í
Húsafell þar sem alltaf var glatt á
hjalla og pabbi var hrókur alls
fagnaðar.
Ég sakna sérstaklega kaffi-
stundanna okkar við eldhúsborðið
þar sem hann sagði okkur sögur
frá æskuárunum í Grundarfirði og
ótal sögur af
sjómennskunni sem átti hug
hans allan.
Ég sakna líka spilastundanna
hans í eldhúskróknum við langafa-
börnin sem hann dáði og fengu svo
ísblóm að launum fyrir spila-
mennskuna. Þar var oft mikið
hlegið og mikið gaman.
Ég sakna símtalanna við pabba
á kvöldin þegar hann fullvissaði
mig um að hann væri örugglega
kominn upp í rúm, með lyfin hjá
sér og öryggishnappinn. Þá spurði
hann ávallt um litlu strákana og
vildi segja góða nótt.
Ég sakna heimsóknanna til
pabba á Engey Hrafnistu þar sem
hann svaf undir lokin vært en vissi
samt af nærveru okkar, opnaði
augun, brosti, vissi að hann var í
góðri umönnun hjá Dýrfinnu og
starfsfólki. Hann dreymdi mikið
Þolinmóð, fyrsta bátinn sem hann
fór til sjós á með Árna afa og alltaf
fönguðu þeir stórlúðu!
Í dag kveðjum við pabba með
trega og sorg í hjarta en einnig
með virðingu og þakklæti fyrir að
hafa fengið að hafa hann hjá okkur
allan þennan tíma sem var ynd-
islegt!
Ég þakka pabba fyrir að hafa
gefið mér lífið og býð honum góða
nótt!
Kveðja,
Sveindís María.
Sveinbjörn Árnason