Morgunblaðið - 06.07.2020, Page 22

Morgunblaðið - 06.07.2020, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 2020 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Húsviðhald Atvinnuauglýsingar Álnabær Verslunarstarf Starfskraftur óskast í verslun okkar í Síðumúla 32, Reykjavík. Vinnutími frá kl. 10-18 eða kl. 13-18 alla virka daga. Áhugasamir sendi umsókn á ellert@alnabaer.is Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar Opinn handavinnuhópur kl. 12-16. Stólajóga kl. 10-10:45. Sögustund af hljóðbók / spjall kl. 13.00. Hádegismatur kl. 11:30-13. Kaffisala kl. 14:45-15:30. Allir velkomnir í Félagsstarfið, s. 411-2600. Garðabæ Jónshúsi/ félags - og íþróttastarf: 512-1501. Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá 08:30-16:00. Hægt er að panta hádegismat með dagsfyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá 13:45-15:15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13:00 Gerðuberg 3-5 Kl. 08:30-16:00 opin handavinnustofa, kl. 09-16 út- skurður kl. 11:00-11:30, leikfimi Helgu Ben kl. 13:00, ganga um hverfið Hraunbær 105 Kl. 10:30 hreyfiþjálfun á vegum sjúkraþjálfara hjá Hæfi. Markmiðið er að auka hreyfigetu, bæta þol og styrk. Áhersla verður lögð á að hafa fjölbreytta þjálfun og nýta umhverfið sem er í kringum félagsmiðstöðina. Þegar ekki viðrar til útiveru verður aðstaðan inni notuð. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega vel- komnir að vera með. Hraunsel Ganga í Kaplakrika kl. 08.00 til 12.00. Billjard kl. 08.00. Listmálun kl. 09.00. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Útvarpsleik- fimi kl. 9:45. Minningahópur kl. 10:30. Stólaleikfimi 13:30. Korpúlfar Gönguhópar leggja af stað frá Borgum, Grafarvogskirkju og inni í Egilshöll. Samrómur kemur í borgir kl. 13:00 til að safna hljóðbrotum frá einstaklingum á aldrinum 60+. Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag, klukkan 10:30, verður hreyfiteymið okkar með minnisleik með bolta í setustofu. Eftir hádegi, kl. 13:30, hittumst við í handverksstofu á 2. hæð og iðkum núvitund. Í fram- haldi af því, kl. 15 hlustum við saman á hlaðvarpsþátt Veru Illugadótt- ur, Í ljósi sögunnar. Verið öll velkomin til okkar á Lindargötu 59, hlökkum til að sjá ykkur. Seltjarnarnes Dagskráin í dag mánudaginn 6.júlí. Kl. 10:30 er kaffi- spjall í króknum. Kl. 11:00 er leikfimi í salnum á Skólabraut. Kl. 13:30 er ljóðastund og gleði á Skólabraut. Kl. 18:30 er vatnsleikfimi í sund- laug Seltjarnarness. Hlökkum til að sjá ykkur. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist sem byrjar kl. 13.15 þegar velferðarsvið gefur grænt ljós. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Bílar Til sölu Suzuki Grand Vitara árgerð 2006, ek. 205.000 km. Sjálfskiptur. Nýtt púst Góð smurbók. Fínn bíll. Verð 590.000 kr Uppl. í síma 824-4184 Vantar þig fagmann? FINNA.is Það er hálf- einkennileg og tóm- leg tilfinning, til- hugsunin um að jólaborðið verði afa- laust á næstu jólum. Feður okkar Óla hafa fylgt okkur í gegnum alla hátíðisdaga síðan við fluttum í Fjóluás og urðum alvöru fjöl- skylda. Það voru þrír mánuðir upp á dag, tíminn sem leið milli andláta þeirra, fyrst Júlíus pabbi minn, síðan Jóhannes sem var jarðsunginn frá Seljakirkju 22. júní sl. Ég kynntist Jóa þegar við Óli vorum í tilhugalífinu, það fór strax vel á með okkur, gátum mikið spjallað og áður en langt um leið var það fastur liður að ég skutlaði honum heim þegar hann kom í mat. Við áttum margar góðar stundir saman, sunnudags- kvöld voru afakvöld og það var hrein unun að gefa þessum gamla manni að borða. Hann var nýj- ungagjarn og alltaf til í að smakka framandi rétti. Þegar ég varð ófrísk að Ragn- ari Óla var Jóhannes mikið með okkur, við fórum saman í Kringl- una 1 sinni í viku í hans föstu inn- kaup og svo kom hann í mat á sunnudögum. Þegar Ragnar Óli svo fæddist var hann fyrstur að fá fréttirnar. Með þeim myndað- ist sterkur strengur og mikil væntumþykja, bað Jóhannes mig sérstaklega að segja Ragnari frá Jóhannes Leifsson ✝ JóhannesLeifsson fædd- ist 6. júlí 1920. Hann lést 11. júní 2020. Útför hans fór fram 22. júní 2020. því í gegnum lífið að hann væri ljósberi og góður drengur. Þrátt fyrir þennan sérstaka þráð þeirra á milli gerði hann aldrei upp á milli þeirra systkinanna. Þeirra samband var bara svo hreint. Jóhannes var mjög vel lesinn og hafði einstaklega gaman af að segja frá, þær voru ófáar kvöldstundirnar sem við áttum við eldhúsborðið, þar sem hann sagði ýmist frá æsku sinni eða fullorðinsárum, hann sagði frá góðum tímum og minna góð- um. Í hvert sinn sem Alma tengda- móðir mín kom til tals kom ákveðinn glampi í augun hans, lífsförunautur sem einnig var hans besti vinur. Hann hefði ekki orðið sá maður sem hann varð hefði hann ekki haft hana sér við hlið! Gullhamrar til þessarar konu voru ótakmarkaðir. Við vorum svo heppin að fara tvisvar með honum á griðastað hans, Laxá á Skógarströnd, þar var hann eins og kóngur í ríki sínu, yngdist um maga tugi ára og var hálf-óðamála, frá svo miklu hafði hann að segja. Þar hafði hann eytt mörgum sumrum með Ölmu og Óla á uppvaxtarár- um hans, þar þekkti hann hvern krók og kima. Það gladdi hann Jóa minn óendanlega mikið um jólin 2017 þegar við tilkynntum honum um væntanlegt leynibrúðkaup okkar hjóna í skírn Gunnars. Hann var að sjálfsögðu svaramaður Óla og hringarnir sem við berum eru eitt af því síðasta sem hann smíðaði á sínum ferli. Sem gullsmíðameistari var það honum kappsmál að Óli kláraði sinn skóla til að fá meistara- gráðuna og rann sá dagur upp í vor, Óli kláraði það sem þurfti til að geta haldið áfram. Jóhannes var vægast sagt stoltur, hann var hreinlega að springa úr stolti yfir litla stráknum sínum. Jói var magnaður maður, lista- maður, mannvinur, heiðarlegur og góður. Sem betur fer eigum við Óli svo mikið af minningum um hann til að halda minningu hans lifandi um komandi ár. Þín tengdadóttir, Ragna Júlíusdóttir. Í dag hefði Jóhannes Leifsson gullsmíðameistari orðið eitt hundrað ára. Þessi ljúflingsdrengur lést 11. júní síðastliðinn og vantaði því aðeins nokkrar vikur til að ná þessum stóra áfanga sem stefnt var að. Jóhannes var annar eigandi að fyrirtækinu Steinþór og Jóhann- es, sem var eitt stærsta og glæsi- legasta skartgripafyrirtæki síns tíma, tvær verslanir í miðborg Reykjavíkur. Á vinnustofunni sem var mannmörg ríkti ávallt góður andi og þar voru skapaðir listagripir af þeim meisturum Steinþóri Sæmundssyni og Jó- hannesi. Báðir voru þeir miklir öðlingar og listamenn, þar var líka fyrir leturgrafarinn listfengi Gísli Loftsson, hinn mikli ljúfl- ingur og húmoristi, og lærling- arnir fimm. Þarna var góður andi og var okkur nemendunum kenndir góðir siðir og falleg vinnubrögð og frágangur á öllu sem við snert- um hvort sem var á sjálfri gull- og silfursmíðinni eða umgengni við viðskiptavini og alla þá gesti er komu á vinnustofuna, margir hverjir skrautlegir og skemmti- legir sem bættu enn á flóru fyrir- tækisins. Undir þetta allt lék síð- an klassísk tónlist í bland við dægurlög og inn á milli fréttir Ríkisútvarpsins. Þetta voru dýrðardagar, ég var ein þeirra heppnu lærlinga sem þarna fengu inni í gegnum Sigurð son Steinþórs er nú rekur Gull og silfur á Laugavegi. Þarna var framtíðin ráðin, það er ekki sjálf- gefið að lenda í svo góðum fé- lagsskap í rúm fjögur ár í námi, að hlakka til hvers einasta dags að mæta í þennan góða og gef- andi félagsskap lífskúnstnera. Okkur nemendunum var treyst til allra verka, glugga- útstillinga, afgreiðslustarfa og sjá um fyrirtækið þegar meistar- arnir fóru utan til efniskaupa. Af þakklæti og virðingu við meistarana tókum við vel til á verkstæðinu, máluðum og þrifum allt og biðum spennt eftir að þeir kæmu heim úr ferðalaginu. Traustið var mikið því ekki voru dýrgripirnir fáir né ódýrir er nemendurnir fimm gættu, tvær verslanir fullar af demöntum, gulli og silfri. Nú eru þessir meistarar og góðu drengir, Steinþór og Jó- hannes gullsmíðameistarar og Gísli Loftsson leturgrafari, sam- einaðir á ný og skapa vonandi listaverk á ný á öðrum stað undir fallegri tónlist og englasöng. Við nemendurnir fimm, sem erum öll komin vel yfir miðjan aldur, drúpum höfði með þakk- læti fyrir góða tíma, ást og um- hyggju góðra meistara. Takk elsku Jói minn fyrir alla kennsluna og elskuna í minn garð minn gamli góði meistari. Hvíldu í friði. Hjördís Gissurardóttir. ✝ Sigþór ReynirSteingrímsson fæddist á Blöndu- óski 23. janúar 1931. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ 23. júní 2020. Sigþór ólst upp á Blönduósi. For- eldrar hans voru Helga Dýrleif Jóns- dóttir húsfreyja, f. 8.12. 1895, d. 7.6. 1995 og Stein- grímur Davíðsson, skólastjóri á Blönduósi og vegaverkstjóri í Húnavatnssýslum, f. 7.11. 1891, d. 9.10. 1981. Steingrímur og Helga eign- uðust 14 börn og náðu 12 þeirra fullorðinsaldri. Sigþór var 9. barn foreldra sinna. Elst var Anna, f. 1919, d. 1993, Svava, f. 1921, d. 2014, Olga, f. 1922, d. 2010, Hólmsteinn, f. 1923, Haukur, f. 1925, Fjóla, f. 1927, d. 1993, Jóninna, f. 1928, d. 2015, Bryn- leifur, f. 1929, d. 2018, Davíð, f. 1932, d. 2017, Pálmi, f. 1934, d. 2001 og Sigurgeir, f. 1938. Sambýliskona Sigþórs var Mar- grét Ó. Jónsdóttir, f. 1921, d 1977. Dóttir Margrétar er Nína V. Magnúsdóttir, f. 1948. Sigþór nam bifvélavirkjun og vann lengi við þá iðn, síðan hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins og síð- ustu starfsárin sem leigubíl- stjóri hjá BSR. Útför Sigþórs verður gerð frá Seljakirkju í dag, 6. júlí 2020, kl. 11. Í dag kveðjum við stjúpföður minn Sigþór Reyni Steingríms- son eða Sissa eins og hann var jafnan kallaður. Ég á góðar minningar um Sissa. Þær ná til minna fyrstu ára en ég var 4 ára þegar þau mamma, Margrét Ó. Jónsdóttir, hófu sambúð. Mamma lést árið 1977 en samband mitt og fjöl- skyldu minnar við Sissa hélst alla tíð. Sissi var Húnvetningur, fædd- ur og uppalinn á Blönduósi en pabbi hans, Steingrímur Davíðs- son, var skólastjóri þar. Hann ólst upp í litlu fallegu húsi á ár- bökkum Blöndu í stórum systk- inahópi. Sissi hafði alla tíð mikinn áhuga á bílum og fór ungur til Reykjavíkur til náms í bifvéla- virkjun og útskrifaðist með sveinspróf 20 ára og meistara- próf í sömu grein 3 árum síðar. Hann vann lengi sem bifvélavirki og þótti fær í sínu fagi. Síðar fór hann að vinna hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins og var þar prófdómari til ökuréttinda. Eftir að árunum í bifreiðaeftirlit- inu lauk vann hann sem leigubíl- stjóri hjá BSR. Á þeim árum kom hann iðulega í heimsókn snemma á laugardagsmorgnum með vínarbrauð og var hinn hressasti. Drakk með okkur morgunkaffið og sýndi gjarnan nýbónaðan bílinn sinn. Fljótlega var hann síðan rokinn af stað til að sinna næsta viðskiptavini. Sissi var hestamaður og var með hesta sína að Hrísbrú í Mos- fellsdal. Þegar börn mín voru lítil fóru þau stundum með honum þangað á sunnudögum og fengu smá reiðtúr. Hjá syninum varð þetta kveikjan að miklum áhuga á hestum auk þess sem sérstök tengsl mynduðust milli hans og Sissa. Ekki er hægt að skrifa um Sissa án þess að minnast þess hversu barngóður hann var. Mínum börnum reyndist hann góður afi. Hann kom í afmælin þeirra með vandaðar gjafir og fyrir páska og jól fóru þau með honum í bæjarferð sem var til- hlökkunarefni. Þau fengu að velja sér gjöf eða páskaegg og borðuðu saman. Í nóvember 2012 fékk Sissi heilablóðfall og dvaldi síðustu sjö ár sín á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Hann átti þá erfitt með að finna nafnorð og sá illa eftir áfallið. Það var aðdáunar- vert hversu minni hans var sterkt. Í heimsóknum reyndi hann að gera sig skiljanlegan með því að setja önnur orð inn í stað nafnorða og þá var eins gott að giska rétt. Sjö ár eru langur tími á hjúkrunarheimili en hann var vel liðinn af starfsfólki og eru því hér færðar þakkir. Minningin lifir og ég þakka allar góðar stundir sem við áttum saman. Nína V. Magnúsdóttir. Sigþór var vinur foreldra minna. Þeir pabbi voru sveitung- ar úr Húnavatnssýslunni. Að þeirra mati skipti miklu að þeir væru úr austursýslunni. Þeir voru sveitastrákar komnir á möl- ina á fyrri hluta síðustu aldar. Þeirra viðfangsefni voru farar- skjótar, hestar og bílar. Það varð hlutskipti þeirra beggja að vinna við bíla og báðir héldu þeir hross. Saman byggðu þeir sér hesthús á Varmárbökkum í Mosfellssveit eins og þá var, seint á áttunda áratugnum og þótt þá greindi stundum á um hvernig best væri að takast á við óstýrilæti í hrossahópnum undu þeir sér aldrei betur en á þeysireið um leirurnar. Eftir að þessari sam- búð þeirra í hesthúsinu lauk töl- uðu þeir saman í síma kvöldin löng, um liðna tíma, menn og horfna góðhesta. Sigþór sá ég síðast í útför pabba fyrir átta árum. Þá var nokkuð liðið síðan síðast. Sigþór var góðgjarn maður og glaðvær. Að hitta hann var ávallt tilhlökk- unarefni og helgardagar í hest- húsinu, þegar þeir báðir voru þar, voru ævintýr fyrir ungan mann. Nú hleypir hann heim- draganum á móti sólinni. Ég er ekki frá því að það sé peli í strengnum. Guð blessi hans för. Jón Þórisson. Sigþór Reynir Steingrímsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað út- förin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á út- farardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.