Morgunblaðið - 06.07.2020, Side 24

Morgunblaðið - 06.07.2020, Side 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 2020 Hamraborg 10, Kópavogi – Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30-18 50 ára Kolbeinn fædd- ist á Selfossi en ólst upp á Ási í Mýrdal. Hann fylgdi konu sinni til Vestmannaeyja árið 1993 og hefur búið þar síðan. Kolbeinn hefur fengist við ýmis störf, þ.á m. bílamálun, en frá 1993 hefur hann að mestu verið til sjós; nú á Breka VE. Formaður Sjómannaf. Jötuns frá 2019. Maki: Guðríður Jónsdóttir grunnskóla- kennari, f. 1972. Börn: Svana Björk Kolbeinsdóttir, f. 1995, meistari í markaðsfr. og alþjóða- viðsk. frá HÍ; Arna Dögg Kolbeinsdóttir, f. 2001, nýstúdent og verðandi nemi í HÍ; Vala Dröfn Kolbeinsdóttir, f. 2009, grunnskólanemi og sundgarpur. Foreldrar: Agnar Hólm Kolbeinsson bíla- málarameistari, f. 1949, og Lóa Halls- dóttir verkakona, f. 1953, d. 2010. Kolbeinn Agnarsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Sambönd eru ekki svo flókin þegar þú veltir þeim fyrir þér. Samskipti eru yfir höfuð eitthvað stirð í dag og það er ekkert við því að gera. 20. apríl - 20. maí  Naut Forðastu að troða illsakir við vinnu- félaga þína að ósekju. Gerðu þér dagamun út af vel unnu verkefni. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Fegurð hlutanna er ekki fólgin í stærð þeirra. Ekki þreyta vinnufélagana með endalausum sögum af einkahögum þínum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert óvenjuviðkvæm/ur og þarft því á einveru að halda í dag. Varastu að taka afstöðu því með því myndir þú slá sjálfan þig út af laginu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ástvinir þínir eru óhemjugjafmildir við þig. Láttu það ekki koma þér úr jafnvægi heldur auka skilning þinn og styrk. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það eru bjart í kringum þig og þú hefur í nógu að snúast. Vinir þínir geta reynst þér hjálplegir þessa dagana. 23. sept. - 22. okt.  Vog Láttu ekki ýmsa smámuni vefjast svo fyrir þér að þú getir ekki sinnt því sem máli skiptir. Taktu þér tak og viðurkenndu stað- reyndir með bros á vör. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það getur reynst þér nauðsyn- legt að halda sumu fólki í ákveðinni fjarlægð frá þér. Best er er að hafa allan fyrirvara á hlutunum og leyfa þeim að sanna sig. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú þarft ekki að taka heiðurinn af því sem þú gerir svo vel, en það væri frá- bært ef þú gerðir það. Vandinn er bara að velja. 22. des. - 19. janúar Steingeit Kannaðu verð og gæði áður en þú festir kaup á nýjum hlut. Aðalmálið er að vera með góðum vinum sem hægt er að deila með sorg og gleði. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Hömlum er aflétt. Farðu varlega í það að biðja nána vini eða fjölskyldu um lið- sinni. Talaðu um þær breytingar sem þú vilt sjá á kringumstæðum þínum og hvernig þið getið unnið saman að þeim. 19. feb. - 20. mars Fiskar Notaðu tjáningarhæfileika þína til þess að koma máli þínu til skila. Rétta fram- koman ásamt nýjustu upplýsingunum geta fært sigur. Vertu góður við þig. mig m.a. til að skipuleggja ferðir í Móseldalinn og Svartaskóg,“ segir Ása en hún var vinsæll fararstjóri og átti eftir að fara með Íslendinga í fjölda ferða víða um heim og einn- ig taka á móti erlendum gestum á Íslandi. Frá lokum 9. áratugarins og fram að aldamótum tók Ása þátt í bæjar- og félagsmálum í Hafnar- firði og lagði einkum áherslu á Ása kenndi þýsku um árabil við Flensborgarskólann í Hafnarfirði og síðar við MR. Árið 1984 bauðst henni að vinna sem fararstjóri er- lendis. „Ingólfur Guðbrandsson hjá Útsýn fékk mig til að hjálpa sér að opna Þýskaland fyrir íslenskum ferðamönnum. Á þessum tíma stóðu Íslendingum einkum til boða sól- baðsstaðir á borð við Mallorca en Ingólfur vildi auka úrvalið og fékk É g ólst upp á Akranesi og naut alls þess frelsis og forréttinda sem börn höfðu á þessum tíma, og tók þátt í öllu æskulýðs-, menningar- og íþróttastarfi sem völ var á,“ seg- ir Ása og minnist þess með hlýhug hvernig hún lék sér um allan bæinn með hinum börnunum. Ása valdi góðan dag til að koma í heiminn því 6.7. 1950 var 55 ára afmælisdagur Ólafs B. Björnssonar afa hennar, ritstjóra og athafnamanns á Akra- nesi. „Hann var stórmerkilegur maður og kom víða við í störfum sínum, ekki síst í því sem tengdist ritun sögu Akraness.“ Frá Akranesi lá leiðin í stúdents- nám í Reykjavík og var Ása í hópi fyrstu nemenda Menntaskólans við Hamrahlíð. „En ég var svo bráðlát að eftir annan bekk í MH eignaðist ég Valdimar, eldri son minn. Vildi ég því læra utan skóla í einn vetur en það var ekki hægt vegna þess hvað MH var nýr skóli svo ég færði mig yfir í Menntaskólann í Reykja- vík og lauk námi þar.“ Ása segir það hafa verið nokkra áskorun fyrir sig að eignast barn svona ung en var samt algengara þá en það er í dag. „Ég var heppin að eiga að hana frænku mína Sig- ríði Kristjánsdóttur sem bæði hýsti mig og hjálpaði mér með barnið,“ segir hún. „Í MR fór ég í stelpu- bekk og vorum við 22 stúlkurnar í 6C. Við útskrift árið 1969 voru fjórtán okkar trúlofaðar eða giftar og áttunda barnið á leiðinni.“ Lok 7. áratugarins var tímabil mikilla umbreytinga og hápunktur hippatímabilsins. Ása segist ekki hafa haft mikinn áhuga á þessari menningu. „Ég var mjög íhaldssöm, átti minn kærasta og djammaði ekki að neinu ráði.“ Ása stundaði nám í þýsku við há- skólann í Heidelberg og átti seinna eftir að bæta við sig menntun í Inn- sbruck í Austurríki. Frá HÍ lauk hún námi í íslensku og uppeldis- og kennslufræðum en löngu síðar, eða árið 1992, lauk hún leiðsögumanns- prófi og MA-prófi í hagnýtri menn- ingarmiðlun árið 2008. ferða-, æskulýðs- og tómstundamál. Hún kom einnig töluvert að vina- bæjarsamskiptum Cuxhaven og Hafnarfjarðar og var starfsmaður Skátafélagsins Hraunbúa um skeið. „Í dag er ég formlega hætt að vinna en tek þó að mér stöku verk- efni sem leiðsögumaður og farar- stjóri enda elska ég að vera á ferð- inni og fátt yndislegra en að kveðja ánægða túrista eftir góða ferð. Tím- ann nota ég líka til að fara í golf og göngur og grúska í mínu eigin lífi. Er margt sem ég hef fundið ofan í skúffum og uppi í heilabúi sem mætti gera meira við.“ Fjölskylda Ása var gift Svavari E. Haralds- syni húsasmíðameistara, f. 16.1. 1946, en þau skildu. Foreldrar Svavars voru Haraldur V. Magn- ússon vélstjóri, f. 28.7. 1924, d. 26.2. 2009, og Rannveig Jóna Elíasdóttir kona hans, f. 17.9. 1925, d. 12.3. 1997. Þau bjuggu á Akranesi. Ása á tvo syni. Sá eldri er Valdi- mar Svavarsson framkvæmdastjóri, f. 5.6. 1968. Kona hans er Nanna Renee Husted viðskiptafræðingur. Þau eru búsett í Hafnarfirði og eiga börnin Ásu Kristínu, f. 2002, og Ró- bert Thor, f. 2004, bæði nemendur í Flensborg. Sá yngri er Ólafur Már Svavars- son ljósmyndari, f. 22.6. 1976. Kona hans er Freyja Auðunsdóttir ís- lenskukennari og eru þau búsett í Hafnarfirði. Börn þeirra eru Birkir, f. 2003, nemandi í Flensborg, Andri, f. 2007, og Orri, f. 2011, báð- ir nemendur í Víðistaðaskóla. Systkini Ásu eru Indriði Valdi- marsson, fv. skrifstofustjóri og prentsmiðjustjóri á Akranesi, f. 22.12. 1948, og Ingveldur Valdi- marsdóttir, fv. bankaútibússtjóri á Akranesi, f. 4.2. 1954, d. 11.12. 1991. Foreldrar Ásu voru Valdimar Indriðason, f. 9.9. 1925, d. 9.1. 1995, alþingismaður og framkvæmda- stjóri Síldar- og fiskmjölsverk- smiðju Akraness, og kona hans Ingibjörg Ólafsdóttir húsmóðir, f. 19.7. 1925, d. 19.11. 2017. Þau bjuggu alla sína tíð á Akranesi. Ása María Valdimarsdóttir þýskukennari og ferðafrömuður – 70 ára Auður Ása María með afkomendum sínum. Frá vinstri: Birkir, Ólafur, Orri, Freyja, Ása Kristín, Ása María, Andri, Nanna, Róbert og Valdimar. „Ég elska að vera á ferðinni“ Víðförul Ása María að störfum sem fararstjóri í bænum Bled í Slóveníu. 50 ára: Karítas er frá Reykjavík en býr í Hafnarfirði. Hún er leik- og grunnskóla- kennari að mennt frá Kennaraháskóla Ís- lands. Starfaði lengi vel sem leikskólakenn- ari bæði í Reykjavík og Hafnarfirði. Starf- ar í dag sem grunnskólakennari í Hafnar- firði. Maki: Trausti Kári Hansson húsasmíða- meistari, f. 1969. Börn: Þorgerður Brá Traustadóttir, f. 1995, Kolfinna Álfdís Traustadóttir, f. 1995, og Berglind Rún Traustadóttir, f. 2003. Foreldrar: Guðmundur Kristinn Ólafsson f. 1948, járn- og húsasmiður, og Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 1950, afgreiðslu- og verslunarkona. Þau eru búsett í Grafar- vogi, Reykjavík. Karítas Guðmundsdóttir Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.