Morgunblaðið - 06.07.2020, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 06.07.2020, Qupperneq 26
FÓTBOLTINN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Tvær vítaspyrnur í uppbótartíma bundu endahnút á líflega fjórðu um- ferð Pepsi Max-deildar karla í gær þegar KA og Breiðablik skildu jöfn, 2:2, á slæmum Akureyrarvelli sem nú er kenndur við Greifann. Sigur KA virtist í höfn eftir fyrri spyrnuna en Blikar fengu vítaspyrnu í næstu sókn og úr henni jafnaði Thomas Mikkelsen, 2:2, og gerði sitt fjórða mark í deildinni í ár. Hann gerði líka fyrra mark Breiðabliks í leiknum. Blikar töpuðu sínum fyrstu stigum en fara nú með 10 stig í krefjandi leikjatörn gegn FH, KR og Val. Þar kemur betur í ljós hvort þeir séu þau meistaraefni sem margir telja Kópa- vogsliðið vera í ár. Völlurinn á Akureyri er mikið í umræðunni. „Völlurinn er mjög laus í sér og hann býður ekki upp á fal- legan fótbolta. Það bætir svo ekki úr skák að leikmenn virðast eiga erfitt með að fóta sig á vellinum með til- heyrandi hættu á meiðslum. Það er ljóst að Akureyrarbær þarf að að- stoða KA við að koma vellinum í al- mennilegt ástand því þetta er ekki boðlegt,“ skrifaði Baldvin Kári Magnússon m.a. í grein sinni um leik- inn á mbl.is.  Brynjar Ingi Bjarnason skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild þegar hann jafnaði metin fyrir KA um miðj- an síðari hálfleik.  Guðmundur Steinn Haf- steinsson skoraði fyrir sitt fimmta fé- lag í efstu deild þegar hann kom KA í 2:1 úr vítaspyrnu á 90. mínútu. Hann hefur áður skorað fyrir Stjörnuna, Víking Ó., Fram og Val. Þrír miðverðir með 968 leiki reknir af velli Allir þrír miðverðir Víkings, Kári Árnason, Sölvi Geir Ottesen og Hall- dór Smári Sigurðsson, sem sam- anlagt hafa leikið 968 deildaleiki á ferlinum, voru reknir af velli í sögu- legum leik KR og Víkings á Meist- aravöllum á laugardaginn, þar sem KR vann 2:0 með mörkum frá Krist- jáni Flóka Finnbogasyni og Pablo Punyed. Kristján Jónsson skrifaði um brottvísanirnar þrjár í grein sinni um leikinn á mbl.is: „Kristján Flóki komst þá framhjá honum með snyrti- legri hreyfingu og féll við. Kári setti höndina út og virtist toga Kristján niður sem lét sig þó væntanlega detta því snertingin virtist ekki mikil. Sölvi Geir henti Stefáni Árna Geirssyni í jörðina á 78. mínútu og virtist slá hann í framhaldinu. Sölvi mótmælti kröftuglega og vildi líklega meina að Pablo Punyed hefði hrint sér á Stefán í síðara atvikinu en Pu- nyed var þar nærri. Ekki þarf að deila um brottvísun Halldórs Smára sem tæklaði Kennie Chopart illa sem fór meiddur af leik- velli á 82. mínútu.“  Víkingar eru fyrsta liðið í deild- inni til að missa þrjá menn af velli með rautt spjald síðan þrír Grindvík- ingar voru reknir af velli gegn Fram árið 2008.  Þeir Kári Árnason, Sölvi Geir Ottesen og Halldór Smári Sigurðs- son missa allir af heimaleik Víkings gegn Val á miðvikudagskvöldið.  Ingvar Jónsson markvörður lék ekki með Víkingi og Arnar Gunn- laugsson þjálfari liðsins sagði við Morgunblaðið að hann yrði frá í 2-4 vikur vegna meiðsla á öxl.  Kári Árnason valdi ekki beint besta leikinn til að ná stórum áfanga en hann lék á laugardaginn sinn 450. deildaleik á ferlinum. Hann er aðeins ellefti íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi sem nær þessum leikja- fjölda. Af þessum leikjum eru 395 er- lendis og 55 á Íslandi. Átta marka veisla á Nesinu Grótta fékk sitt fyrsta stig í mögn- uðum átta marka leik gegn HK á Sel- tjarnarnesi sem endaði 4:4 en nýliðar Gróttu komust í 2:0 og 4:2 og voru manni færri frá 37. mínútu. „Gróttumenn spiluðu gríðarlega vel, áður en vítið og rauða spjaldið riðlaði leik liðsins. Óttuðust eflaust margir það versta þegar HK jafnar snemma í seinni hálfleik en Grótta gerði einstaklega vel í því að komast tveimur mörkum yfir á ný, manni færri. Andleysið hjá HK-ingum var algjört í kjölfar þess að þeir jafna í 2:2. HK á ekki að fá á sig tvö mörk manni fleiri gegn Gróttu. Það ber hinsvegar að hrósa HK sömuleiðis fyrir að leggja ekki árar í bát og tvisvar ná að jafna eftir að hafa lent tveimur mörkum undir,“ skrifaði Jó- hann Ingi Hafþórsson m.a. í grein um leikinn á mbl.is.  Ari Sigurpálsson, 17 ára sókn- armaður, skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild þegar hann jafnaði fyrir HK gegn Gróttu, 4:4.  Arnþór Ari Atlason skoraði tvö marka HK og er þar með kominn með jafnmörg mörk í deildinni í ár og allt síðasta tímabil.  Pétur Theódór Árnason skoraði fyrsta mark Gróttu í efstu deild í leiknum við HK. Hann, Axel Sigurð- arson og Karl Friðleifur Gunn- arsson gerðu allir sitt fyrsta mark í deildinni í leiknum. Valdimar skorar áfram Valdimar Þór Ingimundarson skoraði sitt fjórða mark í fyrstu fjór- um umferðunum, úr vítaspyrnu, þeg- ar Fylkir vann Fjölni 2:1 í Grafarvogi á laugardaginn. „Fylkismenn voru undir á öllum sviðum leiksins, fyrstu 25. mín- úturnar eða svo. Ef ekki hefði verið fyrir vítaspyrnudóminn á 28. mínútu er erfitt að sjá fyrir sér hvernig Árbæingar hefðu annars komið sér inn í leikinn. Eftir að þeir komust yfir tóku þeir öll völd á vellinum ef svo má segja,“ skrifaði Bjarni Helgason m.a. um leikinn á mbl.is.  Sigurpáll Melberg Pálsson úr Fjölni skoraði sitt fyrsta mark í deildinni gegn Fylki, með síðustu snertingu leiksins.  Daninn Christian Sivebæk og Ungverjinn Péter Zachán komu inn á hjá Fjölni og léku sinn fyrsta leik í deildinni. Ótrúlegur uppbótar- tími á Akureyrarvelli Ljósmynd/Þórir Tryggvason Tvenna Thomas Mikkelsen sækir að Aroni Degi Birnusyni, markverði KA, á Akureyri í gær en Mikkelsen gerði bæði mörk Breiðabliks í leiknum.  Tvær vítaspyrnur lokuðu líflegri helgi í deildinni  Blikar fara með 10 stig í stóru prófraunina  Vængbrotn- ir Víkingar gegn Val á miðvikudag Morgunblaðið/Sigurður Unnar Vesturbær Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Nikolaj Hansen og Kennie Chopart í sögulegum leik KR og Víkings þar sem þrír Víkingar voru reknir af velli. 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 2020 Pepsi Max-deild karla Grótta – HK .............................................. 4:4 Fjölnir – Fylkir......................................... 1:2 KR – Víkingur R....................................... 2:0 KA – Breiðablik ........................................ 2:2 Staðan: Breiðablik 4 3 1 0 9:3 10 KR 4 3 0 1 5:4 9 Stjarnan 2 2 0 0 6:2 6 ÍA 4 2 0 2 9:6 6 Valur 4 2 0 2 8:5 6 Fylkir 4 2 0 2 5:4 6 FH 3 2 0 1 6:7 6 Víkingur R. 4 1 2 1 5:4 5 HK 4 1 1 2 9:11 4 KA 3 0 2 1 3:5 2 Fjölnir 4 0 1 3 4:10 1 Grótta 4 0 1 3 4:12 1 Lengjudeild karla Vestri – Grindavík .................................... 2:3 Staðan: Fram 3 3 0 0 6:1 9 ÍBV 3 3 0 0 6:1 9 Þór 3 3 0 0 7:3 9 Leiknir R. 3 2 1 0 5:2 7 Keflavík 3 2 0 1 10:3 6 Grindavík 3 2 0 1 5:4 6 Leiknir F. 3 1 0 2 4:6 3 Víkingur Ó. 3 1 0 2 2:6 3 Vestri 3 0 1 2 2:5 1 Magni 3 0 0 3 1:6 0 Þróttur R. 3 0 0 3 1:6 0 Afturelding 3 0 0 3 2:8 0 2. deild karla Fjarðabyggð – Víðir................................. 6:1 Staða efstu liða: Kórdrengir 3 3 0 0 9:0 9 Haukar 3 3 0 0 8:4 9 Fjarðabyggð 3 2 0 1 11:4 6 Selfoss 3 2 0 1 7:6 6 3. deild karla Augnablik – Höttur/Huginn.................... 4:3 Einherji – Reynir S .................................. 2:3 Sindri – Elliði ............................................ 2:0 Tindastóll – KFG...................................... 1:3 Staða efstu liða: Reynir S. 3 3 0 0 8:5 9 KFG 3 2 0 1 10:6 6 KV 3 2 0 1 9:5 6 Ægir 3 2 0 1 7:5 6 Lengjudeild kvenna Völsungur – Fjölnir.................................. 0:3 Staðan: Keflavík 3 2 1 0 10:1 7 Tindastóll 3 2 1 0 6:2 7 Haukar 3 1 2 0 5:3 5 Grótta 3 1 2 0 2:1 5 Afturelding 3 1 1 1 2:2 4 ÍA 3 0 3 0 4:4 3 Fjölnir 3 1 0 2 3:3 3 Víkingur R. 3 0 1 2 2:6 1 Augnablik 2 0 1 1 1:6 1 Völsungur 2 0 0 2 0:7 0 2. deild kvenna Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir – HK........ 0:4 Staða efstu liða: HK 3 3 0 0 10:0 9 Álftanes 2 2 0 0 5:2 6 Hamrarnir 3 2 0 1 6:5 6 FHL 3 2 0 1 8:9 6 England Burnley – Sheffield United ..................... 1:1 Norwich – Brighton ................................. 0:1 Leicester – Crystal Palace ...................... 3:0 Manchester Utd – Bournemouth............ 5:2 Wolves – Arsenal...................................... 0:2 Chelsea – Watford.................................... 3:0 Newcastle – West Ham ........................... 2:2 Liverpool – Aston Villa ............................ 2:0 Southampton – Manchester City............ 1:0 Staðan: Liverpool 33 29 2 2 72:25 89 Manch.City 33 21 3 9 81:34 66 Leicester 33 17 7 9 63:31 58 Chelsea 33 17 6 10 60:44 57 Manch.Utd 33 15 10 8 56:33 55 Wolves 33 13 13 7 45:36 52 Arsenal 33 12 13 8 49:41 49 Sheffield Utd 33 12 12 9 34:33 48 Burnley 33 13 7 13 37:46 46 Tottenham 32 12 9 11 51:44 45 Everton 32 12 8 12 40:47 44 Newcastle 33 11 10 12 35:45 43 Southampton 33 13 4 16 42:55 43 Crystal Palace 33 11 9 13 28:40 42 Brighton 33 8 12 13 35:44 36 West Ham 33 8 7 18 40:58 31 Watford 33 6 10 17 29:52 28 Aston Villa 33 7 6 20 36:62 27 Bournemouth 33 7 6 20 32:59 27 Norwich 33 5 6 22 25:61 21 Grikkland OFI Krít – PAOK ..................................... 2:2  Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK sem er í öðru sæti, 20 stigum á eftir Olympiacos sem er orðið meistari. Danmörk Nordsjælland – Midtjylland ................... 0:1  Mikael Anderson lék allan leikinn með Midtjylland. AaB – Bröndby......................................... 2:0  Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn með Bröndby. AGF – FC Köbenhavn ............................. 1:0  Jón Dagur Þorsteinsson lék í 65 mínútur með AGF og Ragnar Sigurðsson allan leik- inn með FC Köbenhavn.  GRÓTTA – HK 4:4 1:0 Pétur Theódór Árnason 2. 2:0 Axel Sigurðarson 17. 2:1 Atli Arnarson 38.(víti) 2:2 Arnþór Ari Atlason 49. 3:2 Ástbjörn Þórðarson 62. 4:2 Karl Friðleifur Gunnarsson 65. 4:3 Arnþór Ari Atlason 75. 4:4 Ari Sigurpálsson 83. MM Axel Sigurðarson (Gróttu) M Pétur Theódór Árnason (Gróttu) Kristófer Orri Pétursson (Gróttu) Ástbjörn Þórðarson (Gróttu) Óliver Dagur Thorlacius (Gróttu) Karl Friðleifur Gunnarsson (Gróttu) Birkir Valur Jónsson (HK) Arnþór Ari Atlason (HK) Ásgeir Marteinsson (HK) Atli Arnarson (HK) Valgeir Valgeirsson (HK) Rautt spjald: Patrik Orri Pétursson (Gróttu) 37. Dómari: Ívar Orri Kristjánsson – 6. Áhorfendur: Um 800. FJÖLNIR – FYLKIR 1:2 0:1 Valdimar Ingimundarson 29. (víti) 0:2 Hákon Ingi Jónsson 53. 1:2 Sigurpáll Melberg Pálsson 90. MM Aron Snær Friðriksson (Fylki) M Ásgeir Eyþórsson (Fylki) Orri Sveinn Stefánsson (Fylki) Valdimar Þór Ingimundarson (Fylki) Grétar Snær Gunnarsson (Fjölni) Arnór Breki Ásþórsson (Fjölni) Jón Gísli Ström (Fjölni) Örvar Eggertsson (Fjölni) Dómari: Vilhjálmur A. Þórarinsson – 6. Áhorfendur: Um 400. KR – VÍKINGUR R. 2:0 1:0 Kristján Flóki Finnbogason 58. 2:0 Pablo Punyed 87. M Beitir Ólafsson (KR) Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR) Kennie Chopart (KR) Pablo Punyed (KR) Kristján Flóki Finnbogason (KR) Þórður Ingason (Víkingi) Ágúst Hlynsson (Víkingi) Rautt spjald: Kári Árnason (Víkingi) 27., Sölvi Geir Ottesen (Víkingi) 77., Halldór Smári Sigurðsson (Víkingi) 85. Dómari: Helgi Mikael Jónasson – 7. Áhorfendur: Um 1.000. KA – BREIÐABLIK 2:2 0:1 Thomas Mikkelsen 45. 1:1 Brynjar Ingi Bjarnason 67. 2:1 Guðm.Steinn Hafsteinsson 90.(víti) 2:2 Thomas Mikkelsen 90. (víti) M Brynjar Ingi Bjarnason (KA) Rodrigo Gómez (KA) Bjarni Aðalsteinsson (KA) Almarr Ormarsson (KA) Thomas Mikkelsen (Breiðabliki) Brynjólfur Willumsson (Breiðabliki) Kwame Quee (Breiðabliki) Anton Ari Einarsson (Breiðabliki) Dómari: Jóhann Ingi Jónsson – 7. Áhorfendur: 815.  Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot- bolti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.