Morgunblaðið - 06.07.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.07.2020, Blaðsíða 32
PURUSNAKK Lág kolvetna Post-dreifing, hópur ungra listamanna, hefur tekið yfir Klúbb Listahátíðar í Reykjavík. Þau hafa komið sér fyrir í Iðnó og munu sjá gestum fyrir fjölbreyttri dagskrá til 12. júlí. Hópurinn hefur hugsað sér að „breyta Iðnó í sannkallaða miðstöð grasrótarinnar“. Á morgun, þriðjudag, kl. 12 verða tvær vinnustofur í boði RASK collective; Hljóðganga – röltæfing, með Þorsteini Ey- fjörð Þórarinssyni, og Raftónlist fyrir byrjendur og vini í umsjón Idu Juhl. Fyrirlesturinn Um myndlist, femínisma og skipulag með Guðrúnu Erlu Geirsdóttur hefst kl. 15. Post-dreifing tekur yfir Klúbb Listahátíðar í Reykjavík í Iðnó MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 188. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Breiðablik tapaði sínum fyrstu stigum í Pepsi Max- deild karla í fótbolta þegar sögulegri fjórðu umferð lauk með jafntefli liðsins gegn KA á Akureyri í gær. Bæði lið skoruðu úr vítaspyrnu í uppbótartíma leiksins sem endaði 2:2. Þrír Víkingar voru reknir af velli í 2:0- ósigri gegn KR, Grótta og HK gerðu jafntefli í mögn- uðum átta marka leik og Fylkir lagði Fjölni að velli í Grafarvogi. »26 Blikar töpuðu fyrstu stigum eftir tvær vítaspyrnur í uppbótartíma ÍÞRÓTTIR MENNING Líf og fjör var á N1-mótinu í knatt- spyrnu sem fram fór á Akureyri nú um helgina. Alls voru 212 lið skráð til leiks eða rétt um tvö þúsund strákar. Aldrei hafa fleiri tekið þátt í mótinu. Að sögn Ágústs Stefáns- sonar, sem situr í mótsstjórn, ríkti almenn ánægja með hvernig til tókst. „Þetta gekk mjög vel og ég man varla eftir að við höfum verið eins heppin með veður og nú. Það var glampandi sól alla dagana,“ segir Ágúst. Spurður hvernig hafi gengið að fylgja sóttvarnareglum segir hann að línurnar hafi verið lagðar fyrsta daginn. „Það voru einhverjir sem fóru ekki eftir fyrirmælum, en við settum skýrar reglur eftir fyrsta daginn og frá þeim tíma gekk þetta mjög vel.“ aronthordur@mbl.is Ljósmyndir/Þórir Tryggvason Fjör Leikmenn Breiðabliks voru kampakátir um helgina. Aldrei hafa fleiri tekið þátt í mótinu, eða um tvö þúsund. Mikið fjör fyrir norðan  Almenn ánægja með N1-mótið sem fram fór á Akureyri Barátta Tekist var á meðan á leikjum mótsins stóð. Ekkert var gefið eftir. Hvíld Stund milli stríða hjá leikmönnum Fram og HK. Þétt var spilað á mótinu í ár til að takmarka samgang liða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.